Vísir - 28.05.1960, Page 4
V 1 S I B
Láugardaginn 28. maí 1960
WÍSXR.
D A G B L A Ð
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson.
Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3.
Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,30—18,00.
Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00.
Sími: 11660 (fimm línur).
Vísir kostar kr. 30,00 í áskrift á mánuði.
Kr. 3,00 eintakið í lausasölu.
Félagsprentsmiðjan h.f.
LjdsiB, sem hvarf.
batt miklar vonir
við leiðtogafundinn í París.
) Öllum er ljóst, að yfir öllum
l heimi vofir styrjöld, miklu
f geigvænlegri en þær, sem
} til þessa hafa dunið yfir
f hrjáð mannkyn. Vitað er, að
\ tvö stórveldi, að minnsta
i kosti, ráða yfir vopnum, sem
i með eyðingarmætti sínum
f geta tortímt öllu, sem lifir á
J hnettinum. Þess vegna var
í það hvorttveggja í senn, lifs-
f nauðsyn og heilbrigð skyn-
^ semi, sem krafðist þess, að
£ gerð væri úrslitatilraun til
p þess að komast að samkomu-
^ lagi og eyða óttanum við
f þau Ragnarök, sem óumflýj-
f anlega hljóta að koma, ef
stríðsöflin fá að leika laus-
um hala.
Þessi von mannkynsins brást.
•4 Ljósið hvarf. Enda þótt svo
ínargt hafi gerzt síðan Krú-
^ feév, brosfeitur og ánægður,
^ lýsti yfir því, að ekker-t yrði
f af fundinum, — landskjálft-
ar og eldgos í Chile og bylt-
f ing í Tyrklandi, þá er það þó
■ hin misheppnaða tilraun í
! París til þess að firra mann-
F kynið tortímingu, sem undir
^ niðri er í allra hugum, og æ
ofan í æ rís spruningin: Hvað
1 tekur nú við? Á sú fagra ver-
öld, sem vér þekkjum, að
r verða sviðin auðn, gersneydd
öllu lífi? Á að afmá manninn,
f kórónu sköpunarverksins?
Enginn kann svör við slíkum
P spurningum, en þær sækja
r samt á.
'Allir vita, hverjar ástæður
Krúsév færði fyrir því, að
Parisarfundinum var aflýst.
Það var flug bandarískrar
flugvélar yfir sovézkt land.
Og á þessu hefur verið
hamrað í blöðum kommún-
ista um allan heim. Hefði
flugvélin U-2 ekki verið skot-
in niður yfir Sovétríkjunum,
hefðu hafizt hinar innileg-
ustu viðræður í París, og
hugsanlega verið hægt að
binda enda á styrjaldir í eitt
skipti fyrir öll.
En trúir nokkur viti borinn
maður slíkum staðhæfing-
um? Áreiðanlega ekki, og
áreiðanlega ekki á Vestur-
löndum. Það má endalaust
deila um það, hvort nauð-
synlegt hafi verið, eða hyggi-
legt, að senda þessa flugvél
inn yfir Sovétríkin, og menn
geta ugglaust komið sér sam-
an um, að það hafi ekki verið
„diplomatískt“. En það er
ekki mergurinn málsins.
Venjulegt fólk hugsar líklega
eitthvað á þessa leið: Sé það
rétt, að Krúsév og Rússar al-
mennt hafi verið svo æva-
reiðir og sárir yfir þessum
atburði, sem þeir vilja vera
láta, hvernig stóð þá á því,
að Krúsév fór til Parísar með
20—30 manna fylgdarlið og
flutti ræðu á flugvellinum
þar um hinn mikla fund, sem
fyrir dyrum stóð? Hefði ekki
verið eðlilegra að senda frá
sér boðskap heiman frá
Moskvu um það, að njósna-
flug hinnar bandarísku flug-
vélar hefði eyðilagt allan
umræðugrundvöll?
Skoðunarspilið.
Þannig hugsar líklega allur al-
menningur á Vesturlöndum.
Og hann hugsar fleira. Þó að
'• njósnaflug yfir landi erlends
f stórveldis sé ávallt hinn al-
3 varlegasti hlutur, er þá ekki
enn mikilvægara, enn meiri
lífsnauðsyn, að leiðtogar
stórveldanna komi saman til
• þess að freista þess að bægja
styrjaldarhættunni frá
F mannkyninu?Og hafi það ver
ið nauðsynlegt, að slíkur
fundur ætti sér stað, áður en
flugferð þessi var farin, var
F þörfin fyrir slíkan fund þá
r enn brýnni eftir að sá at-
V burður gerðist.
Krúsév, Malinovsky og ráðu-
». nautar hans hugsa öðruvísi:
f Hér verðum við að setja á
svið eftirminnilegt skoðunar-
1 spil, sem gæti orðið komm-
F únistum um heim allan til
f framdráttai’. Þess vegna lýsir
Krúsév því yfir, leikandi við
hvern sinn fingur, að óger-
legt sé að halda slíkan fund.
En sú eina ályktun, sem af
slíkum hráskinnaleik verður
dregin, er sú, að Krúsév viidi
ekki, að þessi fuiidur yrði
haldinn, og hann hélt, að með
því að nota njósnaflugið sem
átyllu, væri auðvelt að reka
fleyg í raðir hinna vestrænu
bandamanna, helzt að kljúfa
Atlantshafsbandalagið, með-
al annars með því að benda
á Bandaríkjamenn sem eins
konar sökudólga.
Parísarf.undurinn mistókst, og
þar með brustu vonir mann-
kynsins um friðsamlegri
sambúð og hugsanlegan, var-
anlegan frið, sem öll martn-
anna börn þrá. Og sökin er
hjá Krúsév og Sovétstjórn-
inni, og skoðunarspilið, sem
hann setti á svið, mun ekki
KIRKJA OG TRÚMÁL:
Síi öp u n u vstifju n.
Öll þekkjum vér frásögnina
á fyrsta blaði Biblíunnar um
sköpun heimsins, — hvernig
Guð skapaði heiminn, alla
hluti, allar lifandi verur með
orði máttar síns, skapaði þetta
allt á sex dögum og hvíldist á
hinum sjöunda.
Lengst af gat þessi sköpunar-
saga í sínu einfalda formi og
sinni einföldu framsetningu
samrímst þeirri heimsmynd
sem hinar ýmsu þjóðir höfðu.
þar urðu ekki mjög miklar
breytingar á öldum og árþús-
undum saman.
En þegar vegur nútímavís-
inda hefst, bæði með gleggri
þekkingu á stjörnugeiminum —
og siðar við tilkomu þróunar-
kenningarinnar, þá gjörbreyt-
ist heimsmynd vestrænna þjóða
svo skyndilega, að segja má að
glundroða valdi í hugsanaheim-
inum. Það dylst ekki lengi, að
raunvísindin gefa manninum þá
heimsmynd, sem mjög er frá-
brugðin hinni fornu, sem sköp-.
unarsagan er miðuð við. Af
þessu vakna harðar deilur og
mikil átök eiga sér stað milli
þeirra, sem voru í uppnámi af
hrifningu yfir hinu glæsilega
ævintýri vísindanna — og
hinna, sem voru hörundssárir
fyrir hönd trúarbragðanna og
þótti vera höggvið nærri Krist-
indómi. — Báðir deiluaðilar
gerðu örlagaríkar villur í af-
stöðu sinni og málflutningi.
Það er mjög auðvelt að sjá nú,
þegar frá líður. Margir tals-
menn þróunarkenningarinnar
litu svo á, að nú væri fengið
svarið við spurningunni miklu,
sköpunarsagan væri sannan-
lega ekkert annað en gömul
þjóðsaga, og þar með væri
fótum kippt undan trúnni.
Hinir töldu margir hverjir að
kenningin um þróun, þar sem
talið er að tekið hafi milljónir
ára breytingar á jörð og þróun
lífvera væri bein guðlaus árás
á sannleikann og á trúna, þar
eð slíkt gengi í berhögg við
Guðs opinberaða, heilaga orð.
Vér, sem nú lifum, þetta
löngu seinna, höfum aðstöðu
til að sjá mistökin í þessum
málaflutningi og taka málin
öðrum tökum. Hin nýja heims-
mynd hefur ekki komið yfir
oss, eins og þruma úr heiðskíru
lofti, ekki skollið á oss eins og
flóðbylgja, í stórum dráttum
höfum vér tileinkað oss hana
svo rækilega að hún er oss hið
eðlilegasta og sjálfsagðasta við-
horf. — Hefur það þá ekki orð-
ið á kostnað sköpunar-sögunn-
ar og trúarinnar?
Nei, þannig er því engan veg-
inn farið. Ég býst við að vér
nútímamenn lesum sköpunar-
söguna með engu minni trúar-
hita en gengnar kynslóðir hafa
gert.
En vér gerum oss það Ijóst,
að tilgangur sköpunarsögunn-
ar hefur aldrei verið sá að gefa
mannkyninu í eitt skipti fyrir
öll hina sígildu, nákvæmlega
réttu heimsmynd. Tilgangur
verða kommúnistum til
framdráttar. Fólk sér gegn-
um blekkinguna.
hennar er í raún og veru alls
ekki sá, að gefa mannkyninu
neina heimsmynd. — Sköpun-
arsagan er öllu heldur trúar-
játning mannanna og lofgjörð
til hins eilífa skapara. En þessi
lofgjörð er vitanlega sögð fram
á máli þeirra manna, sem
fluttu hana upphaflega, og
heimsyndin, sem þar kemur
fram er auðvitað heimsmynd
þeirrar aldar en ekki 19. eða
20 aldar eftir Kristsburð.
Og vér skulum minnast þess,
að .aldrei hefur heimsmyndin
fyrr tekið svo örum og stór-
stígum breytingum, sem á vor-
um dögum. Svo að segja má að
heimsmynd einnar kynslóðar sé
úrelt hjá hinni næstu.
Sköpunarsagan er skráð af
manni, að vísu guðinnblásnum
manni; en ætluð einnig mönn-
um. Hún er skráð til þess að
ná éyrum mannanna og hjört-
um, allra, almennt, en ekki að-
eins fárra, útvaldra, sem lengst
hafa náð í speki og þekkingu,
því talar hún með þeim orðum
og með þeim myndum, sem all-
Á fundi L. f. Ú. s.l. þriðju-
dag sátu 40 fulltrúar víðvegar
af að landinu. Til fundárins
hafði verið boðað vegna samn-
inga um fiskverð þann 6. maí
s.l.
Á fundinum kom fram óá-
nægja að ekki_skyldi takast að
ná samningum um hið auglýsta
fiskverð og það, hve seint samn-
ingar tókust. Samþykkti fund-
urinn þessa ályktun:
„Að gefnu tilefni telur full
trúfundurinn að í framtíð-
inni skuli ekki hefja vertið,
fyrr en tryggður hefur-verið
viðunan.di starfsgrundvöllur
fvrir fiskibátaflotann og
samningar undirritaðir við
fiskaupendur“.
Þar, sem samn.ingar þeir, sem
gerðir voru milli L.Í.Ú. og sölu-
samtakanna, féllu úr gildi þann
20. maí s.l., fól fundurinn Verð-
lagsráði L.Í.Ú. að sem.ja um
verð á humar og flatfiski við
S.H; og SI.S.. Næðist ekki sam-
komulag fvrir 3. júní, fól fund-
urinn Verðlagsráði L.Í.Ú. að
auglýsa lágmarksverð.
Á fundinum urðu ýtarlegar
umræður um verðskiptingu þá
sem nú er á fiski samkvæmt
samkomulaginu, og taldi fund-
urinn, að ástæða væri til að
flokka fiskinn meira eftir gæð-
um en gert er samkv. síðustu
fiskverðssamningum.
Af þessu tilefni samþykkti
fundurinn svohljóðandi álykt-
un: „Fulltrúaráðsfundur L.Í.Ú.
haldinn 24. maí 1960, lýsir því
yfir sem skoðun sinni, að úr-
valslínufisk, sem daglega kem-
ur að landi beri að greiða hæsta
verði. Á eftir komi úrvals tog-
arafiskur og netafiskur.
ir geta skilið og tileinkað sér.
Og hún flytur oss eilífan sann-
leiksboðskap. Hún talar um
stórmerki Guðs, segir oss hver
hann er, sá Guð, sem Biblían
boðar. Hann er ekki handaverk
mannanna eða hugarfóstur,
ekki haglega gert skurðgoð eða
andavera íbúandi í sérkennileg-
um stokkum og steinum um-
hverfisins. Hann er sá, sem
jörðin öll getur ekki rúmað,
hinn eilífi, hinn almáttugi, sem
alla hluti hefur skapað og alla
heimana og geimana.
Sköpunarsagan segir oss frá
orði Guðs hvernig allir hlutir
eru til fyrir það, og án þess
varð ekkert til, sem til er orðið.
Hann talaði, og það varð. —
Hann bauð, þá stóð það þar. Hið
almáttuga, lifandi og eilífa
Guðs orð er upphaf alls, stjórn-
ar og viðheldur. — Guð sagði:
Verði Ijós, og það varð ljós.
Þannig er sköpunarsagan. Og
undarlega væri farið því bók-
mennta-mati og því skynbragði
á listir, sem ekki sæi hér hina
stóru hluti í þeim heimi, og
með ólíkindum slakur sá trúar-
strengur í brjósti, sem ósnort-
inn með öllu gæti látið hljóma
þessa stórkostlega lofsöngs
fram hjá sér fara.
Með tilliti til þess hversu
verðmismunur eftir gæðum er
mikið vandamál, og hefur mikla
þýðingu fyrir íslenzka fiskfarm-
leiðslu og útgerð í heild, þá
felur fundurinn stjórn L.Í.Ú.
og Verðlagsráði að undirbúa
fyrir næsta aðalfund L.Í.Ú.
tillögur um mismun á verði
eftir gæðum, veiðiaðferðum
tegundum og stærð fisksins.
Verði tilögur þessar við það
miðaðar að verulegur verðmis-
munur verði á línufiski, togara-
fiski, netafiski einnar nætur,
netafiski tveggja nátta, neta-
fiski þriggja nátta.
Þar. sem aðalfundir L.Í.Ú.
hafa eltki til þessa markað
nógu vel stefnu sína í þessum
málum, lítur fundurinn svo á,
að eigi hafi veríð unnt að á-
kveða me:-i ^'"vumismun en
fram kemur f samningi L.I.Ú.
við fiskkaup^ndur“.
Þá var á fundinum lögð fram
svohljóðandi tillaga:
,, Fulltrúaráðsfundur L.Í.Ú.
haldinn í Reykjavík 24. maí
1960, mótmælir eindregið
vanefndum ríkisstjörnarinn-
ar á þeim loforðum, er ríkis-
stjórnin gaf aðalfundi L.Í.Ú.
í desember 1959 og krefst
þess að staðið verði að fullu
við þau fyrirheit, sem aðal-
fundinum voru þá gefin“.
Urðu nokkrar umræður um
tillöguna áður en hún var felld
með 13 atkvæðum gegn 9.
í tilefni af skrifum Þjóðv.i)j-
ans í gær um fundinn, vill
L.Í.Ú. benda á, að það var aðal-
fundur L.Í.Ú., sem haldinn var
,í desember sl. sem samþykkti
,að hefja útgerð eftir áramót-
Framb. á 2. siðu. j
Frá fundi L. í. Ú.:
Útvegsmenn óánægðir
með fiskverðið.
Ætla ekki aö brenna sig á sama sæöinu tvisvar.