Vísir - 15.06.1960, Side 3

Vísir - 15.06.1960, Side 3
MiðVikudaginn 15. júní 1960 v í s r r 3 „Þetta er nú hún Súla mín, blessuð“. — Blessaður góði, hvað held- urðu að þýði fyrir þig að vera að snapa eftir kindarössum núna, þegar allar skjátur eru komnar á fjall fyrir löngu? — Ekki trúi ég því, að þú sért búinn að reka allt frá þér, eða ertu kannske feginn að vera laus við þær? — Nei, nú kannske það séu nokkur grey eftir innfrá. Ég er nú einmitt núna að ljúka við að selja gömlum uppgjafa bónda (!) tóbak í nösina á sér, og svo ætla ég inn eftir til að sprauta lambsgrey, sem er að drepast úr lungnabólgu. Þú getur svo sem rúllað með mér. ■¥■ Og þannig var það, að ég rúllaði með Sæmundi Ólafssyni fjárbónda í Reykjavík — að aukavinnu — og fnrstjóra kex- verksmiðjunnar Esju — að aðal- atvinnu — inn í Sogamýri, þar sem hann geymir og elur önn fyrir skjátúnum sínum, dag og nótt. Skíturinn er bannaður. Að vísu fórum við ekki strax af stað. Hjá honum sat gamall góðvinur, sá, sem hann kallaði uppgjafabónda, og voru þeir að rabba um búskap og skepnu- hirðingu, bæði hér í bænum og annarstaðar, og ég notaði tæki- færið til að hlusta dálítjð á viðhorf þeirra til slíkra hluta. Bóndinn var að stríða Sæ- mundi dálítið með kindunum hans, og sagði við hann að það væri enginn búskapur að hafa þetta hérna í bænum, end.a vær.i hreinasta skömm að því. . . Hvernig á það líka að geta samræmst aðstæðum hér í bænum? Hér er risin unp stórborg, og hvernig heldurðu þá að hægt sé að iáta skit og hland renna hér um göturnar? 1 Hér má ekki einu sinni snræna utan í hús, hvað þá meira .... — Nei, auðvitað má ekki spræna utan í húsin. Það bykir ekki fínt nú á dögum. Það var öðruvlsi í gamla daga. Annars kemur þetta sko ekkert málinu j við. Eg er með mínar ær ut- an bvggðar, og þar gera þær j ekki nokkrum manni mein, nema síður sé. Ég skal segja þér, að ég hlustaði einhvern tíma á Gunnar Thoroddsen, ( þegar hann var að tala á Arn- arhólstúni, og þá var hann að tala um lungu bæjarins. Hann sagði nefn.ilega — og það fannst mér fjandi gott — að það væri ekki nóg að hafa opin svæði . með grasi, blómrnn og trjám. Það þyrfti líka að vera eitthvað lifandi þar ... Fjöldi vill fá að skoða. ...Já, það veit ég vel, en ... • ... Þegiðu rétt á meðan, og lofaðu mér að tala út. Fáðu þér í nefið. Sko. Það er ekki nóg að hafa endur og gæsir og grá- máva. Fólkið og börnin verður að vita, hvað er að gerast í kring um það, og hafa tækifæri til að kynnast því ... ... Já, en það er ekki búskap- ur ... ... Ég er ekki heldui að tala um búskap. Ég er að tala um skepnur ... og áhugamál. Ég sit hérna í skrifstofunni allan daginn og hugsa um mina vinnu — eins og aðrir, og svo þarf ég að hafa einhver áhugamál, eitt- hvað, sem hægt er að dunda við úti í náttúrunni og anda að sér fersku lofti, og því skyldi ég ekki mega það? Fljót afgreiðsla. Ungum manni var vísað inn til Sæmundar. — Það var út af auglýsing- unni um mann í vinnu ... — Hvað gerir þú, góði? — O — ég hefi verið svona við bílaviðgerðir og svoleiðis... — Drekkurðu, góði? — Jaaa, það svona kemur |með stóran poka fullan af ilm- andi heyi, og setti í framsæt- ið hjá sér í jeppanum. Hann var ekki dónalegur farþeginn sá. — Ertu ekki með neitt utan- yfir skóna? spurði hann, þegar þangað var komið. — Ég er hræddur um að þú fáir skít á skóna, drengur minn. (Freyja er formóðir flestra. En ég lét það hafa það. Stiklaði á steinum og spítum yfir mesta skítinn og bleytuna, og hugsaði með mér að það væri þá jafngott, að ritstjórinn fengi eitthvað af lyktinni. Það væri líka sönnun á því, hvar ég KEX OG KIXDER RABBAÐ Vl-Ð BÆMUND DLAFSBON UM KINDURNAR HANB ... Þær eru nú allsstaðar til... . . Hugsaðu þér til dæmis: Á hverjum sunundegi kemur heill mýgrútur af fólki bæði gang- andi og í bílum, með krakkana með sér og fer að girðingunni til að skoða skjáturnar og gefa þeim. Það kveður svo ramt að þessu, að ég hefi orðið að setja upp skilti á girðinguna til að biðja fólk að gefa þeim ekki, því að annars renna þær allar út í drullu. Nei, fólk þarf að hafa lífið í kring um sig, enda gera þessar rollur mínar eng- um mein, og enginn hefur nokkru sinni amast við þeim, hvorki bæjarbúar né bæjaryfirvöld. Hann er þó altlaf plús. — Nú, er ekki bannað að hafa kindur í bæjarlandinu? — Nei, fjandann ætli það sé bannað. Auðvitað mega rollurn- ar ekki vera röltandi um göt- ur bæjarins, en á meðan þær eru innan girðingar, segir eng- inn neitt við því. Nú stóð bóndinn upp, fékk sér einu sinni enn í nefið, og' kvaddi. — Hefurðu mikið af kindum J þarna innfrá, Sæmundur? spurði ég. — O — fjandakornið. Ja, ég hefi svona fimmtíu stykki, þeg- ar mest hefur verið. en þær eru flestar farnar á fjall. Það eru ekki eftir nema um tuttugu núna, og verða bara tíu eftir kvöldið í kvöld. — Eitthvað hlýtúrðu að hafa upp úr þessu braski. — Upp úr? O—O—O— ja, það er nú svona, skal ég s'egjáj þér, að þetta er nú ein af þeim tómstundaiðjum, sem maður getur kannske eitthvað svolít- ið haft uppúr. Sjáðu nú til. Sumir eiga hesta og aðr.ir spila golf. AUt eru það útgjöld hjá þeim. Ekkert nema útgjölcf. Við erum þó alltént í plús. Þetta er okkar tómstundaiðja fyrir ... — Þá skulum við ekkert tala meira um það, góðd. — Jæja...? — Nei, það þarf ekki, vinur. Hefi ekki áhuga. ★ Og maðurinn fór með það. Og svo lögðum við af stað „inneftir“. Sæmundur brá sér í úlpu utanyfir, og stakk kexpakka í vasann. Hann hafði einnig með sér flösku með soðnu vatni til að blanda í penincillinspraut- una, sem hann ætlaði að gefa lambinu veika, og síðast — en ekki síst — rogaðist hann út hefði verið. — Þarna sérðu nú hana Freyju mína, blessaða ... — Beljan þarna? — Þetta er ekki belja, bján- inn þinn. Hún er bara svona stór og feit. Hún er sú fyrsta, sem ég eignaðist, og formóðir flestra hinna. — Já, svo þetta eru allt sam- an krakkarnir hennar? — Já. Allt krakkarnir henn- ar. Þarna er Sóley,. Grettla, Njóla og Nótt, Korpa, Gyðja og Grásíða, Svala, Hrefna og Sygna. Hún er frá Sogni í Kjós. — Sogni í Kjós? I — Já, Sogni í Kjós. þrf- lembd, tíu og hálft kíló hvert. | Komdu hérna, béaður asninn þinn, og fáðer kexbita. Hvar, er lambið þitt. Ha? Passarðu ekki lambið þitt, kjáninn þinn? Sveiattan bara. j; Þær þekktu "*] kvalítetið. Og svo komu þær allar hlaup- andi og þyrptust í kringum Sæmund, þar sem hann stóð á miðju túninu með kexpakkanri, í hendinni. Þær tróðust hver um aðra til að komast að hon- um og kexpakkanum. Það var auðséð að þær þekktu kvalítet- ið á kexinu frá Esju. Þær, sem þóttust ekki hafa fengið nóg, tóku undir sig stökk og gripu kexbitann úr hendi Sæmundar, hlupu síðan burt þangað sem þær gátu muðlað á honum í einrúmi (kexbitanum). Ég lagðist á hnén með mynda vélina og ætlaði að skjóta nokkrar skjátur. Ég stillti appa- ratið af á alla vegu, og kíktl af ákafa í útsýnisgatið, en þar var ekkert að sjá nema kind- araugu, sem glápti beint á móti mér — hinu megin frá vélinni. Þarna var þá komin ein rollan, og hélt greinilega að vélin væri Esjukex, og bjóst til að éta hana „með húð og hári“. Ég hugðist forða mér hið skjótasta, en þá uppgötvaði ég að ég komst ekkert fyrir kindum. Þær tróðust þarna umhverfis mig, bæði á bak og fyrir, svo að ég komst ekkert. Samt tókst mér að rísa á fætur, en þá gerði ein sér lítið fyrir og reis upp á afturlappirnar, studdi ,,höndunum“ á ístruna á mér, og teygði snoppuna framan í mig, hreint eins og hún bygg- ist til að hvísla einhverju Ieynd- armáh í eyra mér. Hann heyrir lungnabólguna. — Þetta er hún Súla, sagði Sæmundur. Svo fórum við að handsama Framh. á 9. síðu. Þær þekkja kvalítetinn áEsjukexinu, þessar. —

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.