Vísir - 15.06.1960, Blaðsíða 6

Vísir - 15.06.1960, Blaðsíða 6
 V 1 S I B Miðvikudaginn 15. júní 1960 WI8IR D A G B L A Ð Útgefandi: BLAÐAÚTGÁTAN VÍSIR H.F. Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjðrnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,30—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (fimm línur). Vísir kostar kr. 30,00 í áskrift á mánuði. Kr. 3,00 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. VEGIR 00 VEGLEYSIJII EFTIR Víðförla Erfi&bikar hjá komnuínistum. Alltaf sigur á ógæfuhliðina hjá kommúnistum og banda- mönnum þeirra. í fyrsta lagi hafa þeir rekið áróður sinn gegn viðreisnarstefnu stjórn- arflokkanna af svo heimsku- legu ofstæki, að enginn trúir þeim lengur. í öðru lagi bar afstaða Lúðvíks Jósefssonar í Genf vott um svo tak- markalaust dekur við Rússa, að síðan hlýtur öllum að vera ljóst, hafi einhverjir ef- azt um það áður, hvar ís- • lenzkir kommúnistar standa, ef íslenzkir og rússneskir hagsmunir rekast á. í þriðja lagi hafa skrif Þjóðviljans um njósnamálin verið svo aum, að þar hefir aldrei örl- að á sjálfstæðri hugsun. Ofan á þetta allt hefir svo ým- legt skeð eins og t. d. njósnir rússneska togarans o. fl. sem allt á sinn þátt í því, að á- hyggjur foringjanna gerast nú þungar. Auðséð er líka á skrifum Þjóðviljans að þeir vita ekkert hvað þeir eiga að gera. Njósnamálið var að því leyti heppileg tilbreytni fyrir kommúnista, að þeir fengu þar efni til að æsa sig og gera moldviðri út af, einmitt þeg- ar þeir voru orðnir mát í rökræðunum um efnahags- ráðstafanirnar. En þótt þeir hafi, með því að gera sig að fíflum, getað gert sér býsna mikinn mat úr flugvélarmál- inu, komast þeir þó ekki hjá að minnast á efnahagsmálin líka. Og enn sem fyrr er spiluð sama platan: Harma- grátur Einars Olgeirssonar um að vondir menn séu að kvelja lífið úr alþýðunni. „Dýrtíðin er að sliga alþýðu- heimilin“, segir Þjóðviljinn á laugardaginn var. En hon- um láðist að minna á það, að þeir erfiðleikar, sem þjóð- in á nú við að etja, ei'u að miklu leyti afleiðing þeii'rar „verðbólguöldu", sem Her- mann Jónasson tilkynnti þjóðinni að væri skollin yfir hana, þegar hann rauf stjórn- arsamstarfið við kommún- ista fyrir jólin árið 1958. Það er eftirtektarvert, að komm- únistar hafa aldrei bent á jákvæðar leiðir til viðreisn- ar. Að svo miklu leyti sem nokkurn botn er að finna í skrifum Þjóðviljans um efnahagsmálin, er helzt á þeim að skilja, að allt hafi verið í bezta lagi þegar vinstri stjórnin fór frá, og ef einhverjir erfiðleikar hafi verið á að láta endana ná saman, þá hafi bara verið hægt að fá lán fyrir austan járntjald! Sjóniannadagurinn var hald- inn hátíðlegur hér í Reykjavík síðastliðinn sunnudag í miklu blíðskapar veðri. Eg rölti niður að höfn til að sjá kappróðurinn og viðra mig í góða veðrinu. Það voru þúsundir þarna niður- frá, fólk var í góðu skapi og óvenju létt í máli. Skömmu eftir að eg staðnæmdist á miðj- um Faxagarði kom voldug rödd í hátalara frá Ingólfsgarði og tilkynnti söfnuðinum að nú ætti kappróðurinn að fara að hefjast. Eftir um 10 mín. kom sama röddin aftur og bað róðr- l arnefndina að mæta við út- ivarpsbílinn og nokkru seinna^ ! var hún beðin að mæta og líka áhafnir á kappróðrarbátana. | Svo var einnig tilkynnt, að ' hann Eyjólfur væri á leiðinni fyrir utan hafnarmynnið. Mörg- um fannst að þessar tilkynn-, ingar væru nokkuð skrítnar enj fólkið var í svo góðu skapi að það sló öllu upp í grín. Nokkru j síðar sást hvar betur fór frá Örfirisey með kappróðrarbát- j ana í eftirdragi. Hann lagði upp að skipi við Ingólfsgarð og þar fóru 2 áhafnir um borð í þá og svo var slefað aftur út að eyju. Meðan á þessu öllu stóð glumdi eitthvað í hátöíurunum, sem átti víst að vera músik en hljómaði stundum eins og verið, væri að spila tvö lög í einu. Nú kom Eyjólfur inn í höfn- ina og buslaði í áttina að bakk- anum en röddin hvatti fólk til að synda 200 metrana. Þegar hann hafði verið innbyrtur í bátinn sagði röddin að nú ætti róðurinn að fara að hefjast en þá fór nú fólkið fyrst að brosa því bátarnir voru þá komnir miðja vega. Áralagið var held- ur skrykkjótt en þeir komust í mark en þá fór verr en skyldi því það gleymdist að taka tím- ann. Nú stóð í brasi að ná í næstu tvær áhafnir og koma þeim út að eyju og alltaf var röddin að segja frá að á bátnum með rauða flagginu væri skip- verjar af Goðafossi en á bátn- um með því bláa skipverjar af einhverjum togara. En þegar svo bátarnir nálguðust var ann- ar með rauðan fána en hinn með hvítan.. Nú fannst mér nóg komið af allri vitleysunni og rölti heim en af því það lá svo vel á öllum í góða veðrinu tók fólkið öllum þessum hlut- um, sem nokkurskonar grínleik og hló að öllu saman. En það eru tilmæli mín til þeirra, sem þarna sáu um hlutina að standa sig betur næst. Það er ekki víst að fólk verði í eins góðu skapi þá. | J. H. skrifar mér: Eg ók upp í Mosfellssveit um síðustu helgi og sá þá skilti við Hafravatns- veginn, sem á stóð Brúarland 8 km., Geitháls 17 km. Mér fund- ust þessar vegalengdir dálítið einkennilegar og tók mig til og ók þær. Að Brúarlandi reynd- ust vera 4 km. en að Geithálsi 8. Vonandi fjai’lægir vegamála- stjórnin þetta skilti fljótlega. Voru önnur úrræBi betri ? Þeim sem berjast opinberlega gegn efnahagsráðstöfunum stjórnarflokkanna ber skylda til að benda jafnframt á betri leiðir. Þetta hafa hvorki kommúnistar né Framsókn getað gert, og þess vegna er þjóðin hætt að taka mark á gagnrýni þeirra. Það væri óafsakanleg fáfræði um ástand efnahagsmálanna þegar núverandi stjórn tók við, ef einhver héldi því fram að unnt væri að bjarga þjóð- arbúskapnum frá hruni án þess almenningur yrði eitt- hvað á sig að leggja. Hver heilvita maður gat t. d. sagt sér sjálfur að verðhækkanir yrðu á innfluttum vörum eftir gengisfellinguna. Einn- ig var fyrirsjáanlegt að ým- iskonar þjónusta mundi hækka. En hliðarráðstafanir, sem gerðar voru jafnframt, til þess að vega á móti þess- um hækkunum, munu gera það að verkum, að kjara- skerðingin verður ekki nánd- ar nærri eins mikil og stjórn- arandstaðan vill vera láta. Það var alltaf vitað, að hækk- anirnar myndu koma verst við fólk fyrstu mánuðina, meðan gagnráðstafanirnar, svo sem hækkaðar fjöl- skyldubætur og skattalækk- anir, voru ekki farnar að segja til sín. Þess vegna lögðu andstæðingar ríkis- stjórnarinnar allt kapp á að gera hinar nýju ráðstafanir óvinsælar strax og æsa til andstöðu gegn þeim. Þeir vissu sem var að tíminn mundi vinna með stjórnar- flokkunum, og það hefir hann gert svo vel, að þeim fækkar nú með hverjum deg- inum sem líður, sem trúa niðurrifsnöldri Tímans og Þjóðviljans. Þeir sem áður létu blekkjast, eru nú farnir að sjá, að stefna stjórnarflokkanna er stefna viðreisnar og vaxandi velmegunar allra lands- manna, en stefna stjórnar- andstöðunnar er hin gamla „eyðimerkurganga“ vinstri stjórnarinnar. MinnisblaS ferðamanna: FERÐAHANDBÓKIN 1960 er að koma út um næstu helgi. Ég hefi litið í hana lauslega, og hún inniheldur afarmikinn fróðleik, sem er nauðsynlegur öllum ferðamönnum. Auk þess fylgir henni hið nýja vegakort af íslandi en að því er hinn mesti fengur. Sjálf er bókin smekklega útgefin. Víðförli. Kindarleg sorphreinsun. Hallur éta allt rasl í Góðvoa. Frá fréttaritara Vísis. — Khöfn í júní. Grœnland er greinilega kom- ið í tölu hinna meiri menning- arþjóða, ef dæma má eftir fregn-! um, sem berast frá höfuðborg landsins, Góðvon, um fjár-l plágu þar í bœnum og rimmu, I sem risin er þar um, hvort skjáturnar hans Jóhanns Holm skuli lifa eða deyja. Það hefur nefnilega komið á daginn, að uppáhaldsfæða ánna hans er pappír, og þar sem að Góðvon er stjórnarbær, eiga þær ekki í neinum erfiðleikum með að ná sér í þessa fæðu. Kindurnar hans Jóhanns leika lausum hala (dindli) um götur bæjarins, jarma á hvers manns glugga og éta úr rusla- tunnunum. Þær hafa það lagið á að labba sig eftir aðalgötunni og velta sorptunnum um koll, en velja síðan aðeins það bezta úr og éta. Ef tií vill er mesti plúsinn sá, að þessi framtaks- sami kindahópur á sinn. miklaj þátt í að halda verði á kinda- kjöti niðri á Grænlandi. En þrátt fyrir það að þessi framtakssömu dýr hafa tekið að sér öskuhreinsun í bænum og' jafnframt verðlagsstjórn áj kindakjöti, krefjast hinir betri borgarar bæjarins þess, — sem að líkindum eru flestir danskir — að kindunum verði lógað. Presturinn á staðnum, Dan- inn Bent Lumholt, hefur samt tekið upp hanzkann fyrir kind- urnar, og lýsir yfir því í blaða- grein, að hann telji það órétt-| mætt, að aðeins hin ýmsu kvik- indi í stjórnarembættum fái að lifa. Bendir hann t. d. á lög- regluhundinn og dúfurnar hjá landshöfðingjanum. Þess utan, segir klerkurinn, eru þetta lík- lega heimsins einu skepnur, sem lifa einungis á pappír, e. t. v. utan örfárra kontórblóka. Og hvernig með túristana? spyr hann. Er ekki upplagt að lofa þeim að taka myndir af iieims- ins einustu pappírsætum? „Borgari" skrifar: Virðingareysi. Eitt af einkennum nútímans er vaxandi virðingarleysi sem kem- ur fram með ýmsu móti. Um þetta mætti nefna svo mörg dæmi, að fylla myndi marga Bergmálsdálka. þannig er rætt um vaxandi virðingarleysi æsk- unnar, barna og unglinga fyrir kennurum og fóreldrum, svo að eitt dæmi sé nefnt, en það er minna talað um það, að virðing- arleysi hinna eldri og lífsreynd- ari kemur líka fram í ýmsum myndum, og kannske yppa menn yfirleitt bara öxlum, þegar radd- ir heyrast um virðingarleysi í einhverri mynd, — litið á það sem nöldur, sem menn láta sem vind um eyru þjóta, Vanalega er það svo. En svo kemur það fyrir, að einhver atburður gerist, sem sýnir svo áþreifanlega hvar við erum á vegi stödd í þess- um efnum, að það veldur al- mennri og sárri Imeykslan, eins og það, sem átti sér stað fyrir skemmstu, er grafið var gegn- um gamla kirkjugarðinn i mið- bænum í Reykjavik. Hér verða ekki notuð stór orð um það, sem gerðist, heldur sagt: Látum ekki annað eins og þetta koma fyrir aftur, þvi að það er allri þjóð- inni til vansæmdar. Og jafnframt skal hér lagt til, að framvegis verði ekki raskað við neinu á slíkum stöðum, nema i samráði við biskup landsins, til þess að yfirstjórn kirkjunnar geti haft sinn fulltrúa viðstaddan, ef óhjá- kvæmilegt er að hrófla við ein- hverju, þar sem áður var hinnsti hvílustaður forfeðra okkar. „Borgari“. 17. júní. „Fyrir nokkrum árum sást varla drukkinn maður á götum borgarinnar á þjóðminningardag- inn, enda var mjög hvatt til þess í blöðunum, að spilla ekki gleð- inni þann dag með drvkkjuskap. Þetta hafði góð áhrif — hvatn- ingarnar náðu tilgangi sínum. Seinustu 2—3 árin a.m.k. er aft- ur farið að bera meira á drukkn- um mönnum á almannafæri á þessum degi. Drykkjuskapur hefur verið óvanalega mikill hér í bæ síðan vertíð lauk, og mér segir svo hugur um, að full þörf sé á, að blöðin hvetji menn til þess, að neyta ekki áfengis á þjóðhátíðardeginum, eða gæti hófs, því að vin gleður að eins mannsins hjarta, að það sé hóf- lega drukkið. — Reykvíkingur“. Sláltiir — Frh. af 1. síðu. gervallt landið, þótt einhverjir kunni að halda að sér hendinni til næstu helgar eða fram yfir hana, í von um að bregði til þurrka. Það er helst á Norðaustur- og Austurlandi, sem sláttur kann að dragast. Þar hafa kom- ið smá kuldaköst, sem hafa dregið úr sprettu. En bæjarbúar létu sér ekki segjast við grínskrif prestsins. Þeir krefjast dauðadóms yfir dýrunum, og að allur fjárbú- skapur sé bannaður innan borg- armúranna, og nú verður bæj- arstjórnin að fylgja fordæmi annarra heimsborgara, og taka ákvörðun í þessu veigamiklu máli. t ►

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.