Vísir - 03.08.1960, Blaðsíða 8

Vísir - 03.08.1960, Blaðsíða 8
Ekkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir. Qmnii jm n gm Munlð, aS þeir sem gerast áskrifendor Bátíð hann færa yður fréttir og annað WfW ú Bg ipEW Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið ÍMtrarefni heim — án fyrirhafnar af v 1 i Wl ÍSt, | 111 PPfSL, óke.vDÍs til mánaðamóta yðar hálfu. Wm úsm ŒSPohBichHv Sími 1-16-60. Sími 1-16-60. Miðvikudaginn 3. ágúst 1960 Spjöll og skemmdarverk unnin í innbrotum. lAílu vnv stnliö9 en þeim tttnti ttt eivu sti ettt ttt t. Nokkur innbrot voru framin hér í bænum um helgina, yfir- leitt litlu stolið, en allmikil spjöll unnin, mikið skemmt og rótað. . Mesta innbrotið var í húsi Al- nienna byggingafélagsins í Borgartúni 7. Komizt hafði ver- ið inn í húsið með því að brjóta rúðu fyrir ofan hurð á bakhlið hússins, hurðin að því búnu opn uð og farið inn. Brotin var m. a. hurð að skrif stofu skrifstofustjóra húsa- medstara ríkisins, ráðist þar inni með ýmsum tilburðum á peningaskáp, en án árangurs. Brotnar voru upp aðaldyr að skrifstofu bifreiðadeildar Sjó- vátryggingafélags -slands, sem «r‘til húsa á sömu hæð og skrif- stofa húsamestara. Þar var all- miklu rótað oð skjöl lágu víðs- vegar um gólf, en ekkl séð að neínu hafi verið stolið. Þá var brotið upp geymslu- het'bergi Sjóvátryggingafélags- inS, sem er í kjallara hússins. ■Ummerki sáust á ýmsum hurð- um, sem reynt hafði vei'ið áð brjóta upp í byggingunni, en igefizt upp við. í þessari sömu byggingu hafði- •verið farið inn í bifreiðaverk- Sendiherra af- fiendir skilríki. Hinn fyrstí sendiherra Arg- fcntínu á íslandi, herra Carlos Alberto Leguizamon, afhenti í gær forseta íslands trúnaðar- bréf sitt við hátiðlega athöfn á BéSsastöðum. Að athöfninni lokinni höfðu íforséta hjónin hádegisverðar- boð fyrir sendiherrann. Sendiherrann hefur búsetu í Osli. (Fréttatilk. frá skrifstofu forseta íslánds.) stæði, sem Öxull h.f. hefur þar, en ekki var unnt að sjá að neinu hafi verið stolið. | Loks hafði þjófurinn komizt inn í læst port, sem Almenna byggingafélagið hefur austan megin við götuna, gegnt húsi sínu. Þar hafði verið snúið sundur keðja, sem læsti benzín- -tank, sýnilega í þeim tilgangi að stela benzíni. En það tókst |ekki vegna þess að rafstraum- urinn hafði verið rofinn. Brotizt var inn á tveim öðr- um stöðum í Reykjavík um helgina. Annað var innbrot í Olíuhreinsunarstöðina að Sæ- . túni 4. Þar voru sprengdár upp ,hurðir og allt á tjá og tundri inni, rifið, brotið og skemmt það.sem unnt var að skemma og eyðilg^gja, en minnáátölið, jafnvii éngu. Inn í Golfskálann var brotizt, en hann var þá mannlaus. Séð varð að farið hafði verið um allt og talsvert rótað og leitað, en ekki öðru stol’ið en einni vín- flösku, sem skilin hafði verið eftir af vangá. Mú vantar blóð. Nú er mikill skortur á blóði í Blóðbankanum og er fólk beðið um að koma þar til hjálpar. Eins og öllum er kunnugt liggur mikið við, að alltaf sé nóg blóð fyrir hendi og geta hlotizt af hinar' al- varlegustu afeiðingar, ef svo er ekki. Blaðið vill skora á Reyk- víkinga, að þeir láti ekki sitt eftir liggja nú, því að enginn veit, hver þarf næst á blóði að halda. Um borð í Maríu Júlíu. Þorskurinn kvarnaður og hent fyrir múkkann. I heii nótabáta á Faxaflóa. Þeir fá 7-8 körfur af rauösprettu í hverju hali. jGúmmíbáturinn er notaður til friðsamlegrar heimsóknar, en ekki Jiegar farið er að Bretum. Þeir myndu kannske stinga gat á hann. Handfærabátar hafa ekki fengið bein úr sjó í Faxaflóa í sumar og ekkert hefur fengizt á línu. Eftir þeim aflabrögðum hefði mátt ætla að ekki væri til fiskur í flóanum, en það er nú öðru nær. Landhelgisgæzlan bauð nokkrum gestum í gær í kynnisför til dragnótabáta, sém nú eru að hefja veiðar í Faxa- flóa. Óðinn tók stóran sveig að Guðrúnu frá Reykjavík, þar sem báturinn lá fyrir dufli. Skipverjar litu upp frá vinnu sinni og það mátti lesa úr svip þeirra, að þeir hugsuðu: Hvern fjandann vill landhelgísgæzlan okkur nú? Kallað var til þeirra og spurt hvort gestir mættu koma um borð. Kallaði formað- urinn, Hjörleifur Jónsson, að gestir væru velkomnir. Síðan lagði ellefu manna hópur af stað frá Óðn.i á gummíbát yfir í Guðrúnu. Lét Hjörleifur vel yfir aflanum enda hafði hann fengið um það til tæpt tonn í halinu og var um það bil þrið.i- ungur af því feit og stór rauð- spretta. Hitt var vænn þorsk- ur. Vár staðið við góða stund um borð í Guðrúnu meðan nót- inn var kastað aftur. Maria Júlía hefur verið að fiskirannsóknum undanfarið og er nú í Faxaflóa. Var hún þarna skarnt undan að toga með botn- vörpu. Þegar við komum að henni. voru þeir að taka .inn trollið. Gunnar Ólafsson, skip- stjóri tók á móti okkur. Hann var að þessu sinni líkari togara skipstjóra, nema hvað hann var einkennisbúinn. Það er meiri vit leysan að henda öllum þessum fiski út aftur, sagði hann. Við höfum verið að fá tvo til þrjá poká í hálftima holi og öllu er hent í sjóinn aftur. Á þilfarinu var unnið af kappi. Kolinn var tíndur úr trollinu og settur ofan í stóran kassa, þar sem hann svamlaði þangað til ungur mað- ur veiddi hann upp með háf og lagði hann á borðið fyrir fram- an Aðalstein fiskifræðing, sem þræddi fimlega girni í hnakka kolans. Lítið hylki með númeri er fest við girnið. Kolinn er mældur og að þvi loknu er hon- um fleygt fyrár borð. Hánn er að sjá örlítið dasaður eftir æv- intýrið, en áttar sig brátt og kafar með þetta skraut á.hnakk anum aftur ofan á botninn. Framh. á 6. síðu. Júlíus Havsteen, sýslnmaður látinn. Júlíus Havsteen, fyrrverandi sýslumaður, andaðist hér í Reykjavík aðfaranótt 31. júlí eftir stutta legu. Júlíus Havsteen var þjóð- kunnur athafnamaður, og lét jafnan til sín taka í umbóta- málum og framfaramálum þjóð- arinnar. Hann hóf starfsferil sinn sem bæjarfógeti á Akur- eyri og Siglufirði, en var sýslu- maður Þingeyjarsýslu í 36 ár, eða til ársins 1956, er hann varð sjötugur. Þótt hann léti af em- bætti, var fjarri því að hann hætti störfum, því að hann var allt til andláts hinn áhugasam- asti um ýmis þjóðfélagsmál. Hann sótti t. d. landhelgisráð- stefnuna í Genf í vor, og skrif- aði margar greinar um þau mál. .Hann var alla tíð mjög virkur í slysavörnum íslendinga og lét þau mál ávallt til sín taka. Júlíus Havsteen fæddist árið 1886 á Akureyri, sonur J. V. Havsteen kaupmanns og Þóru Havsteen konu hans. Hann var kvæntur Þórunni Jónsdóttur, er lézt 1939. Þau áttu saman átta börn, sem öll eru á lífi. Biskup á yfirreiö. Biskupinn yfir íslandi, herra Sigurbjörn Einarsson, vísiterar Barðastrandaprófastsdæmi í þessum mánuði. | Vísitazían hefst að Garpsdal miðvikudaginn 3. ágúst með guðsþjónustu kl. 14 og henni lýkur á Bíldudal sunnudaginn. 14. þ. m. Mun biskup heimsækja allar kirkjur og söfnuði prófasts- dæmisins, prédika í hverri kirkju og ræða við söfnuðina um kirkjuleg málefni. Næstkomandi sunnudag, 7. þ. m. mun biskup vígja nýja kirkju að Skálmarnessmúla. Óvíst, hvort Eyjólfur leggur í Ermasund. Varð að hætta við sund í nótt vegna meiðsla. Eyjólfur Jónsson, sundkappi, lagði af stað í nótt frá Kefla- vík, og hugðist synda til Reykjavíkur, en varð að hætta eftir um 14 km. sund vegna meiðsli í öxl, er tóku sig upp á sundinu. Fréttamaður Vísis átti i morgun tal af Eyjólfi, er hann var að jafna sig eftir sundið, og sagðist honum þá svo frá, að hann hefði um nokkurn tíma átt við að stríða smá-tognun í hægri axlarlið, og hefði verið að vona að það hefði lagast að mestu. Læknir Eyjólfs,. Úlfar Þórðarson hafði ekki viljað láta Eyjólf reyna á öxlina að ráði fyrr en nú, en sagt honum að hvíla sig. Áhugi Eyjólfs fyrir þjálfuninni hefir samt sém áð- ur ekki leyft honum að hvíla sig nægilega, svo að þegar að því kom í nótt að hann. reyndi jverulega á öxlina, tók tognun- ! in sig upp aftur. Eyjólfur synti í sundbol, sem var borinn feiti, J og er hann var kominn nokkuð áleiðis, harðnaði feitin í boln- um, og var þá eins og hnifi j væri stungið í öxl hans í hvert sinn er hann hreyfði hendina. I Hann var kominn um 8 km. j áleiðis til Rvík. — en hafði synt um 14 km. — því að straumur hafði borið hann mjög I úr leið, þegar þjálfarar hans, iPétur Eiríksson og Jónas Árna- son skipuðu honum að hætta. því að þeir sáu að hægri hendi Eyjólfs var að mestu gagnslaus. „Þarna hefur komið í Ijós annmarki, sem ég hafði ekki reiknað með,“ sagði Eyjólfur, „og ég þori því ekkert að segýa um fyrirætlanir. mínar með Ermasúndið. Það er allt.í óvissú með það eins og stendur."

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.