Vísir - 19.08.1960, Síða 12

Vísir - 19.08.1960, Síða 12
Kkkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir. nHDHOH /Mi n OMHBk Munið, að þeir sem gerast áskrifendur Látið hann færa yður fréttir og annað xí wW nr (fl S il w Vísis eftir 10. livers mánaðar, fá blaðið leatrarefni heim — án fyrirhafnar af vfiyf li rSBRfc Jj S jlpsBL. ókeynis til mánaðamóta yðar hálfu. Sími 1-16-60. Sími 1-16-60. Föstudaginn 19. ágúst 1960. Gæzluliií S.þ. víggirbir flugvoll Leopoldville. Hefur fengið heimild til að beita skotvopnum sér til vamar. Lumumba forsætisráðherra Kongólýðveldisins neitaði í gœr að taka móti dr. Bunche, aðstóðar-framkvœmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, sem hafði boðað komu sína til hans, til þess að mótmœla óheyrilegri framkomu Kongó-liormanna, við komu flugvélar þangað með kanadiska hermenn. Sendi dr. Bunche nákvæma .skýrslu um allt, sem gerst haíði, til Hammarskjölds, er ræddi málið við fulltrúa stór- Veldanna í Öryggisráðinu, er •tekur þetta atriði sem önnur fyrir á áukafundi þéss, sem með kanadiska hermenn, sem stendur fyrir dyrum. Það var við kómu flugvélar Kóngóhermenn ruddust inn í . hana, í leit að belgiskum fall- hlífahermönnum, en eins og koimið hefur fram í fyrri fregn- •fregnum, hefur Lumumba feng- ■ ið þá flugu í kollinn, að Belgar /leynist í liði Sameinuðu þjóð- anna, og er þetta mjög notað í áróðri hans og hans manna. Kongóhermennirnir börðu hina Jcanadisku, sem ekki gátu vörnum við komið, og liðsfor- ingi í þeirra hópi var sleginn í rot. Sumir voru látnir liggja á jörðu og var ýtt að þeim byssuskeftum, og hótað öllu illu, ef þeír bærðu á sér. Lið frá Ghana úr gæzluliðinu var sent á vettvang, og bjargaði hermönnunum, og þar næst tók herstjórn Sam- einuðu þjóðanna öll yfir- og umráð flugvallarins í sínar hendur og var þegar hafist — handa um að setja upp gaddavírsgirðingar og ,grafa skotgrafir, ef til árása á flugvöllinn skyldi koma. Blezk blöð í morgun telja þennan atburð alvarlegan. Hingað til hafi gæzluliðið getað unnið verk sitt friðSamlega og svo hafi hórft, að þrátt fyrir ýmsa erfiðleika, myndi það geta tekið við friðsamlega hvarvetna í landinu, en þeim horfum hafi' verið spillt með árásinni á kanadisku hermenn- ina, og hafi nú orðið að gefa — í fyrsta sinn — heimild til þess að gæzluliðið beiti skot- vopnum sínum, verði á þá ráð- ist. Þetta geti boðið hættum heim, en sé óhjákvæmilegt, eftir það, sem gerst hafi. Aukafundur Sameinuðu þjóð- anna kemur saman eftir helgi. — Sendinefnd frá stjórninni í Kongó er á leið til New York. Hún ferðast svo sem að líkum lætur í rússneskri farþegaþotu, en hún tafðist í London, þar sem þotur af þessari gerð þurfa sérstaks leyfis til lendingar í New York, en það leyfi lá ekki fyrir við komuna til London. Tekjur af berjum. Frá fréttaritara Vísis. — ísafirði í gœr. Bnrjaferðir eru nú að kom- ast í algleyming, einkum um helgar. Hópur átthagafélaga í Reykjavík sameina heimsókn og berjaför. Berjaspretta er yfir- leitt góð og margir vestfirzkir bændur eiga víða mikil berja- lönd og stunda berjatínslu með fjölskyldum sínum. Hefur berja sala bænda farið vaxandi und- anfarin ár og verið sumum drjúg aukaatvinna. Markaður í Reykjavík og nágrenni hefur verið svo mikil að naumlega hefur orðið fullnægt eftirspurn. Nokkuð af síldarstúlkum héðan komu heim frá Siglu- firði í byrjun vikunnar. Segjast þær varla hafa haft fyrir kostn- aði í sumar. Atvinna hefur ver- ið miklu daufari nú en undan- farin sumur, einkum hjá kven- fólki og unglingum. Dýpkunarskipið Grettir hef- ur undanfarið unnið að dýkun bátahafnarinnar hér. Gekk það verk greiðlega. — Malbikun gatna stendur yfir. — Arn. Fyrsti alm.garður í úthverfi Reykjavíkur opnaður í gær. Var skírður Garðaflöt — er í Bústaðahverfi. Fyrsti almenningsskrúðgarð- ur í úthverfi Reykjavíkur var vígður í gær á afmælisdegi Reykjavíkur, og gáf frú Auður Auðuns borgarstjóri honum nafnið Garðaflöt um leið og hún opnaði hann íbúum hverfisins. Þá tók til máls Hafliði Jóns- son garðyrkjustjóri bæjarins og lýsti garðinum og verkinu. Garðflöturánn er 3240 fermetr- ar. í honum hafa verið gróður- settar 1500 trjáplöntur og 2000 sumarblóm, sem fengið hefur uppeldi í ræktunarstöð Reykja- víkur í Laugardal. Vegná þurk- anna í sumar hefði verið horfið frá því ráði að sá grasfræi í flöt ina, heldur lögð túnþökum. Gangstígar eru ýmist hellulagð- ir eða íbornir rauðamöl, og bekkjum komið fyrir á flötun- um. Að staðaldri hefðu 5 menn unnið við að koma upp garðin- um í sumar, og kostaði hann um 250 þús. krónur. Einkum þakk- Bretar bæta brennivíns- löggjöf sína. Þa5 er gert vegna breyttra íifnaðarhátta þjóðarinnar. > Meiri háttar breytingar verða Sgerðar á brezku áfengislöggjöf- inni, vegna þeirra breytinga á Íífsvenjum, sem sjónvarpið og c&ukin frítími hafa komið til leiðar. Butler, innanríkisráðherra Breta, vinnur nú að nýrri lög- fejöf um áfengismál, og munu tillögurnar verða lagðar fyrir þingið, er það kemur saman í Jiaust. Eyskens fékk traust. I gær lauk í belgiska þinginu $veggja daga umræðu um at- imrðina í Kongo og meðferð Eyskens forsætisráðherra og stjórnar hans á þeim málum. Umræður voru heitar á köfl- um .og lauk. þeim með atkvæða- Æreiðslu, gem fór þannig, að <ieilÖin vottaði Eys.kens traust aneð lis.atkvæðum gegn 88. j Við þessa breytingu á að fella ^ niður margt af gömlum og úr- j eltum ákvæðum í brezku áfeng islöggjöfinni. Meðal annars , verða vínsölustaðir opnir 9 tíma | á dag í staðinn fyrir 8 og einn- ig verður staðaryfirvöldum, á í baðströndum og öðrum ferða- : mannastöðum, heimilt að lengja ' ■ mjög þann tíma, sem heimilt' verður að hafa vínsölustaði opna. Ef opið verður á venjulegum stöðum til kl. 11 (núna yfirleitt til kl. 10), þýðir það, að menn geta komið við á veitingahúsi, eftir að hafa farið á bíó eða setið heima og horft á sjónvarp. Það er almenn skoðun í Bret- landi, að þetta aukna frelsi, muni ekki þýða aukna drykkju. Ennfremur verður linað á þeim reglum, sem fjalla um missi vín veitingaleyfa, vegna brota. Þar er helzt, að ekki verður tálið saknæmt að taka með sér áfengi eða bjór frá vinveitingastöðum eftdr lokun, né staðnum refsað. aði Hafliði Birni Kristóferssyni garðyrkjumanni vel unnið verk. Þá kvaðst hann ekki geta orða bundizt um vilja hverfis- búa gagnvart þessu verki. Sí- fellt hefðu húsfreyjur verið boðnar og búnar að hlynna að gróðrinum og iðulega fært starfsmönnum garðsins ýmsar góðgerðir svo sem kaffi og pönnukökur. Loks þakkaði formaður Garðs, félags Bústaðahverfisbúa, bæj- arstjórn fyrir skrúðgarðinn og taldi víst, að íbúar hverfisdns gengju.um hann svo sem vert væri. Hitabylgja í Noregi. Frá fréttaritará Vísis. Osló. Nú um mánaðar skeið hefur Noregur vcrið baðaður sól. — Óvenjulegur hiti hefur verið í Vorður-Noregi, þvi hann hefir komist upp í 31 gráðu á celsius á Breinard, 25 gráður í Bodo og 32 gráður í Alta. Aldrei fyrr hefur mælzt svo mikill hiti á þessum slóðum. Gestastraumur til norður Noregs hefur aldrei verið meiri og einmitt í mestu hitunum komu 10 þúsund svissneskir ferðalangar til Noregs. í sum- ar hefur mátt sjá fólk busla i vatninu alveg upp undir Svart- isnum, þar sem jökullinn fellur í hafið. í innfjörðum hefur vatnið orðið 20 gráða heitt. 1 Þessi mynd minnir vafalaust marga á höggmyndina frægu í Kaupmannahöfn, liafmeyjuna Iitlu á Löngulínu, en liún getur líka minnt á Ijóðið „Ein sit eg úti á steini ... “ Hvað um það, myndin var tekin í Nautliólsvík í fyrradag og við höldum nafni og heimiiisfangi hafmeyjarinnar stranglega leyndu. Æ lexantlrov Egyptar og Rússar hafa gert samning um smiði mikillar skipasmíðastöðvar. Stöðin á að verða í Alexandr- íu og á að þékja um 5 ferkíló- metra lands, og Rússar taka að Verkfalli aflýst Verkfallinu í Aden hefur verið aflétt. Leiðtogar verkamanna segj- ast berjast áfram gegn nýju sér að koma henni upp. Verður J vinnulöggjöfinni, en með hverj- þetta stærsta skipasmíðastöð um hætti þeir hyggjast gera við austanvert- Miðjarðarhaf. 1 það, tilkynntu þeir ekki. Heimsmet „útvarpi“. Bretar settu nýlega nýtt heimsmet. Ekki var þó um að rœða heimsmet í grein, sem keppt er í á Ólympíuleikunum. Þeir hentu nefnilega meiri þunga úr flugvél en áður hefur verið gert. Flugvélin, sem not- uð var, var af tegundinni Beverley Transport og þung- inn var 18 smálestir, en það er 5000 enskum pundum betra en gamla metið, sem Bandaríkja- menn áttu. Það skal tekiS fram, að „útvarpið“ fór fram með aðstoð fallhlífar. Nýtt forsætisráöherraeíni í Suður-Kóreu. Forseti Suður-Kóreu hefur tilnefnt nýjan mann sem for- sœtisráðherraefni. Er sá dr. Chang, sem fyrir valinu varð, en hann er fyrr- verandi varaforseti. Er nú eftir að vita hvort þjóðþingið nýja sættir sig við hann.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.