Vísir - 24.08.1960, Blaðsíða 9

Vísir - 24.08.1960, Blaðsíða 9
VISIR 3 Miðvikudaginn 24. ágúst 1960 OEympíuleikarnir - Framh. af 3. síðu. um af Olympíuleikunum. Hann héfur stokkið allra manna hæst í heimi, 2.23 m. Þessi 19 ára gamli Bostonbúi, sem hef- ur reynzt hinum blakka kyn- stofni sínum svo góður fulltrúi, er sá sem næstum allir telja líklegan til sigurs. Reyndar er ekki hægt að hugsa sér annað, nema þá að slys beri að hönd- um. Ol-meistarinn frá 1956, Charlie Dumas, er á sínum tíma var kallaður svarta pard- usdýrið, er nú horfinn í skugg- ann, og þótt hann keppi á leik- unum þá hugsa flestir sér hann sem harðan keppinaut um silf— urverðlaunin. Aðrir sem til greina koma í annað og þriðja sæti eru Joe Faust, 18 ára gam- all Bandaríkjamaður og Rúss- inn Viktor Bolshov og landi hans Brumel. í stangarstökkinu tala allr um Don „Tarzan" Bragg sem væntanlegan Ol-sigurvegara. Hann stökk í sumar 4.807 m og hættulegustu keppinautar hans koma frá Bandaríkjunum. svo að það eru allar líkur á því, að öll verðlaun í stangar- Z. Krzyszkowiak er þrí- tugur, og nú í sumar setti hann heimsmet í 3000 m hindrunar- lilaupi. Tími hans þar er 8.31.3 mín. Hann varð fjórði í 10.000 m hlaupi á Ól. 1956. Tveimur árum síðar, eða 1958, vann hann bæði 5000 m^hlaup og 10.000 m lilaup á Evrópumeistaramótinu 1958. stökki fari til þess lands. Senni- ' legasti keppinautur Braggs er lr.ndi hans Ron Morris. í langstökkinu koma tiltölu-' lega fáir menn til greina. Helzt- ir eru nýi heimsmethafinn, maðurinn sem sló hið aldar- fjórðungs gamla met Jesse Owens, 8.13 m. Hann heitir Ralph Boston, er blökkumaður eins og Owens og hefur stokk- ið 8.21 m. Aðrir eru Irv Rc- bertson, einnig blökkumaður frá Bandaríkjunum og Man- fred Steinbach frá Þýzkalandi, sem nýlega stökk 8.14, þó i aðeins of miklum meðvindi. Igor Ter Owanesian frá Rúss- landi er einnig líklegur til þess að vinna þrekvirki, ef hann er þá fyllilega búinn að ná sér. J í einni grein eigum við ís- lendingar möguleika á verð- launum, jafnvel sigri ef vel tekst til fýrir þátttakanda okk- ar, vilhjálmi Einarssyni. Stökk hans um daginn er annað ,■ lengsta í. heimi fyrr og síðar. j Josef Schmidt frá Póllandi hef- ; ur stokkið yfir 17 m í sumar og’ er af flestum talinn líklegur til &ð sigra. Reynslan ein sker úr um það, en Vilhjálmur hefur víða fengið lof fyrir að vera frábær keppnismaður, og von- cndi bregst honum ekki sú gáfa nú. Da Silva er einnig meðal keppenda nú, og kemur e. t. v. við sögu einnig. Ryak- hovski er líklegasti Rússinn til þess að láta að sér kveða. í kúluvarpinu er um að ræða baráttu þriggja manna, e. t. v. fjögurra, heimsmethafans Bill Nieder (20.06 m), hins tvöfalda Ol-meistara og oft- sinnis heimsmefhafa, Parry O’Brien og „undrabarnsins" Dallas Long. Arthur Rowe frá Englandi, Evrópumethafinn gæti unnið til verðlauna, þótt hæpið sé; en bezta kast hans tli þessa er 18.92 m. Aðrir koma vart til greina. A1 Oerter var Ol-meistari í kringlukasti 1956, en í fyrra setti Pólverjinn Piatkowski heimsmet, 59.91. Því miður hef- iur hann ekki getað staðið við | þann árangur sinn í sumar, og nokkuð svipaða sögu er að segja um Ungverjann Szecenyi, sem mun oftsinnis hafa kastað um 60 m á æfingum í fyrra. Bezta kast hans í ár eru tæpir 59 m. Hvort hann kemst uþp á milii Oerters og Dick Coch- ran sem er Bandaríkjamaður og sagður í sífelldri framför síðan á úrkomumótinu, skal ekki fullyrt um. Annar skæð- ur er Rink Babka USA, sem hæglega gæti unnið. En senni- lega hafna gullverðlaunin vestr an hafs. Bill Alley heitir nýi heims- methafinn í spjótkasti. Met hans er rúmir 86 m. En því miður fyrir Bandaríkjamenn fær hann ekki að nota sams konar spjót á Ol-leikunum og hann setti heimsmetið með. Því spjóti kastaði hann aðeins 69 m nýlega. Hinn fyrrverandi Ol- meistari, Norðmaðui'inn Dani- elsen hefur ekki verið upp á sitt bezta tvö undanfarin ár, en- þó gæti hugsazt að hann kæm- ist á pall. Líklegur til sigurs er tvímælalaust Janus Sidio, sem um árabil hefur verið einn ör- uggasti spjótkastari heims. Lievore frá Ítalíu er ein stærsta von gestgjafanna á leikunum, en vafasamt er þó að hann hafi við mönnum eins og Sidlo i keppni. í sleggjukastinu má reikna með sigri Connollys. Hinn fyrr- verandi Ol-meistari lagfærði enn heimsmet sitt nýlega og kom nú sleggjunni yfir enn einn „múrinn“, þ. e. 70 m að þessu sinni. Zivotsky frá Ungverja- þrautin. Metið er farið að nálg- ast 9000 stigin, og það á nú Rafer Johnson. Helztu keppi- naútar hans eru 'Vassily Kuz- entzov frá Rússlandi, C. K. Yang frá Formósu og landi Johnsons, Dave Edström, mað- urinn sem stökk 8 m í lang- stökki í tugþraut í sumar. Johnson virðist nú hafa náð Don Tarzan Bragg hefur stokk- ið rúma 4.80 m og er talinn líklegastur til þess að vinna gull í stangarsíökki, og aðeins óheppni getur komið 1 veg fyr- ir það, því að enginn hefur haft við honum að undanförmi, ef í harðri keppni hefur verið. landi og Rudenkov frá Rúss- landi erú hættulegustu keppi- nautar hans, en b.á vantar þó um tvo metra til að ná heims- methafanum. Sú grein sem . margir. telja kórónu friálsra íþrótta er tug- Arthur Rowe er ungur Breti, sem nýlega hefur sett Evrópu- met í kúluvarpi, 18.92 m. Hann er eini Evrópumaðurinn, sem — fyrir tilviliun — gæti kom- izt á pall £ heirri grein. sér að fullu eftir meiðsli fyrra árs, og heimsmet hans í sumar bendir til þess að hann þurfi ekki miklu að kvíða, þótt reikna megi fastlega með., harðri keppni. Enda á hann e. t. v. einna helzt skilið að vinna að öllum öðrum ólöstuðum. Hann er hæglátur maður, sem lætur ekki mikið yfir afrekum sínum, sem samanlagt í einstökum greinum nema nærri 10.000 stigum. Hann hefur mestan sinn j feril verið þjáður af meiðslum, lengst af í fæti, . en þó hefur hann bara snúið sér að köstum á meðan hann beið eftir bata. Loks f fyrra, er hann virtist hafc náð sér til fulls í fæti, var ekið á hann á £ötu, og hann skaddaður i baki. Hann gat ekki hafið æfingar fyrr en; í- vor, én bað dugði til að hnekkja heimsmetinu, og e. t. v. dugar það einnig til að vinna í Róm.! Létu krók skera úr. Frá fréttaritara Vísis. Osló. Það er veujan að varpa hlutkesti þegar atkvæði verða jöfn. Þetta létu Finnmerkur bændur í Nore.gi sér ekki nægja, þegar ákveða átti hvar næsta landsmót bændafélagsins skyldi haldið. Við atkvæðagreiðsluna urðu Karasjok og Kvalsund jöfn. Þetta eru krafta karlar og nú var ákveðið að fara í krók og skvldi sá er ynni halda mótið hjá sér. Málið var útkljáð er Karasjoksbændur drógu hina. Bændaglíma væri þó öllu’ skemmtilegri ef t. d. íslenzkir bændur yrðu ekki ásáttir um hvar landsfundur skvldi hald- lliMUWMM ÍNM Smáauglýsingar Vtsis eru áhrifamestar. Þótt við íslendingar veið- um mikið af síld — en engan veginn eins mikið og við vildum — eru aðrar þjóðir miklu meiri síldarætur. — Margir íslendingar ííta svo á, að síld sé ekki mannamat- ur og varla skepnufóður. Þetta stafar m. a. af því, að. við kunnum ekki að matreiða síld sem skyldi, en í öðrum löndum kunna menn þá list. Hér sést til dæmis karl á Borgunarhólmi 1 Eystrasalti, þar sem menn kunna að sögn að reykja síld betur en á nokkrum öðrum stað í víðri veröld. — Maðurinn liefur verið að ganga frá síldarflökunum, sem eiga að fara í ofninn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.