Vísir - 03.09.1960, Blaðsíða 7

Vísir - 03.09.1960, Blaðsíða 7
Laugardaginn 3. september 1960 Vf SIR 3 U. WOGAiV: UjóHa4jé(ulliH h 30 Hann rétti úr sér og horfði hryggur á hana. „Hvað meinarðu?" „Jill var ekki hamingjusöm," sagði hún lágt. „Þú veizt, að hún var veik. Þetta hefði getað orðið verra — ég hugsa að það hafi verið það, sem hún óttaöist.“ „Eg vil ekki tala um þetta,“ sagði hann kvalinn. „En við verðum að tala urn það, Jack, það hjálpar þér. Eg vil hjálpa þér, ég vil sjá þig hraustan áf-tur, sjá þig byrja á nýjan leik... Hún hélt hönd hans milli sinna og horfði fráman í hann. Hún gerði ekkert til að leyna ást sinni til hans, hún ljómaði 'ódulin úr dökkum, gljáandi augunum. „Þessa stundina heldurðu, að þú hafir misst allt, Jack. En þú hefur ekki gert þaö — þú getur orðið hamingjusamur aftur." „Eg elskaði Jill of heitt til þess,“ sagði hann. „Án hennar finnst mér lífið tilgangslaust.“ „Ástin kemur aftur og gefur lífinu nýtt gildi...“ „Nei... skilurðu það, Dulcie — hjá mér var aðeins eitt. Þetta ... nei, við skulum tala um eitthvað annað, Dulcie. Eg get ekki — ekki núna ...“ „Hafirðu nokkurn tíma þurft á nýrri ást að halda, þá er það núna,“ sagði hún lágt. „Þú getur ekki haldiö áíram að liía meö Hún horfði fast á hann — fast og biðjandi. skugga — þú þarft liiandi. hrausta veru við hlið þér. Fyrirtækiö þitt vex og ...“ „Dulcie, gerðu það fyrir mig að hætta þessu. Finnst þér þetta rétti timinn til að tala um nýtt hjónaband. Eg skildi við Jill núna í morgun ... Manstu það? Síðan gengum við saman hingað.“ Hvort hún mundi það ... „Hún kyssti þig að skilnaði. Þú hlýtur að hafa skilið, að það var skilnaðarkveðja, þó að þú hentir gaman að því þá.“ Hann stundi og tók báðum höndum fyrir andlitið. Hann mundi hendur Jill um hálsinn á sér, mjúka kinnina, kossana... „Jill líður vel núna,“ sagði Dulcie. „Ef nokkuð líf er til eftir þetta — þá veit ég að hún óskar þess að þú verðir hamingjusam • ur — án hennar.“ Hún tók hendur hans frá andlitinu og tók báðum höndum um kinnar hans, svo hélt hún áfrarn að hvísla — ástríðufullt, biðj- andi, sefjandi — gleymandi öllu nema því, sem hún hafði fyrir augunum. „Þú þarfnast annarar, Jack — þú átt framtíð. Þú átt að eignast fjölskyldu — syni, sem geta haldið áfram æfistarfi þinu. Þú hefur skyldur við fortíðina og sjálfan þig, og þú þarfn- ast manneskju, sem elskar þig, hjálpar þér ...“ „Dulcie, hlustaðu nú á mig ...“ Hann tók um úlfnlið hennar til að taka burt hendur hennar, en hún sótti á í blindni. „En ég verð að fá þig til að sjá það.semþú hefur alltaf haft íyrir augunum,” hvíslaði hún í æði sinu. „Það er til manneskja, sem vill fórna öllu í veröldinni fyrir að verða konan þin." Nú skildi hann. Hann starði á föit andlitið eins og nývakn- aður maður, sem sér eitthvað hræðilegt og ótrúiegt. Hann reyndi að segja eitthvað, en fann engin orð. „Nú veiztu það,“ sagði hún, „og ég iðrast ekki eftir að ég lét MMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMM® þig vita það. Ó, ef þig grunaði hve ég hef liðið af að sjá þig líða —allan þennan tíma, sem Jill hefur hrjáð þig. og gert þig óham- ingjusaman. Og ef ég gæti sagt þér hvað ég hef geymt í hjarta mínu... Eg elskaði þig — ég hef elskað þig frá því fyrsta daginn, sem ég kom hingað.“ Hún lagði höfuðið að brjósti hans og grét sárt. Hann strauk hár hennar varlega. „Eg veit ekki hvað segja skal,“ muldraði hann og röddin var jafn kvalin og áður, „ég hef alltaf dáðst að þér, mér þykir vænt Glenn Davis vann 400 m. grindahlaupið svo sem flestir höfðu gert ráð fyrir. Þetta er í annað skiptið sem hann gengur með sigur af hóltni í þessari grein á Olympíuleikunum. í bæði skipt- in setti hann Olympíumet á vegalengdinni. Hann er því tvö- faldur Olympíumeistari, Olympíumethafi, heimsmeistari í 440 y. grindahlaupi, heimsmeistari í 440 y. hlaupi og heimsmethafi í 200 m. grindahlaupi. — Geri aðrir betur. Murray Halberg frá N.-Sjálandi sigraði í 5000 m. hlaupinu. Hann bar einnig sigur úr býtum í þeirri grein á Empire leikjun- um 1958, og féll þá saman að loknu hlaupi eins og þessi mynd sýnir er var tekin við það tækifæri. Hann hefur visinn vinstri handlegg. R. Burroughs —TARZAN — 3644 vaxna mann að velli. —I Bames lyfti rifflinum ogj gerði sig liklegan til áð' skjóta. Augnablik siðar reið skotið af. Tarzan gaf frá sér hátt hljó'ð og féll til jarðar. 4 KVÖLDVÖKUNNI Lögreglumaður á mótarhjóll náði í kven-ekil, sem ók öfugá leið á götu, sem ætluð var fyr- ir einstefnuakstur. — Hvert haldið þér að þéíj séuð að fara? surði hann. — Veit það ekki, sagði hún. — En eg hlýt að vera of sein. Eg sé að allir eru að komá aftur. ★ Glænýr nýliði var á verði. Hann var með köku í hendinni, sem hann hafði keypt 1 kaffi- sölunni, og hugsaði sér nú að gæða sér á henni. í sömu svif* um gekk ofurstinn hjá og hleypti brúnum aðvarandi, en nýliðinn tók ekki nokkurn hluf eftir honum. — Vitið þér hver eg er? spurði fyi’irliðinn. Nýliðinn hristi höfuðið. — Kannske þér séuð dýralæknir- inn eða rakarinn, eða kannske ofurstinn sjálfur. Nýliðinn hló hátt að fyndni sinni. En hann fór hjá sér þegar ofurstinn sagði til sín strangur á svip. — Di’ottinn minn! hi’ópaði nýliðinn í ofboði. — Æ, gei’ið svo vel að halda á kökunni meðan eg heilsa með byssunni. ★ Tvær ungar stúlkur hittust á götu og tóku tal saman. Önnur þeirra sagði: — Eg heyi’i sagt að þú hafir tekið honum Eranz? Veiztu að hann sárbændi mig að giftast sér einu sinni? — Nei, svaraði hin kuldaléga. — En hann hefir játað fyrir mér, að hann hafi gert margt heimskulegt áður en hana kynntist mér. ★ Liðþjálfinn var a,ð búa sig undir að taka fingraför af ný- liða, sem nýkominn var úr skóg- unum. — Þvoið yður um hendurnar, sagði liðþjálfinn. — Um báðar? spurði nýliðinn. — Nei, bara aðra, sagði lið- þjálfinn. — Mér þætti gaman að sjá yður gera það. Stæmt vebur gerir hgb ybar hrjúfo og stölcka j Ben Barnes trúði varla sínum eigin augum, er hann sá Tarzan leggja hinn ítur-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.