Vísir - 12.09.1960, Blaðsíða 7
Mánudaginn 12- september 1960
SÆKIÐ
UMARAUKANN
FLJÚGA í AUSTUR OG VESTUR VOR OG HAUST
Loítleiðir minna á, að þeir sem œtla að sœkja sér sum-
araukann til Evrópu eða Ameríku œttu að tryggja sér
sem fyrst flugför með nýju Cloudmasterflugvélunum.
Sívaxandi fjöldi farþega staðfestir
það nú bréflega, að það sé engu
síður vegna frábœrrar fyrirgreiðslu
i flugvélum Loftleiða, en hagstœðra
fargjalda, að þeir ferðist með Loft-
leiðum.
Við seljum farseðla til ailra flugstöðva
Við fljúgum út í sólskinið haust og vor og seljum far-
seðla með öðrum flugfélögum um allan heim.
Loftleiðaferðirnar til Ameríku eru jafn öruggar allan
ársins hring, en vetrarfargjöldin eru hagstceðari.
„Junior Chanber"
stofnaB hér.
Mánudaginn 5. september si.
komu nokkrir ungir kaupsýslu-
menn saman i Þjóðleikhúskjall-
aranum til að ræða stofnun fé-
lags í anda Junior Chamber
í Svíþjóð, en þá hreyfingu
höfðu þeir kynnt sér og fengið
áhuga fyrir að koma upp lík-
um félagsskap hér á landi.
Ákveðið var að stofna félag-
ið og því valin stjórn þá þegar,
en framhaldsstofnfundur mun
verða innan skamms. Á fundin-
um 'mætti full'tfúi frá Junior
Chamber sambandinu í Evrópu,
hr. Liljenquist, og hvatti til
stofnunar deildar á íslandi, gaf
góðar leiðbeiningar um stofn-
;unina og ræddi við væntanlega
félaga.
! í stjórn Reykjavíkurdeildar
Junior Chamber voru kjörnir:
! Form. Ingvar Helgason,
verzlunarmaður. Varaform.
Pétur Pétursson, forstj. Inn-
kaupast. ríkisins, og Erlendur
Einarsson, forstj. S.Í.S. Ritari
Haraldur Sveinsson, forstj.
Völundar. Meðstj. Hjalti Páls-
son, framkvæmastjóri SÍ.S.
Gjaldk. Ásmundur Einarsson,
íorstj. Sindra.
framhaldsstofnfundi. í laga-
nefnd voru kosnir:
Sigurður Helgason, forstj.
Verzlanasambandsins. Ágúst
Hafberg, forstj. Landleiða. Ein-
ar Ágústsson, sparisjóðsstjóri.
Vilhjálmur Jónsson, forstj.
Olíufélagsins.
j Tilgangur félagsins er fyrst
og fremst að efla kynni meðal
ungra kaupsýslumanna bæði
innanlands og erlendis og vinna
að auknum kunnugleika meðal
félaganna á verzlunar-, við-
skipta- og fjárhagsmálum.
í félagið gengu á þessum Fullgildir félagar geta orðið
fundi 25 félagar og kusu sér allir menn sem eru í ábyrgðar-
laganefnd, sem skila á uppkasti stöðum fyrirtækja og stofnaná
að lögum fyrir deildina og til- en verða þó að vera innan 40
lögum um nafn félagsins á ára aldurs.
ap&ð-junotið
PENIN G A VESKI, með
miklum peningum, tapaðist
22. ágúst. Finnandi vinsaml.
skili því í Mávahlíð 33 I.
hæð. Góð fundarlaun. (507
BARNAGLERAUGU í
hulstri, töpuðust í gær frá
Camla bió að Lindargötu. —
Vinsamlegast skilist á Lind-
argötu 23. (550
LJÓSBRÚN taska með
sunddóti tapaðist frá Sund-
höllinni að biðskýli strætis-
vagna við Rauðarárstíg. Vin-
samlegast skilist á Nökkva-
vog 1 eða hringið í sima
32383. Fundarlaun. (571
LES með skólafólki
(þýzku, stærðfræði og margfr
fleira). Dr. Ottó Arnaldur
Magnússon (áður Weg),
Grettisgötu 44 A. — Sími
15082. (468
SNIÐSKÓLINN. Lærið a5
sníða yðar eigin fatnað. —
Áherzla lögð á einfalda en
örugga aðferð við útreikning:
á máltöku. Sniðteikningar.
Sniðkennsla. Mátanir. —
Kennsla í flokkum fyrir
byrjendur og lengra komna.
Kennsla hefst 16. september.
Bergljót Ólafsdóttir, Laugar-
nesvegi 62. Sími 34730.
Bergmál —
Frh. af 6. síðu:
fyrra eða hitteðfyrra, sem veðr-
ið var þveröfugt, sífelld úrkoma
hér syðra en ósMtin sumarblíða
fyrir norðan og austan?
Mikil er sá munur.
En dæmalaust er nú mikill
munur á því, hvað íslendingar
eru betur undir það búnir að
mæta hörðum vetrum eða um-
hleypingasumrum en áður fyrr.
Feilir var eiginlega alveg viss
og óumflýjanlegur í þeim lands-
hlutum; þar sem illa viðraði
svo að ekki var hægt að heyja.
Og þótt hey væri til annars stað
ar, voru erfiðleikarnir á að
flytja það um langan veg óvið-
ráðanlegir.
Leikur einn.
• Nú leika menn sér að því að
flytja tugi og hundruð hest-
burða milli landsfjó’'ður><?a á-
fáeinum klukkustundum. bví
að bifreiðarnar eru stórar og
fljótar í förum. Og er þó vafa-
laust víst, að við erum rétt að
byrja að nota vélaaflið í þágu
landbúnaðarins. Það er líka
víst, að við eigum eftir að nota
það af meiri skynsemi og hag-
sýni á komandi tímum en við
höfum gert. Við höfum eigin-
lega varla kunnað með það að
fara fram að þessu.
I t !
Ofnotkun á sumum
sviðum.
| Við íslendingar erum öfga-
menn um flest, sem við leggjum
fyrir okkur, og þarf ekki að
leiða rök að því. Þeim, er þetta
ritar, koma í því sambandi í hug
orð mæts bónda, sem hann við-
hafði á sl. sumri. Hann komst
i svo að orði, að vélanotkun væri
óhyggileg að sumu leyti — uni
ofnotkun væri að ræða. Menn
notuðu drátarvélar til dæmis,
þegar hentugra væri að hafa
einn eða tvo hesta til dráttar —
1 að ekki væri nú minnzt á það,
hversu miklu ódýrara væri að
I nota hesta til sumra verka en
j dráttarvélar.
I
Er það leti?
| Bóndinn sagði ennfremur, að
hann vissi ekki, hvort það staf-
1 aði af leti að menn nota ekki
hesta við ýmis smáverk, sem
vélar eru augsýnilega of kostn-
aðarsamar við. Menn þyrftu að
i hafa nokkuð fyrir hestum — til
1 dæmis sækja þá til notkunar,
en víðast væri hægt að hafa
slíka notkunarklára í lítilli girð
i ingu heima við. Spá þessa bónda ■
l var sú, að menn mundu verða
, hagsýnni að þessu leyti, er fram
liðu stundir, og getur það vei
verið.