Vísir - 12.09.1960, Blaðsíða 10

Vísir - 12.09.1960, Blaðsíða 10
10 VÍSIR Mánudaginn 12. september 1960 VIVIAN STUART: NOTTIN er Ajáandi blöðunum. Hvernig — hvernig atvikaðist þetta? Og hvers vegna varö einmitt hann fyrir þessu? Eg á við — ef það er rétt, sem þér segið um hve góð áhrif hann hafi haft — þá kemur það svo einkennilega fyrir sjónir, að.... Hún gat ekki haldið áfram. Það leyndi sér ekki að MacLean vildi ógjarnan svara þessari spurningu. Hann þagði langa stund og einblíndi á veginn fram undan sér. Loks svaraði hann dræmt: — Þeir segja að ráðist hafi verið á hann. Mary hafði ekki augun af honum, en það var ómögulegt að lesa nokkuð úr hinni dulu vangamynd, sem að henni- sneri. Hann hélt áfram lágróma: — Það sem ég sagði um góðu áhrifin frá honum var satt. Faðir yðar var göfugur maður, ungfrú Gordon. Hann var viðkunnur maður og virtur, og mörgum þótti vænt um hann. Hann.... — En hann var drepinn, tók Mary fram í með beiskju. — Ein- hverjir — einhverjir réðust á hann. — Já, svaraði hann stutt. — En ég skil þetta ekki. Hafi þeim þótt vænt um hann og yirtu hann.... hvernig gat þetta þá komið fyrir? Hann rétti fram höndina og tók í höndina á henni. — Hryðju- yerkamennirnir eru venjulega ekki úr þessu héraði, ungfrú- Gordon. Þeir halda sig inn í frumskógunum, eins og ég sagði yður, og flakka stað úr stað í smáhópum. Faðir yðar getur hafa orðið fyrir einum þesskonar hóp — það er mögulegt að hann hafi orðið fyrir óaldaflokki af tilviljun. Og það er líka mögulegt að þeir hafi villst á honum og einhverjum öðrum. Hann sleppti hendinni á henni og sneri sér að henni og brosti. — Þér megið ekki vera að hrella yður með því að liugsa um þetta. Já, eg veit að það er hægra ort en gert, en mér sýnist þér vera skynsöm og greindarleg og hafið tekið þessu með stillingu. Og nú eruö þér hingað komin til að hjálpa stjúpu yðar, er ekki svo? Þér^ getið ekki hjálpað henni á neinn hátt betur en með því að fá’ hana til að fara heim með yður, undir eins og hún er orðin svo hress að hún þoli ferðina. Þetta er enginn staður handa ein- .•stæðings konum. Ef kona hefur ekki manninn sinn sér við hlið, yerður hún.... já, hún verður.... — Já, eg skil yður, sagði Mary rólega. — En ég hugsa að það verði ekki erfitt að fá hana til að koma heim. Ekki undir núver- andi kringumstæðum. t Fréttaburður? Eftir dálitla þögn hélt MacLean áfram: — Eg vil ógjarnan tala. tim þetta mál. Þér gætuð misskilið mig, og það væri mér illa við. J\uk þess.... Hann þagnaði og vandræðasvipur kom á hann. Mary starði á hann. — Herra læknir, ég er hrædd um að þér hafið ekki sagt mér allt. Það er eitthvað, sem þér viljið ekki segja. Ef þér eruð hræddur við að særa tilfinningar mínar, bið ég yður' um að hugsa ekkert um það. Þér sjáið sjálfsagt að þér hafið sagt svo mikið, að þér getið ekki látið staðar numið núna. Þér gáfuð í skyn að kannske hefði verið villst á föður mínum og öðrum manni.... Þér minntust á.... Hún þagnaði. MacLean læknir roðnaði. — Eg sagði ef til vill of mikið, sagði hann. — En ég er aðeins að reyna að vara yður við dálitiu, sem þþér munuð heyra of fljótt — undir eins og þér hittið fólk og farið að tala við það. Það er aðeins þetta, að ég á erfiða aðstöðu. Ef ekki hefði viljað svo einkennilega til að við hittumst þarna á flugvellinum, mundum við líkast til alls ekki hafa sést yfirleitt. Það eru ýmsar ástæður til að ég er ekki meðlimur í klúbbnum i Pulang Dal. Það er að segja —• ég er meðlimur, en ég kem þangað aldrei. Hann gretti sig. — Og þá skiljið þér sjálfsagt að ég er ekki réttur maður til að vara neinn við neinu — allra sízt yður. — Eg held samt að þér ættuð að segja mér það sem segja má, sagði Mary rólega. — Þetta, sem ég fæ að heyra bráðum. Sér- staklega ef það snertir föður minn eitthvað. — Jú, þér hafið kannske rétt að mæla. Sjáið þér, hér er mikið um söguburð, og ég þekki staðinn nægilega vel til að vita, að þér munuð frétta sitt af hverju, sem þér kannske takið yður nærri. Mér þætti sárt ef þér yrðuð fyrir því. — Þakka yður fyrir það, sagði Mary í einlægni. Svo varð stutt þögn á ný. MaeLean læknir benti á nokkur hvít timburhús, sem stóðu í þyrpingu svo sem tvo kilómetra til vinstri við þau. — Þetta er Pulang Dal. Hann ók út á vegarbrúnina og nam staðar. Lögreglubillinn staðnæmdist líka, og þeir innfæddu litu við og horfðu á þau. MacLean benti. Svo sagði hann: — Þetta hús með rauöa leir- fiöguþakinu, hjá tennisbrautunum, er klúbburinn. Sjáið þér það? Eg bý í hinum enda bæjarins, þeim hlutanum, sem þeir inn- fæddu búa í. Það er ekki auðvelt að sjá það héðan, en þér sjáið ef til vill spítalann. Mary fylgdi fingrinum á honum með augunum. Svo sneri hún sér að honum aftur. — Já, ég skil. En — viljið þér ekki gera svo vel að segja mér söguna á enda? Eg læt mér detta hræðileg- ustu fjarstæður í hug. — Jú, ég skal segja yður niðurlagið. í rauninni er þetta ekki nema slúðursaga.... byrjaði hann vandræðalega. — Þeir segja að faðir yðar hafi ekki verið einn nóttina sem ráðist var á hann. Þeir segja að maðurinn sem með honum var hafi hlaupið á burt frá honum og skilið hann einan eftir hjá þorpurunum. Mary tók öndina á lofti. — Hver var það? Hver var hinn maðurinn? — Það er enginn sem veit það með vissu, svaraði MacLean dræmt. — Orðrómurinn hefur ekki nefnt nafn mannsins, en það fylgir sögunni, að það hafi verið hann sem hryðjuverkamennirnir ætluðu að drepa, — en ekki faðir yðar. Það eru að sjálfsögðu skiptar skoðanir um hver þetta hafi getað verið. — 'Já, en.... byrjaði Mary uppvæg, — hvernig getur fólk fengið sig til að vekja svona kviksögur? Faðir minn dáinn Og hann lifnar ekki aftur, jafnvel þó að þeir kæmust að hver mað- urinn hefði verið. — Nei, svaraði hann rólega. — Það verður ekki aftur tekið. En, skiljið þér, fólk verður að hafa eitthvað að tala um, í svona holu, eins og þetta er. Það hefur fátt annað sér til dægrastytt- ingar — að minnsta kosti ekki kvenfólkið. Þeim finnst þetta hvalreki, og það endist vikum saman til að tala um það yfir te- bollunum. Fólkið hefur ekki hugmynd um hvílíka sorg og sárs- auka það bakar öðrum með þessu kjaftafargani. Ef til vill ætti ég að gleðjast yfir að það hefur fundið nýtt efni til að tala um. Því að venjulega er það ég, sem það talar um. Hann hló þurra- hlátur. — Sýnist yður ég vera bitur og lífsleiður, ungfrú Gordon? spurði hann afsakandi. Mary horfði á hann. Augun í honum voru raunaleg. Hann virt- ist allt í einu verða ungur og viðkvæmur — eins og lítill dréngur, sem langar til að láta hugga sig. — Nei, ekki bitur, sagði hún alúðlega. — En þér hafið átt við mótlæti að stríða, er það ekki rétt? Nú kom hörkusvipur á andlitið. — Ekki meira en ég get borið, svaraði hann ögrandi. — Nei, ég er alltof málóður —ég er óvanur þessu. Hann brosti eins og hann sneyptist. — Ekki var A KVDLDVDKUNNj R. Burroughs -IAKIAW- 3650 | Vinir Tarzans önduðu ] léttara þegar hann hökti J’ inn í rjóðrið. Lögreglustjór- inn var í vandræðum þegar hann spurði: Eg get ekki THE POLICS CO.VVVMSSIONEE. SEEME7 PUZZLEF AS HE ATTENFEP TAÍSZAN'S W0UM7S. XSTILL CANT UNPEKSTAiNF— skilið þetta? — Jú, sagði Tarzan, Ben Barnes var orð- ’VVHY NOT?'CHlFEF THE APE-/AAN. "HIS /AINF WAS SIAVFLV WAIZFE7 gy A LUST FOZ MON£y■',, g-9-ý'229 inn vitskertur af péninga- græðgi. f gær, er við vorum að borða miðdegisverðinn, töluðum við, eg og maðurinn minn, um vini okkar, sem voru efnaðri en við og eg mælti vonglöð: — Carton. Einn góðan veðurdag verðum við einnig rík. Hann hallaði sér fram yfir borðið, tók hönd mína og sagði hógværlega: — Við erum rík, elskan mín. Og einn góðan veðurdag eigum við ef til vill eins mikla peninga og fyrr- nefndir vinir okkar. * Eisenhower hafði þegar, sem ungur liðsforingi, ákveðið að koma miklu í verk á ævinni. Hann var metnaðargjarn og framsækinn. Eitt sinn gegndi hann störfum í litlum bæ, og gerðist þar ekk- ert sögulegt. Eisenhower sagði þá dag nokkurn við liðsforingja, er var félagið hans: — Eg hefi í hyggju að leggj- ast í sjúkrahúsið og láta taka úr mér botnlangann. — Hefirðu þrautir? spurði vinur hans. — Nei, botnlanginn í mér er í bezta lagi. En þar sem aldrei gerist neitt hér, væri tilbreyt- ing í þessu, svaraði Eisenhower. — Og ekki er loku fyrir það skotið, að botnlanginn finni i upp á því að verða lasburða einmitt þá dagana, sem mest nauðsyn er á, að hann sé stái- hraustur. I Ekki fylgir það sögunni, hvort Eisenhower hafi látið taka úr sér botnlangann að þessu sinni. ★ Hann er á versta aldrinum, sagði húsfreyjan við mann sinn, er sonur þeirra sat við símann og talaði og talaði við einhvern kunningja. Að líkindum kvenmann. — Hann er of gamall til þess að segja nokkuð satt og yndis- legt, og of ungur til þess að segja nokkuð af viti. ★ — Elskan mín, sagði unga stúlkan við unnustann. — Hvað á eg að segja, ef eihnver spyr mig um það, hvað eg sjái við Þig? Unnustinn þagði. ★ Afgreiðslumaður nokkur varð leiður á starfi sínu. Sótti hann um lögregluþjónsstöðu og fékk hana. Skömmu síðar rakst hann á fyrrverandi starfsmann sinn, er spurði hvernig honum líkaði lögregluþ j ónsstarfið. — Jú, það er ágætt, bæði hvað launum og vinnutíma við- víkur. En bezt af öllu er, að hér hjá okkur hafa viðskipta- vinirnir ætíð á röngu að standa. Það er dásafnlegt. — Eg öfunda þig af því, mælti fyrrverandi samstarfs- maður lögregluþjónsins. ★ Þegar eg frétti um fólk, sem vill lengja daginn með því að fara árla á fætur, kemur mér til hugar maðurinn, sem áleit að hann gæti lengt rekkjuvoðina með því að klippa af efri end- anum og sauma það neðan á hana.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.