Vísir - 12.09.1960, Blaðsíða 11

Vísir - 12.09.1960, Blaðsíða 11
-Mánudaginn I2i ■septem'ber 1960 Ví S IR II Þetta eru „sæluliús“ fundarmanna á Brúsastaðafundinum. Eins og í göngunni fyrir Stapann forðum fannst kommúnistum gott að flýja í „hernámstjöld“. Litlu verður Vöggur feginn, var sagt forðiun, og á það vel við kommúnista, sem finna hvergi betra skjól en í slíkum tjöldum. Hvíllkar hetjur. Fámenni og deyfð á Brúsastaðafundi. Kommúnistum mistókst „þjóðarvakning". Nærfatnaður karlmanna og drengja fyrirliggjandi. L. H. MULLER Þingvallafundur 1960, sem ekki var haldinn á Þingvöllum fór fram sunnudaginn í lítilli kvos á vestri bakka Almanna- gjár, við mynni hennar, á mörk- um Brúsastaðalands og Þjóð- garðsins. Hún var hnípin þessi 3—900 manna hjörð, sern haið: saí'nast þarna sarnan. Hugsjónaeldurinn virtist hafa slokknað í ringing- unni. Fundarmenn höfðu það eitt i huga að skýla sér fyrir regni og kulda. Sumum hrutu Ijót orð af vörum þegar þeir þurftu, venjunnar vegna, að taka hendur úr vösum og klappa fyrir ræðu eða'i upp- lestri, sem þeir annars höfðu hlustað á með öðru eyra. Fund- arstjóri hvatti menn til að þjappa sér betur saman niður í kvosina í skjólið. Eftir það/sá- ust ljósmyndarar Þjóðviljans ekki smella af. Ræðustóllinn stóð efst í kvos- inni sunnanmegin og sneru ræðumenn baki við Þingvelli en áheyrendur snerust eftir vind- áttum likt og „veðurvitar“ á sveitakirkjum. Utan við kvos- ina allt í kring voru skjaldar- merki héraðanna negld á staura Ráðgert var, að þátttak- endur stæðu hver undir sínu merki, en þótti óframkvæman- legt, þegar fámennið kom í ljós. Kvosin hefði þá staðið auð og fundarmenn á boga, sem hefði aukið á hálfmánaleik athafnar- innar. Þó sátu undir einu merki nokkrir heitir andstæðingar herstöðva á íslandj og gáfu — ekki „dauðann“ — en djöfulinn í það, sem fram fór. í bárujárnshúsi utan við fund arstæðið seldi einn helzti pylsu- sali kommúnista varning sinn mcð heitu kaffi. Ofan við sölu- skúrinn, næstum i hvarfi fyrir fundarmönnum stóðu tvö her- mannatijöld greinilega merkt Bandaríkjastjórn. Göngumönn- um hafði sýnilega áskotnast annað tjald síðan í göngunni, en þá áttu þeir aðeins eitt. Annað tjaldið geymdi áróðursbæklinga og dreifimiða og var miðstöð merkjasölunnar. í hinu var alls Konar drasl á rúi og stúi, likt og tjaldbúar hefðu flúið tjald- ið í ofboði. Merki fundarins var lítil þi'íhyrnd pjatla, sniðin úr lakalérefti. Kommúnistar höfðu tekið að sér í’æðuhöld og skemmtilestra, eins og flest annað í sambandi við þennan fund, jafnvel vai’nir hans. Ungur piltur úr Æsku- ! lýðsfylkingunni, sem virtist úr jandlegu jafnvægi og hafa fengið ofnæmi fyrir ljósmynd- ara Vísis, tók myndir hvað eft- ir annað og gei'ði sig jafnvel lík- legan til árása, þegar Vísis- maðurinn reytti hann til reiði með því að gjalda líku líkt og smella af drengnum mynd. I upphafi fundarins voru fá- ir mættir, litlu fleiri en verið höfðu á fundinum í Valhöll, eða um 250 manns. LaTVJmes*”” meirihluti fundarmanna var hinn gamli kjarm Koniu.unis.j- flokksins, þá Þjóðvarnarmenn 'og loks nokkrir vinstri-sinnað- 'ir Framsóknai’menn. Það mátti Itelja unga fólkið á fingrum sér. Beinn kostnaður við boðun og undirbúning fundarins var ekki minni en 250—300 þús., sam- kvæmt upplýsingum frá undir- búningsnefndinni. Ekki er ofmikið sagt þótt reiknað sé með að fundarboðun- in ein hafi kostað um 4—500 krónur á hvern fundarmann. Fyrir þessa penixiga hefði und- irbúningsnefndin getað látið aka hverjum einstkum fundar- manni frá Reykjavík til Þing- valia og heim aftur, en bíllinn *4MMMMMMMMMMIí Matsveina- og veitinga þjónaskóiinn settur. Mánudaginn 5. sept. sl. kl. 16.00 var Matsveina- og veit- ingaþjónaskólinn settur í húsa- kynnum skólans í Sjómanna- skólanum. Viðstaddir voru skólasetn- inguna ýmsir forustumenn í samtökum matreiðslu- og fram- reiðslumanna. Skólastjórinn setti skólann með ræðu. Kennaralið skólans verður hið sama og síðasta jskólaár, og námsgreinar hinar sömu, en nokkru fleiri nem- endur verða nú. Skólastjóri er Tryggvi Þor- finnss. en yfirkennari Sigurður B. Gröndal. Böðvar Steinþórs- son er formaður skólanefndar, en Janus Halldórsosn ritari neíndarinnar. (Fréttatilkyning frá Mat- sveina- og veitingaþjónaskól- anum). !____________________:-------- hefði beðið fundartimann, tvær ■ klukkustundir. Útifundur kommúnista við Miðbæjarskólann var sá fá- mennasti sem haldinn hefur verið þar þegar frá er tal- inn kosningafundur Þjóð- vavnar á sínum tíma. Það mátti ganga í gegnum áheyr- endahópinn án þess að snerta i-okkurn, svo dreifður var liann. Myndin sýnir mestan hiuta fundarmanna á Brúsastaðafundin- um. Fundarmenn stóðu dreift, þangað til fundarstjóri hvatti þá til að flytja sig niður í litla kvos fyrir framan ræðustólinn. Minníngarmot Eggerts Gilfers hefst á morgun. Skákmeistari Norðurlanda keppir - 17 þúsund kr. veittar í verðlaun. Minningarmót Eggerts Gilfers verðui' haldið að tilhlutan Skák- sambands Islands og Taflfélags Reykjavíkur 13. sept. til 1. okt„ og verður skákmeistari Norður- urlanda, Svein Johanncssen, meðal keppenda. Verðlaun verða samtals 17 þúsund krón- Mótið fer fram í Sjómanna- skólanum, og verður teflt þar á hverju kvöldi kl. 19.30—23.30. Meðal keppenda verða: Svein Johannessen, Friði’ik Ólafsson, Ingi R. Jóhannsson, Ingvar Ás- mundsson, Gunnar Gunnarsson, Benóný Benónýsson, Arinbjöm Guðmundsson, og Guðmundur Ágústsson. Alls verða veittar 17 þús. krónur í verðlaun, 1. verðl. 6 þúsund, 2. vei’ðl. 4 þús., 3 verð- laun 3 þús., 4. verðl. 2 þús., 5. verðl. 1 þús. og fegurðarskák- verðlaun 1 þúsnnd krónur. Innbrot — Framh. af 12. síðu. og orðið að bi’jóta sig út um bakdvrnar. Þær voru opnar og auðvelt fyrir þjófa og skemmd- arvaiga að fara þar inn ef dyranna væri ekki gætt. Lög- reglan fór á staðinn, sá þau ummerki sem maðurinn hafði lýst, en ekkert hafði verið hreyft annað i húsinu og engu verið stolið. í öðru veitinffnhú^i. Röðli, þykir einnig sennilegt að brot- ’7t hafi vnrið út snmu nótt. en í öðrum tilgangi. Þvkir líklegt að bar hafi við'-omandi látið loka sig inni af ásettu ráði, en seinoa b,-otizt út begar hann var bú'nn að stela rm 1800 kr. í skiptimynt, áfenei og vindl- inðumingum að verðmæti fyr- ir röskum þús. kr. Innbrot. En auk útbrotanna voru og tvö innbrot framan hér i bæn- um um helgina. Ananð í Gúmmívinnustofu Reykjavík- ur, Skipholti 35, stohð þar nokkrum krónum í skiptimynt, 2 kúlupennum og tveim loft- þrýstimælum fyrir hjólbarða. Varð ekki séð að öðru hafi ver- ið stolið. Hitt innbi’otið var í Stjörnu- kaffi á Laugavegi með því að farið var bakdyra megin inn í húsið og þaðan inn í búðina. Stolið var nær 200 pk. af vindlingum af ýmsum tegund- um, auk þess nokkru magni af vindlum, sælgæti og súkkulaði og loks 300 kr. í skiptimynt. Telpa - Framh. á 12. síðu. hann hafði verið hreyfður þá um nóttina, og ekið í honum allmikið, því benzín hafði veru- lega lækkað á geymnum. Ákvað hann því að vaka yfir bílnum nóttina á eftir, ef aftur yrði gerð tilraun til að stela bílnum. Árangurinn varð sá, sem að íraman greinir. í fyrrinótt voru skemmdai’- verk unnin á bil á mótum Flókagötu og Nóatúns með þvf að mölbrotin var rúða í fólks- bifreið með götuhellubroti. Sovétríkin hafa boðizt til nJS bvggja og gefa Eþíópingum skóla handa 1000 börnum. úÉRiEGti 1/AND4Ð EFNl G OTT sT/V/0

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.