Vísir - 29.09.1960, Blaðsíða 4

Vísir - 29.09.1960, Blaðsíða 4
* VlSIB Eixnmtudaginn 29.r september 19601 'wism DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðannaður: Hersteinn Pálsson. Ritstjórnarskrifstofur eru að Laugavegi 27, en aðrar j, skrifstofur að Ingólfsstræti 3. Ritstjómarskrifstofurnar eru opnar frá kl. 8,30—18,00. Aðrar skrifstofur frá kL 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Simi: 11660 (fimm línur). Vísir kostar kr. 30,00 í áskrift á mánuði. Félagsprentsmiðjan h.f. Sami söngur Tímans. Tíminn ætlar seint að þreytast á lofsöngnum um við- skilnað vinstri stjórnarinnar i efnahagsmálunum. T.d. stóð þar í forustugreininni á sunnudaginn var, að h-ið eina, sem hefði þurft að gera þegar stjórnin fór frá, hefði verið „að færa til haka þá kauþhækkun, sem Sjálfstæðisflolck- urinn hafði barist fyrir með oddi og egg“. Ekki hafði Sjálfstæðisflokkurinn bolmagn til að knýja fram kauphækkanir í tíð vinstri stjórnarinnar, ef allir aðrir en Sjálfstæðismenn hefðu talið þær þarf- lausar. Það er því broslegt að kenna honum einum um þá kauphækkun, sem varð, auk þess sem hún olli ekki því öngþveiti sem þá skapaðist, heldur var hún af- leiðing þess. Og hefði ekki meira þurft til en binda kaupgjaldið eða færa hækkanirnar aftur, eins og Tím- ; inn orðar það, mundi vinstri stjórnina ekki hafa 1 flökrað yið þeirri ráðstöfun, fremur en í byrjun „eyði- •- merkurgöngu“ sinnar, þegar hún batt kaupið, af um- , hyggju fyrir verkalýðnum og launastéttunum, eftir því sem hún sagði. Tíminn segir að þeir sem harist Mafi fyrir kauphækk- urium í tíð vinstri stjórnarinnar, hafi gert það „til þess að koma- atvinnuvegunum í þröng og eyðileggja ráðstafanir vinstri stjórnarinnar og framleiðslugrundvöll þjóðaririnar.“ Og þetta eiga Sjálfstæðismenn að hafa gert, að sögn blaðs- ins. Látum þá fjarstæðu liggja á milli hluta. En þetta er merkileg yfirlýsing hjá Tímanum og viðurkenning á til- gangi þeirrar stjórnarandstöðu, sem nú er rekin. Hafi það verið fjörráð við atvinnuvegina og eyði- legging á framleiðslugrundvelli þjóðarinnar, að krefj- i ast kauphækkana í tíð vinstri stjórnarinnar, hlýtur að gegna sama máli um slíkar kröfur nú. En hvernig stendur þá á því, að Tíminn hefur, allt frá því að r vinstri stjórnin fór frá, beint öllum sínum áróðri í þá átt, að útlista fyrir bændum og launamönnum, að þeir þyrftu að fá rneira fyrir vöru sína og vinnu? Blaðið hefur m. ö. o. unnið að því eftir megni, að / gera almenning í Iandinu óánægðan með kjör sín, ýtt undir alls konar kröfur, æst til verkfalla og hækk- unar á innlendu vöruverði. Allir muna enn yfirlýsingu forsætisráðherra vinstri stjórnarinnar, þegar hann sagði af sér. Verðbólguáldan, isem var að ríða yfir, að hans eigin sögn, var ægilegri en svo, að hann trevsti sér til að stýra undan henni. Það kemur því úr hörðustu átt, þegar Tíminn segir að það hafi aðeins verið lítilræði, sem þurfti að kippa i lag, og þáð hefði Fram- sóknarflokkurinn getað gert! Úrræðaiausir flokkar. Það er vonlaust verk. fyrir Tíriiann og Þjóðviljánn, að vera að reyna að telja fólki trú um að ekki hafi þurft að breyta um stefnu. Meira að segja liggja fyrir um það ský- lausar yfirlýsingar og játningar frá þeirra eigin mönnum, að gagngerðrar stefnubreytingarTiafi verið hrýn þörf. Þvætting-ur Tímans unt að Framsóknarflokkurinn hafi markað stefnu „skýrt og rækilega“ og viljað „fara allt aðra leið“, er léleg tilraun blaðsins til þess að J* breiða yfir únæðaleysi flokksins í efnahagsmálunum. Þessi „önnur leið“ var engin önnur en gamla uppbóta- ;F og styrkjaleiðin, sem að dómi allra vitiborinna rnanna var orðin gersamlega ófær, og f jöldi góðra og gegnra Frantsóknarmanna hefur fordæmt. Hvorki Timinn né Þjóðviljinn hafa getað bent á betri leið út úr ógöngunum en þá, sent ríkisstjómin valdi. Kontmúnistar hafa ratmar alls ekki reynt það, heldur látið sér nægja að skammast yfir þeirri, sem valin var. Og Frant- sóknarflokknum eða forustuliði haus yæri sæmst að hætta lófsöng sinúm um þá leið, sem várð nkisstjórn hans sjálfs aam Innbrot. - Framh. af 1. síðu: • • verið uirf mikinn innbrotafar- aldur að raeða Dg mest eru það tóbaksvörur, sem þjófarnir hafa borið úr býtum. 1 fyrri- nótt var brotizt inn á fimm stöðum hér í bænum og til- raun til innbrots gerð á sjötta, staðnum. Mestum v.erðmætum. var stolið úr afgreiðslu Akra- borgar, þar sem hirtir voru 4 kassar með tóbaksvörum frá Tóbakseinkasölunni, sem fara áttu vestur með Akraborginni, og auk þess mikið tekið úr fimmta kassanum. Voru þetta 204 pakkalengjur af vindling- um, 2 vindlakassar dg 9 tylftir af píputóbaksdósum. Talið er að samanlagt verðmæti þess þjófnaðar hafi numið um 30 þúsund kr. Brotizt var sömu nótt inn í verzlunina Þórsmörk á Lauf- ásvegi, stolið þaðan lítilsháttar af tóbaksvörum og sælgæti. Enn fremur var brotizt inn í Sögina h.f. og Skyrtuna, en bæði þau fyrirtæki eru til húsa í Höfðatúni 2. Þar var eftirtekj- an rýr, aðeins um 30 krónur í skiptimýnt sem hafðist upp úr krafsinu á hvorum stað. Loks var brotizt inn í geymsluskála í Haga og tilraun til innbrots gerð í verzlunina Ciro á Berg- staðastræti 54. Alþýðublaðinu elnar söttín. , ,Sápt£kúl ublaðamen nskan“ komiei á nýtt stig. Heimta - i ■ - Frh. af 1. siðu. sem dre^nar eru 6 sjómílur frá annesjuþi og loka þar með fló- um og fjörðum fyrir öllum er- lendum Jveiðiskipum, hvort sem þau eruj með reknet eða draga fyrir krabba. Þá verði öllum togveiðiskipum, hvort sem þau eru frá íCornwall, annars stað- ar frá {Bretlandi eða öðrum löndum,: bannað að veiða innan 6 sjómíjna landhelginnar. Þessi íriðun myndi ekki hafa mikla atlarýrnun í för með sér fyrir togara, en án efa myndi fiskur aukast á grunmiðum og hagur fiskiðnaðarins í Corn- wall blómgast á ný er heima- bátar gætu sótt stutt til fanga og haft hægilegt hráefni handa niðursuðuverksmiðjunum. „Oft var þörf en nú er nauð- syn,“ að Alþýðublaðið fái ein- hverja lækningu á veikindum sínum. Það ver nú hvorki meira né minna en rúmlega hálfri fdr- aíðunni og næstum helmingi 3ju síðunnar til að færa sönn- ur á, að Vísir fari vitleysuna í loftköstum. Ástæðan er sú, að Vísir varpaði fram spurningu um, hvaða tengsl væri milli Alþýðublaðsins og „verklegra mótmæla“, þar sem blaðið virt- ist vita sitthvað um auglýsingu þessarra „samtaka“, án þess að hafa fengið upplýsingar um hana hjá útvarpinu. Vísir getur upplýst, að aug- lýsingin var lesin upp fyrir blaðamanni Alþýðublaðsins, en EKKERT NEFNT UM STAÐ- GREIÐSLU. Blað formanns útvarpsráðs er því uppvíst að vísvitandi ósannindum. Sú var tíðin, að vinir Al- þýðublaðsins liðu önn fyrir það, sem almenningur er far- inn að kalla „sápukúlublaða- piennskú1 þess. Sápukúlan er falleg að utan, en innihaldið bara loft. Sama er um blaða- mennskuna hjá Alþýðublað- ínu að segja —----------Upp á síðkastið hefir sjúklingnum hinsvegar elnað sóttin, svo að Slökkvilið á ferð. Slökkviliðið var tvívegis kvatt á vettvang með stuttu millibili í gærkveldi. I bæði skiptin var um eld í rusli að ræða. Annað skiptið í kassarusli í Skipholti 17 og í hitt skiptið í einhverju dóti og rusli í Akurgerði, á báðum stöðunum utan húss. Tjón hlauzt ekkert af. í fyrrakvöld gleymdist kjötpottur á eldavél í húsi við Bergstaðastræti. Kjötið brann ýið og myndaðist við það mik- Jll reykur. Var óttast að kvikn- $ð hafi í húsinu og slökkvilið- ínu gert að vart, kom það strax margir hafa verulegar, áhyggj- ur af — og er það skiljanlegt. í morgun má sjá, að sjúkling- úrinn er lengra leiddur, en mai'gui' hafði ætlað. Er leitt til þess að vita, en við öðru varla að búast, þegar hann leitar lækningarinnar hjá þeim, sem laumaði í hann sýklinum í upp- hafi. Hlýtt, víðast úrkomulaust. Veðurhorfur í Reykjavík og nágrenni: Suðaustan og sunnangola. Skýjað, en víðast úrkonnt* laust. Hiti um 10 stig. Skipstjóranum líöur sæmilega í gær var komið með skip- stjórann af brezka togaranum Coventry City hingað til Rvík- ur, og hann lagður á sjúkra* hús vegna lijartasjúkdóms. Blaðið sneri sér í morgun til umboðsmanns togarans hér á landi, Geirs Zoega, og innti hann eftir líðan skipstjórans, Líðan hans mun vera allgóíj eftir atvikum, og ekki er hamj talinn í neinni lífshættu. Hann heitir Barrs, er 56—57 ára gamall, ættáður frá Grims- by. Barrs mun áður hafa feng- ið aðkenningu að þessum sjúk„ dóm,- og mun hann að ölluiri líkindum verða rúmfastur uni skeið, en fullnaðarrannsókn á sjúkleika hans mun ekki lokið enn þá. Bezt að augiýsa í VÍSI BERGMAL Bréf frá verkamanni. Vísi hefur borizt bréf frá ein- um af góðvinum sínum.Hann hef ur verið starfandi verkamaður í tæp 40 ár, gekk aðeins lítið eitt á skóla, vegna veikinda á skóla- aldi’inum og varð strax að hefjá vinnu þegar heilsan leyfði, þar sem efnahagur foreldra hans var mjög þröngui’. En hann hefur ætið gegnt starfi sinu með sóma og verið eftirsóttur til starfa. Ekki eru tök á að birta allt bréfið svo að umorðun á aðalefni þess verður að nægjá. Starfsmaðururinn. Uann kvað tilefni. bréfaskrift- ahna var kosningamar til Al- þýðúsambahdsþing'sins, Jsem nú standa yfir. Hann segisf hafa orðið var við það í hópi starfs- bræðra sinna og margra ann- arra, sem atkvæðisrétt eiga í þessum kosningum að kommún- istar leggja ofurkapp á atkvæða öflunina. Hann taldi það óréttlátt að starfsmaður Dagsbrúnar, allra verkamanna í Reykjavík, skuli sendur í erindagerðum Sósíalistaflokksins í vinnutíma á launum frá verkamönnum. Á sama tíma vanrækti skrifstofa Dagsbrúnar að skrá menn í fé: lagið og reyndi jafnvel að halda þeim utap við það, vegna stjórn- málaskoðana. Niéarnf. 1 Bréfritári kvaðst' óttast ,,að kommúnistar myndu taka sér- hverjar ákvarðanir á Alþýðu- sambandsþingi til að eýðileggja viðreisnarráðstafanir ríkisstjórn arinnar. Hann óttast sömuleiðis að það gæti leitt til atvinnuleys- is og aukinnar dýrtíðar, sem við höfum þó mikla von um að hindra með ráðstöfununum. Hvar erum við verkamenn þá staddir, spurði bréfritari. Er ekki betra ...? „Við verkamenn megum ekki verða valdir að hruni efnahags- lífsins eða því að við raissum at- vinnuna sem yið lifum á. Ér ekki betra að reyna að fórna núria í 2—3—4 ár i von um að fá það ■'beétt'úþp=s{ðíúi^->';ý:';'':';ý y\ _

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.