Vísir - 30.09.1960, Side 3

Vísir - 30.09.1960, Side 3
Föstudaginn 30. september 1960 VÍSIR * FRAMFARIR OG TÆKNI ♦ Bretar gera merka uppffnnfagu — ný tegund peniciiíins. Vinnur á stafkokkum og læknar þá, sem haft hafa ofnæmi fyrir lyfinu. Fundin hefur verið upp ný tegund af penicillini á Englandi, sem gerir kleift að lœkna með því meðali þá, sem hafa haft ofnœmi fyrir því. Auk þess hef- ur það reynzt áhrifaríkt í bar- áttunni við hina svonefndu staffylolokka, sem hingað til hafa reynzt ónæmir fyrir með- alinu. Komið hefur fram við til- raunir, sem gerðar voru hjá National Institute of Health, að engin þau efni myndast í blóði þeirra, sem lyfið er gefið, se.m Detroií er bílaborgin í Bandaríkjunum. Þar eru sennilega framleiddir fleiri bílar en nokkur staðar annars staðar í heimi. Sífellt er verið að fitja upp á nýjungum til 'þess að gera þá betur úr garði en áður. Þessi mynd er tekin í verksmiðjunum sem framleiða Plymouth bílana. Þar liefur verið komið fyrir sérstökum tækjurn til þess að ganga úr skugga um að þeir leki ekki, þ. e. a. s. vatn komist ekki inn í þá, þótt rigni, eða þeim sé ekið í polla. Til þess eru notaðar liáþrýstivatnsdælur þær sem á myndinni sjást, og festar eru í klefaveggina og loftið. Tækið sem maðurinn lieldur á í hendinni er líka þrýstidæla, og henni beinir hann að þeim samskeyt- um þar sem mestar líkur eru á að leki með. Ef gallar koma fram, þá er bifreiðin þéttuð á þeim stöðum þar semleka verður vart. Árgerðin 1961: Bifreiðarnar eru nú mjórri en verið hefur undanfarið. Orsökin er gömul lagasetning vestra, er fylkisstjórnir hyggjast beita á ný. Nú um þessar mundir er hiii' nýja árgerð bifreiðanna að koma á markaðinn. Sú ytri hreyting, sem menn hafa helzt tekið eftir, er að bifreiðarnar eru nú ekki eins fyrirferðar-, miklar og þær hafa verið áður. Er það m. a. vegna lagasetn-. ingar í mörgum ríkjum vestan' liafs sem setja ákveðin tak-1 mörk fyrir breidd bifreiða. Ef bifreið er breiðari en þeim fyr-' irmælum nemur, verður að j setja á hana sams konar varúð- arljós og sett eru á vörubifreið- | ar. Lagasetningin er gömul, og hefur ekki verið beitt um langt skeið, en það eru hótanir nokk urra fylkiisstjórna, sem hafa í ■ för með sér að framleiðendur! liafa álitið tryggara að láta sem lögin væru í fullu gildi. a. m. k. þangað til breyting kann að verða gerð. Hámarksbreidd- , in er 80 þumlungar, þótf í einu . ríki, Louissiana, mæli lögin svo, fyrir, að engin bifreið megi | vera breiðari en sem nemur 70 þumlungumi. Allar gerðir hinna nýju bif- reiða eru undir þessu hámarki — nema þrjár. Þetta er gert til að eyðileggja ekki sölumögu- leika, a. m. k. þangað til breyt- enda hafa sína skoðun í þessu máli. Þeir segja að lögin hafi fyrst og fremst verið sett til þess, að vöruflutningabifreiðar og önnur slík farartæki notuðu varúðarljós, en þau hefðu alls ekki verið hugsuð þannig að þau næðu líka til fólksflutn- ingsbifreiða. Flestar gerðir bif- reiða hafa verið breiðari en 80 þumlungar síðan 1948, og dýru bifreiðarnar hafa verið a. m. k. svo breiðar síðan 1950. Af árgerðinni 1961, eru það helzt lúxusbílarnir, sem brjóta í bága við þessa lagasetningu. Ein tegund af Cadillac er ná- kvæmlega 80 þuml. breið og sama er að segja um Plymouth, Imperial hefur breikkað og er nú 81,7 þuml. breiður. Allar tegundir Ford 1960 eru breið- ari en 80 þuml. nema Falcon og Comet, en ’61 gerðirnar hafa allar verið mjókkaðar, svo að nú fylgja þær lögunum. Sama er að segja um allar bifreiðar General Motors. Þriðji hluti eggjahvítuþarfar manna fer forgörðum. Brezkur vísindcmaður vill Eáta vinna eggjahvítuefni úr föllnu laufi. Bandaríkjamenn hafa löngum verið fyrir hraðann og tæknina. Nú hefur hún rutt sér til rúms á enn einu sviði bar vestra — á sviði atkvæðagreiðslunnar. í kosningunum í haust munu i mörgum ríkjum verða notaðar svokallaðar atkvæðavélar, þ. e. í stað þess að láta kjósendur greiða atkvæði sitt með því að fylla atkvæðaseðil, sem er vissulega dálítið seinvirk aðferð, þurfa þeir sem atkvæði greiða ekki annað en að ýta á takka, og þar með er atkvæðið greitt. Bæði er hægt að greiða ein- stökum mönnum atkvæði, en í sumum ríkjum er leyft að nota vélar, þar sem menn geta líka, ef 'þeir vilja, greitt flokknum atkvæði sitt, og fá þá allir frambjóðendur hans atkvæði. For- setakosningarnar sem fram fara í nóvember vestra, falla í sum- um ríkjum saman við kosningar til fylkisstjórnar, og er þá hægt að láta fara fram eina atkvæðagreiðslu í stað tveggja með því að nota atkvæðavélarnar. í þeim er sérstakur reikningsútbún- aður sem telur atkvæðin jafn óðum og er því íalningu lokið um leið og atkvæðagreiðslu er lokið. Fylkisstjórnir ráða því sjálfar hvort þær vilja nota vélarnar eða þá bara gömlu að- ferðina með atkvæðaseðlana. xng verður gerð á lögunum, en margir búast reyndar við henni innan tíðar. Talsmenn bifreiðaframleið- Forstöðumaður líjefnafrœði rannsóknardeildarinnar í Rot- hamsred á Englandi hefur ný- lega lýst þeirri skoðun sinni, að hentugra myndi að nota fall- in lauf til manneldis heldur en að hagnýta þau á núverandi hátt — þar sem þau eru á ann- að borð hagnýtt — þ. e. sem dýrafóður. Hinn brezki sérfræðingur heldur því fram, að séu laufin notuð tii eldis á þann hátt sem nú tíðkast, fáist úr þeim um það bil 1/10 hluti þess eggja- hvítuefnis, sem í þeim er að finna. Með því að meðhöndla þau í vélum megi hins végar fá úr þeim a. m. k. tvo þriðju hluta þess eggjahvítuefnis en í þeim er að finna. Hið unna efni, sem þannig fengizt, myndi lítinn sem engan keim bera af uppruna sínum, og því mætti auðveldlega blanda við brauð eða haframjöl. N. W. Pirie, en svo heitir vísindamaðurinn, heldur því fram, að það hljóti að vera eitt af meginvandamál- um í þeim heim, sem sífellt á við næringarskort að stríða, að vinna betur það hráefni, sem fyrir hendi sé til matargerðar.1 „Það magn af eggjahvítuefni. sem fleygt er burt með því að henda úrgangsefnum við vinnslu soyabauna, hneta, kók- óshneta og annarra þeirra efna, sem notuð eru við framleiðslu olíu, gætu nægt til þess að full- nægja eftirspurninni eftir ein- um þriðja hluta þess eggja- hvítuefnis, sem nauðsynlegt er til þess að fæða alla jarðarbúa.“ Pirie heldur því fram, að það muni ekki koma að því, að mat- arþörf einstaklingsins, sem er um 3000 kaloríur á dag, muni verða fullnægt með tveimur til þremur pillum á dag. Hins veg- ar segir hann, að í framtíðinni muni verða leitað eftir eggja- hvítuefni annars staðar frá en úr kjöti. Það muni verða unnið úr alls konar smáverum. Þá dró sérfræðingurinn at- hygli að þeirri staðreynd, að sjúkdómar og pestir ræna mennina matvælum, sem eru um 20 milljónir sterlingspunda virði á ári. „Dagskrárstillir“ nýjasta uppfinnlng í sjónvarpstækni. Þeir foreldrar, sem vilja ráða því, hvaða dagskrá börn þeirra horfa á í sjónvarpinu, geta nú notað til þess nýtt tœki. Það er byggt við klukku, og er á einu augnabliki hægt að stilla inn á það mismunandi- dagskrárefni, í réttri tímaröð, samkvæmt dagskrá, þannig að er eitt „prógrammið“ er búið, I tekur hið næsta við, þótt frá annarri stöð sé. Uppfinninga- maðurinn er frá Kaliforniu óg jheitir Arnold Steffen. hafa mótverkandi áhrif. Hið. nýja meðal er kallað staphcillin. Það hefur reynzt mjög vel við sjúkdóma, sem stafa af hinum- áðurnefndu staffylokokkum, og- önnur meðöl hafa ekki ráðið við. Þannig tókst til dæmis að. lækna til fullnustu 9 ára gaml- an dreng. sem hafði þjáðst af slíkum sjúkdómum frá fæðingu. 10 sinnum hafði hann fengið. lungnabólgu, fjórum sinnum blóðeitrun, auk annarra minni-. háttar sjúkdóma.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.