Vísir - 06.10.1960, Blaðsíða 4

Vísir - 06.10.1960, Blaðsíða 4
% VíISI* : Fimmtíidaginn 6.. október 1960 wisxs. D A G B L A Ð Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VfSIB H.F. Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Ritstjórnarskrifstofur eru að Laugavegi 27, en aðrar y skrifstofur að Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofurnar eru opnar frá kl. 8,30—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (fimm línur). Vísir kostar kr. 30,00 í áskrift á mánuði. Félagsprentsmiðjan h.f. Burt meö ökuníðinga úr bif- reiðastjórastétt hið fyrsta. Aðsent bréf um ófremdarástandið í umferðamáium. Hin mörgu umferðarslys! til viðkomandi tryggingafélaga, í f Lýðræðið í landinu. Undanfamar vikur, og raunar í allt sumar, liafa verið upp raddir um það i blöðum stjórnarandstæðinga, að lýð- ræði í landinu sé mikill háski búinn, og skilst mönnum, að taka verði i táumana, áður en núverandi ríkisstjórn tekst að afnema lýðræðið. Kommúnistar og' Tímamenn þreytast ekki á að fullyrða, að alveg- sé vafalaust, að mikill meirihluti fólksins í landinu sé andvígur viðreisnarstefnu ríkis- stjórnarinnar í fjármáum. Að vísu hafa aldrei verið fram færðar neinar sannanir á slíkum fullyrðinguni, enda vandséð, hvernig slíkt væri hægt. Almenningur, sem hefur þessar venjulegu hugmyndir um og lýðræði og þingræði, mun yfirleitt líta svo á, að rétt sé að bíða næstu kosninga og dæma þá. Engum kemur á óvart, að kommúnistar æpi hátt um háska þann, er steðji að lýðræðinu i landinu. Engum æpir hæri’a um að varðveita heri lýðræðið en þeir, sem sannan- lega vinna að því að alnema J>að og taka upp ungverska stjórnarháttu á Lslandi. Hitt mun hafa komið ýmsum á óvart, að flokkur, seni fram til þessa hefir einkum tálið sig málsvara íslenzkrar bændastéttar, skuli taka þátt í þess- um geðbilunarópum, og þegar borin eru saman málgögn kommúnista og framsóknarmanna, má vart á milli sjá, livor aðilinn er vanstilltari í þessum efnum. Þó má segja, kommúnistum til lofs, að þeir eru ýfið berorðarí urn fyrirætlanir sínar í sambandi við • lýðræðið í landinu og breytta stjórnarháttu til sam- | ; ræmis við stjórnarfar Kadars, og er þar skemmst að í minnast kröfu Þjóðviljans um að „alþingi götunnar*' taki við af 1000 ára löggjafarsamkomu íslendinga. Festa og ábyrgð í stjórnarháttum er eitur í beinum kommúnista, og þess vegna skal allt það gert, sem miðað getur að því að brjóta niður lýðræði og þingræði i landinu.- Þeir vita scm er, nð þeir munu aldrei ná meirihluta þjóðar- innar á sitt mál, og |>ess vegna væri „alþingi götunnar“ hin æskilegasta lausn. Þá lyrst væri von til þess að óska- draumur þeirra um Sovét-lslaiid myndi rætast. Sem betur fer eru flest merki þess, að almenningur í landinu sjái við þessum vinnubrögðum kommúnista. i Islendingar vilji ekki „alþingi götunnar“. Þeir vita i sem er, að enda þótt það lýðræðisskipulag, sem við og aðrar Norðurlandaþjóðir búum við, sé ekki fullkomið, i frekar en önnur mannanna verk, þá er það þó það stjórnarform, sem veitir borgunum mesta lífsham- j íí ingju, mest frelsi og mest réttaröryggi. liljóta að vekja hvem velhugs- andi og löghlýðinn borgara til umhugsunar um það, hvort alit sé gert sem hægt er að gera til þess að forða þeim, sérstaklega þar sem svo virðist sem slys fari nú í aukana með degi hverjum. Rétt fyrir og um síðustu helgi urðu þrjú alvarleg bif- reiðarslys í nágrenni Reykja- víkur, og samanlagt munu hafa slasazt í þeim hvorki meira né minna en 10—12 manns, þar af sumir svo illa, að þeir kunna aldrei að bíða þess bætur. Reyndar urðu slysin fleiri hér í bæ um helgina, en eg tel nóg að minna á þessi þrjú. Enginn af þeim bifreiðastjór- um, sem hlut eiga að máli, j virðast hafa athugað aðstæðurj nógu vel, né gætt að halda niðri ökuhraðanum, sem í öllum þess- um tilfellum virðist hafa verið of mikill, og því hverju sinni orsök. Manni verður á að hugsa sem svo: Er ekki hægt að stemma stigu við þessum tíðu umferða- slysum á einhvern hátt? Tvö þeirra slysa sem drepið hefur verið á*urðu á þann hátt, að ekið var á brýr á of miklum hraða. Hér virðist vanta stærri og skýrari hættumerki, ef þau eru þá nokkur á þessum stöð- um. En væri ekki heppilegra jað setja upp skýringarmyndir hæfilega langt frá þessum hættustöðum. Jafnvel kæmi til 'greina að setja upp mynd af járekstri með tilheyrandi áletr- un, svo að ökumaðurinn sæi Lúmiímba-ástand. Ekkert væri kommúnistum kærkomnara en ef takast mætti að koma á slíku öng|>veiti i þessu landi, sem nefna mætti Lúmúmba-ástand. Skoðanabræður íslenzkra kom- múnista hafa markvisst unnið að því að eyðileggja til- raun Kongómanna að koma á fót hjá sér lýðræðislegu stjórnarformi. Þeir hafa beitt öllum tiltækum ráðum til þess, og nú hótar yfirstjórn allra komnuinista, Sovétstjórn- in, að klúfa Sameinuðu þjóðirnar, eins og bert er oi’ðið af hinni fruntalegu framkomu hins rússneska forsætis- l'áðherrg á allsherjarþinginu. Þar er þess krafizt, að Hammarskjöld firam- ' kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segi af sér, en við taki gersamlega óvirk þríggja manna stjóm. Hammar- skjöld nýtur hins vegar trausts allra sæmilegia manna í heiminum, og æ fleimm er ljóst, að baráttan stendur um annað og meira en það, hvort þessi ágæti Svíi i verði áfram í embætti sínu, heldur beinlínis um til- veru Sþ„ sem kommúnistar vilja feigar. Vitaskuld eru íslenzkir kommúnistar sammála þessum aðförum, eins og ævinlega. Þessir menn, sem alltaf eru að berja sér á brjóst-og þykjast vera mestu föðurlandsvinir sém um getur, bafa aldrei tekið sjálfstæða afstöðu, heldur ævinlega farið eftjr því, hvemig kippt er í spottann hjá yfirboðurujpi þeirra i f jarlægu landi. Og ekkert kærui þeim en ef hér inættiskapasi Iatmjúmhágástand.og áð hér jíljjP^tiiUppbefjast „ulþingi götunöar41., • •• * það svart á hvítu hvað gæti raunverulega skeð, ef ökuhrað- anum er ekki stillt í hóf? En það er ekki nóg að setja upp hættumerki eða myndir. Það þarf að hafa hendur í hári þeirra sem skella skollaeyrum við umferðareglum og merkj- um og sekta þá samstundis. Tryggingafélögin g'ætu t. d. stuðlað að því að draga úr á- rekstrum og slysahættu með því að láta þá sem greinilega eru valdir að slíkum óhöppum borga margfallt hærra iðgjald, eða þá skaðabætur sérstaklega — en aftur á móti gefa hinum miklu meiri afslátt af iðgjaldi sem aldrei valda tjóni. Eg held að þetta væri athug- andi, ef það er framkvæmanlegt og væri gott að fá að heyra eitt- hvað um þetta frá réttum að- ilum. Það er framkvæmd árleg skoðun bifreiða yfir sumarmán- uðina hér í Reykjavík sem og reyndar annars staðar á land- inu, og er það í sjálfu sér ágætt. En hvernig væri að láta jafn- framt fara fram athgun á hæfni bílstjóra. Það myndi að vísu taka lengri tíma, en hvað um það? Endurnýjun ökurskírteina er að vísu framkvæmd með 5 ára millibili, en til þess þarf ekki annað en augnvottorð og hegn- ingarvottorð, en hins vegar er þéss ekki krafist að viðkomandi sýni fram á hæfileika sinn til þess að. stjórna. bif reið. Umferðar- og bifreiðaeftirlit er gott svo langt sem það nær, en starfslið þess er bara allt of lítið og getur þess vegna ekki sinnt þessari gífurlegu bíla- mergð í umferð sem skyldi. Þess vegna þurfa allir löghlýðn- ir borgarar að taka höndum saman um að ganga í lið með löggæzluliðinu méð það fyrir augum að útrýma þessu ó- fremdarástandi sem nú ríkir í umferðarmálum okkar. Það er staðreynd, að innan bifreiðastjórastéttarinnar eru þeir ökuþórar sem einskis svíf- ast, þeir láta sig muna um að bíða brot úr mínútu, en stefna þess í stað lífi og limum sam- ‘ borgara sinna í hættu. ‘ Eg spyr ykkur, lesendur góð- ir: Eiga þessir ökumenn heima í bifreiðastjórastéttinni? Eg segi nei. Burt með alla ökuníð* inga úr þeirri stétt, þá sem hvorki hafa til að bera öryggi né ábyrgðartilfinningu gagnvart jöðru fólki. Við vitum aldrei ,hver verður næstur á óhappa- listanum, vegna þess að öku- niðingur hefur verið á ferðinni. Kannske ert það þú, eða eg, borgari góður. Aðalsteinn Höskuldsson. IMesta árgæzka í manna minnum. Áhugi ih giæðast á ný fyrir hrossaeign og hrossarækt. Frá fréttaritara Vísis. Skagafirði í gær_ Tiðarfar hefur verið með ein- dæmum gott í Skagafirði að undanfömu og sama er að segja um nýtingu heyja og gras sprettu. Heyfengur hefur ver- ið í senn óvenjulega mikill og góður, og geta bændur af þéim sökum fjölgað bústofni sínum ef aðrar ástæður leyfa. Gömlum mönnum í Skaga- fjarðarhéraði ber saman um að þeir muni ekki aðra eins ár- gæzku eins og það sem af er þessu ári Fyrstu og öðrum fjárleitum er lokið. Gangnaveðuv var hið ákjósanlegasta og talið er, að smalazt hafi vél. Sauðfjárslátr- un stendur nú sem hæst yfir bæði á Sauðárkróki og Hofsósi og kemur þar í ljós að kropp- þungi dilka er tæplega í með- aliagi þrátt fyrir hið ei'nstæða árferði. Ástæðuna fyrir því telja margir vera þá að gras hafi grænkað óvenju snemma til fjalla, en líka sölnað að sama skapi fljótt. Hrossum hefur fækkað veru- lega í Skagafirði á undanförn- um árum, m. a. vegna þess að um tima var enginn markaður fyrir þau nema til slátrunar. En nú, þegar markaður fyrir hross virðist tekinn að glæðast á ný, sérstaklega erlendis, hefur á- hugi manna hér nyrðra einnig vaknað fyrir þessari búfjár- grein. Þetta á sérstaklega við, þar sem góðir reiðhestastofnar eru fyrir hendi, enda eru þar mestir möguleikar fyrir mark- að. Sem dæmi um áhuga Skag- firðinga fyrir reiðhestum, má geta þess að á s.l. ári voru starf ræktar hvorki meira né minna en- fimm tamningastöðvar í Skagafirði. BERGMAL Bílastæði. í þessum dálkum hefur iðu- lega áður verið rætt um þörf- ina á auknum bílastæðum, í miðbænum og grennd hans og raunar víðar. M. a. hefur verið rætt hér iðulega um þörfina á bílástæðum fyrir þá bílaeig- endur, sem aka í bæinn til vinnu sinnar, og þurfa að skilja bíla sína eftir, þar sem þeir geta gengið að þeim er heim skal halda, en stöðumselarÞíla- stæði henta ekki hinum mörgu. setii hér .um .j-geðir, , en . .fyrir l'þörfum þeirra er einnig skylt .að sjá, eftir því sem unnt er. j Hefur sumurrt, er um þetta hafa I ritað, þótt vera þrengt mjög að þessu fólki, með því að fjölga stöðugt stöðumæla-bílastæðun- jum. Nokkuð hefur þó öðrum jbílaslæðum fjölgað hér og þar um bæinn, og er þess að vænta, að farið verði með gát að því að f jölga mjög stöðumælum úr þes.su. 4» . ; ■ - • »», - - « ' - : t* . Nýja. bilastæóUl - . V ' h syæðmu' fýrir.nerðan. AÍm arhól verður vonandi undan- þegið stöðumæla-„farganinu“, sem ýmsir svo nefná,, og gott er að vita til þess, að fleiri bíla- stæði verða opnuð innan tíðar, því að — eins og getið var i frétt hér. j blaðinu í gær, er unnið að undirbúningi þess. Með nýja bílastæðinu norðan Arnarhóls er bætt nokkuð úr brýnnj þörf, en þarna verða stæði fyrir- 100 bíla. Stæði þetta er á mjög hentugiun stað, Framh. á 5. sí»u, : .. ,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.