Vísir - 08.11.1960, Blaðsíða 3

Vísir - 08.11.1960, Blaðsíða 3
Þriðjudáginn 8. nóvember 1960 VfSIR 3 Allir, sem geta klæðast fornum búningum, sem tíðkuðust á þeim tíma, þegar hátíðirnar voru fyrstu haldnar. Haustið er tími hátíða hjá Þjóðverjum. Þá eru haldnar hátíðir, stórar eg smáar, hvar sem við verður komið. „Hátíð er til heilla bezt“, segir fornt spakmæli, cn svo virðist sem betur eigi við í Þýzkalandi að segja: „Hátíð er á hausti bezt“. Nær allar hátíðir almennings í Þýzkalandi — eða þeim hluta landsins, þar sem menn eru frjálsir til að lyfta sér upp og gera sér dagamun — fara nefni- legá fram, þegar orðið er áliðið sumars, haustið að ganga í garð og laufið að breyta um lit. Mest allra þessarra hátíða hefst í Múnchcen í september og stend- 'ur fram í október, Hún heitir : „Oktoberfest“ á máli Bajara, og hún er haldin á engi einu miklu, sem heitir Theresien- wiese og er í miðri borginni. Þegar hátiðartíminn gengur í garð, spretta söluturnar og búð- ir upp á enginu og hundruð þús- unda manna koma þar daglega þann hálfa mánuð, sem hátíð- in stendur. Börnin vilja vitan- ^lega fyrst og fremst komast í allar hringekjurnar, sem eru næstum því óteljandi, en yfir öllu saman gnæfir hjól mikið, VitanLega dimar dansinn, og ekki aðeins inni heldur einnig úti, á götum og torgum. sem er rösklega 25 metrar á hæð. Þar má sjá vítt yfir skemmtisvæðið og borgarhverf- in í kring. A daginn eru það börnin, sem ráða ríkja á „enginu“, en þegar skyggja tekur, þá þyrp- ast fullorðnir þangað til að gleðjast með glöðum. Þá koma þar ekki aðeins Þjóðverjar af öllum stéttum, heldur er venj- an sú, að þar eiga tugir þjóða um heim allan fulltrúa sína, og allir virðast skemmta sér eins vel og — öllum smakkast bjór- inn jafnvel, en úr öllum áttum hljóma léttir tónar og söngur. Allir, sem koma á „engið“ eru staðráðnir í að skemmta sér, rétt eins og menn segi „samtaka nú“, eins og íslendingar kann- ast við. Okunnugir verða kunn- ingjar á svipstundu, og það er ekkert smáræði, sem menn láta í sig þennan hálfa mánuð. Nokkrar þurrar tölur gefa nokkra hugmynd um það. Menn eta nokkur hundruð þúsund „backhendl“ (steikta kjúkl- inga), þúsundir af svonefndum ,,steckerlfischen“, marga uxa, sem steiktir eru í heilu lagi yfir opnum eldi, milljónir af bajara- bjúgum og öllu þessu skola menn niður með mörgum mill- jónum lítra af frægum bajara- bjór. En þeir, sem vilja ekki vera í alltof miklum manngrúa, geta fundið rólegri hátíðir í ýmsum landshlutum, svo sem í Saar, Moseldal, Ahr, Wurttemberg og víðar, þar sem menn halda „töðugjöldin“ á sína vísu, því að þar efna vínyrkjubændur til vínhátíða, þegar uppskeran er um garð gengin. Jafnvel minnstu þorp halda sína hátíð, og þar gildir hið sama hvar- vetna, að menn streyma að um langa vegu og allir kynnast fljótt og skemmta sér vel. Og haustið er líka rétti tím- inn til að skemmta sér, þegar á það er litið, að sumarið er helzti anna- og strittíminn fyrir mjög marga. Þegar mesti anna- tíminn er um garð genginn, er sjálfsagt að gera sér glaðan dag. Morrænt skákmót á vegum Hreyfils 1962. Aðalfundur Taflfélagsins s.f. Hreyfils var haldinn 13. okt. s.I. Merkustu atriði á s.l. starfs- ári félagsins kvað formaður vera þátttöku Hreyfils í skák- keppni stofnana með tveim sveitum, en alls tóku þátt í þeirri keppni rúmar 40 sveitir frá 30 stofnunum og þátttöku Guðlaugs Guðmundssonar í einmenningskeppni N.S.U., sem háð var í Gautaborg á s.l. vor. Varð Guðlaugur annar í meistaraflokki keppninnar, en jafn að vinningum við þann, sem varð í efsta sæti. Auk þess kepptu félagsmenn við ýmsa skákhópa í borginni eins og venja hefur verið á undanförnum árum. Á fundinum kom fram mikill hugur í félagsmönnum að taka 1 þátt í sveitakeppni N.S.U., sem fram á að fara í Bergen á n.k. vori. En sveit Hreyfils hefur verið Norðurlandameistari N.S.U. siðan 1957. Enn fremur hefur verið á- kveðið, að næsta einmennings- keppni N.S.U. verði háð í Rvík árið 1962, á vegum Taflfélags s.f. Hreyfils. Stjórn Taflfélags s.f. Hreyf- ils skipa nú: Magnús Einarsson formaður, Dónald Ásmundsson varafor- maður, Þorvaldur Jóhannesson ritari, Óskar Lárusson gjald- keri og Vilhjálmur Guðmunds- son áhaldavörður. Aths.: Þess skal getið til skýr ingar, að N. S. U. er samband Norrænna sporvagnastjóra og heitir fullu nafni Nordisk Spor- vejs Skak Union. Hjáíp Rauða krossros aldrei meiri en á s.l. starfsári. Yfir 20 milljónum tlollara varift áil lijálpar í ýmsum löndum. Fregnir frá Genf herma, að alþjóðaframlög til hjálpar fólki sem átti við erfiðleika að búa af völdum náttúruhamfara á síðasta skýrsluári, hafi numið 20 milljónum dollara. Er hér eingöngu um það fé að ræða, sem Alþjóða Rauði krossinn annaðist úthlutun á, Frá þessu er sagt í skýrslu framkvæmdastjórans, Henry W. Dunnings, sem nú lætur af störfum. Hann kvað störf á vegum Alþjóða Rauða kross- ins aldrei hafa verið meiri en á skýrsluárinu, sem lauk í sept- emberlok. Á þessum tíma bitnuðu 18 stórkostlegir náttúruviðburðir á 4—5 milljónum manna, en deildir Rauða krossins í 72 löndum lögðu fram fé til hjálp ar. Ennfremur sendu þær til þeirra svæða, sem náttúruham- farirnar bitnuðu á, 300 skurð- lækna og lyflækna, hjúkrunar- konur og annað hjálparlið. Hjálparstarfsemi er haldið á- fram í þágu þeirra 18.000 manna, sem lifðu af land- skjálftahörmungarnar í Agad- ir. Sjúkrahúsið þar er nú verið að endurreisa til minningar um þá, sem létu lífið. Frá Rauða kross deildum I 19 löndum hafa verið sendar 26 sveitir lækna og hjúkrunar- kvenna til Kongó. ! Aðstoð var einnig veitt í hin- um nýju, sjálfstæðu ríkjum í Afríku, m. a. til þess að stofna þar Rauða kross deildir. Odd Martensz Læknir á liyalveiðum. Eg hafði með mér botnsköfu og með því að nota hana, varð ljóst að á hinu grunna vatni var iðandi líf, paradís fyrir dýrafræðing. Þrir kassar með glösum og hnokkum, fullum skeldýrum, kröbbum o. fl. o. fl. hafnaði á minjasafni í Bergen. „Krillen" ca. 2 cm. langur krabbi er aðalfæða hvalsins hér í Suður-íshafinu. Hann var stundum í svo þykkum torfum niðri í sjónum, að hann mynd- aði eins og þéttan vegg J— eins og mýflugnahópur — ekkert undur að hvalurinn hefur nær því 12 þuml. þykkt spiklag á hryggnum. Ef maður lagði hönd á berg- flasirnar við ströndina, varð manni strax ljóst að eldfjalla- hitinn var ekki langt í jörðu niðri. Það — bergið — var eins heitt og bergið heima í Noregi um miðsumar í brennandi sól- arhita. —• Jarðhitinn varnáði snjónum að festast á eyunni að mestu leyti, en þessi blanda af upphitaðri "jörð og snjóhrafli, myndaði ágætis dvalarstað fyr- ir mörgæsirnar. Það var fugl, sem lá á einu eggi. Svo langt, sem maður sá, er talið að mör- gæsirnar séu samtals um tvær milljónir þarna, en ekki gat ég tal.ið þær, svo ég þori ekkert að fullyrða þar um, en þær eru samt ótrúlegur fjöldi þarna. Þær eru annars skemmtilegir fuglar — þær bitu í hælana á skónum, gengi maður fram hjá þeim, og með smávegis aðgerð- um var hægt að fá þær til að garga með ýmsum hljóðum og tilburðum, svona líkt og kvinn- ur, sem slúðra mest á kaffi- stofum á mjög óvönduðu máli. ★ Það var morgun einn, klukk- an var bara fimm, þá er bar.ið á dyrnar hjá mér. Inn kemur ein skyttan, grásvört í andliti af púðurfeyk, skeggið eins og á apa, klæddur olíukápu og sjó- hatti. ,,Nú getur þú fengið að koma með drengur, það er fá- ir vitlausir bláhvalir hér úti á sundinu (Grahamstredet“). Ágætt, það var ekkert sér- stakt að gera einmitt núna, svo ég fór með eins og í mörg önn- ur skipti. En nú átti ég að sjá hina skuggalegu hlið hvalveið- anna, sem verkaði á mig sem ungan og tilfmningaríkan, mjög eftirminnilega. Rétt eftir að við höfðum yf- irgefið verksmiðjuskipið, sáum við að tveir stórir bláhvalir veltu sér í sjónum, soguðu í sig smákrabbann í tunnu- tali. Þeir syntu í ýmsar áttir, og rétt á eftir komu þeir aftan við hvalbátinn, svo með hlið hans og voru alveg villtir. Loks var einn þeirra, sem blés á góðu skotfæri, skyttan sendi skutul á eftir honum, sem hitti sporðinn, sprengjan hafði sprungið í loftinu, en skutull- inn hafði fest sig, en skutull- skepnunnar. Nú var báturinn dreginn af stað með mikilli ferð, og enda þótt skutullinh hefði fest í.skepnunni og mynd- að stórt sár, virtist hún jafn

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.