Vísir - 21.11.1960, Blaðsíða 4
VtSIR
Mánudogmn 21. nóvemb«i JQKV
tMTlR (Hi Kmi'HVVffli
Heimsókn til þúsundþjalasmiðs.
„íg undrailist rödd spekingsins,
hún var eins og
Rætt vlð Magnús A. Arnason, sem sýnir
málverk og höggmyndir — og hefir samið
300 tónsmíðar.
Eg var inni á sýningunni hjá
Magnúsi Á. Árnasyni í Félags-
heimili Kópavogs í gærdag, ætl
aði að ræða við hann í ein-
hverja viðtalsmynd, en það
varð lítið næði til slíks. Það var
stöðugur straumur gesta allan
tímann, sem ég stóð þar við, á
þriðju klukkustund, og Magnús
sjálfur að taka á móti gestun-
um og svaraði á víxl þeirra
spurningum og mínum. Og í
kvöld lýkur þessari sýningu
hans oá 60 málverkum og 6
höggmyndum.
— Þú hefur ekki fylgzt með
tímanum yfir í abstrakt list-
ina?
— Nei, ekki í alvöru. Eg
mála stundum abstrakt að
gamni mínu. En ég held ég
hefði meiri ánægju að gera ab-
strakt skúlptúr. Mér finnst að
abstrakt formin njóti sín betur
ef hægt er að skoða þau í krók
og kring en að þau séu fest á
léreftið. Hver veit nerha ég eigi
eftir að glíma við abstrakt
höggmyndir, þegar ég er búinn
að koma upn nýrri vinnustofu,
sem vonandi verður á næsta
ári.
(Þau hjónin Magnús Á.
(málari, myndhöggvari, rit-
höfundur og tónskáld) og Bar-
bara Árnason listmáiari settust
að í Kópavogi fyrir tveim ár-
um keyptu íbúðarhús, byggðu1
við það málaravinnustofu, en
Magnús kemst þar þó ekki fyr-
ir með höggmyndasmíði sína,
og því þarf hann enn að byggja
við húsið. Áður bjuggu þau í
21 ár á Lækjarbakka við Borg-
artún í Reykjavík, þar sem nú
er við hliðina veitingahúsið
,,Klúbburinn“.)
— Svo eru ritstörf og tón-
skáldskapur, sem eitthvað
heimta af síma þínum. Hvað
heldurðu að þú hafir samið
margar tónsmíðar?
— Ætli þær séu ekki nálægt
300? Það var fyrir nokkrum ár-
um, að séra Halldór á Reyni-
völlum var að semja sönglaga-
tal og bað um tölu á mínum
sönglögum. Þau voru þá 260,
eftir því sem ég komst næst.
Flest lög mín eru sönglög með
píanóundirleik, eitthvað af
hljóðfæralögum, sónötum o. fl.
smáverkum. Fæst af þessu hef-
ur verið prentað. Það síðasta,
sem út hefur komið, eru Steins-
ljóð (níu sönglög við ljóð eftir
Stein Steinar, en alls hafði ég
samið 18 lög við ljóð eftir
hann). Eg gaf lög þessi út sjálf-
ur. en saga þeirrar útgáfu er sú,
að það var eitt sinn i lok stríðs
,ins, að ég eignaðist tvö þúsund
krónur og ákvað að verja þeim
til að kosta útgáfu á þessum
sönglögum. Eg komst í sam-
band við prentsmiðju í Eng-
landi, þar sem bauðst svona ó-
dýr prentun. Eg fékk heftið
prentað fyrir 2 þús. krónur.
Barbara gerði méndskreytingu
á það. Eg bað forlagsstjóra einn
og fékk loforð hans fyrir dreif-
ingu á heftinu hér á landi, en
hann bar ekki mikla virðingu
fyrir Steini Steinar og missti
því áhuga að auglýsa heftið.
Síðan liggur upplagið einhvers
staðar á hanabjálkalofti, nema
ég hef haft nokkur eintök til
sölu á sýningum undanfarin ár.
En fyrstu sönglög mín komu út
í San Fransisco í Kaliforníu
fyrir 40 árum.
— Þú byrjaðir listamanns-
ferilinn með höggmyndasmíði,
var það ekki?
— Nei, ég byrjaði á því að
mála. Fór til Danmerkur rétt
fyrir fyrra stríð og þaðan ætl-
aði ég til Parísar, en stríðið
kom í veg fyrir það. Svo fór ég
heim og aftur út til Danmerk-
ur meðan á stríðinu stóð. og í
þeirri ferð var ég nærri dfuður.
Eftir það bióst ég til Ameriku-
ferðar og hélt vestur til Kali-
forníu. Það var árið sem =tríð-
inu lauk. Eg settist í skóla í
San Fransisco, California Art
Institute, og lærði listmálun.
Mér féll ekki við kennarann.
hann vildi, að allir nemendur
hans máluðu í sama dúr og
hann sjálfur. Þá fór ég af rælni
að fást við skúlptúr. Eg fékk bá
afbragðskennara, Ralph Stack-
pole, sem var einn allra bezti
myndhöggvari á Kyrrahafs-
ströndinni. í þessum ágæta
skóla var ég í fjögur ár. Þá
byrjaði ég á tónlistarnámi, var
tvö ár í Arrdllaca Musical Coll-
ege og fór að kompónera.
— Hvernig vegnaði þér í
„Frisco“?
— Þ’að var ekki undan neinu
að kvarta, meðan ég var að
læra. Nýtt listasafn var stofnað
Magnús Á. Árnason og höggmynd eftir hann í garðinum fyrir
utan vinnustofuna.
í borginni um þetta leyti, sem
nefndist East-West Gallery. Það
var opnað með sýningu, þar
sem úrvalsnemendum listaskól
ans var boðið að sýna verk sín.
Þátttakan var ekki mikil, og
það endaði með því, að helm-
ingur sýningarmyndanna var
eftir mig.
— Seldirðu þá vel?
— Nei, það er nú önnur saga.
Bæði er nú það, að yfirleitt
gengur illa að selja höggmynd-
ir, og í Ameríku búa listamenn
ekki við sældarkjör. Það var
svo og er víst enn, að illmögu-
legt var fyrir þá að selja þar
verk sín, sem ekki höfðu getið
sér frægð í Evrópu áður.
— Hvað varð þá um þessi
verk þín?
— Eg skildi þau flest eftir,
hafði ekki efni á að flytja þau
heim með mér. Kunningjarnir
hafa víst hirt þau. Maður var
svo fátækur á þessum tíma, að
maður hafði ekki einu sinni fé
til að borga góðum Ijósmynd-
ara fyrir að taka myndir af
verkunum.
— En þarna voru gefnar út
eftir þig tónsmíðar?
— Já, ég kynntist þar mjög
mætri konu, sem var ágætt
ljóðskáld, Sarah Bard Field hét
hún. Eg samdi lög við sex
kvæði hennar, og þau komu út
í San Fransisco undir nafninu
„Our Songs“. Konan var gift
frægum manni, Charles Erskine
Scott Wood. Hann gat sér fyrst
frægð í stríðinu við Spán og
komst hátt í tign, kynnti sér þá
líka rækilega tungumál og
þjóðfræði Indíána. Að þvf
loknu gerðist hann iögfræðing-
ur og var í miklu áliti sem slík-
ur. Hann hætti því og gerðist
listmálari, einn hinn bezti í
Kaliforníu um skeið. Því hélt
hann áfram til sexugs, en þá
fór hann fyrst að gefa sig að
ritstörfum og hætti að mála.
hann ritaði margar bækur, en
kunnastar eru The poet in the
desert“ og „Heavenly dis-
course“ hvort tveggja snjöll á-
deilurit, segir hið síðarnefnda
m. a frá því, er Billy Sunday
kemur til himnaríkis. Wood
barðist fyrir mannúðarmálums
og gegn stríði, hann var rót-
tækur og dulrænn í senn. Hann
skaraði fram úr á hvaða sviði,
sem hann lét sig skipta. Hann
var áður' stórauðugur og þau
hión voru mjög vinveitt lista-
mönnum, en eiginlega fátæk,
þeear ég þekkti þau. Þannig
stóð á því, að hann var sviptur
hpV.tu stóreignum vegna bar-
áttu hans gegn þátttöku Banda
ríkjanna í styrjöldinni. Hann
fór síðar í mál við stjómina, og
ríkið varð að greiða honum
400 þús dollara í skaðabætur.
Wood lézt 1944. 92 ára að aldri.
Framh. á 9. síðu.
HOFLIM
MAÐ
nýja verzlun I Austurstræti 22 (áður Haraldarbúð)
Allskonar karlmannafatnaður
og drengjafatnaBur
Einungis úrvaísvörur
'/V/vy