Vísir - 21.11.1960, Blaðsíða 10

Vísir - 21.11.1960, Blaðsíða 10
10 Vl SIB Mánudaginn 21. nóvember 1960 Lozania Prole: V [| Letn í hvöld u 17 heldur sem Korsíkumann, djarfan foringja úr landi stigamann- anna. „Það var grimmdarlegt, af mér, að skilja þig, ástina mína, eftir eina á brúðkaupskvöldi okkar.“ „Það var ekkert við því að gera. Skipunin kom.“ „Eg verð yfirmaður ítalíuhersins. Eg mun sigra allan heim- inn og ég legg af stað innan fjögurra daga.“ Mál hans bar eldlegum áhuga og metnaði vitni. Hún hafði til þessa tíðast litið á hann sem hrotta, er einskis mundi svifast, en nú leit hún á hann sem þann sigurvegara, sem hann i reyndinni var, og hún fylltist einnig stolti. „Ó, Napoleon!“ Átti hún aö reyna að knýja fram þau tár, sem hún var ekki lengur í skapi til að fella? Átti hún að gefa honum í skyn, að hún mundi vilja skarta í frægðardýrð ha/is? Hún vafði um hann handleggjum sínum og lagði höfuð sitt að barmi honum. Hann mundi leggja til orrustu og vinna sigur, vinna marga sigra, um það gat hún verið viss. Allur hernaðarbragur mundi hverfa af heimili hennar. Fáninn yrði dreginn niður. Enginn varðmaður yrði við gluggann. Silkitjöld yrðu fyrir gluggum og angan blóma og ilmvatns um allt. Glæsibragur á öllu. Barras mundi heim- sækja hana. Hún mundi kaupa gullfallegar kápur og kjóla og bera þá með glæsibrag. Hún mundi geta haft elskhuga, ef hún kysi sér það, og þeir mundu slá henni gullhamra. — Öll sú gleði, sem París hafði upp á að bjóða var nálæg — hún þurfti ekki nema að rétta út höndina. Hvað hún hlakkaði til vorsins, vorsins í París — og að búa við öryggi. „Gráttu ekki,“ hvíslaði hann, „það er engin ástæða til aö grátk, því að þú kemur með mér. Þú hélst þó ekki, að ég mundi skilja þig eftir eina. Nei, þegar ég sæki fram, sækir konan mín fram með mér.“ VI. Jósefínu fannst óbærilegt til þess að hugsa, aö verða að fara í herleiðangur með Napoleon. Ekkert gat verið fjær áætlunum , hennar. Hún kvaðst vera veikburða og eiga vanda til að fá gigtar- köst. Þau töluðu um þetta fram og aftur, hún með beyg í huga, hann ákveðinn. Og brátt brast hann þolinmæði — hánn vildi ekki bíða lengur eftir að bergja á bikar ástarin’nar. Méð hverju ' andartaki hafði ástriðukenndin orðiö heitari og hann dró hana til sín. „Nú er ekki stund til þess að deila heldur til þess aö njóta ástar,“ sagði hann, nú næstum bljúgur. --------Um morguninn, þegar hann var farinn — hann haföi farið í birtingu til skyldustarfa, — reis hún á fætur, örvandi, og gekk til húss Barrasar. Hún var í því hugarástandi, aðhenni var sama hver veitti því eftirtekt og hvað sagt yrði. Hann var ný- vaknaður og var að drekka heitt súkkulaði, úr bolla þeirrar teg- undar sem Lúðvík XV. hafði haft mætur á. Hann var klæddur afburða smekklegum silkislopp og hlýddi nú án þess að láta samúð í ljós á raunatölur hennar. „Vitleysa, Jósefína,“ sagði hann, „ætlarðu að telja mér trú um, að þú getir ekki ráðið við hann?“ „Hver ræður við Napoleon?“ „Þú, — þér mun lærast það,“ sagði hann og refsbrosið gamla færðist yfir varir lians, „og þegar hann er farinn — því að vitan- lega verður þú eftir — skulum við skemmta okkar, því aö alltaf hefur þú verið hin aðdáanlegasta kona.“ „Hvað sem því líður leistu á mig sem byrði, er þú kaust að losa þig við.“ „Eg verð að játa, að þú varst mér kostnaðarsöm. Og að mér fannst það ákjósanlegt að hafa ástmey innan hirðarinnar, konu, sem mundi vaxa áð virðingu, og er sá tími kæmi, gæti lagt inn gott orð fyrir mig. Ástin! Eg er vesalings beiningamaður, sem leita verður hjálpar þinnar.“ „Eigi ég að hjálpa þér bið ég þig að sjá um, Napoleon neyði mig ekki til að taka mig með, er hann fer í herleiðangra. Það væri svo hryllilegt, að ég fengi það ekki afborið. Heimili mitt hefur verið gert að herstöð, hermenn fara skammarlega ógætilega með fallegu húsgögnin mín. Sverð, byssur, fallbyssukúlur liggja eins og hráviði um allt. Hjálpaðu mér! Ef þú kemur mér 'ekki til hjálpar segi ég honum heldur allan sannleikann — ef það þarf til að hindra það, að ég fari í þessa bölvuðu styrjöld.“ Barras drakk það, sem eftir var í bollanum, og þerraði sér um varir með bróderuðum pentudúk. Þegar hann tók til máls á ný talaöi hann hægt og rólega. „Hugur þinn er í uppnámi nú. Vertu róleg og farðu skynsam- lega. að. Segðu, að þú sért lasin. Verð ég að segja þér hvaða trompspil það er, sem hver einasta kona hefur á hendi?" Hún fór heim. Hún hafði svo mikinn höfuðverk, að henni íannst höfuðið vera að klofna. Allan daginn barst þungt fóta- tak hermanna að eyrum hennar. Um kvöldið var hún svo hás, að hún gat aðeins hvíslað. Hún hafði lagst fyrir og sötrað ávaxtadrykk, sem Louise hafði búið henni, og þá kom Napoleon allt í einu inn og nam staðar við rúm hennar. „Það er víst mér að kenna, að þú ert orðin veik,“ sagði hann. „Það eru áhyggjurnar, kvíðinn. Eg er eins og lömuð af til- tugsuninni að verða að fara í þennan leiðangur." „Eg geri mér grein fyrir því og skil þig eftir. Vígstöðvarnar eru ekki verustaður fyrir konur. Þú kemur til mín, þegar ég hefi sigrað.“ „Vitanlega," sagði hún, en heitstrengdi með sjálfri sér, að það skyldi aldrei verða. Þessa fjóra daga var mikið um að vera og hún sá hann vart á daginn, en á næturna var hann ekki hershöfðinginn önnum kafinn, heldur Korsíkumaðurinn, elskhuginn, sem krafðist alls. Hún fann hve ást hans var heit og ástríðuþrungin, og henni fannst það lítið sem hún gat látið í móti koma — hennar eina þrá var nú að losna við manninn, sem hafði tengd sér hana þeim böndum, er hún aldrei fengi slitio, með því að draga svartan hring á fingur henni, hring, sem vakti hrylling í brjósti hennar, í hvert skipti, sem hún leit á hann. Hún þráði, að geta notið þess aftur að klæðast skartkiæðum, njóta gleði, hlusta á, þegar leikið var á strengjahljóðfæri, leggja eyrun við gullhömrum draumlyndra elskhuga, sem ávallt voru kurteisin og glæsimennskan sjálf, jafnvel er þeir stálu forboðn- um ávöxtum. „Eg verð vikum saman að ná mér eftir þetta,“ sagði hún við Louise kvöld eitt. „Oui Madame.“ --------- Napoleon lagði af stað í birtingu. Það var enn nótt, er þau risu á fætur, og nú gekk hún til dyra, til þess aö sjá hinn mikla aruiée de l'ltalie leggja af stað áleiðis til Nizza, þaöan í áttina til Montenotte, og svo til árásar á Arent- eau. Hér var forleikur að miklum sigri, hún fann það á sér, fannst það liggja í íbftinu. Það var komið vor í loftið, fjólur farnar að springa út í görðunum. Napoleon reið fyrstur á fríð- um fáki, þar næst kom stórskotaliðiö með fallbyssur dregnar af múlösnum, svo fótgöngulið — og yfir öllu blakti fáni Frakklands. Fyrir aftan Napoleon reið Jósé Nieppe, aðstoðarforingi hans, A KVðLDVfiKUNNi I " r ir Ml— Texasmaður skaut annan til bana. Hann símaði í snarheit- um til Houston og bað um að- stoð eins bezta lögfræðingsins þar. Jafnframt sendi hann lög- fræðingnum 5000 dali. Daginn eftir barst svar; —- Kem í dag. Hefi þrjá sjónar- votta með. ★ Nýliði í sjóhernum glataði rifflinum sínum á æfingu. Honum var tjáð að hann myndi þurfa að greiða fýrir hann. Ný- liðinn neitaði. — Hvað mundi verða gert ef eg væri á bíl hersins og honum væri stolið frá mér? Yrði eg líka látinn borga? — Þú verður að greiða fyrir allar þær eignir hersins sem glatast meðan þær eru í þinni umsjá, var svarið. — Nú fer eg að skilja hvers vegna skipstjórinn fer alltaf niður með skipinu, svaraði ný- liðinn. ★ 1 — Hvar hefirðu verið? — Eg var að láta klippa mig. — í vinnutímanum? — Já, hárið óx í vinnutím- anum. — Ekki allt hárið. — Nei, eg lét ekki heldur klippa það allt. ★ Umfram allt varizt ekki freistingar. Þegar þið eldist fara þær að varast ykkur, ★ i R. Burroughs —TARZAN— 4707 Það tók enga stund að binda þjófana. Vinir Tarz- ans féllust á að hjálpa til að Ti-ÍE AF'E-MAN'S FK.IENI7S AGKEEt7 TO SECVE AS F’OCTEeS FOK THE SOOTV— bera fílabeinið og svo var ferðinni haldið áfram til næstu borgar, þar sem þjóf- arnir. og. fílabeinið var af- hent yfirvöldunum, en Tarz- an biðu þar ný ævintýri. Foreldrar mínir fóru einn sunnudag út í sveit með nesti, en börnin voru á dvalarheinv ili. — En hvað eg sakna þeirra strax, sagði móðirin. — Eg líka, sagði hann stutt- ur í spuna. — Hvers vegna hell- irðu ekki niður kaffinu mínu og hellir úr sultukrukkunni í hárið á mér? ★ — Hvað finnst þér um fram- bjóðendurna? — Guði sé lof að bara einn. nær kosningu. ★ — Golf, golf, golf er allt sem þú getur hugsað um, sagði eig- inkonan, þegar maðurinn var að leggja af stað út úr húsinu einn sunnudagsmorgun. — Það er eg viss um, að eg mundi detta dauð niður ef þú yrðir heima einn sunnudag. — Það þýðir ekkert að revna ’ að múta mér, góða, var svarið. ★ Þó að skartvörubúðin væri sú frægasta í borginni hélt kon- an áfram að spyrja móðgandi spurning, að því er kaupmann- inum fannst. Eftir að hún var búin að skoða lengi hálsband, sem var með fjörutíu karata umgerð, gerði hún loks út af við kaupmanninn með því að spyrja. — Hvernig get eg vitað, að þessir demantar séu ekta? — Frú, sagði kaupmaðurinn. — Kaupið aðeins einn og týnið honum og bjóðið fundarlaun fyrir hann. Ef honum er ekki skilað, þá ef hann ekta.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.