Vísir - 03.01.1961, Síða 3

Vísir - 03.01.1961, Síða 3
Þriðjudaginn 3. janúar 1961 VÍSIR r —...- _______________________________________ 99 Góöur þegn er hezttt stoð lýðrteðisins. Ræða forseta íslands á nýársdag. Góðir íslendingar, nær og fjær! Eg ávarpa yður enn héðan írá Bessastöðum fyrir hönd okkar hjónanna með innlegri nýjárskveðju og þökk fyrir gamla árið. Mér er þá fyrst Ijúft og skylt að flytja yður hjartanlegar þakkir í tilefni af endurkjöri á hinu liðna ári, og bið þess af heilum hug, að okk- ur megi auðnast að standa svo í þessari stöðu sem traust yðar, fullyrði, að vér íslendingar bú- um við það stjórnskipulag í megindráttum, sem oss bezt hentar, og sem á djúpar rætur í sögu þjóðarinnar, alla leið aftur til landnámsaldar. Eg fullyrði einnig, að ekkert það skipulag sé til né hugsanlegt, sem geri þegn eða þjóðhöfð- ingja óskeikulan eða afmái mannlegan veikleika né breyskleika. Og þó hygg eg að vitsmunir, réttvísi og náung- Herra Ásgeir Ásgeirsson, forseti íslands. og þjóðarheill heimtar. Guð géfi, að þetta nýbyrjaða ár ■verði gott og farsælt fyrir land og lýð! Vér öll í sameiningu kveðjum einnig gamla árið með þakklátum hug til forsjónar- innar fyrir mildan vetur, gott, gott vor og sólríkt sumar. Þá er ekki hægt að gera til hæfis, ef ekki liggur vel á mönnum og skepnum í slíku árferði. Náttúran hefir stundum sýnt annan svip í voru norðlæga landi, þó engir miðaldra menn muni nú orðið neitt líkt því, sem kalla mætti hallæri í eldri jnerkingu. Óáran hefir birzt í ýmsum myndum: eldgos, jarðskjálftar, hafís, grasleysi, aflabrestur — og getur líka þátt sér stað í sjálfu mannfólkinu. Aflabrest- urinn einn dregur nú nokkuð úr, að allt leiki í lyndi. Um stjórnarfar ræði eg ekki, enda minnist eg þess ekki, að allir hafi nokkru sinni lokið upp einum munni um þá hluti, hvorki til lofs né lasts. En þó er ekki úr vegi að minna á, að slíkt liggur að nokkru leyti í sjálfu stjórnskipulaginu. Af lýðræði og þingræði leiðir flokkaskipting og flokkadrátt- ur, hvort sem mönnum líkar betur eða ver. Og þegar sumir veita ríkisstjórn brautargengi en aðrir mótspyrnu, þá er auð- skilið, að dómarnir verða ærið misjafnir. Eg bið menn að skilja þetta ekki svo, að eg sé að finna að sjálfu stjórnskipulaginu. Eg ans kærleikur njóti sín bezt við frjálst lýðræðisskipulag hjá þeim þjóðum, sem til þess hafa þroska og sögulega þróun. í sögunni verður að talið eitt meginatriði hins liðna árs, hve margar nýlenduþjóðir hlutu þá frelsi og fullveldi, en eins og vér heyrum í daglegum frétt- um þá gengur ærið misjafnlega að taka á móti frjálsræðinu. Það er því ástæða til að vér ís- lendingar stingum hendinni í eigin barm og rifjum upp fyrir oss hvað því veldur, að þróun vestræns lýðræðis og fullveld- istakan hefir gengið svo hljóða- og snurðulítið með vorri þjóð, sem raun er á, og hvaða skil- yrði séu fyrir því, að oss farist sjálfstjórnin framvegis vel úr hendi. Það er ekkert stjórnskipu lag svo gott, að ekki þurfi að halda vel á, og þeirri skoðun jafnvel haldið fram af sumum, að manneðlið sé svo rysjótt, að það hljóti að ganga hverju skipulagi til húðar á tilteknum tíma. í frönsku byltingunni skiptist á þingstjórn, fárra manna veldi og einræði á fám árum með miklum hörmung- um, svo aðeins sé nefnt eitt dæmi. Eg hygg, að vér íslendingar höfum nokkuð sérstæða sögu að segja. Hingað komu allir land- námsmenn með sveit sína á skipum, og vísast að þær skips- hafnir séu frumdrög vors stjórn- arfars. Orðið „sveit“ fær merk- inguna hérað, og hrepparnir, sém enn eru við líði, eru hin 66 [ fyrsta félagseining. Hrepps- j stjóm helzt óslitið til vorra | tíma, þrátt fyrir erlend yfirráð, og enn eru haldir hreppsfundir allra kosningabærra manna, þegar svo ber undir. Stofnun Allsherjarþings á Þingvöllum í lok landnámsaldar er vort þjóð- arstolt, og þeir eru ótaldir með- al erlendra þjóða, sem vita það eitt um ísland, að þar sé enn við líði elzta þing sögunnar — nema þeir kunni einnig að nefna Heklu og Geysi. Með slíka forsögu að baki var leið endurreisnarinnar mörkuð end- urheimt Alþingis og fullveldis þjóðarinnar. Hinar beztu end'- urminningar vorar eru tengdar þjóðveldinu forna, og framtíðar- vonirnar þingræði og fullveldi. Sagan hefir gefið þjóðinni þor og trú á þegn og þing. En sagan skapar þeim líka mikla ábyrgð, sem á málum halda fyrir þessa og komandi kynslóðir. Á því veltur einnig virðing vor með al annarra þjóða, hvernig sem tekst sjálfstjórnin með svo dýr- an arf að bakhjarli. Píramíði eða svo eg tali ís- lenzku, Keilir lýðræðisins,' stendur hér á fornum og breið- um grunni. Er það traustara en að hann standi á toppinum.l Heimastjórn héraða um aldir er grundvöllurinn. Á annað þúsund ár eru liðin frá stofnun , allsherjarþings. Stjórnskipunin var svo sjálfsögð, að hún hafði ekkert sérstakt heiti fyrr en á síðari tímum, er vér tölum um1 þjóðveldi, þingræði og lýðræði. I Hún byggist á erfðum og þeim! tíðaranda, sem komið hefir til hjálpar, og ríkt hefir á síðari tímum í nágrenni voru. Stjórn- skipulagið hefir vaxið og þró- azt samfellt um aldir. Þróun lýðræðisins fram á þennan dag hefir reynzt auðvelt að fella saman við hinn forna arf, og barátta margra ágætra forustu- manna ber stjórnmálaþroska þjóðarinnar góða sögu. Og að síðustu, en ekki sízt, byggist öruyggi þjóðarinnar á þroska hins einstaka þegns. Það eru í flestum málum sér- stök orð, sem slá birtu á hugs- unarhátt þjóðanna. Eitt af þess- um orðum í íslenzku er: „góð- ur þegn“. Þau orð hafa enn sinn ljúfa hljóm, og þegnskap- urinn er hin bezta stoð lýðræð- isins. Það er ekki meðal allra þjóða þorað eða jafnvel þoran- legt að treysta hinum „sauð- svarta almúga“. En því get eg notað þetta orðatiltæki hér, að ef það hefir nokkurntíma haft pólitíska merkingu, þá er hún fyrir löngu úr sögunni. Þegn- unum er treyst til að vera grundvöllur skipulagsins, enda eru þeir samarfar sögunnar eigi síður en þeir, sem taldir eru til j forustumanna. í hvaða þjóðfé- • lagi sem er þarf forustu, þó með ^ misjöfnum hætti sé. En þar^ sem almennur kosningarréttur er ríkjandi, þá þarf hinn góði| þegn að geta dæmt um menn og málefni. Eftir málefnum ogj hagsmunum velja flestir sér | flokk, en hver fulltrúi, sem er^ kosinn þarf jafnan að taka á-i kvarðanir út af nýjum viðhorf- umj og um atriði, sem eru ó- kunn eða ófyrirsjáanleg við kosningar. Hinn góði þegn þarf því að kjósa sér fulltrúa sem er dómbær og líklegur til for- ustu. Án slíks aðhalds er ekki víst að flokkur vandi ætíð svo til framboða sem skyldi. Á hinum almenna kjósanda hvílir ábyrgð og honum er vandi á höndum. Hann dæmir um hvernig þingmenn og ríkis- stjórnir hafi reynzt undanfarið, hann verður að mynda sér skoðun á álitsgerðum sérfræð- inga 1 flóknum þjóðmálum, og standast þungan áróður úr mörgum áttum. í lýðræðisþjóðfélagi er jafn- an ágreiningur. Án ágreinings má segja, að kosninga þyrfti ekki með. Ágreiningur stafar af eðlilegum orsökum, mismun- andi lífsskoðun, ólikum hags- munum eða hreinni valda- streitu. En það eru takmörk fyrir því, hve langt ágreining- ur má ganga og hvaða bardaga- aðferðum er beitt, svo að lýð- ræðinu sé ekki hætta búin. Á sama hátt eru takmörk fyrir því hvernig beita megi meiri- hlutavaldi, þó sumt sé raunar Frn. á 11. s. Fyrir nokkru komu tveir sænskir drengir, Börje og Gunnar Nilsson, heim til sín í riinum fötum og með svöðu sár á öxlum og baki Þeir höfðu verið á gangi úti á víðavangi, og skýrðu frá því, að örn hefði ráðizt á þá og veitt þeim áverkana. Fugla- vinum fannst það ótrúlegt, en þegar sár annars drengsins, Börjes, ellefu ára, voru athuguð, fundust í þeim héraliár, og á staðnum, sem þeir sögðu, að árásin hefði átt sér stað á, fundust arnarfjaðrir. Þetta þóttu þó ekki næg sönnunargögn, því að það er svo sjaldgagft, að ernir ráðist á menn. En skömmu síðar urðu tveir aðrir drengir fyrir arnarárás og tókst mönnum þá að handsama hann. Kom þá í ljós, að þarna var um örn að ræða, sem sloppið hafði úr dýragarði. Drengirnir höfðu í bæði skiptin ónáðað hann, er hann var með bráð, og bar sem hann var óhræddur við menn eftir dýragarðsveru sína, hikaði hann ekki við að ráðast á drengina. Efri myndin er af Börje og sýnir sár hans, en hin af erninum, þegar hann hefir verið handsamður. 4

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.