Vísir - 03.01.1961, Síða 7

Vísir - 03.01.1961, Síða 7
Þriðjudaginn. 3. janúar 1961 V f SIB 3Één Áramótaræða Ólafs Thor§ ior§æti§ráðherra: Verium vii) ekki fyrir nýjum áföllum, er framundan timabil stöðugs verblags og batnandi efnahags. Stefnubreytingin kefur opnað aftur upp- sprettur nýrrar fjármagnsmyndunar. Á erfiíbiiiii díiuuin er iiauðsyii á samfvlkingu allrar |»i«ðariiinar. Það mun víðaát venja, að þeir sem. íá fé að láni, .geri lánar- rirottnum sínum reikningsskil um hver áramót, svo að séð verði, hvort þeir eru verðugir lánStfaustsins. Þeim, sem' fá traust og vöJd að láni, ber ekki síður skylda til reikningsskila. Fvrir því mun til þess ætlazt af triér, að ég ský.ri. nú þjóðinni frá hversu horfir ' Um þá við- reisn. sem ríkisstjórnin og flokkar hennar hófu á öndverðu þessu ári og komin er nokkuð áleiðis, enda þótt langt kunni að revnast í land bg b’æði blind- sker og brimsjóar á leiðinni. ★ Það eru þrjár spurningar, sem ég þá einkUm vil gera skil, en það eru einmitt þær spurn- ingar. sem oftast hefur verið beint til mín af þeim mönnum,! sem á annað borð vilja ræða vandamálin af einlægni: í fyrsta lagi: Var nauðsyn- legt að grípa til jafn róttækra úrræða og ríkisstjórnin gerði'? í öðru lagi: Hvar erum við nú á vegi staddir? í þriðja lagi: Hvað er fram- undan? ★ Það var sannfæring' rikis- stjórnarinnar, að algjör stefnu-' breyting í íslenzkum efnahags- málum væri nauðsynleg um síð- ustu áramót, vegna þess að sú stefna, sem þá hafði verið fylgt um langt skeið, hefti sólm þjóðarinnar til framfara og vel- megunar. Þessi uppbóta- og verðbólgustefna gerði íslend- inga sífellt háðari erlendum lántökum og reyrði atyinnuJif- ið i haftafjötra. Hún var á góðri leið með að larria vilja- þi-ek þjóðarinnar og trú henn- ar á það, að hún gæti hafið sig upp úr erfiðieikunum af eigin rammleik. í stað samstillts á- taks og almennrar fórnar, sem nauðsvnleg var, til að koma efnahagsmálum þjóðarinnar á réttan kjöl, kafnaði öll viðleitni árum saman í togstreitu hags- munahópanna innbyrðis. Þjóð, sem þannig bregst við vanda- málúm sínum, er vissulega í hættu stödd. Enn alvarlegra var þó ástand íslenzkra efnahagsmála, þegar það ‘ var skoðað í ljósi þeirrar þróunar, sem samtímis.átti sér stað með öðrum þjóðum. Höft- in, uppbæturnar og verðbólgan, spruttu upp úr erfiðleikum kreppu- og styrjaldarára. Ná- grannaþjóðir okkar í Evrópu tóku að losa sig úr viðjum .þeirra skömmu æftir styrjöld- ina, og varð "þkð upphaf eins’ hins mesta' ffámfaraskéiðs í' a. Síðástliðinn áratug, og þá ekki sízt síðustu fjögur, fimm árin hefir framleiðsla þeirra farið ört vaxandi. Á hef- ir komizt fullt frelsi á fleistum sviðum gjaldeyris- og innflutn- ingsmála og lífskjörin stórbatn- að. Jafnframt hafa þessar þjóð- ir fært sig saman til æ nánara samstarfs, m. a. með stofnun tollabandalags og fríverzlunai'- svæðis, sem menn eru sann- færðir um, að muni færa þátt- tökuþjóðunum vaxandi velmeg- un á komandi árum. Dæmi þessara þjóða, sem margar höfðu þurft að reisa allt efnahagskerfi sitt úr rúst- um styrjaldarinnar, mátti vera okkur áminning um það, að j oltkar eigin vandræði væru sjálfskaparvíti, en ekki óum- flýjanleg örlög. Þá var það og áhyggjuefni, að íslendingar voru að verða viðskila við ná- grannaþjóðir sínar. Eftir því sem hagur Evrópuþjóða batn- aði, frelsi í viðskiptum þeirra jókst, samvinna þeirra varð nánari á öllum sviðum, lilaut aðstaða okkar á erlendum mörk uðum að versna og þar með möguleikarnir til að bæta lífs- kjörin til jafns við aðrar þjóð- ir. Því hversu lengi getur 180 þús. manna þjóð staðizt sam- lceppni i heimi stórra, frjálsra markaða, fjöldaframleiðslu og síbreytilegrar tækni, ef liún fjötrar sig í viðjar eigin hafta og lamar þannig lífsþrótt sinn og viljaþrek? Hversu lengi varð- veitir sú þjóð frelsi sitt og sjálf- stæði? Hér var því að dómi ríkis- stjórnarinnar ekki um neitt að velja. Aðeins algjör stefnu- breyting í efnahagsmálum gat forðað þjóðinni frá þeim voða, sem fyrir dyrum var. Ríkis- stjórnin liófst því handa um að framkvæma róttækar aðgerðir á flestum sviðum efnahagsmál- anna, sem óhjákvæmilega hlutu að kosta allan almenning í land- inu miklar fórnir, enda þótt ráðstafanir væru gerðar til að draga úr kjaraskerðingu barna: fjölskyldna og aldraðs fólks. Óþarft er að fjölyrða um, að sérhver ríkisstjórn vill gjarn- an geta gefið almenningi, sem að síðustu mun dæma hana af verkum hennar, gull og græna skóga, í stað þess að krefjast af honum mikilla fórna. Þess vegna hlaut ríkisstjórnin að spyrja sjálfa sig', eins og a.l- menningur hefur spurt: Hvort ekkí væri hægt að ganga skemmra? Hvort ekki væri auð- ið að ná sama marki á lengri . tíma, með minni þrengingum? j Svar rikisstjórnarinnar felst i gjörðum hennár. Hún sá, að engin millileið var möguleg'. — ! Það yrði að horfast í augu við allan vandann í einu. Hálfkák væri verra en ekki. Ráðstafan- irnar yrðu að vera nægilega róttækar, til þess að geta náð settu marki og þær yrðu að veita nokkurt svigrúm, til að mæta ófyrirsjáanlegum örðug- leikum. Reynslan hefir sannarlega sýnt, að þess var full þörf. Á þessu ári sem nú er að líða, hafa íslendingar orðið fyrir miklum áföllum, vegna verð- falls afurða á erlendum mark- aði, aflabrests hjá togaraflotan- um og' á síldveiðum bæði norð- Ólafur Tlrors, forsætisráðherra. anlands og sunnan. Ef uppbóta-1 kerfið hefði verið framlengt er vafalaust, að nú við þessi ára- mót hefði orðið að leggja stór- felldar álögur á þjóðina. En þrátt fyrir þessi áföll hefir ríkisstjórnin nú engra nýrra fóma þurft að krefjast. Hins vegar hefur tekjutap þjóðar- búsins vegna aflabrestsins og verðfallsins, sem áætla má að nemi a. m. k. 500 millj. kr., eða nærfellt 3.000,— kr. á manns- barn i landinu, orðið til þess, að ekki hefir verið hægt um þessi áramót að létta byrðum af almenningi, eins og ríkis- stjórnin hefði óskað og vonað. ★ Erfiðum hjalla hefur þó ver- ið náð. Tekizt hefur að koma á naúðsynlegum jöfnuði í gjald- eyrisviðskiptum þjóðarinnar, og gjaldeyrisstaðan hefur batn- að um hátt á þriðja hundrað undan tímabil stöðugs verðlags og batnandi efnahags. Af því, sem ég nú hefi sagt, vænti ég að merin sjái, að svar- ið við fyrstu tveimur spurning- unum, sem ég varpaði fram í upphafi er, að íslendingum var sá einn kostur nauðugur að færa fórnir, til þess að komast út úr efnahagskröggunum, sem og hitt, að fórnirnar hafa borið þann árangur, að við erum nú komnir langt áleiðis að settu marki. Það, sem nú skiptir höf- uðmáli er, að öll þjóðin skilji nauðsyn þess að varðveita það, ' sem áunnizt hefur, að forðast hækkanir á framleiðslukostnaði og nýja peningaþenslu, sem hlyti að steypa þjóðinni aftur út í kviksyndi verðbólgu og gjaldeyrisskorts. millj. króna frá því að efna- hagsráðstafanirnar voru gerð- ar. Jafnvægi hefur náðst milli sparifjármyndunar Og útlána bankanna. Eftir að verðliækk- unaráhrif gengisbreytingarinn- ar eru nú komin fram, hefur verðbólgan verið stöðvuð. At- hafna- og viðskiptafrelsi hefur verið stóraukið. Óhagstæðar ytri aðstæður meina þjóðinni að sönnu í bili að njóta ávaxt- ánna af því, sem áunnizt hefur. Samt sem áður hefur nú verið talið óhætt að lækka vexti um 2 %, og ef við verðum ekki fyrir nýjum áföllum, er fram- Kem ég þá að loka-spurning- unni: í ’ ; Hvað er framundan? Hvaða framtíð getur íslenzka þjóðin búið sér? Við skulum virða fyrir okkur þá veröld, sem við lifum í og samgöngur nútímans hafa gert okkur nátengdari en nokkru sinni fyrr. Þessi veröld er í meira hafróti breytinga og byltinga en nokkru sinni áður. Ég minntist áðan á þær öru framfarir, sem átt hafa sér stað í Vestur-Evrópu síðastliðinn áratug. í Bandaríkjunum,. sem lengra hafa komizt áleiðis í efnahagsmálum en nokkurt annað land, býr ný stjórn, und- ir forustu ungs forseta, sig til nýrrar framfarasóltnar. í A,- Evrópu sýnir sterkt ríkisvald, hverju það getur áorkað, þegar afli þess er beint til uppbygg- ingar stóriðnaðar. Og í þeirn víðlendu og' fjölmennu heims- álfum, sem til skamms tíma voru fátækar og kúgaðar ný- lendur, rísa upp ungar þjóðir, ólmar og óstýrilátar að korriast sem fyrst jafnfætis þeim þjóð- um, sem á undan þeim eru komnar, Það er í þessum heimi, sem við íslendingar lifum. Með breytingum hans og byltingum verðum við að fylgjast á næstu ái'atugunum. Þetta er vanda- samara verkefni íyrir íslend- inga en flestar aðrar þjóðir, vegna þess hversu fámenn þjóð- in er, og vegna þess, við hversu erfið náttúruskilyrði hún býr að mörgu leyti. En þetta verk- efni verða íslendingar að leysæ g'iftusamlega, ef hér á að blómg1' ast sjálfstætt, íslenzkt þjóðfé- lag. Atvinnulíf íslendinga verð- ur að' fylgjast með þeim hrað- fara breytingum, sem eiga sér stað annars staðar. Nýjar at- vinnugreinar verða að risa. á fót og eldri atvinnugreinar að- eflast, til þess að veita sívax- andi fjölda íslendinga atvinnu og skapa þeim lífskjör og fé- lagsleg og menningarleg skil- yrði, sem í öllum aðalatriðum séu sambærileg við það, sem. nágrannaþjóðirnar bjóða upp á. íslendingar vernda ekki þjóðfé- lag sitt með því að standa kyrr- ir, heldur með því að fylgjast með og fella breytingar heims- ins að sínum sérstöku aðstæð- um. Það er þá lílca í raun og veru megintilgangur þeirrar stefnubreytingar í efnahags- málum, sem nú hefir verið fram kvæmd, — að gera íslending- um kleift að fylgjast með í þeirri sókn til framfara og bættra lífskjara, sem nú stend- ur yfir um heim allan. Erfiðleikana og sársaukann, sem stefnubreytingunni eru samfara, höfurn við fengið a<V reyná á þessu ári í ríkum mæli, og eigum enn eftir að reyna, á því ári, sem í hönd fer. En jafnframt sjáum við hilla undir þann jákvæða árangur, sem. framundan er. Við erum nú að byrja að sjá, að til framfara ■ og velmegunar liggja aðrar leið ir en þær, sem verðbólgan kenndi okkur að sækja. Það skiptir ekki aðeins máli, að nýjustu tækja sé aflað til at- vinnurekstrar, heldur jafn- framt og eigi síður, að sérhvert atvinnufyrirtæki sé rekið af ' ýtrustu hagsýni. Það skiptir ekki aðeins máli, að mikill afli berist á land, heldur eigi siður.,. Fih. á 11. s.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.