Vísir - 03.01.1961, Síða 9
friífjudaginn 3. janúar 1961
Vf SIR
9
! Hvað skeður á næsta ári?
Tárirðu út árið, eða leggurðu
upp laupanna? Verðurðu loks-
ins ríkur á árinu?
Ferðu í ferðalag til fjarlægra
landa? Færðu áríðandi bréf?
eða verðurðu rekinn úr vinn-
unni fyrir fyllirí?
Þessar — eða líkar spurn-
ingar sveimuðu eins og spútník
ar um kollinn á mér núna um
daginn, og það ‘gekk svo langt
að mér varð alls ekki svefns
auðið, þó ég teldi rollur alla
nóttina og þættist stærsti fjár-
bóndi á íslandi. Það var komið
svo, að ég varð eitthvað við
þessu að gera. Þetta gat hrednt
ekki gengið lengur, þessi óvissa
um framtíðina ætlaði mig alveg
lifandi að drepa.
Og hvað gerir maður, þegar
allt er í vandræðum og óvissu?
Þá er aðeins eitt óbrigðult
ráð til. Lesa smáauglýsingar
Vísis!
Þar stendur allt milli himins
og jarðar, og það er alveg ná
kvæmlega sama hvaða þjáning-
ar eða hugarangur ásækir
mann, alltaf skal maður finna
þar eitthvað til að bjarga mál-
inu við. Þetta sannaðist líka
þama, eins og endranær.
Fimmta auglýsing að neðan í
fjórða dálki frá vinstri benti
mér á óbrigðula og auðvelda
lausn á þessum vandamálum
mínum. Þar stóð eitthvað á
þessa leið:
Verð í bænum fram í nóvem-
berlok. Tek á móti fólki á
kvöldin og spái í lófa, spil og
kaffi. Hringið í síma 99999, —
eða eitthvað svoleiðis.
Nú, og auðvitað hringdi ég
umsvifalaust og bað manninn
að leysa mig frá minni pín hið
snarasta. Hann tók beiðni minni
með mikilli ljúfmennsku, og
sagði mér að líía inn til sín um
kvöldið.
Eg get varla sagt að ég hafi
haldið .vatni þann daginn, en
stundvíslega kl. 8 um kvöldið
var ég mættur á tilteknum stað,
— með öndina í hálsinum, og
kaffibolla í vasanum.
Mér var vísað gegnum lítið
eldhús inn í stofu og boðið sæti.
Spámaðurinn settist á móti mér
við borðið, en á bak við hann
var sjónvarpstæki í fullum
gangi og sýndi tvo hnefaleika-
menn vera að lemja hver ann-
an af miklum móði Til þess að
trufla ekki samræður spámanns
ins við kúnnana, var dregið svo
niður í hljóðgjafa sjónvarps-
tækisins að þaðan heyrðist ekk
ert, og kapparnir börðust upp á
líf og dauða — í dauðaþögn.
„Þú hefur komið hingað til
að reyna mig,“ sagði spámaður-
inn.
Eg brosti blítt og steinþagði.
„En það gerir ekkert til. Það
er ekkert við því að segja. Það
er sjálfsagt.“
Jói jaki (það kallaði ég ann-
an kappann, þann jakalegri)
kýldi Sigga svakalega svaka-
lega á kjammann. Eg brsti enn.
„Áður en við byrjum, langar |
mig til að spyrja þig nokkurra
spurninga, og þú svarar þeim
bara, ef þú vilt. Þú þarft alls !
ekki að svara þeim, nema þú
kærir þig um.“
— Allt í lagi — Siggi svaka-1
hörfaði afturgbak og var
ast eitthvað til útlanda á næst-
unni? Þú svarar bara, ef þú
vilt.“
-— Nei — Jói jaki ætlaði að
fylgja sigrinum eftir, en sló
vindhögg ...
„Gott. Viltu nú draga hérna
hjá mér fjögur spil ... og leggja
þau hérna á borðið ... gott . . “
Siggi svakalegi vék sér lið-
lega undan og gaf Jóa einn dug
legan aftan á hnakkan um leið
og hann þaut framhjá.
ur, lagar það til eftir eigin geð-
þótta Ekki satt?“
— Kemur fyrir.
Bjallan hringdi. Lotan var
búin. Jói var seif í bili.
„Viltu nú spenna greipar ...
gott, já ... lof mér nú að sjá
vinstri höndina.“
Þulurinn kom nú fram og
kjaftaði hrein lifandis ósköp og
skoltarnir á honum gengu eins
og vefstóll. Eg heyrði auðvitað
ekkert í honum, en svo sýndi
„Venusfjalíið er vélþroskað,
svo að þú munt njóta kven-
hylli.“
Jói réðst á Sigga, og gaf hon-
um einn velútilátinn á kjamm-
ann, svo Siggi riðaði við.
„Komstu með bolla með
— Já.
„Já, hér kemur það aftur
fram, alveg eins og ég sagði áð-
an. Þú ferð bráðum í ferðalag.
Svo færðu arf á árinu .. . ofan
úr sveit ...“
J^ut&ti^ut
í 3. lotu.
SPJMLAÐ VIÐ SPÁMANN UM FRAMTSÐiNA.
Þetta er framtíðin, sófi, spil og kaffikorgur. Þar leynast
óorðnir atburðir, sendibréf og utanfarir . . .
„Ja, það er nú sama hvað þú
segir um það, að það er utan-
landsferð í vændum, og það
mjög bráðlega. Líklega verður
þér boðið í langa ferð. Senni-
lega fyrirtækið, sem þú vinnur
hann áhorfendum lítið glas með
verk- og vindeyðandi dropum,
og þá skildi ég hverskyns var.
„Þú hefur mjög gott jafnvægi
á geðsmunum. Þú ert að vísu
dálítið viðkvæmur, og átt það
hjá“. (Eg vona að ritstjórinn til að reiðast snögglega, en með-
lesi þetta). j fsedd skynsemi gerir það að
Jói steinlá og dómarinn fór Verkum að þÚ heldur því niðri’
að telja yfir honum. • svo að jafnvægi verður á skap-
„Hérna sé ég fullorðna konu,
sem er þér mjög vinveitt. Hún
ínu.
legi
alveg að missa ballansinn, þeg-
ar hann náði i reipin til að
styðja sig við.
„Ert þú að hugsa um að ferð-
er eitthvað í fjölskyldunni. En
hér er maður, sem þú skalt vara
þig á. Hann er á bezta aldri,
með skögultönn í neðri góm.
Hann vill þér ekki vel. Dragðu
nú átta spil . .. takk .. . já, það
kemur alveg sama út. Þarna er
konan aftur — og maðurinn.
Þér vegnæ vel á árinu. Þú
vinnur eitthvert starf . . . við
einhvern hlut, sem þú getur
mótað sjálfur. Trésmíði, járn-
smíði eða eitthvað svoleiðis. Er
það ekki rétt?“
— Nei, ég vinn hvorki við
trésmiði né jámsmíði. En hef
stundum timburmenn í vinnu.
„Það er nú einhverskonar
svoleiðis starf, sem þú getur
mótað ...“
.... Sjö, átta, níu og Jói stóð
upp með erfiðismunum.
— Eg vinn dálítið við skrift-
ir.
„Já, það passar alveg. Eins og
ég sagði. Þú mótar efnið sjálf-
- —u-Vi;
Nú komu þeir aftur í hring'-
inn, Jói jak.i og Siggi svakalegi.
— Hvað verð ég gamall?
„Biddu nú við . . . eitt, tvö
. . . já, hér eru tvö börn . . .“
— Hvað margar konur?
Siggi svakalegi var í vörn,
og Jói jaki lumraði á honum út
við reipin eins og lofthamar.
Það var greinilegt hvert stefndi.
— Ofan úr sveit?
„Já. Eg sé meir að segja bæ-
inn. Hann stendur undir dálít- 1
ið einkennilegu felli, eða hæð,
og það rennur lækur niður
hæðina og um hlaðið á bænum.
Fjósið og hlaðan eru öðrumeg- ^
in við lækinn, en íbúðarhúsin
hinumegin.“
Nú fóru þeir í klinsj og Siggi
faðmaði Jóa eins og hann elsk-
aði hann út af lífinu.
— Hvað geturu ságt mér
meira?
„Ekkert. Það er mjög tak-
markað, sem maður getur
skyggnst inn í framtíðina, og ég
held að ég sé búinn að segja
þér allt, sem ég sé.“
— Er þetta einhver sérstök
gáfa, sem þú hefur, að geta
spáð svona fyrir fólki?
„Já, það er það! E „sé“ meira
heldur en annað fólk, og finn
ýmsa hluti á mér. Með spilum,
höndum og kaffibollum kemst
ég í nánara samband . .
Jói sleit sig lausan og rétti
Sigga svakalega einn fimm-
hundruð-pundara undir hökuna
og Siggi tókst aðeins á loft, en
lyppaðist svo eins og tuska á
gólfið.
Nokk-át!
Karlsson.
Rafsuðustraumbreytirinn
„Balarc 175“ og „Balarc 150“ er nýjung, sem allir
rafsuðumenn þurfa að kynnast.
„Blue Red“ rafsuðuvírinn jafnan fyrirliggjandi.
RAFTÆKJAVERZLUN ÍSLANDS H.F.
Skólavörðustíg 3. — Sími 1-79-75 og 76.
Eidfastur steinn og eSdfastur leir
til innmúrunar í miðstöðvarkatla.
Einnig allskonar fittings.
SMYRILL, Húsi Sameinaða. — Sími 1-22-00.
|yíIO.V... -
r ramh. af 1. síðu. - 1
enn beðið um aðstoð. Hann kvað
engum vafa bundið, að Kong
Lae fengi aðstoð frá N.-V. og
með vopnasendingum frá Rúss-
um, en nokkur vafi hve víðtæk
þessi aðstoð væri. Gert væri ráð
fyrir sameiginlegum aðgerðum
ef þörf krefði.
I í
j Ágreiiíingur Breta og
Bandaríkjamanna.
Brezk blöð hamra á því, að
imark Breta sé að leysa málið
jstjórnmálalega og varna að á-
; tökin breiðist út. Eisenhower
hefur haldið fund með helztu
ráðunautum sínum og eftir þann
jfund varð kunnugt, að Banda-
! ríkin hafa gert ráðstafanir til
að vera við öllu búin, m. a. hafa
flugvélar tilbúnar til liðflutn-
inga og hafa lið sitt í Suðaustur-
Asíu til taks.
Lið Breta í Suðaustur-As-
íu hefur hins vegar engar
fyrirskipanir fengið í því
efni.
Hugh Gaitskell, leiðtogi
stj órnarandstöðunnar ræddi í'
gær við Home lávarð, sem hrað-
aði sér til Lundúna vegna þess
hve horfur eru ískyggilegar í
Laos, ,
og krafðist Gaitskell, að þing-
ið yrði kvatt saman áður en
nokkrar ráðstafanir yrðu
gerðar um að fyrirskipa liði
Breta í SA-Asíu að vera til
taks eð nota það.
Home lávarður ræddi við am-
basador Bandaríkjanna í Lond-
on í gær.
Tekur eftirlits-
nefndin til starfa?
Bretar vilja, að eftirlitsnefnd-
in taki til starfa í Laos á ný- ..
og er það stutt í brezkum blöð-
um. Hún tók til starfa eftir
Genfarfundinn sem haldinn var
eftir Indókínastyrjöldina. — p
Franskur talsmaður sagði í gær,
að þá hefði verið samkomulag
um stjórn allra flokka í Laos —
en það væri núverandi stjórn
ekki.
Afstaðan í Kreml.
Krúsév hefur sagt, að eftir- .
litsnefndin ætti að taka til
starfa á ný í Laos, til þess að
girða fyrir að eldurinn sem þar
hefur kviknað breiðist út, eins
og hann orðaði það. Og hann vill
nýja alþjóðaráðstefnu um Laos
eiris og þá sem kom saman eftir
Indókínastyrjöldina. En hann
minntist ekki á ásakanirnar um
stuðning Rússa við Kong Lae og
hans menn í átökunum i Laos
nú.
Ný „Kóreu-styrjöld“?
Stöðugt gætir og jafnvel í vax
andi mæli óttans við að Laos
verði vettvangur þar sem stór-
veldi í austri og vestri tefli fram
liði. í einu brezka blaðinu er
það jafnvel orðað svo, að Banda
ríkjamenn og Rússar kunni að
berjast þar, ef samkomulag
næst ekki.
S. þj. og Laos.
Stjórnin í Laos hefur skrifað
Dag Hammarskjöld og leitt at-
hygli hans að atburðunum í
Laos og hver 'hætta geti af þeim
stafað, og hefur gefifð í skyn, að
hún kunni að óska þess, að Ör-
yggisráðið taki málið fyrir. ,