Vísir - 03.01.1961, Page 10

Vísir - 03.01.1961, Page 10
10 VÍSIR Þriðjudaginn 3. janúar 1961 Lozania Prole W [jj hem í huöld (C 46 Eg fór til hans til þess að biöja grið elskhuga mínum, sem átti aS hýða til bana að hans fyrirskipan. Elskhugi minn dó.“ Jósefína gat vart dulið undrun sína. „Og samt fellur þér hér við hirðina — þykir vænt um okkur?“ „Af öllu hjarta, yðar hátign.“ Það var vegna þess hve trúlega hin unga stúlka mælti, að Jósefína var ekki lengur i vafa um ákvörðun sína. „Louise ætlar að giftast og ég þarfnast yfirþernu í hennar stað. Ef þú hefur hug á starfinu geturðu fengið það. Mér þykir vænt um þig, Ginni, og ég veit, að þú verður mér trú/‘ „Til hinztu stundar yðar, frú,“ sagði hún og hneigði sig djúpt djúpt.“ Ginni fékk fljótt tækifæri til að sanna. hollustu sína. Louise var gift sínum auðuga, sköllótta kaupsýslumanni, sem var nokkuð efins um getu sína á sviði ásta, og var yfir sig hrifinn af að eiga bvo fljótt erfingja í vændum, og bar Louise á höndum sér og Veitti henni allt, sem hugur hennar girntist. Það var um þetta leyti sem drottningin veiktist alvarlega af gulu og var rúmliggjandi. Ginni hjúkraði henni — jafnvel af enn meiri varfærni en Louise mundi hafa gert. Hún hjúkraði henni — jafnvel af enn meiri varfærni en Louise mundi hafa gert. Hún hjúkraði henni dag og nótt án þess nokkurn tíma vottaði fyrir þvi, að hún væri gripin óþolinmæði. Jósefína var þakklátt fyrir, að Nopoleon var fjarverandi. Það var orðrómur á kreiki um, að ný styrjöld v.æri í aðsígi. Nú lá hún í rúmi sínu gulari en sóley, og henni fannst, að hún hlyti að vera herfileg ásýndum. Mikíð íhugunarefni var henni hvað hefði getað orsakað veikina og þegar líðan hennar var verst komst hún að hinu sanna. Læknirinn hafði spurt hana — og það var aðeins ein spurn- ing af mörgum, er hann spurði, hvort hún hefði nokkurn tíma tekið inn jurtalyf, sem konur tækju inn, ef þær vildu ekki eign- ast fleiri börn — það gæti nefnilega stundum leitt til gulu. Hún hristi höfuðið. Ekki fyrir sitt lifandi Hf þorði hún að játa fyrir hönum, að þetta lyf hefði verið í glásinu, sem hún drakk úr i Milano. Örvænting fyllti huga hennar. Henni fannst hönd Guðs benda á sig, því að hafði hún ekki framið mikla synd og ekki þorað að gera játningu. Oft hafði hún gengið undir syndajátningu, en ávallt hafði hana skort þrek til þess að játa þetta hræðilega leyndarmál. Hún vissi, að hún hafði drýgt óguðlega synd — og að dauðinn kynni að bíða hennar þess vegna. Hana hafði aldrei grunað, að afleiðingarnar gætu orðið þessar. Eg verð að gera syndajátningu, eða ég dey, hughaði hún, og skelfingin náði slíkum tökum á henni, að hún hafði engan frið, og loks sendi hún eftir litla Capuchin-munkinum, sem var sálusorgari hennar. Hann kom inn í herbergið i svarthvíta kuflinum sínum. Hann Var feitur og kringluleitur, og hélt á talnabandi. i „Lokaðu dyrunum, Ginni,“ skipaði hún, „því að ég þarf að tala við munkinn. Eg ætla að gera játningu." Ginni fór án þess að mæla orð af munni, Augnaráð hennar yar rólegt. Jósefina var örugg um leynd syndajátningarinnar. Hún sneri sér að iitla munnkinuni til þess að gera honum grein fyrir hinu skelfilega leyndarmáli, sem lét hana engan frið hafa. Hann byrjaði að þylja bænir á latínu og hún fór að þylja Sitt syndaregistur hágrátandi og játaði allt af fullri hreinskilni. Hún kvaðst hafa drukkið grasadrykkinn, sem af leiddi, að hún myndi ekki geta orðið barnshafandi. Munkinn hryllti við þessarij yfirlýsingu drotningar, en þó gætti þess ekki svo mjög í svip ’ hans. Hann talaði viturlega og hvatti hana til þess að játa allt fyrir keisaranum manni sínum, sem málið varaði meira en aðra, veitti henni syndalausn, en var ákveðinn í að málinu mætti ekki ljúka þar með. „Þér varðveitið leyndarmál, sem varðar keisarann og þjóðina. Þetta hjónaband er ekkert hjónaband, þar sem þér girtuð fyrir í upphafi, að það bæri réttan ávöxt. í augum guðs getur það aðeins verið synd.“ | Henni fannst, að hún yrði að fá tíma til umhugsunar. Var það þá ekki nóg, að hún hafði játað fyrir skriftaföður sínum ogíj fengið syndalausn? En hinn kringluleiti munkur var alveg viss um, að hann hafði tekið rétta afstöðu — og hann var óttasleg-j inn. Hann hvarf á brott í skyndi því, að hann heyrði klukkum kirkjunnar hringt, og hann var að verða of seinn. Hún horfði á eftir honum og henni fannst hann ganga frá rúminu með kórónu Frakklands svífandi yfir höfði sér. Hinn gildi líkami hans minnti á galeiðu í stormi, er hann hraðaði sér burt, og er hann opnaði dyrnar næstum féll hann yfir Ginni, sem hafði staðið á hleri fyrir utan. Jósefína drottning var hættulega veik. Xonur voru kvaddar til þess að hjúkra henni og hún efaðist um bata og áhyggjur hennar voru nærri óbærilegar. Hún vissi ekki hvort hún ætti að víkja Ginni frá störfum, senda hana til neima- lands hennar eða hafa hana áfram í starfi. Ef hún sendi hana burt gerði hún hana að fjandmanni, á þeim tíma, er hún var van- megnug þess að vera á verði og verjast gegn þeim, sem vildu henni ilít. Hún vissi í rauninni ekki sitt rjúkandi ráð.----Batinn kom mjög hægt, en eftir nokkrar vikur gat hún flutt til Malmaison, og var þakklát fyrir að vera ekki þar sem hún heyrði stöðugt fóta- tak varðmanna — og gat aldrei notið einkalífs. í Malmaison gat hún alltaf hugsað vandamál í ró. Þar var ávallt kyrrð og friður, sem hafði sínu góðu mildandi og róandi áhrif. Og nú bað hún þess, að hún gæti tekið rétta stefnu. Hún kom til Malmaison þegar allar rósir voru í blóma og sói skein í heiöi og gleði og fegurð virtist ríkja í heiminum, en Jósefínu fannst hún vera gömul og hún var ákaílega óhamingju- söm. Stúlkan, Ginni, var enn hjá henni, því að hún hafði ekki þorað að senda hana burt. Napoleon var á ítalíu. Louise var giít og naut þess öryggis, sem því fylgdi að vera gift auðugum manni borgaralegrar stéttar. Hún hafði eignast feitan strák og kaup- sýslumaðurinn var ákaflega hrifinn af honum, og grunaði ekkert um, að hann væri ekki faðir hans. Jósefína fannst, að það hefði verið rétt af sér að setjast að í Malmaison. Henni var ekiö þangað og hún var vart sezt niour, er henni barst bréf frá Francois, en hann hafði oft skrifað henni i veikindum hennar, en þetta bréf var annars efnis, og hún gerði sér grein fyrir, undir eins og hún haíði opnað það, að það var mikilvægt. I Eg verð að koma til þin og talc. við þig. Ýmiskonar orð- rómur er á kreiki í París. Fouchée er fjandanum sjálfum verri. Hafirðu nokkurn tíma treyst honum bið ég þig að lofa mér hátíðlega, aJð gera það aldrei aftur. Bonaparte- fjölskyldan er komin aftur til borgarinnar og það er mjög mikilvœgt, að við tölum saman hið fyrsta. Eg verð í laufskálanum kl. 8 í kvöld, þar sem við eitt sinn' rœddum mál, sem aðeins varðar okkur tvö. Hafirðu þrek til 4 KVÖLDVÖKUNNI Þekktur prestur var eitt sinn beðinn að halda ræðu á sam- komu til söfnunar í góðgerða- skyni. Hann var kurteislega beðinn að vera stuttorður. Hann lofaði því. Ræða hans var á þessa leið: — Kæru 'börnin mín, texti minn er: Sá, sem gefur fátæk- um, lánar drottni. Góðir til- heyrendur, þér hafið heyrt láns- skilmálana. Ef þér eruð ánægð- ir með trygginguna, þá gerið svo vel að leggja fram peninga. Ræðan var ekki lengri, en hún hafði sín áhrif. Vínneyzla. — Framh. af 4. síðu. bærilegra áfengisdrykkja ann- arra en svartadauða, — gjald- eyristekjur af útflutningi öls o. fl., sem nánar verður að vikið í framsögu. En meginröksemdir sínar tel- ur flm. vera þær, að slíkt bann sem nú er á áfengu öli sé móðg- un við menningarþroska og frelsiskennd íslenzkra þegna og að með slíku banni sé ekkert samræmi í framkvæmd áfengis- mála, þegár leyfð er sala og neyzla sterkra drykkja, en for- dæmd neyzla á veikustu tegund áfengis.“ $ jf ~t/appc/ræff< HÁ8KÓLANS R. Burroughs — TARZAN — 4733 SAM KBWAINEF STU550KN. 'X'MSOegy, EETTV, 5UT NO AMOUNT OF MONEy. IS WOKTH 12000 VINNINGAR A ARI 30 krónur miðinn Sam sat við sinn keyp. Það eru engir peningar þess virði að friður minn verði truflaður. Vertu i’óleg vina, sagði Adam, þú verður að hugleiða það að það er fað- ir þinn sem ræður. Stone, i fyrsta skipti er ég þér sam- mála og nú vil ég að þessi Ryan hafi sig á brott. HEILSUVERND Síðasta námskeið vetrar- ins í tauga- og vöðvaslök- un og öndunaræfingum fyrir konur og karla, hefst mánud. 9. janúar. Uppl. í síma 12240. Vignir Andrésson íþróttakennari.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.