Vísir - 10.02.1961, Side 6
6
VÍSIB
Fösludaginn lO. fcbrúar 1961
VÍ8I&
iMJ
DAGBLAÐ
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður; Hersteinn Pálsson.
Ritstjórnarskrifstofur eru að Laugavegi 27, en aðrar
skrifstofur að Ingólfsstræti 3.
Ritstjórnayskrifstofurnar eru opnar frá kl. 8,30—18,00.
Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00.
Sími: 11660 (fimm linur).
Vísir kostar kr. 30,00 í áskrift á mánuði.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Próf. Ólafnr Lárusson.
Hver „makkaði" á Genfarfundi.
Það hefir lönffum verið viðkvæðið hjá föðuriands-
vinunum við Þjóðviljann, að stjórnarflokkarnir sé að
„makka“ í landhelgismálinu, eins og bað heitir á máli
þessa vandaða blaðs. Það tekur svo til orða, þegar það
telur ekki óhætt að nefna „landráð“.
Sannleikurinn mun nefnilega sá, að Þjóðviljinn og'
kommúnistar yfirleitt eru farnir að verða dálítið liræddir
við þetta landráðatal, sem svo oft hefir sezt á síðum kom-
nuinistablaðanna. Þeir vita til dæmis, að almcnningi
finnst það einkcnnilegt, að flokkur, sem að sögn er ger-
samlega úr öllum lengslúm við kommúnitaflokka anuarra
landa, skuli með skyndingu senda menn til fundar hjá
nefndum fíokkum, þegar þar er að vænta stórtíðinda eða
umræðna um sameiginleg áhugamál. Enn einkennilegra er
það þó í augum venjulegra Islendinga, sem hafa ekki numið
krókarefshugsunarhátt kommúnista, að flokkur manna,
sem telja sigarf'taka Fjöhiismanna,skuli sífellt vera að senda
fulltrúa austur til Moskvu ef engin tengsl eru á milli.
Þjóðviljinn er nú rétt einu sinni farinn að tala urn
„makk“ í landhelgismálinu, eins og að ofan segir.
Iivað táknar betta svokallaða „makk“? Það táknar í
rauninni, að Þjóðviljinn er hræddur um, að deilan
kunni að verða lögð til hliðar.
jessu mikilvi.ega
Vilji konimúnislii er nefnilega sá í
máli, ;ið þar verði aldrei sættir eða að minnsta kosti ekki
fvrri en svo er komið, að Islendingar hafa'verið hraktir
svo nærri Iierljúðum kommúnistaríkjanna í öllum efnum,
að ekki verði aftur saúið. Sá var aðaltilgangur kommúnista,
þegar þeir hleyptu málinu af stað með þeim fruntaskap,
sem raun bar vitni. Þeir svikust um allar tilraunir til að
koma framkvæindinni fyrir þannig, að hún yrði sem
árekstraíninnst. Er það og skiljanlegt, þegar menn hafa
í luiga, að árekstrarnir hafa verið þeim sérstakt gleðiefni,
því að með hverjum nýjum árekstri hai'a þeir talið sig
jjokast skrefi nær markinu sem er alger friðslit milli
Islands og Ivðræðisríkjanna innan NATO og jafnframt auk-
inn vinskapur við kommúnistaríkin.
ög svc er það loks bessi spurning: Hver var það,
sem markaði á Genfarfundinum á síðasta vori’? Hver
var bað, sem hljóp jafnan til fulltrúa kommúnista-
ríkjanna til að spyrja, hvernig hann adti að hegða sér
í málum íslenzku nefndarinnar? Og- hver var það, sem
kom með skilaboð cg hótanir frá fulltrúum kommún-
istaríkjanna, ef ísland vildi ekki gera eins og þeim
þóknaðist á ráðstefnunni.?
Lttövík og Eanöheigin.
Enginn vafi er á ]jví,að ef nafn Lúðvíks Jósefssonar kemst
einhvern tíma á spjöld íslenzkrar sögu, j)á vcrður það ekki
vegna neins annars en sérkennilegrar haráttu hans i land-
helgismálinu. Þar hefir hann sérslöðu, og raunar eru allir
kommúnistar í sérstöðu, að því er ])etta lífshagsmunamál
jjjóðarinnar snertir. Þar hal'a þeir nefnilega sýnt hetur en
oft áður, ])ótt })eir tali fagurlega um ást sína á landi
og ]>jóð, baráttu sína fyrir velferð hennar og þar fram eftir
götunum. l'lfshárin Iiafa aldrei gægzt eins greinilega fram
og í þessu máli. Þau komu fyrst og fremst fram á Genfar-
fundinum, sem getið cr hér að ofan, en þó hefir alltaf mátt
sjá þau við og við. Það er erfitt að leyna |>eim, ef einhver
árangur á að verða af „starfinu“.
Það mun alltaf uppi í sambandi við landhelgis-
málið, að stækkunin var aðeins yfirvarp kommúnista
hér á landi til.að vinna mikið afrek fyrir húsbændur
sína austur í Moskvu. Það er skylda góðra íslendinga
að koma í veg fyrir, að fyrirætlanir þeirra takist.
Við ísléndingar misstum'
einn okkar mesta merkismann,
þegar prófessor Ólafur Lárus-
son lézt hirin 3. þ. m. Eins og
heilsu hans var háttað síðustu
misserin, býst ég við, að sú
hin hinzta hvíld hafi verið
honum kær, en margir munu
þeir vinir hans, sem harma að
fá ei lengur notið samvistar við
hann.
Ólafur Lárusson var fæddur
25. febrúar 1885 í Selárdal í
Barðastrandarsýslu, sonur
prestshjónanna þar, Lárusar
Benediktssonar og Ólafíu Ól-
afsdóttur. Hann lauk stúdents-
pi’ófi árið 1905, stundaði því
næst um þriggja ára skeið
náttúrufræðinám við Kaup-
mannahafnai’háskóla, en hvarf
svo að lögfræðinámi hér heima
og lauk prófi við Háskóla ís-
lands í júnímánuði 1912 með
mjög hárri einkunn Hann var
settur prófessor við iagadeild
Háskólans frá 1915—-1917.!
Einnig gegndi hann um þetta
leyti málflutningsstörfum við
landsyfirréttinn. Síðar var hann
fulltrúi borgarstjórans í
Reykjavík og um hríð settur i
borgarstjóri, unz hann var skip-J
aður prófessor við lagadeild
Háskólans frá 1. janúar 1919,
en því starfi gegndi hann til
hámarksaldurs árið 1955 og á
því tímabili var hann nokkrum
sinnum kjörinn rektor Háskól-
ans. Hann gegndi og oft störf-
um varadómara í Hæstarétti,
þ. á m. samfellt á árunum
1923—1926, 1930—1932 og
1933—1934, auk þess sem hann
dæmdi þar oft í einstökum mál-
um fram tii ársins 1955. Einn-
ig átti hann lengi sæti í Merkja-
dómi Reykjavíkur. Hann gegndi
og ýmsum öðrum trúnaðarstörf
um, var félagi eða stjórnarmað-
ur í margsháttar innlendum og
erlendum fræði. og menntafé-
lögum, kjörinn heiðursfélagi í
mörgum þeii'ra, og lagadeildir
háskólanna hér, í Helsingfors og
Osló sæmdu hann doktorsnafn-
bót í lögum. Heimspekideild
Háskóla Islands kjöri hann
einnig heiðursdoktor fyrir
sagnfi’æðileg störf.
Ólafur Lárusson hefur veilt
flestum núlifandi íslenzkum
lögfræðingum leiðsögn um ein-
hver mikilvægustu völundar-
hús lögýísinnar, á sviði svo-
nefnds fjármunai’éttar. Sú leið-
sögn var traust, yfirlætislaus
og hleypidómalaus, kjarni án
hismis. Ágallar á frásögn af
heilsufarslegum ástæðum hurfu
sem dögg fyrir sólu, svo að
efnislega var fast undir fæti
eftir hverja kennslustund.
'Hann samdi og ágæt rit á þessu
sviði lögfræðinnar. Og í svo-
nefndu aukafagi, ísienzkri rétt-
ai’sögu, var Ólafur Lárusson
hinn mikli brauti’yðjandi, því
að þar gáfu hans ástfólgnustu
viðfangsefni, lög og saga, hon-
um byr undir báða vængi.
Þessi þekking hans og fræðsla
um íslenzka réttarsögu, sem
að sjálfsögðu snerti og almenna
norræna í’éttarsögu, var og er
ekki einungis mikils metin hjá
okkui’, heldur einnig annai-s
staðar á Norðurlöndum. Rit-
gerðir hans um réttarsögu eru
noi’X’ænt afi-ek á þessu sviðþ svo
pg þeir fýrirlestrar um íslenzka
og aðra norræna réttarsögu,
sem hann hefur flutt víðsvegar.
Okkur íslenzkum lögfræðing-
um var það því sérstök ánægja,
menguð íslenzku stolti, er Ól-
afur Láx’usson gat brugðið upp
fyrir norrænum lögfræðingum
í sínum „svanasöng" — eins og
hann hafði hugboð um — mynd
frá merkilegu, íslenzku réttai’-
sviði löngu liðinna alda, þegar
hann flutti sinn síðasta opin-
bera fyrirlestur á þingi nor-
rænna lögfræðinga hér í ágúst-
ir um mörg önnur fit háris um
íslenzka sagnfræði. Og það má
vera okkur holl bending um.
að saga þess liðna er ekki allt-
af hreinn hégómi, er leysa skal
mikinn vanda líðandi stundar,
að minnast útvarpserindis Ól-
afs Lárussonar um Áshildar-
mýrarsamþykkt. Flutningur
þess erindis í maímánuði 1944,
rétt áður en tekin var ákvörðun
um stofnun lýðveldisins, mun,
að öðru ólöstuðu, hafa verið ein-
hver áhrifamesta hvatningin,
sem íslendingar fengu á þeim
mánuði síðastliðnum. Mun það
vera öllum, er á hlýddu, ó-
gleymanleg stund, er hann, i
lotningarfullu andrúmslofti,
flutti sitjandi, farinn að heilsu,
fyrirlestur sinn um fornt ís-
lenzkt réttarfyrirbæri, — um
fagnaðarerindi mannlegrar
hjálpar við lítilmagnann.
En með þessu er ekki öll sag-
an sögð um störf Ólafs Lárus-
sonar í þágu íslenzkra laga-
nema og logfræðinga. Ótaldir
munu þeir íslenzkir laganemar
og lögfi’æðikandídatar, sem
gengu óráðnir og hikandi í
hvitt hús að Tjarnargötu 14, á
fund síns dáða læi’iföður og
fengu þar holl ráð, gefin af hlýj-
um hug. Þá var Ó^afur Lárus-
son hinn holli ráðgjaíi, sem
leysti margan vanda fyrir
mai’ga.
Störf dómandans rækti Ólaf-
ur Lárusson og af mikilli prýði.
Meðfæddur gi’andvarleiki og
vandvirkni settu svip sinn á
störfin, ásamt traustri laga-
þekkingu og mannúðlegum við-
horfum. Hæstarétti ísiands er
það bæði sæmd og gagn að hafa
notið starfskrafta hans.
Eins og áður er að vikið, eru
afrek Ólafs Lárussonar á sviði
réttarsöguritunar siík, að þau
munu lengi halda minningu
hans á lofti, og sama máli gegn-
öi’lagaríku dögum. Þess ber að
minnast og þakka.
Hér að framan hefi ég reynt
að lýsa eiginleikum hins ágæta
iögfræðikennara og í’áðgjafa
nemenda sinna hinum óhlut-
dræga, trausta og lærða
dómara í mikilvægum mál-
um og hinum snjalla og
vandaða vísindamanni á
sviði sögu og réttar. Þar með
er þó ekki fengin rétt mynd af
Ólafi Lárussvni. Við fyrstu
kynni gat hann.ef til vill virzt
hlédrægur, fáskiptinn, jafnvel
kaldi’analegur. Ef nær var að
gengið, eins og hinir fjölmörgu
laganemar hans og margir aor-
ir hafa reynt. bjó þar þó sjald-
gæf hjartahlýja að baki, Hann
átti að vísu stórbrotna lund,
gat verið þéttur fyrir, ef því
var að skipta, og þungur í
skauti, ef honum fannst réttu
hallað, en handa þeim, sem
hann gaf vináttu sina, átti hann
þá fágætu tröllati’yggð og hlýju
vinsemd, sem okkur, er urðum
þess aðnjótandi, mun ávallt
verða ógleymanleg. Okkur var
Ólafur Lárusson ekki aðeins
hinn mikli lögfræðingur og
sagnfræðingur, hinn trausti ráð-
gjafi við úrlausn erfiðra við-
fangsefna og hinn mikli íslend-
ingur, heldur mikill, víðfeðmur
persónuleiki, opinn fyrir öllum