Vísir - 28.02.1961, Blaðsíða 12
Efakert blað er ódýrara í áskrift en Vísir.
Látið hann færa yður fréttir og annað
lestrarefni heim — án fyrirhafnar af
yðar hálfu. — Sími 1-16-60.
MuniðL að þeir, sem gerast áskrifendur
Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið
ókeypis til mánaðamóta.
Simi 1-16-60.
Þriðjudaginn 28. febrúar 1961
Norimenn fleygðu
ssnásiSdssiiI í sjólnn.
Tókst ekki að selja feita íslandssíld
Norskir sjómenn, sem stund-
að hafa síldveiðar við Islánd
xindanfarin sumur og salta afl-
ann um borð, hafa orðið að
fleygja smærri síldinni í sjóinn
aftur þar sem þeir hafa enga
markaði fyrir aðra síld en stór-
síld.
Ekki alls fyrir löngu birtist
í norsku blaði viðtal við skip-
stjórann á norska síldveiðiskip-
inu „Rubens“, sem stundað hef-
'ur síldveiðar við íslnd og saltað
aflann um borð. Farast skip-
stjóranum orð á þessa leið:
„Það er bæði synd og skömm
að þurfa að fleygja smáu síld-
inni í sjóinn aftur. Allri síld,
sem er smærri en 4—5 stk. pr.
Mló, verðum við að fleygja fyr-
ir borð. Að mínu áliti er þetta
bezta síldin. Það er mikið tjón
fyrir norska sjómenn og útgerð-
armenn að ekki skuli finnast
markaðir fyrir þessa síld. Við
sækjumst fyrst og fremst eftir
stóru síldinni, en auðvelt hefði
verið að fylla allar þær tunnur
með smásíld, sem bátarnir koma
með tómar heim. Það verður að
.finna markað fyrir smáu síld-
ina, ef ekki í útlandinu, þá hér
Iieima í Noregi.“
í samtali, sem sama blað
átti við skipstjórann á norska
síldveiðiskipinu „Vidar“, en það
skip hefur einnig stundað síld-
veiðar við ísland, skýrir sá skip-
stflóri frá, að komið hafi fyrir,
að skipshöfn hans hfi orðið að
fleygja fyrir borð alltð 70% af
aflanum á fslandsmiðum vegna
þless, að ekki hafi fengizt kaup-
endur að smærri síld en 4—5
stk. per kilo.
I
Fréttamaður Vísis hefur feng
ið þær upplýsingar hjá skrif-
stofu síldarútvegsnefndar í
Reykjavík, að um 85% f Faxa-
flóasíldinni, sem söltuð var á
síðustu vertíð, hafi verið smærri
en 4—5 stk. pr. kilo og veru-
legur hluti þess magns 7—9
stk. í kílóið. Er þó síldin mun
feitari á þeim tíma, sem Norð-
menn stunda veiðarnar hér við
land, heldur en Faxaflóasíldin
var á síðustu vertíð. Saltað var
í tæpl. 80 þús. tunnur hér syðra
á síðustu vertíð, þar af aðeins
um 12 þús. tunnur af stórri
síld. Má því segja að vel hafi
tekizt með sölu á Faxaflóasíld-
inni, þótt smá ha.fi verið og
mög'ur áð þessu sinni. i
Aflasöiurnar:
Aðeins tvær
næstu úm.
Engar aflasölur áttu sér
stað í Vestur-Þýzkalandi
föstudag og laugardag s.I. og
engin sala fer fram í dag.
Geir selur ú morgun og
EgiII Skallagrímss ?. fimmtu
dag, en um fleiri sc!ur fram
undan er blaðinu ekki kunn-
ugt.
Mikið hefur borizt að af
i'iski á markaðinn í V.-Þ. að
undanförnu og að sjálfsögðu
hefur það haft áhrif til lækk
unar á verðlagið. Vestur-
þýzkir togarar og togarar
fleiri bióða hafa að sögn afl-
að allvel á Nýfundndalandi
að undanfömu og einnig við
austanvert Grænland og það
er mikill afli frá þessum
slóðiun, sem s.I. viku og jafn
vel fór að gæta verulega. á
markaðnum til verðlækkun-
ar.
270.00 krónur til
verkfalisfnlks.
Áranprslaus sáttafuadur í nótt.
Sex konur komast undan á ftótta
úr La Rocheffe-fangefsi.
Höfðu verið dæmdar eða biðu dóms
fyrir þátttöku í leynistarfsemi.
Hálsbólgan
loks í rénun.
Svo virðist sem hin ill-
kynjaða hálsbólga, sem hér
hefur gengið í vetur, sé nú
loks í dálítilli rénun.
Vikuna 5.—11. b. m. voru
hálsbólgutilfelli 402 og var
það hæsta tala ifyrir eina
viku á vetrinum. Þess er þó
að geta að skýrsluskil frá
læknum voru óvanalega góð,
því að 42 skiluðu skýrslum.
Vísir spurðist fyrir í morg
un í skrifstofu Borgarlæknis
hvernig sakir stæðu nú með
hálsbólguna. Voru þá komn-
ar skýrslur frá 45 ilæknum
fyrir vikuna 12.—18. þ. m.
og voru hálsbólgutilfelli sam
kvæmt skvrslum þeirra 328.
Jafnvel þótt nokkrar skýrsl-
ur bætist við mun það ekki
breyta þvi, að um fækkun
tilfella er að ræða frá næstu
viku á undan.
Franska stjórnin lét víkja frá
yfirfangaverði La Rochelle-
fangelsis í sl. viku, eftir að 6
konur, sem þar voru fangar,
brutust út, að því er virðist með
utan að komandi hjálp.
Tvær þessar konur eru serk-
neskar, ein egypzk, hinar
franskar. Þær voru læstar inni
um kvöldið, en um nóttina
brutu þær rúður í salernis-
glugga, söguðu sundur járn-
rimla fyrir glugganum, skriðu
út og komust óséðar yfir fang-!
elsisgarðinn og yfir hann með
„reipi“ gerðu úr teppi og lök-j
um.
Frönsku konurnr voru í októ
ber sl. dæmdar í 5—10 ára fang-J
elsi fyrir þátttöku í leynistarf-J
semi, sem heimspekingurinn1
Francis Jenson skipulagði til
hjálpar serkneskum uppreistar-1
mönnum. I
Eliane Rossarto, egypsk kona,
þrjátíu ára, var sökuð um
„árás á öryggi ríkisins“ og beið
dóms, en önnur serkneska kon-
an, Fatima Hamoud, var að af-
plána 5 ára fangelsisdóm, en
hin, Zina Haraaigne beið dóms,
sökuð um að hafa teflt öryggi
ríkisins í hættu.
Mánudag sl. var gerð til-
raun til byltingar í Vene-
zuela gegn forsetanum
Romulo Betancourt. Upp-
reistarmenn náðu útvarps-
stöðinni í Caracas á sitt
vald, en voru hraktir á
flótta er þeir ætluðu að taka
lierskildi herskólann, Bylt-
ingartilraunin var bæld nið-
ur og foringi uppreistar-
manna Jose Ramerez hand-
tekinn.
Vestmannaeyjum ■ morgun
Frá fréttaritara Vísis. —
Samkvæmt csk deiiuaðila í
Vestmannaeyjum koni Torfi
Hjartarson sáttasemjari, Barði
Friðriksson frá Vinnuveitenda-
sambandinu og Snorri Jónsson
frá Alþýðusambandinu 1i! Vest-
mannaeyja í gær. Sátu þeir
fund með deiluaðilum þar til
klukkan fjögur í morgun. Ekki
hefur fengizt upplýst hvað
gerðist á fundinum en það eitt
er víst að ekki náðust samn-
ingar.
Nú er svo komið að allir að-
komumenn sem höfðu ráðið sig
til Eyja eru farnir fyrir löngu
og búnir að ráða sig annarsstað-
ar og jafnvel menn sem eru
heimilisfastir hér hafa farið
burt og ráðið sig til starfa á
bátum og við landstörf við
Faxaflóa og víðar. Verkfalls-
broddarnir hafa sagt það í
votta viðurvist, að það væri
ekkert athugavert við það þótt
verkfallsmenn eða þeir sem eru
í verkfalli reýndu að drýgja
tekjur sínar með því að vinna
utan áhrifasvæðis verkalýðsfé-
laganna ítEyjum. Það sjá allir
að hverju þeir stefna, sem sé að
grafa undan efnahagsgrund-
velli Vestmannaeyinga.
Mönnum finnst það harla
furðulegt, þegar verkfallsmönn-
um er gefin heimild að leita sér
vinnu annarsstaðar á landinu
fyrir minna kaup en þcir krefj-
ast í .sinni heimabyggð. At-
vinnurekendur í Eyjum eru
komnir á þá skoðun að það sé
varhugavert að efna til at-
vinnureksturs þar vegna hinna
leiðitömu kommúnista, sem
þangað liafa safnast úr öðrum
byggðarlögum að mestu.
Vinnudeilusjóði Vestmanna-
eyja hafa borizt 270 þúsund kr.
síðan verkfallið hófst. Fram-
lögin eru frá verkalýðsiélögum
víðsvegai' á landinu. Stjórn-
endur Snótar fóru fram á það
að félög sjómanna og vélstjóra
leggðu nokkuð af mörgum
verkfallskonum til styktar. —
Vélstjórar samþykktu en settu
þó skilyrði að þeir fengu að
fylgjast með úthlutun fjárins
til að fyrirbyggja misnotkun
þess. Ákváðu vélstjórar að gefa
5000 krónur með þessu skilyrði.
Afhentu þeir féð með þessum
skilyrðum, og kröfðust þess
jafnframt að sjá hvernig því
væri úthlutað. En er þeir komu
á skrifstofu Kommúnistaflokks-
ins var þeim svarað með ónot-
um og hraktir á brott.
Svo sem og víðar gerist hafa
verkföll lítil áhrif á afkomu
verkfallsbrodda. — Formaður
Snótar. verkakvennafélagsins
vinnur ekki reglubundið í
frystihúsi, en fer þangað endr-
um og eins til að drýgja tekjur
heimilisins en maður hennar er
skipasmiður og hefur fulla
vinnu meðan aðrir sitja auð-
um höndum. Það er álitið hér
að margir, sem fórna miklu
fyrir flokkssjónarmið fylgis-
bræðra formanns og stjórnar
Snótar, séu öllu verr settir.
•jt í fyrri viku ruddust belg-
iskir stúdentar upp að
sendiráðsbyggingu arabiska
sambandslýðveldisins í Briissel
og skildu ekki eftir eina
rúðu í húsinu óbrotna. Þeir
Elisabet á tigraveiðum.
Drottning er fyrstl þjóðhöfðingi
sem heimsækir Nepal.
ELisabeth II. Bretadrottning
og Pilippus maki hennar sátu
í gœrkveldi opinbera veizlu í
Katmandu, höfuðborg Nepals.
Flutti drottningin þar ræðu.
Þakkaði hún vináttu, tryggð og'
liðveizlu Nepalsmanna við
Breta, veitt við mörg tækifæri,
og lofsorð mikið bar hún 'á
Gúrka frá Nepal fyrir hreysti
þeirra og harðfengi.
í dag hófust hinar miklu
tígrisdýraveiðar, sem stofnað er
til í tilefni heimsóknar drottn-
ingar, en hún er fyrsti erlend-
ur þjóðhöfðing'i, sem heimsækir
Nepal.
Drottningin og maki hennar
taka að sjálfsögðu þátt í veiðun-
um, og ríður veiðimannaskarinn
á fíium —- um 300 talsins. —
Fillippus er slyng skytta, en
vafasamt- þykir,. að hann leggi
|tígrisdýr að velli í dag, vegna
, fingurmeins.
ísEensk teikning valin tii
samkeppni um Evrcpufrímerki.
Svo sem kunnugt er, efndi
Póst- og símamálastjómin fyrir
nokkru til samkeppni um til-
lögu til Evrópu-frímerkis, og
var skilafrestur útrunninn 15.
þ. m.
Um 10 tillögur munu hafa:
borizt, og hefur þegar verið val-
in ein, sem þótti bera af öðrum,
og hefur verið send út til aðal-
stöðva Evrópusambands Póst-
og símastjórna. Tillögu þessa á
Hörður Karlsson, 27 ára gamall
maður, sem hefur i nokkur und-
anfarin ár unnið á teiknistofu
hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í
Washington. Hörður er sonur
Karls Guðmundsson lögreglu-
þjóns í Reykjavík.
Teikning Harðar er samflétt-
uð af pósthominu íslenzka og
símaskifu, og þykir, eins og áð-
ur er sagt, bera af öðrum. Hörð-
ur hefur áður orðið hlutskam-
astur í sams konar samkeppni
á vegum Sameinuðu þjóðanna.
Evrópusambandið mun síðan
velja úr þeim teikningum, er
berast frá sambandslöndunum,
en þau eru 19 talsins. Verðlaun
fyrir beztu teikninguna munu
vera um 18 þús. ísi. krónur.
Útgáfudagur merkisins er 18.
sept. næstk.
Engin
skattheimta.
Raðuneytið hefur ákveðið að
innheimta ekki fyrirfram-
greiðslu upp í skatta og önnur
þinggjöld ársins 1961 1. marz
næstk.
(Tilkynning frá
fjármálaráðuneytinu).