Vísir - 04.03.1961, Page 5
Laugardaginn4. marz 1961 r ' ___ VfSIB ['
Vinningur okkar er auíisær, hvort sem litii) er
til næstu þriggja ára e5a allrar framtíSarinnar.
Ræ5a Bjarna Benediktssonar dómsmála-
róóherra í útvarpsumræóunum í fyrrakvöld.
Það er rétt, að íslenzka þjóð-
in þarf og á að láta til sín heyra
í þessu mikla máli. Hún hefur
brugðið skjótt við. Hvaðanæva
streyma nú, eins og stjórnarand-
stæðingar hafa viðurkennt, yfir-
lýsingar frá þeim, sem bezt hafa
vit á og mest eiga í húfi til
stuðnings þál.till., sem hér ligg-
ur fyrir. Hv. þm. Karl Guð-
jónsson hélt því raunar fram áð-
an, að þetta væri vegna þess
að rikisstjórnin hefði haft svo
mikinn áróður í frammi máli
sínu til stuðnings, og útvarpið
hefði verið misnotað í því skyni.
Það voru einmitt stjórnarand-
stæðingar, sem fengu frestað út-
varpsumræðum, en rikisstjórn-
in vildi, að rödd þeirra fengi
að heyrast fyrr til þjóðarinnar
heldur en þeir sjálfir óskuðu
eftir. Hv. þm. Karl Guðjóns-
son var á fundi í gærkvöldi sem
heiðursgestur flokkssamtaka
Framsóknar á Suðurlandi, þar
sem þeir félagar höfðu undir-
búið tvær miklar tillögur til
áfellis þessu samkomulagi og
til vantrausts á rikisstjórn,
en þegar þeir félagar sáu
og heyrðu undirtektir fund-
armanna, gáfust þeir upp við
að bera upp sínar eigin tillög-
ur og fóru þess á leit að mega
slíta fundinum, áður en
héraðsmenn fengju sjálfir að
taka til máls. Þeir voru þá búnir
að fá nóg.
Allir eru sammála um, að
ályktunin, sem Alþingi íslend-
inga gerði samhlj. 5. maí 1959
sé sú umboðsskrá, sem ríkis-
stjórnin hafi verið bundin við
um meðferð þessa máls. Alykt-
unin hljóðar svo:
„Alþingi ályktar að mótmæla
harðlega brotum þeim á ís-
lenzkri fiskveiðilöggjöf, sem
brezk stjórnarvöld hafa efnt til
með stöðugum ofbeldisaðgerð-
um brezkra herskipa innan ís-
lenzkrar fiskveiðalandhelgi nú
nýlega hvað eftir annað, jafn-
vel innan 4 mílna landhelginn-
ar frá 1952.
an íslenzkrar fiskveiðiland-
helgi, í öðru lagi lýsir Alþingi
yfir, að það telur ísland eiga
ótvíræðan rétt til 12 mílna fisk-
veiðilandhelgi. í þriðja lagi, að
ekki komi til mála minni fisk-
veiðilandhelgi en 12 mílur frá
grunnlínum umhverfis landið.
í fjórða lagi, að afla beri viður-
kenningar á rétti íslands til
landgrunnsins alls svo sem
stefnt var að með 1. um vís-
indalega verndun fiskimiða
landgrunnsins frá 1948.
Bjarni Bencdiktsson.
í fyrsta lið orðsendingar ut-
anrrh. íslands til utanrrh.
Bretlands, sem hér liggur fyr-
ir, segir:
„Ríkisstjórn Bretlands falli
frá mótmælum sínum gegn
12 mílna fiskveiðilögsögu um-
hverfis island'1 o. s. frv.
Með staðfestingu brezku ríkis
stjórnarinnar á þessu frumskil-
yrði okkar er tryggt, að oíbeld-
isaðferðir af hennar hálfu inn-
an fiskveiðilandhelgi okkar
hvei'fi úr sögunni. Mótmæli Al-
þingis gegn þeim hafa þess
vegna borið tilætlaðan árang-
ur. En áður haíði ríkisstj. ís-
lands með sakaruppgjöfinni s.l.
vor og ákvörðuninni um við-
Umboðsskráin.
Þar sem þvílíkar aðgerðir eru
augljóslega ætlaðár til að knýja
Islendinga til undanhalds, lýsir
Alþingi yfir, að það telur ísland
eiga ótvíræðan rétt til 12 mílna
fiskveiðilandhelgi, að afla beri
viðui’kenningar -á rétti þess til
landgrunnsins alls, svo sem
. stefnt var að með lögum um
visindalega verndun fiskimiða
landgrunnsins frá 1948 og ekki
komi til mála minni fiskveiði-
landhelgi en 12 mílur frá grunn-
línum umhverfis landið.“
Þannig hljóðaði þessi álykt-
un, umboðsskráin, sem ríkisstj.
þarf að fara eftir. í ályktun þess
ari eru fjögur efnisatriði. í
fyrsta lagi mótmælir Alþingi
brotum þeim á íslenzkri fisk-
veiðilöggjöf, sem brezk stjórn-
arvöld efndu til með ofbeldis-
aðgerðum brezkra herskipa inn-
ræður við Breta á s.l. sumri
tekizt að hindra þær að mestu
um sinn.
Ákvörðun brezku ríkisstj.
um að falla frá mótmælum gegn
12 mílna fiskveiðilögsögunni
tryggir ekki einungis, að hún
taki ekki upp ofbeldisaðgerð-
ir að nýju, heldur felur á-
kvörðunin einnig í sér, að
héðan í frá rnuni- brezka
stjórnin ekki bera brigður á
hinn ótviræða rétt, sem Alþingi
íslendinga hinn 5. maí 1959
lýsti yfir, að ísland hefði til 12
mílna fiskveiðilögsögu og þetta
heitorð er helgað með skrásétn-
ingu þinglýsingu hjá sjálfum
Sameinuðu þjóðunum til trygg-
ingar því, að við það verði stað-
ið.
Réttúr íslaxids.
Héðan i frá-vérður ekki um
það öeiít, að ísland einu ber
þessi réttur og getur þar af leið-
andi án samráðs við aðra ráð-
stafað honum eins og það telur
sér henta. Hv. þm. Lúðvík Jós-
efsson og Hermann Jónasson
héldu því að vísu fram, að með
þessu væri ekkf fengin viður-
kenning Breta á 12 mílna lög-
sögunni. Þetta segja þeir í
sömu andránni og Hermann
Jónasson fjölyrðir um þá við-
urkenningu í verki, er við höf-
um hlotið frá ríkjum, sem ekki
létu skip sín fiska hér undir
herskipavernd, en mótmæltu
þó stækkuninni 1948 berum
orðum. Nú falla Bretar ekki
einungis frá valdbeitingu held-
ur berum orðum frá mótmæl-
um sínum. Þetta er svo skýr
viðurkenning, sem á verður
kosið. Hitt er annað mál, að
Alþingi hefur aldrei falið ríkis-
stjórninni að afla viðurkenn-
ingar Breta um 12 mílna fisk-
veiðilögsöguna, þegar af því að
það taldi rétt okkar til hennar
ótvíræðan og þess vegna óþarfa
aðra viðurkenningu Breta en
þá, að þeir hættu ofbeldisað-
gerðum, eins og fram kemur í
ályktuninni frá 5. maí 1959.
Um þriðja megineíni þeirrar
ályktunar leiðir það af því, sem
þegar hefur verið skýrt, að fisk
veiðílögsagan verður hvergi
minni en 12 mílur umhverfis
landið. En vegna hinna nýju
grunnlína, sem í öðrum lið orð-
sendingar utanrrh. íslands er á-
skilið, að Bretar viðurkenni,
verður fiskveiðilandhelgin nú
þegar 5065 ferkm. stærri en
hún var þegar samþj'kktin 5.
maí var gerð. Með hinum nýju
grunnlínum fást færð inn fyrir
íslenzka fiskveiðilögsögu sum
hin allra þýðingarmestu fiski-
mið við íslandsstrendur. Um
úrslitaþýðingu þeirrar ákvörð-
unar verður ekki deilt.
Stjórnarandstæðingar halda
því raunar fram, að þennan
rétt hefðum við getað tekið
okkur hvenær sem okkur þókn-
aðist. — Lúðvík Jósefsson
sagði, að við ættum þennan
rétt. En af hverju gaf hann
þá Bretum þessa ómetanlegu
gjöf með reglugerð sinni 1958?
Tal Lúðvíks og Hermanns um
sína eigin vanrækslu afsakar
sízt atferli þeirra. Með skrafi
sínu nú kveða stjórnarandstæð-
ingar upp harðan og harðasta
áfellisdóm yfir gerðum vinstri
stjórnarinnar, sem nokkur hef-
ur uppkveðið fyrr og síðar, að
þeir hafi gefið Bretum ómetan-
lega eign íslendinga. — Hv. þm.
L. Jós. og félagi hans, Herm. J.
létu óbreyttar standa grunnlín-
urnar, sem settar voru með
reglugerðinni 19. marz 1952. Ef
þeir töldu Islendinga eiga rétt
til annars og. meira, af hverju
beittu þeir þeim rétti þá ekki
1958, þegar þeim bar réttur og
skylda til að gæta hagsmuna
Islands? Trúi hver annar en
sá, sem þessa menn þekkir því,
að þeir hafi gert þetta af und-
anlátssemi og tillitssemi við
okkur Sjálfstæðismenn.-
Um þetta hljóta þeir að -verða
krafðir svara nú og síðar og þá
einnig um hitt af hverju þeir í
október 1960 lögðu fram á Alþ.
frv. um að lögfesta þessar
gömlu grunnlínur frá 1952. Ó-
umbreytanleiki þeirra var svo
ríkur í þeirra huga allt til
hinna síðustu daga, að jafnvel
hinn 13. febrúar s.l. lögðu þeir
til í nál. um lögfestingar frv.
síns, að samþykkja frv. ó-
breytt og þar með hagga í
engu hinum sömu grunnlínum
og þeir treystust ekki til að
breyta 1958 heldur vildu þeir
enn lögfesta þær um óákveðna
framtíð fyrirvaralaust.
Töldu breytingu
vafasama,
Á þessu athæíi er engin skýr-
ing önnur en sú, að þeir hafi
talið breytingu grunnlinanna
svo vafasama, að ekki væri
á hana hættandi. — Því aug-
Ijósara er, hversu mikla þýð-
ingu það hefur, að Bret-
land, sem ætíð hefur stað-
ið fastast gegn stækkun fisk-
veiðilandhelgi okkar, skuli nú
fallast á þessar þýðingarmiklu
breytingar. Bretar gerðu það að
vísu gegn því, að við af full-
veldi íslands yfir fiskveiðilög-
sögunni allri veitum þeim
tímabundinn takmarkaðan rétt
til veiða á nokkrum hluta fisk-
veiðilandhelgi okkar milli 6 og
12 mílna. Þeirri timabundnu,
takmörkuðu veiðiheimild lýkur
með öllu að þrem árum liðnum,
þar sem grunnlínubrevtingin
og stækkunin, sem af henni
leiðir, stendur um alla eilífð.
Ekki þarf að eyða orðum að
því, hvort hagkvæmara er fyr-
ir ísland. Vinningur okkar er'
auðsær, jafnvel þótt miðað
væri einungis við næstu þrjú
ár, hvað þá ef litið er til allrar
framtíðar. Má t. d. um það vitna
til ummæla hins gerkunnuga
manns í landhelgismálunum,
Eiríks skipherra Kristófersson-
ar, sem hann við hefur í Morg-
unblaðinu í morgun. — Fjórða
meginatriði samþykktar Al-
þingis frá 5. maí 1959 var, aðl
afla beri viðurkenningar á rétti
íslands til landgrunnsins alls
svo sem stefnt var að með 1.
um vísindalega verndun fiski-
miða landgrunnsins frá .1948.
Á orðalagi þessarar yfirlýsing-
ar og hinnar fyrri um hinn ó-
tvíræða rétt til 12 mílna fisk-
veiðilandhelgi er þýðingarmik-
ill munur. Alþingi mælir fyrir
um, að afla beri viðurkenning-
ar á rétti til landgrunnsins,
þar sem það aftur á móti segir
rétfinn til 12 mílna fiskveiði-
lögsögu ótvíræðan. Hvernig er
hægt að afla þessarar viður-
kenningar nema með því að fá
hana með málaleitun til ein-
stakra ríkja eða með samning-
um þeirra í milli eða með al-
þjóðasamningum eða loks stað-
festingu alþjóðadómstólsins á
þvi, að þessi réttur sé fyrir
hendi? Hér koma vissulega ekki
fleiri möguleikar til greina.
í umr. um landhelgism. fyrr
í vetur lögðu stjórnarandstæð-
ingar megináherziu- á, að ef við
semdum nú við Breta myndum
við þar með svipta okkur réttit
eða möguleikum til að gera
frekari stækkanir síðar nema
með samningum við Breta og
þar með binda okkur við þá
leið til öflunar viðurkenningar
á landgrunninu, sem óliklegust
er, að leiði til árangurs. Hv..
þm. Hermann Jónasson sagðí
t. d. í lok útvarpsræðu sinnar
hinn 25. nóvember s.l.:
„Landhelgi, sem þjóðirnar
viðurkenna, stækkar svo aö
segja með hverju árinu. Þjóðir.
sem nú fá frelsi og koma í Sam-
einuðu þjóðirnar, heimta stækk
aða landhelgi. Það getur svo>
farið, að eftir nokkurn tíma
verði landgrunnið viðurkennt;
sem iandhelgi íslands. Ef Bret-
ar geta tælt okkur nú til samn-
inga segja þeir næst, þegar við’
ætlum að færa út þótt þá væri:
í samræmi við alþjóðalög og
okkur lífsnauðsyn: Þegar þið»
fenguð 12 mílur, urðuð þið af>
viðurkenna það, að þið gátuðí
ekki tekið ykkur þær nema
með samþykki okkar. Þar meö
játuðuð þið ykkur undir það að
þið gætuð ekki gert frekari út-
færslu nema með samning við
okkur.“
Engin skulclbinding.
Þetta voru ummæli Her-
marms Jónassonar 25. nóv. i
vetur. í orðsendingu utanríkis-
ráðherra íslands til utanríkis-
ráðherra Bretlands er tekið af
skarið um þetta, þegar segir:
„Ríkisstjórn íslands mun.
halda áfram að vinna að fram-
kvæmd ályktunar Alþingis frá.
8. maí 1959, varðandi útfærslu.
fiskveiðilögsögunnar við ís-
land, en mun tilkynna ríkisstj.
Bretlands slíka útfærslu meft>
sex mánaða fyrirvara, og rísf.
ágreiningur um slíka útfærslu.
skal honum, ef annar hvor að-
ili óskar, skotið til Alþjóða-
dómstólsins."
Þetta segir í orðsendingunni.
Með þessu bindur ísland sig:
hvorki við viðurkenningu, sem.
fást kvnni með málaleitun eða
samningum við einstök ríki.,
Bretland eða önnur, né við al-
þjóðasamninga, heldur við þaði
eitt að við áskiijum okkur rétt:
til að gera einhliða ákvarðanir
um stækkun jafnskjótt og viff
teljum að einhver sú réttar-
heimild sé fyrir hendi, semi
Alþjóðadómstóllinn viður-
kenni. Á þennan veg höfum við-
íslendingar tryggt okkur að^
njóta góðs af allri þeirri þróun.
alþjóðaréttar, sem kann að>'
verða okkur til hags í þessum.
efnum. Á hvern hátt er betur
hægt að tryggja sér þá viður-
kenningu, sem Alþingi hinn 5.
maí 1959 lagði fyrir ríkisstj..
að afla? Þvi er skemmst til a&
svara, að engin okkur hag-
kvæmari leið er hugsanleg. —
Þeir, sem nú telja réttindaaf-
sal fólgið í till. ríkisstj., gefa
þar með til kynna að þeir hafi
hvorki gert sér grein fyrir efni
fyrirmæli Alþ. 5. maí. 1959 til
ríkisstj. .né þeir ' skilji frum-
atriði þessa máls. En auðvita5
eru hv.' þm. ekki eins skyni.
skroppnir og þeir láta. Til góðs:
eða ills töldu íslenzk stjórnar-
völd á sínum tíma réttinn til
12 mílna fiskveiðilögsögu svcu
ótvix’.æðan, að óþarft væri aði
bera hann undir Alþjóðadóm-
stólinn. Alþingi hefur hins veg-
ar lýst því berum orðum að unx
réttinn til landgrunnsins allsí
beri að leita viðurkenningav