Vísir - 12.05.1961, Blaðsíða 12

Vísir - 12.05.1961, Blaðsíða 12
Föstudaginn 12. maí 1961 Ekkert blað er ódýrara í áskrift ea Vtsir. Látið hann færa yður fréttir og annað lestrarefui heim — án #fyrirhafuar aí ySar hálfu. — Stmi 1-16-CO. Munið, að þeir, sem gerast áskrifendur I Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið || ókeypis til mánaðamóta. Sími 1-16-60. Héfliain frá tiijsa- Hinn forni lokadagur vertíð- ••ar á Suðurlandi var í gær, 11. maí. Lokadagurinn er ekkert svipaður og hann var hér áður fyrr, jafnvel hó ekki sé farið lengra aftur í tímann en 20 ár. Við lokadagiim er þó miðað þegar gerður cr samanburður á afla hinna ýmsu skipa, enda þótt sum haldi áfram veiðum xiokkuð lengur. Að þessu sii.ni báru norð- lenzkir sjómenn sigur úr být- um. Aflakóngurinn varð Marí- tas Héðinsson frá Húsavík. Afl- aði hann á skip sitt, Héðinn frá Húsavík, 1060 lestir og er með 13 lestum meira en næsta- skip, Fákur frá Hafnarfirði undir skipstjórn Emils Þórðarsonar. Bæði skipin hafa gengið frá Hafnarfirði í vetur. Þriðja skipið í röðinni er Dofri frá Patreksfirði með 1045 lestir í landi á lokadag. Skip- stjóri á Dofra er hinn 29 ára gamli Finnbogi Magnússon afla ltóngur, sem fékk á 13. hundr- að lestir á Sæbjörgu í fyrra. Fjórði í röðinni er Óskar Ingibergsson skipstjóri á Ólafi Magnússyni með 1015 lestir. — Hann var hættur fyrir nokkr- um dögum. Hann setti einstakt aflamet í apríl og aflaði þá á sjöunda hundrað lestir á ein- um mánuði. Auk þess hefur hann lagt á land mikinn síldar- .afla í vetur. Fimmti í röðinni er Ármann | Friðriksson skipstjóri og eig- andi Helgu frá Reykcavík. Ár- ^mann var með 1014 lestir í landi á lokadag. Sjötti er Þórhallur Gíslason skipstjóri á Hamri, Sandgerði, Imeð 970 lestir. Það munar ekki 'nema 300 kílóum áafla hæstu ibátanna í Grindavík. Mb. Þor- Ibjörn, skipstjóri Þórarinn Ól- afsson er með 892 tonn en Þor- katla með 300 kílóum minna. | Það var einnig hörð keppni milli hæstu bátanna í Ólafsvík. Síðustu vikuna hefur Tiyggvi Jónsson, skipstjóri á Baldvin Þorvaldssyni verið að fikra sig upp fyrir Jónas Guðmunds- son í Valafelli. Baldvin vrar með 821,7 lestir en Valafell 813,7 1. Það má segja að Vestmanna- eyingar hafi ekki komizt í úr- slit að essu sinni og er þá Bleik brugðið. Ambassador ísiands í Grikkiandi. Hinn 5. maí sl. afhenti Pétur Thorsteinsson konungi Grikk- lands trúnaðarbréf sf.tt sem am- bassador íslands í Grikklandi, með búsetu í Bonn. Utanríkisráðuneytið, Reykjavík 8. maí 1961. í fyrradag kviknaði í liúsinu nr. 14 A við Þverveg, en þá var enginn lieima í húsinu og urðu slö-kkviliðsmenn að brjóta það upp til að komast að eid- inum. Kviknað hafði í fötum sem lögð höfðu verið við miðstöðv- arketil í kyndiklefa og var loft tekið að sviðna og sömuleiðis dúkur á gólfi á hæðinni fyrir ofan. Ekki varð samt meira úr eldsvoða þarna vegna þess hve slökkviliðið kom fljótt á vett- vang. Tjón var ekki talið mik- ið. Kristniboðsvígslan í Hallgrímskirkju: Hinir vígðu kristniboðar Gísli Arnkelsson og Kristín Guðlaugsdóttir og víglsuvottar til beggja lianda: Geiriaugur Arnason, séra Magnús Guðjónsson, Felix Ólafsson og séra Magnús Runólfsson. Séra Sigurjón t». Árnason fyrir altari, (Ljósnt. G.J.T.) Enn óvíst hvort Laos- ráðstefnan hefst í dag. Árdegis í dag var enn óvíst, að 14 þjóða ráðstefnan um Lasos gæti hafizt síðdegiá í dag eins og áformað var, Utanríkisráðherrar Bretlands og Sovétríkjanna sátu á þriðja klukkustunda fundi 1 gær- kvöldi og ræddu málið. Bíða þeir tilkynningar frá Eftirlits- nefndinni um hvort vopnahlé sé raunverulega komið á. — Dean Rusk hefur tilkynnt, að Bandaríkin taki ekki þátt í ráð stefnunni, nema öruggt vopna- hlé sé komið á. Hefjist ráðstefnan í dag munu sennilega verða rætt mest um það, hverjir skuli koma fram fyrir Laos á ráð- stefnunni, en þrjá sendinefnd- ir munu gera kröfu til þess. Dean Rusk ræddi við Home lávarð utanríkisráðherra Bret- lands og gerði honum grein fyr ir afstöðu Bandaríkjanna. icji þcrarínsson fékk iyfsölulayfið. Jóni Þórarinssyni, lyfjafræð- ingi í lyfjabúðinni Iðunni í Reykjavík liefur verið veitt veitt leyfi til að reka lyfjabúð- ina Iðunni frá 20. þ. m., en frá þeim tíma hefur núverandi lyf- sali, frú Jóhanna Magnúsdótt- ir, verið leyst frá lyfsöluleyf- inu, samkvæmt eigin ósk. Kristniboðs- vígsla i gær. í ?ær fór fram kristniboðs- vígsla í Hallgrímskirkju, og voru þar vígð hjónin Gisli Arn- kelsson og Kristín Guðlaugs- dóttir til íslenzka kristniboðs- ins í Konsó. Athöfnin fór þannig fram í fáum orðum, að séra Sigurjón Þ. Árnason flutti vigsluræðu og lagði 5 spurningar fyrir þau, sem vígð voru, og svöruðu þau ýmist með jái eða neii eftir því ,sem við átti. Felix Ólafsson kristniboði lýsti vígslu, séra Magnús Runólfsson bjónaði fyr- ir altari og loks mælti hinn ný- vígði kristniboði Gísli Arnkels- son nokkur orð. M.b. Fákur varð annar aflahæsti báturimi með 1047 lestir. Dofri varð nr. 3 með 1045 lestir. Undirbúningur að lagn'ngu nýs sæsírna frá meginlantíinu til Vestmannaeyja, er þegar haf- inn, og er vonast til að hægt verði að ljúka því verki í sum- ar, en síðar verður síminn lagð- ur þaðan alla leið t'.l Banda- ríkjanna. Þess hefur áður verið getið í fréttum, að ákveðið hefur verið að leggja nýjan sæsíma- streng frá meginlandi Evrópu 1 til . Bandarikjanna, og verður I Vestmaniiaeyjuni. hann lagður um Vestmannaeyj- ar, og mun þeim áfanga 'lolíið í sumar. Ekki er vitað hvenær hafist verður handa um lögn strengsins, en hann verður tekinn á land í Vík við Stór- höfða í Vestmannaeyjum. Það- an verður grafinn skurður fyrir strenginn í hlíðum Sæfjalls og verður þar sennilega byggt mik- ið hús fyrir öll þau tæki, sem þessu tilheyra. Bygging er þeg- ar fyrir á Stóraklifi, þar sem i núverandi talstöð er, en þar er ; erfitt með alla aðdrætti og þess vegna. mun horfið að því ráði að byggja annarsstaðar. Þá mun jafnframt unnið að stækkun og endurbótum á byggingu stöðvarhússins í bæn- um, þar sem sjálfvirka stöðin verður. Síðar mun sæsímastrengurinn lagður áfram til Bandaríkjanna, en ekki er vitað hvenær það ! verður.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.