Vísir - 13.05.1961, Page 10

Vísir - 13.05.1961, Page 10
w VlSIR Laugardaginn 13. maí 1961 ★ J.HARNALL: y ISTANBUL 17 . Jill settist í legustclinn og lagöi aí'tur augun. Gat hún gert sér von um, að greiðast mundi úr þessari flækju? Frú Pringle var komin aftur eftir tuttugu mínútur. Hún var með eina af litlu ferðatöskunum sínum í hendinni. — Hérna er það nauðsynlegasta. Hún stakk nokkrum samanbrotnum seðium í lóíann á Jill, og þær gengu saman að lágum steingarðinum. Jill brölti yfir hann og frú Pringle rétti henni töskuna. — Þarna er vegurinn, sagði hún og benti. — Og svo sjáumst við um hádegið á morgun. Verið þér sælar á meðan. — Verið þér sælar, frú Pringle, sagði Jill kjökrandi. — Og lijartans þakkir fyrir þetta allt..,. Svona-nú, ekkert kjökur lengi^r! scagði frú Pringle og potaði vísifingrinum glettnislega. — Ef þér verðið ekki glaðlegar þegar ég kem á morgun, verðum við óvinir. Munið þér það! Jill hélt af stað stígann niður að veginum. Hún leit við hvað eftir annað og veifaði til frúarinnar, sem stcð við steingarðinn og elti hana með augunum. Leiðin að kránni var styttri en hún hafði haldið. Eftir klukku- tíma hafði hún komið sér fyrir i skemmtilegu gaflherbergi með smárúðuðum glugga. Fyrir neðan var lítill garður meö gull- fallegum blómabeðum og í fjarska gat hún seð skóginn við Bradbury. | Jill varð talsvert léttari innvortis er hún hafði laugað sig og haft fataskipti. Nú sat hún niðri í borðstofunni. Henni fannst hún aldrei hafa borðað betri mat á æfi sinni. Hún þvingaði sig til að borða hægt, til þess að njóta matarins sem lengst. Og á meðari var hún að velta fyrir sér hvað frú Pringle mundi nú taka til bragðs á morgun. Hugsum okkur ef hún gæti útvegað henni vinnu! Það væri bezca lausnin — ef hún yrði sem lengst burtu frá London og Rudy ... Eftir miðdegisverðinn gekk hún um bæinn og fór upp i ásana þar í grennd og það var fariö að dimma þegar hún kom heim í herbergið sitt aftur. Hún stóð um stund við gluggann og and- J aði að sér blómailminn og angan aí nýslegnu heyi áður en hún| slökkti ljósið. Allt í einu hrökk hún við og starði út í myrkrið.1 Þarna var einhver á gangi — herðabreiður maður. Var það ekki — Rudy? Hún lokaði glugganum og aflæsti dyrunum áður en hún fór í rúmið og dró sængina upp að höku. Hún var með ákafan hjart- slátt. Jill varð lengi að sofna þessa nóttina. Hún lá tímunum sarnan í angist og kviða og staröi út i myrkrið. Það fyrsta sem hún gerði morguninn eftir var að fara á fætur og opna gluggann upp á gátt til þess að anda að sér tæru og og hressandi morgunloftinu. Henni varð litið niður á blómabeðin í garðiiium, og nú brosti hún. Það voru þá taugamar sem léku á hana og komu henni til að ímynda sér ýmiskonar fásinnu! Það er að segja: enginn vafi var á því, að háí herðabreiði maðurinn sem hún hafði séö í gær-1 kvöldi var lifandi vera. Því aö nú stóð hann bograndi þarna í garðinum, og var helst að sjá að hann væri að tina ber. En hún' varð að fullvissa sig um það aftur og aftur að þetta væri ekki Rudy.... Þegar hún stóð úti nokkrum tímum seinna og horfði löngun- araugum til Bradbury, sá hún undarlegt farartæki nálgast. Frú Pringle hafði með einhverju móti náð i hest og vagn, með háu, gamaldags ökuþórssæti. Sjálf sat hún i aftursætinu með rós- rauða sólhlíf útglennta, til þess að hlífa sér við bakandi sólar- geislunum. Vagninn nam staðar við gistihúsdyrnar, og Jill hjálp- aði gömlu konunni út úr vagninum. en ekillinn tók handtösk- una, sem hafði að geyma afganginn aí dóti Jill. Rjóð vinnukona bar töskuna upp á loft, en þær fríi Pringle og Jill settust við borð í litlu lystihúsi, og vissu dyrnar út að vegin- um. Jill var forvitin um hvaða niðurstöðu frúin hefði komist að. En hun dirfðist ekki að spyrja. — Við skulum nú byrja á byrjuninni, sagði frú Pringle. — Af ástæðum sem ég ekki þekki getið þér ekki eða viljið ekki trúa mér fyrir öllum yðar vandamálum. Og ég virði það við yður. Kannske kemur sá dagur einhverntíma að yður finnst þér geta talað afdráttarlaust við mig. En svo mikið þykist ég skilja, að það sé eitthvað, sem þér þurfið að komast sem lengst burt frá. Eða skjátlast mér? Það var auðvelt að sjá að frú Pringle átti kollgátuna, og nú hélt hún áfram, vingjarnlega: — Eins og ég hef minnst á við yður ferðast ég talsvert mikið — eins mikið og ég get. Þegar maður er einmana, eins og ég, veröur það ömurlegt að sitja alltaf heima, sérstaklega þegar maður hefur efni á að ferðast. Og nú er .ég.orðin leið á Bradbury í bili. Eg þarf að komast burt og hreyfa mig eitthvað á nýjan leik — og þess þarfnist þér líka, góða mín. Svo að mér finnst að þér ættuð að koma með mér! Hvað segið þér um að koma með mér til Hellas? — Hellas? hváði Jill eins og hún tryði ekki sínum eigin eyr- um. — Þér — þér eruð að gera að gamni yðar við mig? — Alls ekki, sagði frú Pringle og brosti. — Það stendur svo á að ég á gamla vinkonu, sem er búsett í Aþenu, af því að mað- urinn hennar vinnur þar í utanríkisþjónustunni. Mér hefur oft dottið i hug að fara þangað og heimsækja hana, en fram að þessu hefur aldrei orðið neitt úr þvi. En nú hef ég afráðiö a,ð láta verða af því. Mig hefur aiitaf langað til að sjá Akropolis. Jill tók öndina á lofti.... Þetta var eins og æfintýri úr Þúsund og einni nótt, og hún gat ekki áttað sig á að það væri satt. — Þetta er alls ekki eins merkilegt og yður sýnist, sagði frú Pringle. — Mér finnst þetta ágæt ráðning á vandamálum mín- um og yðar. Eg hjálpa yður tii að komast héðan — og þér verðið gamalli konu til aðstoðar og hjálpið henni í öllum þeim vanda, sem alltaf er ferðalögum samfara. Það vegur salt. — En.... en.... Jill hristi höfuðið vandræðalega. — Verður þetta ekki hræðilega dýrt? Frú Pringle hló þurralilátur. — Ef ég má ekki nota pening- ana mína eins og mér sjálfri likar, skil ég ekki hvað ég hef við þá að gera. Ekki get ég farið með þá í gröfina, og hvers vegna ætti ég þá að afsala mér ánægjunni sem þeir geta veitt — að- eins til þess að blessaðir ættingjarnir mínir hafi meira að berjast og bítast um þegar ég er hrokkin upp af? Ónei, mér dettur það ekki í hug. Hún hristi höfuðið, tæmdi -kaffibollann og bætti við tii að taka af skarið: —Og nú finnst mér viö liafa talað nóg um þetta! Við tölum svo betur saman þegar við komum til London.... Eric hafði komist að niðurstöðu um sjálfan sig þegar flugvélin nálgast Istanbul. Hann hafði afráðið að sökkva sér niður í starfið og reyna að gleyma öllu öðru, þar á meðal Jill. Það var bezta ráðið til að ná sér eftir þetta þunga áfalí Þegar Thomas P. Aston hafði afráðið að stofna útbú í Istan- bul, hafði hann sent einn duglegasta manninn í skrifstofunni í Róm, Peter Blount, til Tyrklands til þess að arinast allan undir- búning. Hann haföi leigt skrifstofuhúsnæði, hann hafði ráðið starfsfólk — og hann hafði lika náð í lítið einbýlishús handa Eric í Evrópuhverfi borgarinnar. Þegar flugvéiin lenti stóð Peter Blount í biðsalnum næst vega- bréfaeftirlitinu til að bjóða unga forstjórann sinn velkominn. Bíllinn hans stóð fyrir utan og hann spurði- Eric hvort hann vildi heldur aka beint heim i bústaðinn og síðan til skrifstof- unnar — eða öfugt. Eric var á báðum áttum. — Eg held ég verði að sjá skrifstoíuna fyrst, sagði hann.... Blount sagði honum, á leiðinni inn í borgina, frá imdirbún- ingnum, sem hann hefði gert, og gaf honum ýmiskonar upplýs- R. Burroughs -TARZAM- 3801 Clyde Phipps, útgefandi tímaritsins „Frumskógasög- ur“ var æstur er hann ræddi við starfsmann sinn og fé- laga, sem hét Don Reed. Héma höfum við ei til vill 'HERE IS THE FOSSISIUTV OFA SEMSATIONAL STOKV, K.IGHT FgQA\ THE HEAIC.T OF AFglCA--" æsandi sögu, beint úr hjarta , Afríjtu og éf við getum sann LBÖ að hén sé sönn .getum við "IF WE CAN PKOVE THAT IT'S TSIUE.GET EXCLUSIVE FICTUKES- WE'LL FOUSlE OUK. CIKCULATION'/ tvöfaldað upplágið af tíma- ritinu. * fi KVÖLGVÖKUNNI M - : - -y Móðirin áleit að rannsaka ætti hvort litla stúlkan hennar hefði einhverjar óeðlilegar hneigðir, svo að hún fór með hana til sálfræðings. Á meðal þess sem hún var spurð um var þetta: — Ertu piltur eða stúlka? — Piltur, svaraði litla stúlk- an. Sálfræðingurinn varð dálítið hvumsa yfir þessu og reyndi aftur; — Þegar þú vex upp ætlarðu þá að verða karlmaður eða kona? — Karlmaður, sagði litla stúlkan. Þegar þær voru á leiðinni heim aftur spurði móðirin: — Hvers vegna svaraðirðu mann- inum svona undarlega, upp- á það sem hann spurði þig að? Litla stúlkan rétti úr sér -og sagði full af sjálfsvirðingu:.— Hann.var svo mikill bjáni, sagði hún. — Fyrst hann spurði mig að svona vitlausum spurningum var eg staðráðin í að svara vit- leysum. Hann gat ekki leikið á mig. ★ Gesturinn: — Á hún systir þín von á mér í kvöld? Lítill drengur: — Já. Gesturinn: — Hvernig veiztu það? Lítill drengur: — Hún er farin út dg verður úti í allt kvöld. PAA-þotur um Keflavík. Hinn 4. maí breyttist flug- áætlun Pan American félagsins og verður flogið beint frá New York um Keflavík með DC7C flugvélum alla fimmtudags- til Glasgow og London. Sömuleiðis er flogið til baka fimmtudagskvöld og er komið til New York á föstudagsmorgn- um. Þar sem London er miðstöð Evrópuflugsins hjá PAA getur, Pan American. nú gefið farþeg- um héðan kost að að fara á- fram frá London til flestra stórborga meginlandsins með hinum risastóru farþegaþotum Pan Am Baeing Intercontirien- tal og DC 8 C án aukagjalds. I Frá London hefir Pan Am einnig 'flugferðir til austur- landa, Bandaríkjanna og kring- um hnöttinn, hvort heldur fíog- ið er austur eða heimskauta- flugið vestur, býður PAA. lægstu IATA fargjöld á öljum flugleiðum og ekkert aukagjald þótt flogið sé með þotum yfir meginlandinu. Fyrir þá farþega, sem eiga bókað framhaldsflug með Pan Am til meginlandsins sér félag- ið um uppihaldskostnað í allt að einn sólarhring. Farmiðar Pan Am keyptir x íslenzkum ki-ónum gilda með hvaða flugfélagi sem er um allan heim. Aðalumboðsmenn PAA á íslandi eru G. Helgiason & Melsted h.f.. Háfnarstr.v,19.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.