Vísir - 19.05.1961, Blaðsíða 6

Vísir - 19.05.1961, Blaðsíða 6
6 VlSIB Föstudaginn 19. maí 1961 VISIR DAGBLAÐ Útgefan*: BLAÐAlJTGÁFAN VtSIR H.F. Vísir kemur út 300 daga á ári, 12 blaðsíður daglega. Ritstjórar: Hersteinn Pálsson og Girnnar G. Schram. Ritstjómarskrifstofur eru að Laugavegi 27, en aðrar skrifstofur að Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofumar eru opnar frá kl. 8,30—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (fímm línur). Vísir kostar kr. 30,00 í áskrift á mánuði. Félagsprentsmiðjan h.f. — Edda h.f. Kafbátar og þjóðlygi. Yfirlýsing bandariska flotaforingjans R. L. Dennison um vamir Islands hefir valdð mikla og verðskuldaða athygli. Flotaforinginn, sem er yfirmaður Atlantshafs- flota NATO, vék að því sem oft áður hefir verið greint frá, að Island er ómissandi hlekkur í vamarkeðju Norður Atlantshafsins. Annað sagði hann einnig, sem allir virðast vita nema kommúnistar, að hlutleysi er hugtak, sem heyrir fortíðinni til. Það er ekki lengur hægt að vera hlutlaus í styrjöld, allra sizt fyrir þjóð, sem byggir jafn hemaðarlega mildl- vægt land og Island. Eins og Hannes Pétursson skáld vék að í ágætri grein í Morgunblaðinu í gær þá má það furðu sæta ef kommúnistum sjálfum er ekki ljóst að hlutleysið er engin vöm og úrelt hugtak. Þeir hrópa á hlutleysi ein- ungis vegna þess að sem góðir kommúnistar vilja þeir að landið sé opið svo það megi verða gert að rússneskri herstöð á einni nóttu, ef Sovétríkin kynnu að telja 6ér hag í því. Shk sauðargæru-pólitík er ekki líkleg til þess að blekkja þjóðina, enda mátti sjá það í Keflavíkurgöngunni, jafnt sem á háðungarfundinum við Stjómarráðið, að í hópi „hemámsandstæðinga“ em þeir velflestir sem flokkskír- teinið bera upp á yasann. Ein er sú spuming, sem „hemámsandstæðingar“ hafa aldrei svarað þótt þeir láti sem þeir beri frelsi og sjálf- stæði þjóðarinnar mjög fyrir brjósti: hvort ekki sé hálfu líklegra að jafn hemaðarlega mikilvægt land og Island verði vígvöllur ef það er óvarið agn, auðunnið þeim hem- aðaraðilanum, sem fyrri verður til komunnar. Reynsla síð- ustu styrjaldar sýndi ótvirætt, að árásarmaðurinn hikar, þegar hann veit að andstæðingurinn er við öllu búinn. Heimsókn flotaforingjans er um enn annað merkileg. Iíoma hans og yfirlýsing hefir orðið til þess, sem reyndar telst nú ekki lengur til tíðinda, að opinbera ósannindi Þjóð- viljans. Það fróma blað hafði sagt öllu landsfólldnu að hú ætti að koma upp kafbátastöð í Hvalfirði og skjóta þaðan Polaris eldflaugum, væntanlega i austmátt. Auðvitað hefir þetta aldrei komið til greina og flotaforinginn gaf um það skýr svör. Islenzk tunga geymir orðið þjóðlygi. Það er stórt orð og sterkrar merkingar, en það er ekki ofmælt að skrif Þjóðviljans í pólitík em þjóðlygi. Sögur eru spunnar upp, sem ekki er flugufótur fyrir, menn em rúnir mannorðinu án jæss að hafa nokkuð til saka unnið. Þannig er ícomið ])ví blaði, sem ber nafn hins vandaða málgagns Skúla Thoroddsen. Það er ekki heiðarlegt baráttutæki í viðsýnni landsmálabaráttu, svo sem blað Skúla var, heldur málgagn Jjjóðlyginnar. Það er hvort tveggja í senn: soramark á íslenzkri menningu og sorglegur vottur um það hve austan- trúin fær svipt gegna menn skynseminni. Jarðýtumenning. Castro hefir boðist til að láta fangana frá innrásardög- unum lausa úr dyflissunni ef Bandaríkin afhenda honum 500 jarðýtur. Þessi furðulega kaupmennska minnir á til- boð nazistanna, sem ekki var tekið, að framselja eina milljón gyðinga fyrir tíu þúsund vörubifreiðir. Hér er sama virðingarleysið fyrir mannslífinu á ferðinni; í hinni kúb- önsku byltingu er einstaklingurinn metinn sem gjaldmiðill á vinnuvélamarkaðnum. En meðal annarra orða, hve skyldi Castro sjálfur vera margra jarðýta virði? Veðursæld og vesturhæ- ingar í höfuðhorg Evrúpu Hér var fyrir nokkru í stuttu orlofi eini íslenzki starfsmaðurinn hjá Evrópu- ráðinu í Strassborg, Pétur Guðfinnsson, sem þar hefir starfað í tæp sex ár. Frétta- maður Vísis hitti hann að máli skömmu áður en hann hélt aftur utan og leitaði viðlal dagsin§ frétta af dvöl hans og starfi í Strassborg. — í hverju er starf þitt fólgið? — Eg vinn í deild þeirri, sem annast starfsmannahald Evrópuráðsins, bæði ráðn- ingar, tilfærslur og stöðu- hækkanir og fjallar um vel- ferð starfsliðsins almennt. Alls eru um 400 manns að staðaldri við stofnunina, en á þingum er öðru eins bætt við af lausafólki. Helmingur starfsliðsins eru útlendingar í landinu, sem þeir dveljast í, og þarf að hjálpa þeim við að leysa margvísleg vanda- mál í sambandi við dvöl þess og aðlögun í landinu. — Á hvaða sviðum starfar Evrópuráðið helzt? — Ráðið hefir látið marg- vísleg mál til sín taka, svo sem félagsmál, efnahagsmál, lögfræðileg málefni, flótta- mannamál, sveitastjórnar- mál og síðast en ekki sízt mannréttindamál og menn- ingarmál. — Eru einhverjir íslenzkir stúdentar við nám í Strass- borg? — Nei, eg veit ekki til þess, að þar hafi nokkru sinni verið við nám íslenzk- ur stúdent, utan einn guð- fræðinemi hluta úr vetri. Þó að hásólinn þar sé gömul og virðuleg stofmm ogveiti hina ágætustu menntun í mörg- um greinum, þá er það nú svo, að flestir íslenzkir stú- dentar, sem til Frakklands halda, fara til Parísar í Svartaskóla. Þar var eg fyrst við nám í frönsku og bók- menntum, en svo fór eg til Grenoble og lauk námi í stjómvísindum við háskól- ann þar. íslenzkum stúdentum fækkar nú heldur í Frakk- landí, og kemur tvennt til að eg held: Mörgum er tungumálið þrándur í götu — og svo er tíltoíulega dýrt að vera í Frakklandí, sér- staklega í París. En eg held, að enginn sjái eftir að nema við franska háskóla. f Strass- borg eru 6000—7000 stú- dentar. Þar er höfuðstöð ger- manskra fræða í Þýzkalandi Kennarinn í forngermönsku er prófessor Charier, sem alltaf hefir haft mikinn áhuga á íslenzku. Aukadokt- orsritgerð hans fjallaði um kenningar í íslenzkum fom- kvæðum. Stúdentum hans þykir nóg mn, hve mikla áherzlu hann leggur á ís- lenzku í kennslu sinni. — Það væri fróðlegt að heyra eitthvað um borgina og Alsace-héraðið — og um fólkið þar, sem hefir verið bitbein tveggja stórvelda á liðnum tímum. — Já, héraðið hefir mátt muna tvenna tímana og fleira þó. Hið opinbera nafn þess og borgarinnar hefir ýmist verið á frönsku eða þýzku, Alsace eða Elsass,, Strasbourg eða Strassburg, eftir því hvoru ríkinu það laut. Nafn borgarinnar er ævafomt, þýðir víst Strætis- borg eftir hinum miklu veg- fslendingar í heimsókn hjá Evrópuráðinu í Strassbourg: Hálfdán Sveinsson bæjarstjóri á Akranesi, Gunnar Thor- oddsen fjármálaráðherra (þá borgarstjóri í Reykjavík), og Jónas Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sambands ísl. sveitarfélaga. T. h. er Pétur Guðfinnsson að segja frá störf- um ráðsins. Pétur Guðfinnsson. um, sem Ágústus keisari í Róm lét leggja á þessum slóðum. Borgin hefir sér- stöðu meðal franskra borga svo sem að líkum lætur. Þeir eru ekki mikið fyrir nýungar í byggingarstíl, fastheldnir á gamla stílinn, vilja ekki eyðileggja sam- ræmið, sem ríkt hefir um aldir. Sé hús byggt í gömlu borginni, er það haft í stíl við þau, sem fyrir eru. Það minnir mig reyndar á það, sem gerðist nýlega í París, er stórhýsi var rifið og ann- að byggt í staðinn. Það var svo sem allt nýtízkulegra og þægilegra að innan en hið gamla. En framhlið nýja hússins var hlaðin með sama hætti og gamla húsið og með múrsteinum úr þvi, svo að eiginlega var ekki hægt sjá sj að utan, að þar væri kom- ið nýtt hús. Strassborg er vinaleg borg og veðursæld er þar með af- brigðum. Skjólið skapast af því, að hún er í kvos milli tveggja fjallgarða. Hún er fjórða mesta hafnarborg Frakklands, þótt einkenni- legt virðist. Frægust bygg- ing í borginni er dómkirkj- an með 142 m háum turni. Byrjað var að byggja hana á 11. öld og stóð smíðin fram á þá 15. Þessi turnháa gotn- neskja kirkja er reyndar ekki aðeins höfuðprýði borg- arinnar, heldur eins konar verndartákn hennar. Lista- verkin, sem skreyta hana að utan og innan fá margan listunnandann til að gleyma stað og stund. Húsin í gömlu hverfunum eru með risi og göturnar liðast allavega um borgina. — Hvað er helzt um at- vinnuvegina að segja? — í Strassborg sjálfri eru stundaðar flestar tegundir iðnaðar, svo sem málmiðn- aður, efnaionaður, sútun og Framh. á 9. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.