Vísir - 19.05.1961, Qupperneq 7
Föstudaginn 19. maí 1961
VÍSIR
7
Jarðnesk gæði falla
ekki af himnum ofan.
JEftir Einar /4 sm ttn tÍssfÞ n hrl.
STYRKIR og aftur styrkir til
atvinnugreina, er þaS sem
mjög hefur borið á í íslenzkum
efnahagsmálum nú síðustu ár-
in. Orðið „uppbætur“ hefur
líka ekki verið sjaldan nefnt.
Þetta er ekki eingöngu ís-
lenzkt fyrirbæri. í ýmsum ná-
grannalöndum hefur styrkja-
stefnan svonefnda, verið tíðk-
uð, en menn eru þar sem óðast
að hverfa frá henni. Ekki hef-
ur alltaf verið eindregið stefnt
að því að hver atvinnuvegur
gæti staðið á eigin fótum. Það
hefur þótt sjálfsagt að ríkið
kæmi til skjalanna, en hvað
er „ríkið“ í þessu sambandi
annað en almenningur og það
sem hann á af eignum? Menn
hafa vanist á, að líta á „ríkið“
sem einhverja sjálfstæða per-
sónu, sem stæði fyrir utan og
ofan allt, og undir öllu ætti að
standa. Menn hafa ekki gætt
þess að „ríkið“, í því samhengi,
sem hér er um það rætt, bygg-
ist að mestu leyti á því, sem
Pétur og Páll borga því í skatta
og skyldur.
Hvaðan
kemur féð?
Eins og áður hefur verið rit-
að, hefur styrkjakerfið í ýms-
um myndum, verið það sem
landsfeðurnir hafa gripið til á
seinustu árum. Það hefur verið
framkvæmt á ýmsa vegu, og
er ekki tiltækilegt í takmörk-
uðu máli, að sýna allar þær
myndir, sem það hefur birst í.
En tökum einfallt dæmi af
því hvernig styrkjastefnan
verkar. Hugsum okkur að með
ríkisvaldboði sé ákveðið að t.
d. bændur eigi allt í einu að fá
10% hærra verð fyrir vörur
sínar á innlendum markaði. Nú
er það svo, að þar sem frjáls
búskapur ríkir er verðmynd-
unin á opnum markaði það sem
gefur greinilegasta bendingu
um framleiðsluna sjálfa og
neyzluna. Þegar valdboð koma
til sögunnar, er ekki lengur
hægt að reiða sig á þetta „baro
meter“ ■ verðlagsins.
Ef tiltekin atvinnustétt fær
með valdboði .verð afurða sinna
hækkað t.d. um 10% til neyt-
enda er augljóst að þessi at-
vinnustétt fær að minnsta kosti
í bili mikið fé í aðra hönd. En
hvaðan kemur þessi fjárhæð?
Jarðnesk gæði falla ekki af
himnum ofan. Þó slíkur „styrk
ur“ sé látinn af hendi hefur
hann ekki í för með sér aukna
framleiðslu. Langoftast er það
svo, að sú stétt, sem átti að
auðga með valdboði, missir óð-
ar en varir, það sem hún fékk,
niður um greipar sér, eins og
lúku af sandi. Verðhækkunin
kemur niður á neytendum. Og
hvað gera þeir svo? Þeir grípa
til ýmissa ráða. Oftast hefur þó
orðið fyrst fyrir að launafólk
hefur krafist hærri launa. Vísi-
tölukerfið gamla þekkja allir
og þarf ekki að kynna það hér.
Launahækkanirnar valda svo
aftur hækkuðu vöruverði. Þá
myndast skrúfa sem algeng er
í okkar þjóðfélagi. Það er verð
bólgan sem líka étur upp þá
auðgun, sem veita átti tiltek-
inni atvinnustétt eins og vikið
er að hér að ofan.
Það er mjög nauðsynlegt, að
allir geri sér ljóst, að „ríkið"
getur ekki auðgað einhverjar
tilteknar stéttir þjóðarinnar
með valdboði „ofanað“. Það
eru ekki ströng valdboð ríkis-
stjórna um styrki, uppbætur
og annað því um líkt, sem skap-
ar velmegun heldur aukin
framleiðsla og ekkert annað.
Aukin framleiðsla er hin eina
og sanna undirstaða velmegun
ar alls almennings. Þetta ef ó-
mótmælanleg staðreynd.
Minnkuð neyzla.
í þessu sambandi er að ótal-
mörgu að gá, sérhver verð-
hækkun hefur áhrif á neyzlu
varanna eða hve mikið er
keypt. Ef um vöru er að ræða
sem er ekki bráðnauðsynlegt,
eða hægt að draga við sig kaup
á henni, hefur hækkað verð í
för með sér minnkandi kaup.
Það þarf ekki að vera um lítt
nauðsynlega vöru að ræða til
að hækkað verð dragi ekki úr
neyzlu. T. d. hefur verðhækk-
un á kjöti mikil áhrif í þá átt
að minka neyzlu þess. Neytend
ur snúa sér í aðrar áttir, og þá
verður, hjá okkur, fiskurinn
fyrst fyrir. Fleira getur líka
komið til greina í þessu sam-
bandi. Þetta þekkja húsmæð-
umar, sem oft hafa ekki nema
úr takmörkuðu fé að spila.
Allt það, sem hér hefur ver-
ið skráð að ofan, sýnast sjálf-
sagðir hlutir og einhver spyr
jafnvel af hverju sé verið að
skrifa um svona augljósar stað
reyndir.
Menn skyldu þó ekki halda
að landsstjómin hafi gripið til
styrkja og uppbóta vegna þessa
að flestar þeirra hafi ekki gert
sér það ljóst að sú braut sem
farin var, liggi raunverulega
út í ófærur.
frjásræðis.
Höft í stað
Meinið var að allur búskap-
urinn var byggður á skökkum
grunni, líkt og þegar bóndi set-
ur óvarlega á eða útgerðarmað
ur byggir rekstur sinn á röng-
um forsendum. En ríkisstjórn-
irnar þurftu í neyð sinni til
einhvers að grípa og þá óð
styrkjastefnan uppi, höft í
stað frjálsræðis.
Þegar það ástand hefur ríkt
á löngu tímabili að aðalatvinnu
stéttir landsins, hafa notið
styrkja í einhverri mynd, þá
er síst úr vegi að minnast þess
að verzlunarstéttin hefur
aldrei notið styrkja eða ríkis-
hjálpar á nokkurn hátt. Hér
mundi ekki eytt orðum að
þessu nema vegna þess að
styrkjastefnan hefur vaðið
uppi eins og raun ber vitni um.
í sambandi við þetta er að
lokum rétt að víkja að tveim
staðreyndum í sambandi við
styrkjastefnuna, en báðap væru
í rauninni efni í sjálfstæðar
greinar. Jafnframt því sem
verzlunarstéttin hefur ekki not
ið styrkja er þess að geta að
ýmsar ráðstafanir sem gerðar
hafa verið til hjálpar öðrum
atvinnugreinum hafa beinlín-
is komið niður á verzluninni,
og valdið henni erfiðleikum.
Má í því sambandi benda á,
þau viðskipti sem eru flutt til
fjarlægra landa og gömul við-
skiptasambönd rifin upp með
rótum, eins og oft á sér stað
þegar verzlun hefur verið færð
í stórum mæli frá vestri til aust
urs. Þeir sem utan við standa
eiga vafalaust bágt með að
skilja alla þá örðugleika sem
því fylgir að flytja sig þannig
til, afla nýrra sambanda o.s.
frv., en inn á það verður ekki
lengra farið. Þetta hefur valdið
verzlunarmönnum miklum erf
iðleikum. Líka má minnast á
jafnvirðiskaupin í þessu sam-
bandi, en þau eru skyld þessu.
Þetta eru aðeins fá dæmi af
mörgum.
AÐALFUNDUR fslenzk-amer-
íska félagsins í Reykjavík var
nýlega haldinn. Ritari félags-
ins, Njáll Símonarson, flutti
skýrslu stjómarinnar og
greindi frá helztu störfum fél-
agsins á liðnu starfsóri.
Svo sem jafnan áður hefur
það verið þyngst á metunum
hjá félaginu að greiða fjrrir
námsmönnum, sem farið hafa
til Bandaríkjanna, með útveg-
un námsstyrkja svo og annast
ýmsa aðra fyrirgreiðslu, er þar
að lýtur.
í Bandaríkjunum er starf-
andi merk stofnun, sem nefnist
American Field Service. Þessi
stofnun er orðin að góðu kunn
hér á landi, því undanfarin
fjögur ár hefur haldizt góð sam
vinna með henni og íslenzk-
ameríska félaginu. Hefur félag
ið frá öndverðu haft milli-
göngu um útvegun náms-
styrkja fyrir framhaldsskóla-
nemendur á aldrinum 16 til 18
ára til eins árs náms við
menntaskóla í Bandaríkjunum.
Á þeim fjórum árum, sem ÍAF
hefur annazt fyrirgreiðslu í
sambandi við þessar styrkveit-
ingar, hafa alls 37 íslenzkir
nemendur hlotið styrki frá
AFS. í vetur hafa 12 ungir
námsmenn dvalið vestra á veg-
um samtakanna, og er það
stærsti hópurinn, sem þangað
hefur farið héðan að heiman í
einu. Eru þessir nemendur
væntanlegir aftur til íslands á
miðju sumri.
Þá var tveimur íslenzkum
stúdentum veittur styrfnir til
Hitt er svo það hvernig
styrkjastefnan hefur orðið tu
þess að gera marga andvara-
lausa í sambandi við rekstur
sinn. Vegna styrkjanna hafa
margir freistast til að láta allt
vaða á súðum í rekstrinum,
þegar þeir vissu að „ríkið“ i
stæði á bak við og borgaði íjrús
ann. Þetta sjónarmið hefur
verzlunarstéttin aldrei haft.
Hún hefur alltaf orðið að gæta
fyllstu varúðar og hagsýni um
allan rekstur, því annars
mundi illa fara. Þar hefur ékki
verið upp á styrki að hlaupa,
heldur hið gagnstæða. Til verzl
unarstéttarinnar hafa engin
gæði fallið af himnum ofan,
heldur hefur hún orðið að
standa á eigin fótum.
Styrkjastefnan er böl sem
samrímist ekki frjálsum bú-
skaparháttum. Með nýjum tím
um og nýjum mönnum er nú
hafist handa um að afmá hana
með öllu, og mun þá takast ef
rétt er á haldið.
háskólanáms í Bandaríkjtmum
á sl. ári fyrir milligöngu félags
ins, sem hafði samvinnu við
menntastofnanir vestra um út-
hlutun styrkjanna.
Eins og undanfarin ár hefur
Íslenzk-ameríska félagið geng
ist fyrir því að koma ungum
íslendingum til verknáms í
Bandaríkjunum. Er hér um að
ræða fyrirgreiðslu, í samvinnu
við American-Scandinavian
Foundation, um útvegun starfs
um eins árs skeið í Bandaríkj-
unum fyrir þá, sem hug hafa á
að afla sér frekari þjálfunar og
kynna sér nýjungar í starfs-
grein sinni. Tveir íslendingar
hlutu verknámsstyrki að þessu
sinni og dvelja nú vestra.
Svo sem mörgum mim kunn
ugt voru hinir svonefndu Britt
inghamstyrkir einhverjir þeir
beztu námsstyrkir, sem ÍAF
hafði völ á að útvega. Við frá-
fall Mr. Thomas E. Britting-
ham, en hann lézt snögglega á
sl. ári, var höggvið stórt skarð
í hóp hinna beztu velgerða-
manna íslenzkra námsmanna.
Mr. Brittingham kom fjórum
sinnum til íslands og valdi þá í |
samvinnu við ÍAF 16 íslenzka
stúdenta sem hann kostað! síð
an til náms í Bandaríkjunum
með ríflegum fjárframlögum.
Mun óhætt að fullyrða, að eng
inn útlendingur hafi fyrr né I
síðar sýnt slikan rausnarskap
og höðingslund til stuðnings ís-
lenzkum námsmönnum við
nám erlendis. Verður þessa j
mæta manns lengi minnst með
♦Framh. á 9. síðu. \^r'
Hér sést James K. Penfield, hinn nýi ambassador Bandaríkjanna
hér á landi, (annar frá hægri), er hann vinnur embættiseið
sinn í Washington. Yztur til hægri er Edward J. Sparks, sem
þá vann eið sem sendiherra í Uruguay.
Islenzk-ameríska félagið
greiðir fyrir námsmönnum.
Gunnar Sigurðsson kjörinn
formaður.