Vísir - 19.05.1961, Blaðsíða 12
Ekkert bíað er ódýrara í áskrift en Vísir.
Látið hann færa yður fréttir og annað
lestrarcfni heim — án fyrirhafnar af
yðar hálfu. — Sími 1-16-60.
irf sir.
Föstudaginn 19. maí 1961
Munið, að þeir, sem gerast áskrifendur
Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið
ókeypis til mánaðamóta.
Sími 1-16-60.
Hannes Pétursson hlaut bók-
menntaverðlaun Gunnars.
Gaf þau til útgáfu ritgerðasafns
um Fjallkirkjuna.
Fundur Kennedys og Krúsévs
Opinber tllkynning væntanleg í dag.
Hanncs Pétursson. Myndin var
tekin við úthlutun verðlaun-
anna í gær.
Sir Edmund Hillary, fjalla-
garpurinn frægi, hefir fengið
heilablóðfall í Himalajafjöllum.
Hann er með leiðangri norð-
austan til í Nepal og er tilgang-
urinn að athuga áhrif súréfnis-
leysis á menn alment, afkasta-
getu og þess háttar. Fékk Hil-
lary létt heilablóðfall, sem kall-
að er, fyrir 10 dögum — fréttir
fara ekki hratt þar um veglaus
og símalaus fjöll — og hefir
Milljón Rússa skoða
brezkar vörur.
Maudling verzlunarráðherra
Sovétríkjanna opnaði brezka
vörusýningu í Moskvu í fyrra-
dag.
Hún er hin mesta sem Bretar
hafa haldið erléndis og hin
mesta sem nokkurn tíma hefur
verið haldin í Sovétríkjunum.
Rússneska útvarpið telur, að
yfir milljó Rússa muni sjá
hana, og þeirra meðal verði
Krúsév sjálfur. — Þá er sagt,
að iðnaðarsérfræðingar frá öll-
um kommúnistalöndum Evrópu
og Kína myndu koma á sýning-
f gær, á afmælisdegi Gunn-
ars Gunnarssonar skálds voru
í fyrsta sinn veitt bókmennta-
verðlaun Gunnars Gunnarsson-
a,r að upphæð 50 þús. krónur,
en til þeirra var stofnað af
Helgafelli á sjötugsafmæli
Gunnars, 18. maí 1959. Hannes
Pétursson skáld hlaut verð-
Iaunin.
Strax þá er Tómas Guð-
mundsson hafði birt honum tíð-
indin og óskað honum til ham-
ingju, tilkynnti Hannes, að
hann gæfi verðlaunin til út-
gáfu á ritgerðasafni um Fjall-
kirkju Gunnars, eina hinna
miklu bóka okkar íslendinga,
eins og hann komst að orði.
Það má vera að mönnum þyki
þessi ákvörðun mín brosleg
sveitamennska, en 1959 voru
mér veitt há bókmenntaverð-
laun A. B. Mér hefur alltaf þótt
Fjallkirkjan eitt dásamlegasta
skáldverk okkar, sagði Hannes.
verið lagt af stað með hann til
byggða. Hann var í 14 þús. feta
hæð, er þetta kom fyrir og
verður hann fluttur á kviktrjám
til Katmandu, þar sem læknar
munu athuga heilsu hans mjög
vandlega. Leiðangur hans held-
ur áfram störfum og mun einnig
reyna að klífa Makalu-tind —
27.790 fet — undir stjórn ann-
ars manns.
Málverkasýning verður opnuð
í Hafnarfirði í dag, og auðvitað
er það sjómaður og málari
þeirra Hafnfirðinga, Sveinn
Björnsson, sem þar á liönd að
verki.
Það má til nýlunda teljast,
að Sveinn, sem hingað hefir
aðeins sýnt olíumyndir, sýnir
að þessu sinni aðeins vatnslita-
myndir. Ekki hefir orðið veru-
leg breyting á fyrirmyndum,
það er hafið, fjörðurinn, hraun-
ið utan við hraunið og affara-
veg. Myndirnar eru alls 40, og
R'Vn?1"' vsrður or“>ii?5 f dac kl
Sjálfur mun ég velja menn til
þess að rita um Fjallkirkjuna
og mun þá velja unga menn að
öðru jöfnu.
f greinargerð dómnefndar
segir, að Hannesi séu veitt
verðlaunin „fyrir mikilsvert
framlag til íslenzkrar Ijóðlist-
ar. Hannes Pétursson er ungur
maður, en hefur þegar gefið út
tvær merkar Ijóðabækur,
Kvæðabók og í sumardölum.
Báðar þessar bækur bera ótví-
ræðan vott um þroskaða skáld-
gáfu og öruggan persónulegan
stíl. Jafnvægi og festa, djúp-
stæð og fáguð ljóðræn tilfinn-
ing, hóglát, dramatísk frásagn-
argáfa og sérkennilegt ímynd-
unarafl einkenna skáldskap
Hannesar. Hann hefur auðgað
hefðbundin íslenzk listform að
nýjum tilbrigðum og gætt
söguleg yrkisefni nýjum hug-
blæ. Hannes Pétursson er
Framh. á 4. síðu.
Nýr bóndi í
Æðey.
ísafirði í gær.
ÆSey í Snæfjallahreppi hefir
löngum verið mikið höfuðból
og ein mesta varpjörð landsins.
Undanfarið hafa búið í Æðey
systkinin Ásgeir, Halldór og
Sigríður, börn Guðrúnar Jóns-
dótur og Guðmundar Rósin-
kranssonar. Tóku systkinin við
búi af móður sinni og hafa búið
við rausn og sæmd. — Þau
systkinan hafa nú selt Helga
Þórarinssyni frá Látrum eign-
arhlut sinn í Æðey og flytur
hann á jörðina á morgun. —
Am.
4 síðdegis. Hún stendur til
mánaðamóta og verður opin
dag hvern frá kl. 14—22.
Fundir feyfðir á
ný í Kenya.
Landstjórnin í Kenya liefur
aftur Ieyft fundahöld í landinu.
Stóð það stutt og er auðsætt,
að ólgan í landinu er ekki eins
mikil og hún virtist vera eftir
fréttum að undanförnu að
dæma.
John F. Kennedy Bandaríkja
forseti kom heim í gærkvöldi
að aflokinni tveggja daga opin-
berri heimsókn í Kanada. —
Haft var eftir embættismönn-
um í Washington í gær, að
vænta mætti opinberrar til-
kynningar „innan sólarhrings1*
um fund Kennedys og Krúsévs.
Reynist þetta rétt verður
birt opinber tilkynning í dag
þess efnis, að þeir muni koma
saman í Vínarborg 3. eða 4.
júní.
Fullyrt er í Washington, að
afstaða Kennedys sé, að þetta
skuli vera óformlegur viðræðu-
fundur, þar sem þeim gefst
tækifæri til persónulegra
Um þcssar mundir er verið
að flytja Blindrahcimilið og
vinnustofur þess ( ný og betri
húsakynni.
Síðan 1944 hafa vinnustofur
Blindrafélagsins verið til starfa
á Grundarstíg 11. Það hefur
ætíð verið óskadraumur félags-
ins að eignast rúmgott húsnæði
yfir alla starfsemi félagsins.
Þessi draumur hefur nú að
nokkru rætst.
Blindrafélagið hefur komið
upp annarri álmunni af tveim-
ur í nýju stóru hýsi í Hamra-
hlíð. Þetta er minni álma húss-
ins, en sem þegar kostar um
3.3 milljónir. Þarna eru rúm-
góðar og bjartar vinnustofur
og íbúðir og herbergi, skrif-
stofa og sölubúð. Álman er
Aftur flogið
til Nigeriu.
Nigeria hefur aftur leyft
frönskum flugvélum og skipum
að koma til landsins.
Er það gert að beiðni þriggja
Afríkulanda, sem eru fyrrver-
andi franskar nýlendur, og
hafa orðið hart úti vegna
bannsins, en það var sett í mót-
mælaskyni við kjarnorku-
sprengingar Frakka í Sahara.
Vísindamaður -
Framh. af 1. síðu.
til vinnu og brá sér frá, án
nokkurra skýringa.
Það er eins og jörðin hafi
gleypt hann og eru uppi get-
gátur um það hvort hann hafi
tapað sér — eða brugðist trún-
aði og horfið á vist með kom-
múnistum, en mikilvægt þykir
auðsæilega að ná honum, sé
hann enn í landinu.
kynna og til þess að kynnast
skoðunum og sjónarmiðum
hvor annars, en alls ekki komi
til neinna samkomulagsum-
leitana.
Úti um heim er víða litið svo
á, að það geti orðið til bóta, að
þeir hittust Kennedy forseti og
Krúsév, með tilliti til framtíð-
ar viðræðna og sambúðar, en
viðræðurnar, þótt óformlegar
verði geti orðið til þess að
greiða fyrir, að mál þokist á-
fram, tvo sem á ráðstefnunni i
Genf um kjarnaorkuvopn og
bann við tilraunir með þau, en
þar hefur allt staðið í stað und-
angengnar vikur.
þrjár hæðir og kjallari. Kjall-
arinn er 300 ferm. og hæð-
irnar 250 ferm.. Alls er bygg-
ingin 3.200 rúmmetrar.
Bygging hússins hófst 1957
og hefur staðið yfir síðan með
hjálp ríkis, bæjar og vinveitra
einstaklinga.
Húsið verður til sýnis i dag
frá kl. 17—22.
Deilan um
uppfinningamar -
Framh. af 11. síðu.
kjör almennings, en það er
erfitt fyrir menn í vestræn-
um löndum að líta þar sömu
augum á.
Valdhafar þjóðar, sem
vilja fá erlendar þjóðir til
þess að trúa því, að hennar
menn hafi forustuna á öll-
um sviðum vísinda, verða að
leggja fram sannanir fyrir
að svo sé. Þá kröfu verður
að gera, en það hafa þeir alls
ekki gert — og ekki einu
sinni lofað að gera það. Með
þessu er ekki verið að gera
lítið úr þeim afrekum, sem
sovézkir vísindamenn hafa
unnið og sannanleg eru, og
heldur ekki þeim. sem ófull-
nægjandi og mótsagnakennd
ar upplýsingar eru um, og
má þar til nefna, að menn
bíða enn ítarlegra upplýs-
inga um vísindalegan árang
ur af geimferð Gagarins.
Þær kunna að koma. En það
er breitt óbrúað bil milli
hinna miklu tæknilegu af-
reka og hinna smærri í þágu
alls almennings Það kann
að verða brúað — en þð
bendir margt til, að það
verði óbrúað um langan ald-
ur. .4
Hillary fékk „létt" heila-
blóðfall í Himalajafjöllum
Verður borinn til Katmandu
í Nepal.
Sveinn Björnsson opnar
sýningu í Firðinum.
Blindrafélagið í nýjum
húsakynnum.
Til sýnás í dag frá 17-22.