Vísir - 20.05.1961, Blaðsíða 9

Vísir - 20.05.1961, Blaðsíða 9
Laugardaginn 20. maí 1961 VfSIR 9 Ausehwitz er í Póllandi, 50 km vestan við Krakóv. Þjóðverjar hersátu þetta þorp frá því í sept. 1939 þar til í janúar 1945. Þarna settu þcir á stofn ýmiskonar verk smiðjur, meðal annars her- gagnaverksmiðju. En stórfeldasti „iðnaður“ Þjóðverja á þessum stað var Hiturgasið. Var það notað til þess að drepa með fanga, einkum þá; sem lítt, eða ekki voru vinnufærir. Er fangarnir höfðu verið kæfð- ir með eiturgasi, voru lík þeirra brennd >' hinum miklu líkbrennsluofnum Ausehwitz var gereyðing- arstöð (Vernichtungslager). f fyrstu voru Pólverjar ein- göngu myrtir þarna. En síð- ar fólk úr ýmsum þeim lönd um er Þjóðverjar höfðu her numið. í líkbrennsluofnun- um var hægt að brenna 12 þús. manns á sólarhring. Það er álitið að 4 milljónir manna hafi verið drepnar í Auschwitz-fangabúðxmum. Fáir komust lifandi frá þessum hryllilega stað. Hér fer á eftir frásögn pólskrar stúlku xun veruna í þessum illræmdu fangabúðum Ég var þrettán ára þegar stríðið skall á. Átti ég heima hjá foreldrum mínum. Faðir minn var listamaður. Við bjuggum í litlu þorpi, 80 km. frá Warszawa. Ég átti tvö syst- kini, og voru þau yngri en ég. Okkur leið vel þar til stríðið hófst, og Þjóðverjar hernámu staðinn. Ég sá þá taka Gyðingabörn, slá þeim við húsmúra svo höf- uðin brotnuðu og heilinn spýtt- ist út um allt. Einu sinni sá ég þýzka konu rífa nýfætt barn í sundur. En hryllilegast var þó að sjá fjölda smábarna grafin lifandi. Þau voru látin í fjölda grafir í kirkjugarðinum. Börn- in voru afarhrædd, grétu og æptu hástöfum. Strok- og afleið- ingar þess. Fullorðna fólkið var rekið saman í hópa og flutt til Gyð- ingahverfisins í Nowe Miasto, sem er 70 km. suðvestur frá Warzawa. Þarna var fólkið lát- ið vinna ýmsa vinnu. Fæðið var svo lélegt að mörgum lá við hordauða. í Nowe ÍMiasto komst ég í fyrsta sinn í lífsháska. Einum félaga minna tókst að flýja úr vinnunni. Við vorum öll, félag- ar hans, þrettán að tölu, tekin og yfirheyrð. Ekkert okkar sagði frá því í hvaða átt, félagi okkar hefði flúið. Vorum við þá barin heiftarlega til þess að pína okkur til sagna. Þýzki varðstjórinn hótaði að láta skjóta okkur, Er búið var að skjóta átta úr hópnum kom til- kynning um að óskað væri eft- ir varðstjóranum til viðtals í síma. Hann fór. Er hann kom aftur, eftir dálitla stund, var hann mjög gláður í bragði. Kona hans hafði talað við hann í síma og sagt, að hvorki hún né börnin hefðu særst né beð- ið tjón við hinar miklu loftá- rásir, sem gerðar höfðu verið á heimkynni þeirra. Flutt í flýti til Auschwitz. Ég greip tækifærið og grát- bað aftur um að lífi mínu yrði þyrmt. Nú bar sú beiðni árang- ur þó að henni hefði áður ver- ið neitað. Þjóðverjinn sagði að ég mætti lífi halda. Þá sagði ég: „Ég vil ekki þiggja lífgjöfina, nema allir fái grið. Þeir hafa ekkert illt aðhafst frekar en ég“. Þjóðverjinn svaraði: „Jæja, farið þið þá öll til fjandans“. Urðum við fegin lífgjöfinni. Er ég ’hafði dvalið tvö ár í Nowe Miasto kom skipun um, að allir yrðu í flýti fluttir til Auschwitz, án nokkurs farang- urs. Við vorum flutt með járn- brautarlest. Þegar lestin stað- næmdist á stöðinni, var fólk- inu skipt í tvö flokka. í öðrum þeirra voru konur og karlar frá fimmtán til fjörutíu ára. í hin um voru börn og gamalmenni. Þeim var skipað að fara upp í stóra bíla. Þjóðverjar viðhöfðu mikla hræsni og spurðu um heilsufar hinna vesælustu með mikilli híuttekningu. Ég var 15 ára, og var því í fyrri flokknum. í honum voru einnig foreldrar mínir. Systir mín, er var 13 ára, og bróðir minn, sem var 12 ára, grétu og vildu ekki fara frá mömmu. Hún fór þá í bílinn til þeirra. Enginn sá þau framar. Þau voru flutt beina leið í gasklef- ana. Þeir drukku vatn úr pollum. Þetta var einn af fyrstu Gyð ingahópunum er fluttir voru til Auschwitz. Er hér var komið voru þarna fyrir í fangabúðunum svonefnd ir „ariar“. Margir þeirra voru Þjóðverjar. Og meðal þeirra hreinræktaðir glæpamenn. Hin mesta óreiða ríkti í fangabúðunum. Við, Gyðingar, fengum ekki að komast að hin- um fáu brunndælum, sem þarna voru. Við þjáðumst svo af þorsta, að við lögðumst nið- ur og drukkum óhreint rign- ingarvatn úr pollum er mynd- uðust. Af þessu fengum við blóðsótt. Föt, skartgripir, peningar og allt, sem nokkurs virði var, var af okkur tekið. Hárið var rak- að af okkur. Við vorum látnar klæðast treyjum og síðbuxum er Rússar höfðu átt. Svo við þekktumst, ef við gerðum flóttatilraunir, var önn ur ermin höfð ranghverf. Erm- arnar báru því ekki sama lit. Númer kom í stað nafns. Á bak og brjóst treyjunnar, og buxnaskálmarnar, höfðu verið saumaðir stórir krossar, hvítir eða rauðir. Hafði verið klippt efnið undan krossunum. Kvenfangarnir höfðu eina flík sem nærföt. Var það sloppur. Á fótunum höfðum við tréskó. Enga sokka fengum við né höf- uðföt. Númer var flúrað. á vinstri handlegg. Voru allir nefndir eftir því, er á þá var yrt. Ég hafði næstum gleymt því að ég átti mitt eigin nafn. Um nætur sváfum við fjórar saman í bás, sem var hálfur annar metri á breidd. Þegar ekki hafðist undan að fækka fólkinu nógu ört, en margir bættust við, voru 10 látnir sofa í fjögurra manna rúmi. Við lágum á hliðinni, tilihelminga til fætis. Maturinn var þessit Á morgn ana gerfikaffi, allslaust,v en á kvöldin hálfur lítri af kálsúpu og ein brauðsneið. Átu allt, sem að kjafti kom. En þessum skammti var ekki úthlutað réttlátlega. Kaffið var borið í 20 lítra fötum eða ílát- um. Þau voru sett inn til fang- anna. Urðu þeir að ná því sjálf ir í lítil ílát, er þeim voru feng- in. Varð mikill troðningur, og stundum illindi og áflog um- hverfis kaffiílátin. Þeir veik- byggðari fengu oft ekkert. Á sama hátt fór fram -skömmtun súpunnar. Fangarnir fengu aldrei tækifæri til þess að þvo matarílát sín. Einstöku sinnum náðu þeir í ofurlítið vatn til að þvo sér úr. Einu sinni sá ég 10 konur þvo sér úr sgma vatni er var í lítilli skál. Við vorum svo hungruð að við átum gras og trjábörk. En þorstinn var verri en sulturinn. Við skiptum með ánægju á brauðsneiðinni okkar og ofur- litlu af fúlu vatni. Vinnan, sem unnin var, var að minnsta kosti í upphafi al- gerlega gagnslaus. Við vorum látin grafa djúpár gryfjur og skurði í frosinn jarðveginn. Er því var lokið var okkur skip- að að fylla þetta aftur, og grafa nýjar gryfjur og skurði. Okkur var sagt.að hamast við verkið. Umsjónarmennirnir bæði karl ar og konur, börðu okkur oft á bakið, og siguðu stundum grimmum hundum á okkur til þess að pína okkur áfram við vinnuna. Ég var tvisvar bitinn af hundum. í fyrra skiptið í lærið, en í síðara skiptið í öxl- ina, Sultur og ofþreyta til hjálpar. Við vorum einnig látin rífa hús, sem flytja átti burt. Karl- ar og konur voru ekki látin vinna saman. Kynin voru alger lega aðskilin, í fangabúðum þéssum. Við útivinnu fékk enginn að gegna nauðþurftum sínum nema á hinum stutta hvíldar- tíma um miðjan daginn. Þeir, sem þjáðust af blóðsótt gátu ekki komist hjá því að gera allt á sig. Föt þeirra urðu því mjög óhrein, og ólykt mik- il af þeim. Var ógeðslegt að sofa við hlið þessara vesalinga. Til þess að aftra því að konur fengju tíðir, var bróm látið í kaffið og súpuna, sem þær neyttu. Sultur og ofþreyta komu þarna einnig til hjálpar. Ég dvaldi fleiri ár í fangabúðum og fékk aldrei tíðir. Sama máli gegndi um aðra kvenfanga. En eftir að ég hafði dvalið mánuð í Svíþjóð var þetta komið í lag. „Liðskönnun“ gerð við og við. Allt af komu nýir fangar. Með suma var farið beint í gasklefana. Oft var tekið af þeim, sem fyrir voru, til þess að rýma fyrir hraustari að- komumönnum, er áttu aS halda lífi um tíma. Þjóðverjar nefndu þetta „liðkönnun" er þeir voru að velja fanga til lífláts. Stimd um fór þetta fram með vin- semd. Umsjónarkonan benti að eins á þær sem átti að taka. Oftast voru þær stúlkur teknar, sem veiklulegar voru útlits. En það þurfti ekki að dvelja lengi í Auschwitz til þess að fá Ijótt yfirbragð. — Frænka mín, mjög þrekmikil, blómleg og heilsugóð, var eftir hálfs mánaðar dvöl á þessum stað, svo afturfararleg, að tæp- lega var hægt að þekkja hana. Alloft skemmtu umsjónar- konurnar sér við það að spyrja nýkomnar konur, að því hvort þær fyndu til nokkurs heilsu- brests eða vildu komast í sjúkrahús. Margar réttu þá upp höndina til samþykkis. Þær vissu ekki, að í Auschwitz var ekkert sjúkrahús, né lækn- ar handa Gyðingum, Þær, sem höfðu rétt upp höndina, voru látnar í rauðakross-bifreiðir og fluttar til gasklefanna. Lenti á líka- Hrúgununi. Einn daginn kom röðin að mér. Ég veiktist. Auk þess hafði ég verið barin illa í höf- uðið. Ég missti meðvitund fram an við skála nr. 25. Þar var hinum dauðadæmdu saman safnað. Þýzk umsjónarkona tók mig og fleygði mér hjá hrúgu af líkum, er brenna átti. Hún hafði álitið mig' dauða. Þarna lá ég til kvölds. Skyndi- lega vaknaði sterk lífslöngun hjá mér. Ég skreið í myrkrinu, á fjórum fótum í einhvern af- kima. Þar lá ég tvo sólarhringa innan um rusl og skít. \Um þetta leyti var afskapleg ur fjöldi fanga fluttur til Aus- witz, og enginn hafði þá fast- an bústað. Fangar sváfu þar, sem þeim sýndist, í það og það skiptið. Ég hafði ekki verið nema sex vikur í fangabúðun- um er hér var komið. Af þessum ástæðum saknaði mín enginn nema faðir minn, og það vakti því ekki athygli er ég kom aftur í dagsljósið. Þegar lengra leið hefði þetta verið óhugsandi. En pabbi varð þess vísari að ég hafði horfið. Framh. á 11. síða Háspcnntur rafstraumur var í girðingunni um í'angabúðirnai til að hindra flótta.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.