Vísir - 20.05.1961, Blaðsíða 10

Vísir - 20.05.1961, Blaðsíða 10
10 VFSIR TT J. HARNALL: ISTANBUL = 22 þær voru fyrir mörg hundruð árum. Bak við hugmyndina fólst að kaupa skartgrip hjá einuhverjum gullsmiðnum eða fornsalanum. Eric ætlaði að gefa Ezru gripinn, sem þakkarvott fyrir hvernig hún hafði dugað honum. Það er erfitt að gera sér hugmynd um þessa bazara, nema maður hafi séð þá. Maöur getur ranglað þar um klukkutímunum saman og alltaf komið auga á nýja og nýja búð með öllum hugs- anlegum varningi. En það, sem útlendingarnir heillast mest af, eru allar búðirnar sem selja fléttaðar mottur, gull- og silfur- gripi, list eöa forngripi. Þar er hægt að komast yfir dýrgripi fyr* ir hóflegt verð — svo framarlega sem maður hefur lært þá list að prútta. En bazararnir eru að sumu leyti svipaöir katakombunum heð- anjarðar. Maður getur villst þar, og allt í einu lent í blindgötu, sem erfitt er að rata út úr aftur. Og vitanlega eru það ekki beztu börn Allah, sem halda sig þar. Þarna eru ekki aðeins vasaþjófar og trantaralýður. Þar eru líka aðrar hættulegri skepnur, sem finnst skotin í bazarasundunum ákjósanlegasti samastaður. Ezra vissi þetta vel, og Eric enda líka. En af því að þau voru viðbúin þessu fannst þeim áhættan ekki mikil, allra sízt vegna þess að enn var hábjartur dagur. Eftir að þau höfðu labbaö þarna um stund, og Eric verið á hnotskóg eftir viðeigandi gjöf handa Ezru, komu þau inn í mjó og sérlega dimm göng, en þar kom hann augá á hlut, sem vakti athygli hans. Kaupmaðurinn var auðsjáanlega frá Rhodos, því að gullvarningur hans bar það með sér, að hann var frá „eyju rósanna". — Haltu áfram, eg kem undir eins, sagði hann við Ezru. — Eg ætla bara að líta á dálítið, sem þú mátt ekki sjá.... Ezra vissi mætavel að Eric fékk að staðaldri bréf frá stúiku í Englandi, stúlku sem hét Nancy, og sem að því er virtist var honum mjög nákomin. Þess vegna hélt hún það væri Nancy sem hann hefði í huga, er hann nam staðar viö gullsmiðsbúöina, og gekk hægt áfram. Eric hafði komio auga á fiðrildi úr vírayirki úr gulli, með inn- greyptum steinum, og nú hófst þetta sjálfsagða: prúttunin um verðiö. Eric vissi að það tók tíma að prútta, en það er sjálfsagður liður í viðskiftunum. Hann leit í áttina sem Ezra hafði farið, og sá að hún hafði numið staðar við silkivefnaðarbúð skammt frá. Svo sneri hann sér að gullsmiðnum aftur. Þeir voru að komast að samkomulagi er hann tók eftir að eitt- hvað var að gerast við silkibúðina, og þegar hann leit þangað sá hann það, sem kom honum til að gleyma bæði gullfiðrildinu og kaupmanninum. Ezra stóð ekki við búðarborðið lengur. Hún var á leið inn fyrir forhengi milli tveggja búða, en — hún fór ekki þangað af frjáls- um vilja. Einhver dró hana á eftir sér og á næsta augnabliki var hún horfin. Eric gaf sér engan tíma til að hugsa. Hann æddi þangað sem hann hafði séð Ezru hverfa, svifti þykku forhenginu frá og nú blasti við honum hálfdimm kompa, eins og kaupmennirnir nota til að bjóða skiftavinum sinum inn i til aðgefa þeim bolia af tyrknesku kaffi, meðan veriö er að þinga um meiriháttar kaup. Ezra lá endilöng á gólfinu og tveir menn voru að binda hana á höndum og fótum, en sá þriðji stóð hjá og horfði á. Skítugri rýju hafði verið bundið um munninn á henni, og hert svo vel að í hnakkanum að hún gat ekki komið upp nokkurri stunu — og því síður hrópað á hjálp. Eric var ekki lengi að hugsa sig um. Síðan í skóla hafði hann verið ötull og harðvítugur rugby-knattspyrnumaður, en sá fljótt að þarna dugði ekki að fara að neinum leikreglum. Hér voru öll brögð ekki aöeins leyfð, heldur sjálfsögð, ef nokkur von átti að vera um sigur. Hann hugsaði ekki um afleiðingar neins af því sem hann aðhafðist, en byrjaði með aö sparka fast í þann sem næst var. Maðurinn velti sér öskrandi á gólfinu og lá svo kyrr og hélt höndunum að bringunni á sér og tók öndina á lofti. Hinn maðurinn á gólfinu var í þann veginn að standa upp þegar eitthvað skall á honum, sem mun hafa líkst húsvegg sem er að hrynja. Hann endasentist niöur á gólfið aftur og'lá þar gapandi, en augun störðu eins og í þorski á þurru landi — hann hafði auðsjáanlega rekið hnakkann óþyrmilega í gólfið. Nú sneri Eric sér snöggur upp á lagið að þriðja man’ninum — þeim sem hafði leikið hlutverk áhorfendans. Eric var reiðu- búinn til að vega að honum líka, en maðurinn — sem auðsjáan- lega var eigandi búðarinnar, rétti biðjandi fram báðar hendurn- ar og hopaöi undan í ofboði. — Nei, nei, eg veit ekkert um þetta, kveinaði hann. — Eg er sára saklaus, þeir neyddu mig til þessa — eg gat ekki við neitt ráöiö. Náðugi herra! Eg er heiðarlegur kaupmaður, ekk- ert annað ...... Eric horfði á hann um stund. Svo beygði hann sig niður að Ezru, sem lá á gólfinu eins og drusla, án þess að geta hreyft sig eða gefið frá sér hljóð. Það fór hrollur um hann er hann hugsaöi til þess, að ef til vill hefði hún veriö slædd upp úr Bospórus — kannske eftir marga mánuði, ef hann hefði ekki séð hana hverfa inn fyrir tjaldið, áður en það var orðið of seint. Hann ætlaði að fara að lyfta henni á fætur, en hikaði. Bófun- um hefði verjð hægöarleikur að reka rýting í bakið á honum á meðan. Þess vegna leit hann ógnunaraugum á manninn og reiddi hnefann til að gefa orðum sínum áherzlu: — Leysið af henni böndin, sagði hann harkalega. — En verið þér fljótur að þvi! Tyrkinn beygði sig og fór að fálma á hnútunum. En eftir eina mínútu hafði hann losað böndin og klútinn af munni hennar. — Svona nú, Ezra, sagð'i Eric og 'hjálpaði henni á fætur. — Ætli það sé ekki bezt að við reynum að komast héöan. Svo má lengi læra sem lifir .... Hann tók i handlegginn á henni og togaði hana með sér eins hratt og hann gat gegnimi hálfdimm sundin. Honum létti þegar þau voru komin út í sólskinið aftur. — Þetta mun hafa verið kveðja frá Hacker, tautaði hann. — En nú vitum við hvernig við eigum að haga okkur hér eftir. Ezra kinkaði kolli og þagði. Hún var alvarleg, og hefur líklega verið að hugsa um hvers hún mætti vænta í framtíðinni. — Þaö var leitt að ég náði ekki í fiðrildið, sem ég ætlaðl að kaupa. handa þér, sagði Eric ergilegur. — Eg var að enda við að prútta honum ofan í sæmilegt verð. Ezra sagði ekkert, en allt í einu tindruðu dimin augu hennar af gleði. Gjöfin, sem hann hafði ætlað að kaupa, var handa henni! Eric leit til hennar og hristi höfuðiö. — Hvað eigum við nú að taka fyrir? spurði hann. — Eg get ekki neitaö að þú ert dálítið drusluleg eftir þetta. Og hvað mig sjálfan snertir.... Hann tók upp vasaklút og þerraði blóðið af hnúunum. — Eg er ekki hrædd við neitt þégar ég er með þér, sagði Ezra og brosti feimnislega. — Þú ert dugleg stúlka, sagði hann. — Við skulum fara inn i Pera Palace Hotel og snyrta okkur svolítið — síðan förum við út í eyjarnar, eins og við höfum ætlað okkur. Hacker lætur okkur að minnsta kosti í friði þar — vona ég! Dramatíska atvikið í bazarsundunum og ferðin út í Prinseyjar — sem ekki varð neitt dramatisk — virtist hafa styrkt tengslin, R. Burroughs - T A RZ A M — 3807 WITH A CHALLENSINS KOAIC, TAICZAN INTEKCEPTE7 THE USLy SAUKIAN SEFOEE IT CLAIIAE7 ITS PKÉVr Vwíííw CíuÍrÍ'O. by dr it.Ml miOT TWISTE7 ANP •a\an! THE CKOC KEEELLEP'v SNOKTING IN ANGEK" IT WKITHEP, LASHS7 ITS TAHi IN AN ATTEMPT TO CEUSH THE AKE Tarzan beið ekki boðanna, j en steypti sér út í og stöðv- aði hinn illúðlega. krókódíl áður en hann náði í bráð sína. Lögreglumaðurinn var að yf- irheyra vitnið og reyndi að flækja það. — Hvað starfið þér? — Eg er smiður? — Hverskonar smiður? — Eg er gerfismiður. — Hvað er gerfismiður? — Það er smiður, sem ekki er af beztu tegund. — Útskýrið þér betur hvað er átt við með því að kalla sig .gerfismið. — Eg get það ekki herra, en það er eins mikill munur á gerfismið og fyrsta flokks smið eins og á yður og fyrsta flokks lögfræðingi. ★ Hjónin voru að flytja og áttu nokkra fjölskyldugripi, sem þau þorðu ekki að trúa flutn- ingsmönnunum fyrir, svo að eftir að dimma tók bar húsbónd inn þá yfir í hið nýja hús. Hann arkaði eftir götunni seint um kvöld og bar stóra stand- klukku og mætti þá all-kennd- um manni, sem hafði borðað og drukkið meira en góðu hófi gegndi. Sá fulli horfði á hann andaktugur eitt augnablik og sagði svo: — Heyrðu mér karl minn, hvers vegna gengur þú ekki með úr? *.......... ,.| — Læknir, sagði sjúklingur- inn. — Ef þér skeriðimig upp get eg þá farið að leika á fiðl- una eftir þrjár vikur? — Eg get ekki tryggt yður, að þér leikið á fiðluna. En síð- asti sjúklingurinn, sem gekk undir þenna uppskurð hjá mér, var farinn að leika á hörpu áð- ur en 24 klukkustundir væri liðnar. iörð og birta - Framh. af 7. síðu. að gera. Ég held ég ráðleggi þeim heilt með því. Eða findist þér það sáluhjálpar- legt ef tónskáld og rithöf- undar hreyktu sér einhvers- staðar upp á hóla og hæðir og skrifuðu þar bækur sín- ar og tónsmíðar í íslenzku roki og rigningu? Nei, ég mála ekki upp í sveit, en hitt er annað mál að ég sæki mörg mótin þangað. Þar finn ég jörðina og birtuna. — Eru engin útlend við- fangsefni á þessari sýningu þinni? — Ekki teljandi. Það er að vísu ein myndin af skúr- ræskni úti í Þýzkalandi og annað af tveimur munkum gangandi eftir Via Appia í Róm. Það er allt og sumt. Hitt allt íslenzk jörð og birta. — Sölusýning? — Að verulegu leyti^ Ein- stöku mynd er í einkaeign, en flestar eru til sölu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.