Vísir - 07.06.1961, Blaðsíða 2
2
VÍSIR
Miðvikudaginn 7. júní 1961
“T
mm g
61ZTR
.^>4
LT1^ |—il t=T
r;.W///m!'V/7/////4m.W///m^2W2.
£
*=T
IzT)
KR bjargaði heiðri
ísl. knattspyrnu.
Náði jafntefli við Skota 0-0.
Leik K.R. og St. Mirren lauk
án þess að mark yrði skorað.
Samt sem áður var leikurinn
frá upphafi skemmtilegur og á
köflum all spennandi.
Eftir fyrri leiki St. Mirren
við Val og íslandsmeistarana
bjuggust menn varla við því að
hægt yrði að bjóða þessum
Skotum upp á jafna keppni.
En þetta var þá hægt eftir öll
þau köpuryrði sem knatt-
spyrnumönnum okkar hafa
verið serid, það sem af er leik-
tímabilinu og er þess að vænta,
að hinir vandlátu hafi nú ekki
látið sig vanta á völlinn.
K.R.-ingar hófu leikinn með
góðri sóknarlotu og komust
nærri því að skora er Þórólfur
skapaði Sveini gott færi. Bæði
liðin notuðu útherja sína mik-
ið og dreifðist spilið skemmti-
lega á þann hátt, laust við
þvögur og stöðuga kyrrstöðu á
sama blettinum. Mikill hraði
var í leiknum og reyndu Skot-
arn,ir eins og áður þríhyrnings
uppbyggingu og hugðust reka
endahnútinn fyrir miðju marki
eins og vera ber. Mikið mæddi
því á framvörðum og vörn
K.R., sem skila^i hlutverki
sínu með prýði. Þeir gáfu
Skotunum aldrei frið til færa
að vild sinni og komu hvað
eftir annað í veg fyrir hættu-
ieg áform þeirra. Hörður Fel-
Hér sést Heimir Guðjónsson
markvörður KR, bjarga
snilldarlega, en hann átti
mjög góðan leik í markinu
á mánudagskvöldið.
Ljósm. I. M.
ixson og Helgi Jónsson áttu
sinn bezta leik á sumrinu,
sama er að segja um Heimi í
markinu og Gunnar Guð-
mannsson á kantinum. Mið-
framherjar í liði beggja, þeir
Þórólfur og Karrigan, voru
beztu menn á vellinum. Báðir
óþreytandi í uppbyggingu,
leiknir og marksæknir.
sinnum langskot en voru óná-
kvæmir og flugu þau flest
langt fyrir ofan eða utan
markið. Leikur þeárra var í
heild virkari og sóknarþung-
inn öflugri, en traust vörn K.R.
stöðvaði þá oft á elleftu
stundu.
K.R.-ingar sýndu að þeir
eiga ekki síður til þá eigin-
leika sem til þarf, en þó skort-
ir enn meiri yfirsýn og sama
leikhraða, eftir að farið er að
nálgast vítateig andstæðing-
Framh. á 5- síðn.
SEINASTI LEIKUR
SKOTANNA I KVÚLD.
í kvöld, miðvikudag, leikur skozka liðið St. Mirren,
sinn síðasta leik hér á landi. Þrátt fyrir ágæta frammistöðu
K.R.-inga á mánudagskvöldið, þá eru Skotarnir enn ósigr-
aðir og það sem verra er, enn með hreint mark.
í kvöld hefur landsliðsnefndin valið þeim andstæðinga,
og ætti það lið að vera það bezta sem við getum stillt upp.
Það verður því gaman að vita hvort úrvalinu tekst að skora
hjá Skotunum, svo ekki sé beðið um meira.
Lið landsliðsnefndar er þannig skipað:
Helgi Daníelsson (ÍA)
• Árni Njálsson (Val) Helgi Jónsson (KR)
Rúnar Guðmannsson (Fram)
Garðar Árnason (KR) Sveinn Teitsson (ÍA)
Yngvar Elíasson (ÍA) Þ. Beck (KR) Guðjón Jónsson- (F)
Gunnar Felixsson (KR) Ellert Schram (KR)
Varamenn: Heimir Guðjónsson KR, Hreiðar Ársælsson KR,
Ragnar Jóhannsson Fram, Guðm. Óskarsson Fram,
Lið St. Mirren: Gemmell • Bryceland
Miller McTavish Kerrigan Clunie Henderson Stewart
Wilson Brow Campell
Dómaii i Haukur Óskarsson.
Línuverðir: Karl Bergmann og'Ólafur Hannesson.
SVEIIMIV
1 . , P. I B B.ir. ó Cv.i'nhanen
Má ég óska yður til hamingju, Kristján, þetta er
fjórði dagurinn í röð sem þér mætið á réttum tíma