Vísir - 07.06.1961, Blaðsíða 15

Vísir - 07.06.1961, Blaðsíða 15
J\Æiðvikudaginn 7. júní 1961 VÍSIR ., 15 Það leið brátt að því, að samtalið milli Virginíu og hjónanna snérist að því hvar þau ættu að borða og það reyndist nokkuð vandamál. Annaðhvort var frú Parrish búin að borða á þessum og þessum stað, eða hún hafði heyrt, að maturinn væri ekki góður þar. Max hlustaði á samtalið nokkra hríð og lagði ekkert til málanna. Svo greip hann fram í. „Ég veit um ágætan stað“, sagði hann. Hin þrjú þögnuðu og litu á Max, full eftirtektar. „Eg er reyndar ekki viss um, að yður geðjist að staðnum, hann er talsvert langt í burtu. Alveg hinum megin við Tow- er í East-End, staðurinn er í kjallara, þar sem franskir stríðsfangar voru geymdir í Napoleonsstyrjöldunum“. Nú hafði hann tryggt sér athygli amerísku hjónanna. „Þetta er áreiðanlega skemmtilegur staður“, hróp- aði Adela Parrish hrifin. „Hefur þú komið þar, Virg- inía?“, Virginía hnyklaði brýmar og leit á Max. „Hvað heitir staðurinn?“ „Refurinn klóki“, svaraði Max með sínum sak- leysislegasta svip. Unga kon- an hristi höfuðið og sagði: „Það nafn hef ég aldrei heyrt áður“. Hún leit á Max og var ekki viss í sinni sök. Einhvem veginn fannst henni, að hann væri að leika með hana. „Það var einu sinni smygl- arakrá“, bætti Max við. „Hvemig kemst maður þangað?“ spurði Jason Par- rish. Max reyndi að láta líta svo út, sem hann væri að brjóta heilann um það. „Lát- um okkur sjá. Það er nú ekki gott að finna staðinn". Hann leit á Virginíu. „Þér vitið hvar Southhwark er, ekki satt? Þér vitið rétt hinum megin við Wapping Steps?“ Hann vissi það mætavel, að það voru nánast engar líkur á, að Virginía hefði svo mikið sem heyrt þessa staði nefnda. „Það held ég, að ég viti ekki“, sagði Virginía og fór nú að renna grun í fyrirætl- anir Max, og fannst þær svo snjallar, að hún gat ekki ann- að en dáðst að honum. „Ekki það? Þér farið yfir Tower-brúna og framhjá . .. nei, þetta er víst of flókið“. Jason Parrish, sem hafði fylgzt með samtalinu af miklum áhuga og reynt að finna lausn á vandanum, kom nú með snjalla hugmynd!! ! „Getið þér ekki bara komið með okkur, yfirforingi, þ.e.a. s. ef þér hafið tíma til þess?“ „Það væri mjög ánægju- legt og ég vildi gjarna vísa ykkur á staðinn — en ég get ekki hugsað mér að vera að þvinga mér upp á ykkur“. „Það er alls ekki um það að ræða“, sagði Adela Par- rish, ‘,þvert á móti, okkur er mikill heiður að því að hafa yður með okkur og þá vær- um við einmitt f jögur — ekki rétt, Virginía-“ Virginía jánk- aði. Hún var búin að gera sér grein fyrir því, að Max hafði unnið fyrstu lotu, og enn- fremur, að hann væri hættu- legur maður. Nokkrum klukkustundum seinna dönsuðu þau saman eftir hljómlist frá lítilli dans- hljómsveit, sem lék sérdeilis vel. Virginía var í skínandi skapi og var það bæði hinu góða víni að þakka svo og hinum skemmtilegu samræð- um við Max undir borðum. „Vitið þér það, yfirforingi? Ég held að mér getist ekki að yður“, sagði hún hlæjandi. „Það þykir mér leitt“, sagði Max, „ég sem hélt að ég væri stútfullur af þokka“. „Ég á auðvelt að standast hann“, sagði Virginía hlæjandi, „ég held, að þér séuð reglulegur kvennabósi11. „Ég vildi óska, að þér kölluðuð mig Max“. „Allt í lagi, ég held, að þú sért reglulegur kvennabósi“. „Ef við eigum að fara að lýsa hvort öðru, þá ert þú hjártalaús. Falleg en hjarta- laus. Þú vissir vel, að ég hafði ekki hugmynd um, að þú vær- ir trúlofuð Charles, en samt gabbaðir þú mig í gildruna og hlóst svo að mér á eftir“. „Ég biðst innilega afsök- unar. En það breytir ekki þeirri staðreynd, að þú ert kvennabósi. Mjög þokkafull- SKYTTIJRNAR ÞRJAR I Allt frá þvl aC skáldsögur voru fyrst skrifaðar, hefur ekki svo fá- um þeirra verið lýst sem ódauð- legum listaverkum. Flestum þess- ara ódauðlegu verka hefur þó ver- ið um megn að sníða hjá sinag- andi og niðurdrepandi gagnrýni nýrra kynslóða. Það hlýtur þvi að vekja athygli og undrun, þegar í ljós kemur að „hinar þrjár skyttur" Dumasar eru rúmlega aldargamlar. Það var um 1840, sem þær lögðu Frakk- land undir sig, og ekki löngu seinna, allan helminn. Þrátt fyrir þennan háa aldur, er skyttunum tryggð eilíf æska, a. m. k. meðan menn kunna að meta hugprýði, riddaramennsku og drengilegan bardaga. Vinsældir skyttanna hafa siður en svo farið minnkandi hin síð- ari ár, fólk les söguna aftur og aftur og margoft hefur efnið verið kvikmýndað og sýnt við gíf- urlega aðsókn. 1 „skyttunum þremur" er svo hröð atburðarás og lífleg frásögn, að hver kafli er þrunginn spenn- andi atburðum og það er það sem gerir söguna að jafn skemmti- legri teiknisögu og raun er á. Við vitum jú að visu að okkar góðu vinum gengur allt gott til að lok- um og syndaselirnir fá réttmæta hegningu, en harðvítugum ein- vígum fylgja hrífandi ástarsenur, klækir og hreysti og óeigingjörn tryggð er launuð og allt þetta gerir „skytturnar" skemmtilegar aflestrar fyrir nýja og gamla að- dáendur þeirra. ur kvennabósi og þú stalst hanzkanum mínum til þess að fá tækifæri til að hitta mig aftur“. „Mér gæti aldfei dottið í hug að gera svona nokkuð“, fullvissaði Max hana og leit til himins. „Viltu borða með mér hádegisverð á morgun ?“ Virginía hristi höfuðið. „Það held ég, að sé ekki sér- lega góð hugmynd“. Hún fann nú, að hún hafði notið þessa kvölds meira en hún hafði gott af. Fyrstu hug- myndir hennar um Max höfðu verið þær, að hún kynni ekki við hann, vegna þess að til- gangur hans væri alltof greinilegur. Nú var hún ekki eins viss í sinni sök lengúr. Það var eitthvað fleira en bara ytri þokki þessa manns, sem gerði hann svo hrífandi, og sltyndiárásir hans voru ekki eins áhrifalausar og hún hafði reynt að sannfæra sig um. „En á laugardaginn þá?“ spurði Max, „þegar allt kem- ur til alls, kemur Charles ekki fyrr en í næstu viku. Það minnsta, sem ég get gert fyr- ir hann með tilliti til gamals kunningsskapar, er að hafa ofan af fyrir þér á meðan hann er í burtu. Við getum borðað um borð“, sagði Max. Þetta bragð hafði hann not- að oft áður og með góðum 3-/6\ Getið þið ekki keyrt aðeins hraðar! S/S íEn hvað glymskrattinn þinn ver sniðugur. Maður getur spil- Þér eruð útkeyrður, læknir —| , að fjórar plötur í einu. fáið yður viku frí og njótið Iífsins! /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.