Vísir - 07.06.1961, Blaðsíða 9

Vísir - 07.06.1961, Blaðsíða 9
Miðvikudaginn 7. júní 1961 9 /i»j Viðreisnin var vel á veg komin9 en nú er að henni vegið. Eftir Gunnar Thoroddsen fjármálaráðherra. Nú, þegar niðurrifs- öflin í flokkum Fram- sóknar og kommúnista reyna aS steypa nýrri verÖhækkunarholskeflu yfir þjóðina, undir yfir- skini umhyggju fyrir lífs- kjörum fólksins, spyrja ábyrgir og þjóShollir Is- lendingar, hvaS um viS- reisnina verSi. 15 mánaða reynsla Þær efnahagsaðgerðir, sem hafnar voru fyrir rúmu ári, miðuðu að allsherjarvið- reisn atvinnulífs og fjárhags þjóðarinnar. Eftir 15 mán- aða reynslutíma er nú rétt að skoða árangurinn af nokkrum þáttum viðreisn- arinnar. Afnám uppbóta og styrkja. — Eitt gengi, retí gengi Fyrsta atriðið var að af- nema hið flókna og hvim- leiða kerfi Uppbóta og styrkja til atvinnuveganna, með margföldu gengi, gjald- eyrisbraski og spillingu, en skrá í þess stað rétt gengi, eitt og sama gengi fyrir alla. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Svartur markaður með erlendan gjaldeyri er að mestu horf- inn. Nú gerist það alla daga, sem áður var fátítt, að fólk kemur í bankana með er- lendan gjaldeyri til þess að skila honum við skráðu gengi, í stað þess að selja hann fyrir yfirverð þeim er bezt bauð á bak við tjöldin. Gjaldeyrisstaðan batn aði um 240 millj. árið 1960 Gjaldeyrisvarasjóður orðinn 132 millj. Undirstöðuatriði í allri viðreisninni var að rétta gjaldeyrishalla þjóðarinnar. Árum saman hafði þjóðar- búið verið rekið út á við með halla, sem nam að með- altali um 200 milljónum á árd. Hér hafa á einu ári orðið undraverð umskipti. Gjald- eyrisstaða bankanna batnaði um 240 milljónir á árinu 1960. Tdl þess að gera mögu- lega lækningu gjaldeyris- sjúkleikans, borga erlendar lausaskuldir og gefa verzl- unina frjálsa, var tekið gjaldeyrislán hjá Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum og Ev- rópusjóðnum. Nema þau 'án 526 millj. króna. Nú er svo komið, að ísland átti í er- lendum gjaldeyri í apríllok 658 millj. kr. — getur þvi hvenær sem er greitt upp þessi erlendu lán og á að auki gjaldeyriseign, gjald- eyrisvarasjóð að upphæð 132 milljónir króna. Á þessari braut verður að halda áfram. Öruggur gjald eyrisvarasjóður er ómiss- andi undirstaða undir traustu atvinnulífi, stöðugri vdnnu, frjálsri verzlun og framförum, — og ekki sízt hjá þjóð, sem býr við jafn áhættusaman aðalatvinnu- veg og við íslendingar, þar sem aflasæld og aflaleysi skiptast svo oftlega á. Ef þjóð á að búa við traustan og heilbrigðan efnahag, þarf hún að eiga gjaldeyrisvarasjóð, sem nem ur a. m. k. 25—30% árlegs innflutnings. Það þýðir, að íslendingar þyrftu, ef vel ætti að vera, að eiga um 700 millj. í slíkum varasjóði. Lánin byggjast á sparifé Önnur meginundirstaða undir öruggri atvinnu og framförum er vaxandi spari fé. Þegar kvartað er yfir því, að erfitt sé að fá lán í bönkum til æskilegra fram- kvæmda, verða menn að gera sér ljóst, að það er fyrst og fremst sparifé landsmanna, sem verdð er að lána út. TTil þess að mögu- legt sé að leysa lánsfjár- þörfina, verður sparifé að aukast. Soariféð jókst um 353 millj. á einu ári Sparifjáreigendur urðu verst úti allra landsmanna af völdum verðbólgunnar. Þeirra hag þurfti að bæta, og að örva sem mest spari- fjársöfnun í landinu. Þetta var edn af aðalástæðum vaxtahækkunarinnar. Sú ráðstöfun, ásamt vaxandi trausti manna á því að verð- bólgan væri stöðvuð, hefur orðið til þess að sparifé, að frátöldum ávísanabókum, jókst um 353 milljónir á síð- asta ári, meira en nokkru sinni fyrr á einu ári. . . Gunnar Thoroddsen, fjármálaráðherra, mun rita vikulegar greinar fyrir Vísi um þjóðmál og birtist hin fyrsta þeirra hér í dag. Frjáls verzlun tryggir neytenduir. beztar vörur og hagkvœm- ast verð. í stað innflutningshafta og leyfisveitinga fyrdr smáu og stóru var tekin upp frjáls verzlun, og innflutnings- skrifstofan lögð ndður, til mikdls sparnaðar fyrir þjóð- ina. Frjáls verzlun tryggir framar en höft og hömlur beztar vörur og hagkvæm- ast verð fyrir neytendur. En frjáls verzlun getur því að- eins haldizt, að gjaldeyris- ástand þjóðarinnar sé í lagi. Beinir skattar almenn- ings lœkkaðir. Fjölskyídnbœtur og ellilaun hœkkuð. Skattakerfinu hefur verið gjörbreytt með afnámi og lækkun hinna beinu skatta, sem komið hafa harðast nið- ur á launamönnum. Fjöl- skyldubætur voru lögleidd- ar í stórum stíl, til þess að bæta kjör barnafólksins. — Ellilaun' gapila fólksins hækkuð verulega. Örugg, hófleg skref — eða heljarstökk. Viðreisnin öll miðar að því að skapa þann trausta grundvöll, að lífskjör fólks- ins batni með öruggum, hóflegum skrefum á ári hverju. Stjórnarandstæðing- ar vilja heljarstökk, sem hlýtur að leiða til banvænn- ar byltu. Nú er vegið að viðreisn- inni, krónunni ógnað, reynt ,að leggja í rúst þær umbæt- ur, sem orðið hafa á undan- förnum fimmtán mánuðum. Allt þetta vilja ráðamenn Framsóknar og kommúnista feigt. — En tilræðum þeirra munu stjórnarflokkarnir mæta með þeim ráðstöfun- um sem nauðsynlegar telj- ast til þess að tryggja framhald beirrar viðreisnar, sem farið hefur vel af stað og borið ríkulegan ávöxt á fyrsta ári. Frá fundi Kennedy og de GauIIe. LOFTLEIDUM FORÐAÐ FRÁ gjaldþroti. Stjórn Loítleiða boðaði blaðamenn á sinn íund í gær vegna stöðvunar verk- fallsmanna á millilanda- flugi og í tilefni bráða- birgðalaga, sem ríkis- stjórnin hefur sett um að aflétt skuli hömlum á flugí .milli landa. ' Formaður stjórnar Loftleiða, Kristján Guðlaugsson hrlm., hafði orð fyrir stjórnini og kvað nauðsynlegt að gera al- menningi grein fyrir málavöxt- um, þar eð eitt dagblaðið, Þjóðviljinn, hefði rangtúlkað málstað flugfélaganna. Taldi hann, að ef flugið hefði stöðv- ast þó ekki væri nema 2 vikur, hefði það kostað Loftleiðir alla flutninga útlendra farþega milli heimsálfanna, það sem eftir væri sumars. — Það eru tveir menn, sem vinna að afgreiðslu á benzíni og olíu handa flugvélum okkar, sagði Kristján. Og þeir vinna sem verktakar á vegum Olíu- verzlunarinnar í ákvæðisvinnu, en samkvæmt 3. grein félags- samþykktar Dagsbrúnar mega þeir ekki vera í félaginu, og eru þó skráðir félagar. Það væri ekki rétt að gefa-upp laun manna, sem vinna þetta verk hjá Olíuverzluninni, en þeir hafa miklu hærra kaup en venjulegir verkamenn. Stjórn Dagsbrúnar hefir ekki heimild til að banna þeim að vinna. Þá er annar flokkur manna, sem vinna við fermingu og afferm- ingu véla, hreinsa þær og flytja vistir út í þær. Þeir vinna í vöktum og hafa kaup sam- samkvæmt vaktavinnutaxta Dagsbrúnar, en njóta auk þess þeirra fríðinda að fá fatnað hjá félaginu, sem nemur nokkurri upphæð, umfram venjulega verkamenn. — Við höfum allt sl. ár flog- ið til Keflavíkur, um 40% af lendingum hafa farið þar fram. Sá flugvöllur es í mörgum hreppum og afgreiðsla flugvéla þar á annarra gvæði en Dags- brúnar. Nú vill Dagsbrún hindra vinnu þessarra manna. Það er hrein lögleysa og of- beldi. Sumarið er okkar mesti annatími. Nú í júní er í fyrsta sinn í sögu félagsins full bók- un erlendra farþega í vélar okkar bæði að austan og vest- an. Við höfum getað ráðstafað fram að þessu, en ástæða er til að ætla, að ef deilan harðnaði, myndu verkfallsmenn hafa í frammi tilburði til að torv^lda ráðstafanir félagsins. Af þéssu myndi stafa ólýsanlegt tjón og álitshnekki fyrir þjóðina alla. Þetta hlýtur öllum að vera mætavel ljóst og því fögnum við bráðabirgðalögum ríkis- stjórnarinnar, þau voru óum- flýjanleg, hvernig sem á málin er litið. Ella hefði félagið lík- lega orðið gjaldþrota á stutt- um tíma.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.