Vísir - 24.06.1961, Blaðsíða 5

Vísir - 24.06.1961, Blaðsíða 5
Laugardaginn 24. júni 1961 V I S 1 R Stevenson frá S.-Ameriku* Adlai Stevenson aðalfulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum er kominn úr löngu ferðalagi um Suður-Ameríku. Búist er við að hann gefi Kenn- edy Bandaríkjaforseta skýrslu um viðræður sínar við helztu stjórnmálaforingja S.-Ameríku- ríkjanna. í fréttum segir að Stevenson telji ástandið síður en svo gott. Hann er sagður þeirrar skoðun- ar að Bandaríkjamenn verði að taka upp nýja stefnu gagnvart S.-Ameríku. Hann er talinn þeirrar skoðunar að ástandið geti brátt orðið alvarlegt ef Bandaríkjastjórn taki ekki meiri og jákvæðari þátt í efna- hagsuppbyggingu þessa hluta álfunnar. , Fulbright öldungadeildar- þingmaður, formaður utanrík- ismálanefndar Bandaríkja- þings, er sagður hafa óskað eftir lokuðum fundi nefndarinnar og Stevensons. Kétt er að geta þess að fyrir skömmu barst út orðrómur um það í Washington að Kennedy Bandaríkjaforseti hyggðist fara í heimsókn til nokkurra S.- Ameríkuríkja um miðjan júlí. Það fylgir sögunni að hann vilji ekki ákveða ferð sína fyrr en hann hefur ráðgast við Steven- son. Einnig hafi hann viljað sjá Fer Svíaþing í eina málstofu? Sænslc blöð skýra frá því að sennilega verði deildir sænska þingsins sameinaðar í eina mál- stofu. Sagt er að jafnaðarmenn og fólksflokkurinn hafi orðið á- sáttir um að standa að slíkri breytingu. Danir hafa þegar framkv'æmt þessa breytingu hjá sér. Það er talið orðið heppi- legra, að hafa þingið í einni málstofu en ekki tveimur, • og er það yfirleitt reglan í nýjustu ríkjunum í Afríku að skipa þinginu þannig. , Bredand — Astralía í ein- um áfanga. Brezk sprengjuflugvél flaug í gær til Ástralíu frá Bretlandi í einum áfanga. Flugvélin var rétt rúmar 20 klst á leiðinni og tók þrisvar benzín í lofti, úr flugvélum, sem komu frá Kýp- ur, Krakas og Singapor. Flug- vélin lenti á flugvelli nálægt borginni Sidney. Þetta mun vera í fyrsta sinn, sem flugvél er flogið í einum áfanga hvaða móttöku Stevenson mundi fá í ferð sinni. Þær hafa yfirleitt verið góð- ar og sýnist flestum, sem ekki andi jafn kalt í garð Bandaríltj- anna og þegar Nixon þá vara- forseti Bandaríkjanna fór um S.-Ameríku og varð fyrir miklu aðkasti. í sumum ríkjum voru dálitlar tilhneigingar til mót- mæla, raunar mjög litlar. I öðrum ríkjum var betur tekið á móti Stevenson en Nixon þegar honum var bezt tekið. Það er alltaf gaman á vor- in, þegar fuglarnir fara að koma þar með unga sína, en álltaf finnst vegafarendum þó mest varið í þegar svan- irnir á tjörninni eignast af- kvæmi. í byrjun vikunnar komu keisarasvanirnir upp um það, að fjölgað hafði hjá þeim, begar þeir komu syndandi með þrjá litla hnoðra sér við lilið. Hér eru hinir stoltu foreldrar með börnin sín. F arþegaþota sjnd í Re^kjavík. Kostar aðeins 130 milijónir. - -J Caravelle-þotan hefur sig til flugs. Fyrsti farkostur sinnar teg- undar, sem hingað hefir komið, lenti á Reykjavíkurflugvelli síðd. í fyrradag — farþegaþota. Og reyndar eina tveggja hreyfla farþegaþotan í heim- inum. Hún ber nafnið „Santa Maria af gerðinni Caravellc 42. Hingað kom fiugvélin ein- ungis til að sýna sig, í auglýs- ingaskyni, hefir verið á flug- sýningu í París, kom hingað frá Shannon í írlandi á 2% klukku- stund. Margir höfðu safnast út á flugvöll til að skoða gripinn, þegar lenti, en hann lét nokkuð biða eftir- sér vegna tafa. Hann kom þjótandi með ægihraða og hafði ekki neinar vöflur með lendingu, og tókst hún fljótt og vel, brunandi kom vélin eftir brautinni með geysi- gný og þyrlaði upp feiknlegum moldarmekki í kjölfarinu. Caravelle er frönsk flugvél, sem kunnugt er, en banda- ríska fyrirtækið General Elec- tric keypti. eina af SUD-verk- smiðjunum og smíðaði í hana þrýstiloftshreyfla, sem það ger ir mikið af að framleiða. Er vél þessi ný af nálinni til þess að gera, hófst flugprófun hennar fyrir áramót og lauk í apríl. Með henni komu hingað starfs- menn frá General Electric og sýndu blaðamönnum og gestum fyrst kvikmynd í sal Flugfélags íslands á vellinum og lýs^u hreyflum og þætti General El- ectric og Douglas verksmiðj- anna í smíði vélarinnar. Síðan var boðið í flugferð flugmálaráðherra Ingólfi Jóns- syni, forráðamönnum flugmála og fréttamönnum, þeyzt á 12 mínútum upp í 25 þús. feta hæð og flogið með feikihraða vestur yfir land og sjó. Var það hin notalegasta ferð og furð- uðu menn sig á, hve lágt lét í vélinni, því að flestir bjuggust við nokkrum hávaða þegar inn kæmi, en það reyndist aðeins vera dálítill niður. Vélin getur flutt nálega 90 farþega. Það tekur 2 stundir að fljúga henni til Glasgow, þar sem Viscount flýgur það a 3 stundum. Nú leikur mönnum forvitni á að vita, hvort flugfélögin hér hafi í hyggju að eignast slíka vél. Enginn þorir víst að svara Lárus Salómonsson. DRÁPA (Hrynhend) til hans hátignar Ólafs V. N or egskonungs við komu hans til íslands 31. maí 1961. Dveljið, herra, heill á vorri helgu jörð, í þjóðargörðum. Að Lögbergi, hofi og hörgum, helgar dyr þér stígið fyrir. Fagnar þjóðin ferðum yðar fullu hjarta og lœtur skarta sinum gesti, er sœkir fyrstur sjóla Noregs byggðir vorar. Göfgi herra, snjallur Snorri snilli sína lœtur skína, leiftra yfir lendur Dofra. Liggur saga fyrri daga opin fyrir augum vorum, öllum heimi sannleik geymir. Sagnastörfin er vor arfur. arfans mál og þjóðar-sálar. Myndir skýra menning vora. Manndóm hreinan sögur greina. Ingólfs gerð að Fjölum forðum forlög treystu svo hann reisti hér sitt óðal, og sá staður er vor borg, með höfn og torgum. Landsstjórn héðan ráðumrœður, rekur þjóð vort höfuð-óðal. Vakti stofnsins vestrœn stefna. Vökult frelsi kastar helsi. Þúsund ára þjóðar-kjörin, þrek i raun og sigurlaunin þekkir Noregs þýður hari. Þengill metur vora getu; fœrir oss nú fagra blessun fyrir sterka dirfð i verkum. Heimsókn yðar hingað boðar handaband á milli landa, traust, sem bindur try.gga fundi tveggja þjóöa af sama blóði. Engin gjörð skal ógild verða - eða stofnsins tengsli rofna. Heillir berið heim til Noregs. Hljótið gœfu langrar cevi. Lárus Salómonsson. því játandi á næstunni. Fyrir eitt verð hennar má kaupa 6 „Cloudmastera“, hún kostar sem sé um 130 milljónir króna. En óneitanlega væri nú gam- an, ef slík fleyta væri til í ís- lenzka flugflotanum, svo falleg- ur og frár farkostur sem hún er. „Santa Maria“ fór héðan í fyrrad. til Keflavíkur, en þaðan vestur um haf til Gander og New York.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.