Vísir - 24.06.1961, Blaðsíða 11

Vísir - 24.06.1961, Blaðsíða 11
’Laugardagur 24. júní 1961 vTsnT M Anglia ’60, ekinn 10 þús. kra., tækifærisverð. Opel Caravan ’55, mjög góður bíll. Skoda 440 ’56, góðir greiðsluskilmálar. Chevrolet ’59, vel uppgerður Taxi. Mercedes Benz ’55, nýinnfluttur Diesel-bíll. Merzedes Benz ’55, Merzedes Benz 220 ’60, tækifærisverð. Ingólfsstræti 11. Símar 15-0-14 og 2-31-36. Aðalstr. 16. Sími 1-91-81. TEL SÖLU IMýlegt einbýlishús í Vesturbænum. Steinhús við Miðbæinn ásamt stórri útbyggingu tilvalið fyrir skrifstofu og iðnað. % húseign, hæð og ris á Melunum, með öllu sér. Nýleg 6 herb. vönduð hæð í Högunum. 5 herb. hæð í Högunum, bílskúr. 4 herb. hæð við Njörvasund. Ný 4 herb. hæð við Stóragerði. 3ja herb. hæð á Melunum, ásamt 1 herb. og að- gang að eldhúsi í risi. 2ja herb. jarðhæð við Grenimel. Ennfremur raðhús í smíðum og 5 og 6 herb. hæðir í Háaleitishverfi, skipti oft möguleg. Höf- um kaupendur að einbýlishúsum og húseignum af öllum stærðum. EIIMAR SIGIJRÐSSOIM, hdl. Ingólfsstræti 4 — Sími 16767. M'S LAIMGJOKULL Lestar í Hamborg um 7. júlí vörur til landsins. Umboðsmenn: Wilhelm A. N. Hansen, Alter Fischmarkt 11 Hamburg 11. H/F JÖKLAR Aðalstræti 6 — Símar 10697 og 11596. Áskriftarsíminn er 11660 LIKAMSREFSING OG FRELSISSVIPTING fjöldi þeirra manna, sem leggja áherzlu á, að taka beri upp aftur líkamsrefsingu sem lögboðna svipurefsingu og flengingu (hýðingu) eða hvort tveggja, séu að leitast við að hverfa aftur, ekki að- eins 12 ár til 1948, heldur hundrað ár, aftur til 1861. Meðal þeirra mörgu af- brota, sem fjölmargir vilja láta hegna með líkamsrefs- ingu, var helzta lögbrotið of- beldi og þjófnaður, sem þess- ari refsingu var beitt við fram að 1948. Opinberar skýrslur virðast sýna, að afnám þess- ara laga 1948 hafi ekki vald- ið neinni aukningu áfbrota þeirra, sem lögum þessum hafi áður verið beitt gegn. En skýrslur eru óneitanlega alloft eigi fyllilega traustar. Og eitt furðulegasta atriði þeirra virðist vera, að nú er þjófnaður — að meðtöldum ofbeldisþjófnaði, sem áður var dæmdur til líkamsrefs- ingar — í skýrslum þessum ekki skilgreindur sem ofbeld- isglæpur gegn manni, og ekki heldur ofbeldisþjófnaður sér- staklega skilgreindur frá venjulegu hnupli. Virðist því auðsætt, að undirstaða þess- ara opinberu skýrslna muni þurfa endurskoðunar við. Jafnframt skýrslum þess- um viðurkennir ráðið, að mjög séu sundurleitar skoð- anir manna í þessu máli. Sér- fræðingar og aðrir aðstand- endur eru klofnir í málinu. Dómarar og bæjarstjómir eru yfirleitt hlynntir ein- hverri endurheimtu líkams- refsingar, en fangaverðir, fangahússstjórar og eftirlits- menn eru yfirleitt á öndverð- um meiði. Fulltrúar lögreglu- þjóna færðust imdan að svara spurningunni. Alþýða manna virtist nokkurnveginn jafn- skipt um að óska einhverra breytinga á þessum málum samkvæmt þjóðaratkvæða- greiðslu á Bretlandi vorið 1960. Upplýsingaráðið var samt ekki sannfært um, að endur- heimt líkamsrefsinga sem lögboðin hegning gegn viss- um glæpum myndi veita al- menningi nokkurt meira raunveralegt öryggi. Sam- hljóðan þessara aðila er ann- ars mjög athyglisverð, sér- staklega þegar tekið er tillit til þess, að aðilar ráðsins eru fulltrúar laga, kirkju, þings og manna, sem hafa bæði verkleg og fræðileg afskipti af afbrotamönnum. Þeir virð- ast hafa rígskorðað skoðan- ir sínar við nýtízku umbóta- aðferðir í meðferð fanga, og telja ekki fullreynt enn með stuttri reynslu síðan 1948, jafnvel þótt tala glæpa hafi að vissu leyti ef til vill f jölg- að nokkuð upp á síðkastið. Annars benda þeir með nokk- urri rýni á augljósa vægð dómstólanna við að dæma samkvæmt leyfilegum laga- setningum, og ráðið telur að beita mætti nokkru meiri hörku innan lögleyfðra tak- marka. Á þetta þarf annars að leggja nokkra áherzla í sam- bandi við það, er talizt gæti vafasamasta ályktun ráðsins: — að „mesta yfirvofandi ógnun afbrotamannsins er ekki óttinn við refsinguna, heldur vissan um, að komast muni upp um hann“. — Heil- brigð skynsemi telur þetta því aðeins satt, að vissa sé fyrir, að refsing búi að baki hvers glæps, sem kemst upp! v. Dreifði áður sprengjum dreifir nú Biblíum. Hér er ótrúlega lítið rætt áalmannafæri um þau vanda- mál þjóðfélagsins, sem þó glymja alloft í eyrum í inn- lendum fréttum útvarpsins, og blasa við sjónum vorum í gleiðgosalegum fréttum sumra blaðanna, þar sem liggur við að dáðst sé að ó- trúlega frekum og glæfraleg- um afbrotum komungra drengja og unglinga! Væri ekki æskilegt, að dómbærir menn og ábyrgir ræddu þessi alvörumál fyrir opnum tjöld- um? Hér nægir eigi að skír- skota til Bamavemdarráðs, vanefna þess og annmarka, né benda á skort æskulýðsfanga- hæla í stað hins glæpsam- lega óhæfa Litla-Hrauns á þessum vettvangi. Fyrir skömmu voru refs- ingamál rædd í brezku tíma- riti víðkunnu, og fer hér á eftir hrafl úr ritstjórnargrein þess: Upp á síðkastið virðast all- ar líkur benda til þess, að hin gamla, árlega deila um dauðarefsingu og líkamsrefs- ingu blossi upp á ný. Og þetta ekki aðeins á þjóðþinginu, heldur einnig meðal hugsandi alþýðu Iandsins. Þessi tvennu málefni virð- ast allmjög tengd, og miklu fremur sökum hughræringa þeirra, sem þau valda, held- ur en sökum skynsamlegrar íhugunar. Sem stendur er vissulega mikilvægur munur á þessu tvennu. Lögin um dauðarefsingu hafa nú hlotið bráðabirgða- úrslit, en fjöldamargir telja, að óhjákvæmilega verði frá þeim horfið fyrr eða síðar, annaðhvort framávið með af- námi laganna (banni gegn dauðarefsingu), eða þá aftur- ábak með víðtækari skerp- ingu laganna. Líkamsrefsing hefur verið afnumin með lögum síðan 1948, og eina breytingin á þeim vettvangi yrði því aft- urábak. Ríkisstjórnin hefur nýlega látið í ljós þá stefnu, að hún muni ekki stuðla að neinni tilslökun í þessu efni. Og þessi skoðun stjórnarinn- ar hefur hlotið öflugan stuðn- ing hlutaðeigandi ráðamanna í innanríkismálum í nýútkom- inni „hvítri bók“ um meðferð lögbrotamanna og mála, og nefnist „bréfið“ Líkamsrefs- ing. „Bréf“ þetta bendir á, að Fyrir nokkrum dögum fór óvenjulegur gestur frá Ham- borg eftir fárra daga viðdvöl. Maður þessi heitir Mitsuo Fushida, og var um eitt skeið foringi í flugher japanska flotans. Naut hann þar mik- ils trausts, svo sem kom fram í því, að þegar árásin var gerð á Pearl Harbor fyrir næstum tuttugu árum, var það Fushida, sem látinn var stjórna fyrstu flugvélasveit- inni, sem réðst á bandarísku flotadeildina, sem var í höfn í Pearl Harbor. Eftir striðið tók Fushida kristna trú, og tilgangur hans með komunni til Hamborgar var að útbýta þar biblíum á vegum alþjóðasamtaka, sem dreifa Ritningunni. Hann út- býtti 250.000 eintökum, með- an hann stóð við í Hamborg.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.