Vísir - 26.06.1961, Síða 2
Vf siil
Mánudagur 26. júní 1961
V//////A
r* ‘i p
mm %k
y//////////smy//////
Fram vann
fyrirhafnarlaust.
Sigraði ÍBH með 3-0.
Eftir rúmlcga tuttugu daga
hlé, hclt íslandsmótið í fyrstu
dcild áfram. Fram-og ÍBH léku
5. leik mótsins í gærkveldi á
Laugardalsvellinum í hinu dá-
samlegasta verði.
Ekki var þó knattspyrnan,
sem sýnd var, að sama skapi
dásamleg. Leikurinn einkennd-
ist mest af samstöðum, hlaup-
um og röngum sendingum.
Fram sigraði 3—0, og verða
það að teljast sanngjörn úrslit
miðað við getu liðanna. Fram-
arar unnu þarna fyrirhafnar-
laust, lélega andstæðinga, en
eru þó hvergi naerri nógu góðir
sjálfir. Upphlaup þeirra eru
einhæf og máttlaus, mest fyrir
þá sök, að allir framlínuleikt-
mennirnir hópast alltaf inn á
miðjuna í öllum upphlaupum.
Það er furðulegt, að jafn leik-
vanir leikmenn og í liðinu eru,
eða þjálfari liðsins, skuli ekki
laga jafn áberandi galla.
Tækifærin, sem mörkin
komu úr, voru eiginlega einu
hættulegu tækifæri liðsins — og
þó hefðu Hafnfirðingar getað
komist hjá þeim. Það fyrsta
kom eftir mistök miðframvai-ð-
arins og hin tvö hefði mark-
vörðurinn átt að verja.
Reyndar áttu Framarar
snemma í leiknum þrjú skot úr
opnum færum, en öllum var
bjargað á ótrúlegan hátt. Hafn-
firðingar áttu sín tækifæri einn
ig, mest fyrir mistök í vörn
Fram. Var leikurinn alls ekki
svo ójafn fyrstu tuttugu min-
úturnar ,en eftir að Baldur
Scheving skoraði fyrsta mark
Fram, með lausu skoti í stöng
og inn, voru úrslit leiksins ráð-
in. Skömmu seinna bætti Grét-
ar öðru við með lúmsku skoti
eftir ágætan einleik.
Eftir þetta var leikurinn þóf-
kenndur og daufur. Þriðja
markið skoraði Guðmundur
Óskarsson lengst utan af velli,
með skoti, sem markmaðurinn
átti auðveldlega að ráða við.
Undir lokin átti Guðmund-
ur opið tækifæri, en misnotaði
illa.
í liði Fram var enginn fram-
úrskarandi. Aftasta vörnin átti
léttan dag, en virtist nokkuð
opinn. Hafnfii’zku framhei'j-
arnir voru þó Rúnari auðveld-
ir viðfangs. Ragnar var di'júg-
ur að vanda og í framlínunni
voru sprækastir Baldur og
Grétar.
Hvað Hafnarfjarðarliðið
snertir, þá virðist það ekki
eiga annað erindi upp í fyrstu
deild, en að detta niður aftur.
Leikur þess er alltof stórskor-
inn og í liðinu eru of margir
veikir punktar.
Framh. á 7. síSu.
Þórólfur Beck. Hann leikur með K.R. í kvöld.
„Fer líklega I hausf
segir Þórólfur Beck, nýkominn frá Skotlandi
Fyrsta mark Fram. Knötturinn lenti í stönginni og inn.
Eins og kunnugt er, fór Þór-
ólfur Beclc til Skotlands, strax
að afloknum landsleiknum síð-
astl. mánudagskvöld.
Á Iaugardaginn kom hann
heim aftur, eins og gert hafði
verið ráð fyrir. f gær hitti
fréttamaður blaðsins Þórólf að
máli og innti hann frétta af
ferðinni.
„Þegar Skotarnir buðu mér
út, liélt ég, að þctta yrði hálf-
gerð tilraun með mig, þeir
ætluðu að sjá, hvað ég gæti.
Ég hafði því vitaskuld knatt-
spyrnuskó og æfingagalla með
mér. En það rcyndist óþarfi. Eg
kom ekki á knattspyrnuvöll
allan Jímann, hvað þá, að ég
sparkaði bolta!“
„Hvað varstu þá að. gera?“
„Tilgangurinn með ferð
minni var helzt sá, að kynnast
staðháttum og sjá hvernig mér
litist á þetta. Forráðamenn St.
Mirren, eða þeir, sem voru
gestgjafar mínir, voru mjög vin
gjarnlegir og báru mig á hönd-
um sér. Eg get ekki sagt annað,
en að mér litist ágætlega á mig
þarna.“
„En hvað um atvinnumennsk-
una?“
Ég veit það nú ekki. Þetta
er allt óákveðið ennþá! Ég get
ekki neitað því, að ég hef á-
huga á þessu. Mér gefst tæki-
færi til að litast um í heiminum
og um leið fæ ég borgun fyrir
nokkuð, scm ég hef gaman af.‘‘
„Þú crt þá ekki búinn að
skrifa undir ennþá?
„Nei, nei.“
„En hvað þá?“ ^
„Ja, þeir hafa boðið mér aft-
Eins og cr starfar Þórólfur sem
prentnemi í Víkingsprenti.
Knattspyrnu-
fréttir.
Danska liðið Randers Freja,
sem eru hér í boði Akureyringa,
lék norður á Akureyri á laug-
ur í haust. Þeir bjóða mér upp jardaginn við heimamenn. Nokk
i á átta mánaða samning, yfir J uð hvasst var, er leikurinn fór
: veturinn, upp á viss kjör og að ifram og léku Danir undan vindi
jég æfi og leiki með þeim sem í fyrri hálfleik og skoruðu fjög-
atvinnumaður. Hvað ég gcri cr
allsendis óvíst og cnn er nógur
tími til stefnu.“
ur mörk. Þrátt fyrir mótvind-
inn í seinni hálfleik, gáfu þeir
hvergi eftir og sigruðu. —
,En heldur þú ekki, að þú jSýndu þeir yfirburði á ööllum
farir til þeirra í haust, ef ckki
sem atvinnumaður, þá scm á-
hugamaður?“
„Jú, það þykir mér líklegt."
Þórólfur Beck mundi verða
annar íslenzki atvinnumaður-
inn, ef til til kæmi. Albcrt Guð
mundsson er enn sá eini, en
Halldór Halldórsson með Val
æfði einu sinni í nokkra mán-
uði með Lincoln City.
sviðum. voru bæði fljótari og
leiknari. Á fimmtudaginn leika
þeir hérí bænum við KR, og
verður gaman að sjá þá.
í Keflavík sigraði Reynir,
Sandgerði, 3—2 í annarrar
deildar keppninni. Leikurinn
fór fram í Sandgerði og var
mjög láleguj- og illa leikinn.