Vísir - 26.06.1961, Qupperneq 6
í-i.-.
Mánudagur 26. júní 1961’
K VIKMYNDA S TJARNAN
ur.
Hún er hraust og fjölhæf
með afbrigðum. Hinn ítalski
kvikmyndatökumeistari, Fre-
derice Fellinie, hefur sagt, að
þessi fræga kvikmynda-
stjarna væri ,,náttúrubarn“
og flæmsk endurreisnartíma-
bilskona. Hvort tveggja sjald-
gæft á 20. öldinni.
Það hafa verið skrifaðir
margir kílómetrar af blaða-
dálkum um Anitu Ekberg á
undanförnum árum. Um
þessa sænsku stjömu er rætt
og ritað án afláts. Aðalástæð-
an til þess að hún hefur aldrei
frið fyrir blaðamönnum og
aðdáendum, er fegurð henn-
ar. Anita er forkunnar fög-
ur. Andlitið er dásamlegt.
Það er höggmyndlistarandlit.
Fætur hennar og fótleggir
eru fram úr skarandi fallegir.
Tennur, augu, hár, munnur,
vaxtarlag — allt er aðdáan-
lega fallegt.
En Anita Ekberg er ekki
eina fagra stúlkan, sem kom-
ið hefur til Hollywood, og
ekki kunnað nema fimm orð
í ensku og haft óbifanlega trú
á því að lífið yrði dýrlegt.
Anita hlýtur að hafa haft
eitthvað fram yfir allan f jöld-
ann af kynsystrum sínum. Ó-
venjulegt sjálfstraust, þrái,
hugrekki og þolgæði til þess
að láta erfiðleika ekki yfir-
buga sig, hefur gert Anitu
Ekberg ósigrandi.
Hún lét ekki telja sér hug-
hvarf þótt óbyrlega blési í
fyrstu. Hún lét það sem vind
um eyrun þjóta, er hún fékk
bréf með ráðleggingum um
að fara heim til Svíþjóðar.
Anita hafði takmarkalausa
trú á sjálfri sér. Hún var
sannfærð um að lífið yrði
dans á rósum er tímar liðu.
Anita er hyggin, hún er
afar sterkbyggð og hefur
haft framúrskarandi góða
heilsu. Læknir hennar hefur
sagt að svo góð heilsa sé
sjaldgæf, ef ekki einstæð. An-
ita sé lifandi kennslubók í
líffærafræði. (Minna má nú
gagn gera).
Ást Anitu á lífinu er tak-
markalaus.
Henni þykir gaman að lifa,
vera kvikmyndastjarna og
geta skemmt sér án þess að
þurfa að horfa í skildinginn.
Hin mikla lífsorka Anitu
er alkunn, og við og við ber-
ast fréttir um að hún hafi
beitt orkunni alláberandi, og
orðið sér til minnkunar. All-
skapheit mun hún vera, þótt
hún sé stundum nefnd ísf jall-
ið úr norðrinu.
Þegar aðrir leggjast dauð-
þreyttir til hvílu eftir slark-
sama nótt fer Anita oft í bað,
ekur driúgan spöl í bílnum
sínum, borðar „spaghetti“
eða gerir eitthvað annað.
Þegar vinirnir, sem verið
hafa með Anitu á nætursvall-
inu vakna eftir stuttan svefn
eru þeir þreyttir og vesæld-
arlegir. En Anita hefur ekki
látið á sjá. Hún er fögur og
indæl þrátt fyrir vökur og
slark. Ekkert virðist bíta á
hana.
Það er oft asi á henni. En
hún kann líka að hvíla sig —
vera löt og safna kröftum.
Hún sefur fast og vaknar
stundum ekki þótt síminn
hringi.
Anita er glaðlynd og skap-
mikil. Hún getur reiðst illa
og minnir þá á náttúrubarnið
og endurreisnartímabilskon-
En hún er ekki langrækin.
Hún vill ekki vera í fýlu.1
Mönnum virðist Anita hafa
skemmtun af því að reiðast.
Það éykur matarlystina og
bætir meltinguna, að hennar
áliti. Stundum mun hún gera
sér upp reiðiköstin. Menn eru
ekki vissir um það, hvenær
Anitu er alvara og hvenær
hún er að leika.
Eftir að hafa fengið reiði-
kast — ekta eða óekta —
verður Anita glöð og sæt.
Hún segir þá venjulega:
„Jæja, ég reiddist. Nú getum
við aftur orðið vinir. O.K.?“
Þannig afvopnar hún fólk.
Anita virðist stundum of-
urlítið feimin og hláturmild.;
En ef til vill er þetta einung- j
is leikur. Það er svo erfitt að,
botna í Anitu Ekberg.
Ef til vill er þetta leyndar-1
dómurinn, sem gerir hana,
svo spennandi. Menn vita j
aldrei með vissu, hvort hún
meinar það, sem hún segir,
eða ekki. En aldrei er leiðin-
legt að vera í nánd við hana
eða með henni.
Anita Ekberg • 'g(*tur verið
eins og Garbo, Pola Negri og
Gloria Swanson í nýtízku út-
gáfu. Og það lætur nærri að
hún fari fram úr þeim öllum
þegar henni tekst bezt.
En svo kemur það, sem
mörgum mun þykja nýstár-
legt og merkilegt. Anita Ek-
berg er hagsýn og fjölhæf.
Hún getur lagfært ljósatæki,
gert við af sér o. fl.
Hún er afar lagin og hand-
lipur. Hún kann að sauma og
matreiða. Hún hefur gaman
af að mála. Ekki myndir,
heldur veggi, veski, hálsbönd
og bursta. Hún lagfærir oft
á sér hárið og snyrtir sig og
gerir tilraunir með fegrunar-
meðöl. Gerir nýjar blöndur
með svo góðum árangri að j
verksmiðjueigendur mættu j
öfunda hana af framleiðsl-1
unni.
Glaðlynd er Anita oft — |
en ekki ætíð. Hún hefur sér,- j
staklega gott lag á að um-
gangast böm. Hundarnir'
henar elska hana. Öllum
börnum, sem heima eiga í
grennd við Anitu, þykir vænt
um hana.
Anita lætur stundum hátt-
setta menn í kvikmyndaiðn-
aðinum bíða lengi vegna þess
að hún er að tala við litlar
stelpur um brúðumar þeirra.
Alls konar klæðnaður fer
Anitu vel. Hún er ágætur bíl-
stjóri, ágæt reiðkona og synd-
ir eins og fiskur. En ég er
viss um að hún myndi æpa
hástöfum ef hún sæi litla mús.
Já, ef réttir áhorfendur væru
í grennd. Að öðmm kosti
myndi hún fara með músina
inn í eldhús, taka brauð og
ost og gefa henni. Svo myndi
hún ná í hey og láta gestinn
hvílast á því.
Anita er lagin við blóma-
rækt og Pappina, sem er ráð-
ríkur garðyrkjumeistari,
beygir sig oft fyrir áliti og
vilja Anitu. En þessar um-
ræður taka stundum langan
tíma.
Samkvæmt því, sem nú hef-
ur sagt verið ætti Anita að
vera góð kona. Fólk, sem ann 1
ingnum var, lokið. Það er æ-
tíð leiðinlegt að vera fjárri
sínum nánustu. En hvergi
eins dapurlegt að vera ein-
mana og á sjúkrahúsum. Þá
kom þýzk hjúkrunarkona
hlaupandi eftir ganginum.
Hún sagði við mig: „Komdu
fljótt. Það er símtal við
Róm“.
Ég ók í hjólastólnum fram
hjá lokuðum dyrum, nam
staðar undir náttlampa og
greip símtólið, sem lafði nið-
ur eftir veggnum.
„Hallo, það er Anita. Ég
fór að hugsa um þig og áleit
BÆRBRO BOLIIMDER
börnum og blómum er venju-
lega ágætt í alla staði.
Ég álít að Anita vilji vera
góð. Eitt sinn er við ræddum
þetta mál, skildist mér á
henni, að hún vildi vera svo
góð, að menn gleymdu henni
ekki.
Manna, sem muna hana og
að þér þætti lífið dapurt og
dauft“.
Leiðindi þolir Anita ekki.
Hún álítur það afar ill örlög
að vera einmana og svo hófst
hún handa með að hressa
mig.
Þvílíkri framkomu gleyma
menn ekki. Þannig er Anita
sýna það, minnist hún og
gleymir ekki.
Ekki svo að skilja að hún
haldi óslitnu sambandi við þá!
Hún er trygg. Langi hana til
þess að tala við einhvem vina
sinna, lætur hún ekki mikla
fjarlægð né langan tíma
hindra það.
Þetta get ég vottað. Ég
hef sannanir fyrir því. I fyrra
lá ég í sjúkrahúsi í Þýzka-
landi. Hafði legið þar lengi.
Jólanóttin var komin. Allt var
orðið hljótt, Jólaundírbi'm-
inn við beinið. Góð, hjálpfús
og hjartahlý.
Anita Ekberg er dugleg.
Hún er mikil leikkona. Hún
hefur sigrað heiminn með
dugnaði sínum, list og feg-
urð. Henni eru allir vegir
færir. Ástamálin verða henni
eins og f jölda annarra stjarna
erfiðust viðfangs.
j En Anita Ekberg lætur
j ekkert beygja sig. Því alltaf
1 má fá annað skip og annað
j föruneyti.