Vísir - 26.06.1961, Page 8

Vísir - 26.06.1961, Page 8
s ÚTGEFANDI: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR Ritstjórari Herstelnn Pólsson, Gunnar G Schram. Ritstjórnarskrifstofur: Laugavegi 27 Auglýslngar og afgreiðslo; Ingólfsstrœti 3. Áskriftargjald er krónur 30,00 ó mónuði f lausnrölu krónur 3.00 eintakið - Slml 11660 (5 llnurl - Fé!ag» prentsmiðjan h.f.. Steindórsprent h.f., Eddc h.t. Hví ekki óháðan sjóð? Enn stendur verkfallið, enn þrjóskast kommúnista- forystan í Dagsbrún við að binda enda á það með sömu hagstæðu samningunum og Hlíf og önnur verkalýðs- félög hafa samið upp á. Þessi afstaða kommúnistafor- ystunnar er furðu ótrúleg, þegar litið er til þess hve atriðið, sem á milli ber er í rauninni smávægilegt. Vinnuveitendur hafa lýst sig þess albúna að’ greiða eitt prósent í styrktarsjóðinn, en stjórn hans verði hins- vegar að vera sjálfstæð. Hafa þeir lagt til að hana skipi einn fulltrúi Dagsbrúnar, einn fulltrúi vinnuveitenda og oddamaðurinn sé tilnefndur af Hæstarétti. Ekki skyldi að óreyndu talið að þessi kjör væru svo ósann- gjörn að það réttlætti að kommúnistaforystan dregur verkfallið á langinn dag frá degi, og heimtar sjóðinn allan undir sína stjórn. Samt hafa þau ódæmi gerzt að allt atvinnulíf er stöðvað út af atriði sem þessu. Því er tímabært að þjóðin fái að vita hver er ástæð- an til þess að Dagsbrúnarforystan berst gegn því með kjafti og klóm að sjóðurinn sé óháður. Á hvern hátt ætti það að geta skaðað verkamenn að sjálfstæð, óvil- höll stjórn ræður þar málum? Það ætti miklu fremur að vera Dagsbrúnarforystunni kappsmál að sjálfstæð stjórn væri fyrir sjóðnum, svo aldrei væri þar tilefni til grunsemda um fyrirkomulag úthlutunar úr honum. Og allra sízt er þetta nægt tilefni til þess að halda enn áfram verkfalli, sem allir vita að getur aðeins skaðað verkamanninn sjálfan. Það er heldur ekki svo, að sjóðurinn verði alveg við- skila við Dagsbrún, þar sem einn af þremur stjórnar- mönnum verður skipaður af félaginu. Ekki munu vinnuveitendur fara með alræðisvald í sjóðnum eða ráða þar málum, þar sem þeir munu þar aðeins hafa einn fulltrúa. Fulltrúi Hæstaréttar er maðurinn, sem úr slitum ræður, og með neitunum sínum á samningum er Dagsbrún raunverulega að gefa í skyn að honum sé ekki treystandi til þess að vera þar óvilhallur dómari. Trúi því hver sem vill. Krabbameinsvarnir. Á þessu ári á Krabbameinsfélag íslands 10 ára af- ; mæli. Starf félagsins hefir verið mikið fyrsta áratug- inn. Er þar stærst stofnun leitarstöðvarinnar, sem ætl- að er að finna sjúkdóminn á byrjunarstigi og auðvelda þannig um alla lækning. Krabbameinið er enn mann- kyninu óráðin gáta, þótt ötullega sé unnið að lausn hennar í öllum heimsálfum og við Islendingar eigum þar í hópi einn ágætan vísindamann, prófessor Dungal. Krabbameinsvarnir kosta mikið fé, en eru þjóð- j þrifastarf og er full ástæða til þess að leggja þeim allt | það lið, sem þjóðin megnar. VÍSIK Mánudagur 26. júní 1961 Tvær tennur í hættulegri vél. Það líður varla sá dag- ur að ekki berist fréttir af nýjum njósnamálum. Rússneska njósnastarf- semin er orðin að stór- viðskiptum, sem eiga sér enga hliðstæðu. Aðferðir hennar og mark- mið eru álíka vafasöm. Hún keppir einkum eftir hern- aðarleyndarmálum Vestur- veldanna og svífst einskis í viðleitni sinni. Hér segjum við frá tveimur njósnamál- um, sem snerta gang hinnar umfangsmiklu njósnavélar kommúnistalandanna. Hið fyrra er mál þýzku skrif- stofustúlkunnar Rosalie Kunze, sem starfaði fyrir austurþýzku njósnalögregl- una, en hún er í nánu sam- bandi við leyniþjónustu RÚssa og starfar fyrir hana. Höfuðpersónan í hinu málinu er háttsettur starfsmaður ísraelska landvarnaráðu- neytisins dr. Israel Beer. Hann er talinn hafa njósnað fyrir Rússa. þjónustunnar gegnum flokks deildina, sem hún starfaði í. Hann taldi hana heppilega til margskonar starfa í þágu leyniþjónustunnar. Fyrsta verkefnið var að komast í samband við vestræna kaup- Bonn og sótti um starf, sem hún fékk umyrðalaust. Það var í október 1956. Þarna vildu yfirboðarar hennar einmitt að hún starfaði. Hún varð brátt afkasta- mikill njósnari. Aragrúi leynilegra skjala fór um hendur hennar og voru jafn- harðan afrituð á örþunnan pappir, sem auðvelt var að gleypa ef hættu bar að hönd- um. Hún sendi þessar upp- lýsingar sínar á falskt heim- ilisfang í Köln. Rosalie gerði einnig lista yfir alla Rosalie Kunz. ROSALiIE KUNZ. Rosalie Kunz var aðeins. 31 árs, er hún var handtek- in í Vestur-Þýzkalandi og sökuð um njósnir fyrir er- lent ríki. Hún var dóttir sokkaverksmiðju-verka- manns í bænum Stollberg, sem er í Austrur-Þýzkalandi. Rosalie var lífsglöð og fjör- mikil stúlka, sem dreymdi drauma um „ævintýrið mikla“. Það virtist ekki vera á næstu grösum við 24. ára gamla skrifstofustúlku, sem hafði látið innrita sig í kommúnistaflokk Austur- Þýzkalands, sem hafði feng- ið lítið en sæmilega borgað starf í áætlunarskrifstofunni í Dresden. Hún komst í sam- band við starfsmann leyni- sýslumenn á Leipzig-kaup- stefnunni. Það var ekki hið „mikla ævintýri“, en hún naut starfsins í dýrustu veit- ingahúsum borgarinnar við glaum og gleði. JJún þótti samt ekki koma til álits sem sjálfstæður njósnari, þar til hinir nýju vinnuveitendur hennar upp- götvuðu að hún hafði vissu- lega hæfileika sem slík, einkum vegna þess hve auð- velt hún átti með að komast í samband við fólk. Það varð til þess að hún fékk tilboð um frekari „menntun“ í Austur-Berlín. Þetta var raunar skipun, því henni var hótað að upplýst yrði um fóstureyðingarmál, sem hún var flækt í, en hélt að væri gleymt. Á skólanum lærði hún flest það sem talið er nauðsynlegt góðum njósn- ara. Og í marz 1955 var hún send sem „flóttamaður“ til Vestur-Þýzkalands. í fyrstu starfaði hún í ýmsum fyrir- tækjum, sem ekki bjuggu yfir eftirsóknarverðum leyndarmálum, aðeins til að afla sér meðmæla. Að þeim fengnum sneri hún sér til landvarnarráðuneytisins í Dr. Israel Beer. foringja í vestur-þýzka sjóhernum með persónu- og skapgerðarlýsingu á þeim öllum. Á þessum tíma varð hún vinsæll gestgjafi á litla heimilinu sínu. Hún bauð m. a. sjóliðsforingjum í litlar og fjörugar veizlur og þar var einnig einn af foringjun- um í glæpalögreglunni í Bonn. Hún vann sér inn 13.500 v.-þýzk mörk og 5 þús. austur-þýzk mörk á þessum tíma. Og það var aðeins fyrir hreina tilviljun að hún var uppgötvuð, sem njósnari. Framh. á 10. síðu 1800 á bygginga- ráðstefnu ■ Khöfn. Þann 18. sept. fer fram 8. ráðstefna Norræna byggingar- félagsins í Kaupmannahöfn. Verkefni hennar verður !.3yggeriets industrialisering“, og mun prófessor dr. techn. B. J. Ramböll halda fyrirlestur um það efná, en prófessor Sune Lindström, arkitekt, mun halda fyrirlestur um „Arkitektur og industrialisering“. Þetta verk- efni ráðstefnunnar verður tek- íð til umræðu á fundum með þátttöku allra Norðurlanda. Er verkefninu skipt niður í 7 þætti og er mönnum frjáls þátt taka í þeim. Gert er ráð fyrir að á mót- inu verði um 1800 manns, er skiptast á, Norðurlöndin öll, og takmarkaður fjöldi frá hverju þeirra. Vegna gistingar og hóp- ferðalaga eftir mótið, er þeim sem áhuga hafa, ráðlagt að kynna sér möguleika ti] þátt- töku hið fyrsta og eigi seinna en 10 júlí n.k. Allar upplýsingar varðandi þátttöku í ráðstefnunni má fá hjá Byggingarþjónustu Arki- tektafélags íslands og Gunn- laugi Pálssyni. arkitekt.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.