Vísir - 12.07.1961, Síða 1

Vísir - 12.07.1961, Síða 1
VISIR Miðvikudagur 12. iúlí 1961. — 156. tbl. Aðstoðarritstjóri og fréttastjórar. Nýlega hefir Axel Thorsteinsson, blaðamaður við Vísi, verið ráðinn aðstoðarritstjóri. Hann er lesendum Vísis að góðu kunnur, þar sem hann hefir starfað við blaðið hátt á fjórða áratug, aðallega við ritun erlendra írétta. . . Nýlega voru ráðnir til starfa á Vísi tveir nýir fréttastjórar. Eru það þeir Sverrir Þórðarson og Þorsteinn Ó. Thorarensen. — Mun Sverrir verða fréttastjóri innlendra frétta, en Þor- steinn erlendra. Báðir eru hinir nýju fréttastjórar landskunnir blaðamenn og hafa um árabil starfað yið Morgunblaðið. Fagnar blaðstiórn Vísis því að þeir tveir bætast nú í hóp Vísismanna. . í fögru veðri reika margir suður að tjörn, annað hvort til að skoða fugíálífið þar eða bara njóta sumarblíð- unnar. Og þá vita börnin, hvar selja á Vísi. Aukning þjóftarfram- leiðslunnar 2% á íbúa Viðreisnin miðar að aukningti hagvaxfarins. Nýjustu rannsóknir Framkvæmdabankans á aukn- ingu þjóðarframleiðslunnar sýna, að á árinu 1946— 1958 jókst hún aS meðaltali um 4.1 % á ári. Meðal ár- legur vöxtur þjóðarframleiðslunnar á mann, miðað við fast verðlag var á þessu sama tímabili 2.0%. Þessar nákvæmu tölur Framkvæmdabankans'fékk Vísir upp- lýsingar um í gær og hafa þær ekki áður verið birtar. Sýna þær að upplýsingar Tímans fyrir skömmu um að vöxtur þjóðarframleiðslunnar hafi verið allmiklu meiri, yfir 6%, og því geti atvinnuvegirnir borið hærra kaup- gjald, fá ekki staðist. Tímnn hefir í skrifum sín- um stuðst við greinar um efna- hagsmál sem Helgi Bergs verkfræðingur ritaði í það í vetur. Komst Helgi þar að þeirri niðurstöðu, að á árun- um 1954—1959 hefði meðal aukning þjóðarframleiðslunn- ar verið rúm 6% og um 4% miðað við íbúa. Kvað hann unnt að auka þjóðarfram- leiðslu íslendinga úr 5% í 7%. Helgi mun hafa fengið tölu- legar upplýsirjgar í vetur frá Framkvæmdabankanum, en þess ber að gæta að upplýsing- ar um þjóðarframleiðsluna eru hér á landi enn ófullkomnar og hefir bankinn síðar endur- skoðað rannsóknir sínar og. komist að þeim tölulegu niður- stöðum, sem getið var hér í upphafi. í greinum sínum gat Helgi Bergs eðlilega ekki gefið neina fbrskrift um það hvernig við ættum að auka þjóðarfram- leiðsluna upp í 7%. Hann benti hinsvegar réttilega á tvö þýð- ingarmikil . atriði, sem stuðla að aukningu á þjóðarfram- leiðslunni. í fyrsta lagi benti Helgi á að við höfum ekki náð Frh. á 7, s. vörubíls í gær stöðvuðu verkfallsverð- ir Vbs. Þróttar vinnu með vöru- bíl hjá gróðrastöðinni Alaska. Ástæðan var sú, að Alaska hafði keypt þennan bíl í gær, ætlaði að nota hann til flutninga, sem Þróttar-bílstjórar höfð'u ann- ast. Þetta gerðist eftir hádegi. Frá því í fyrra höfðu bílar frá Þrótti unnið fyrir gróðrarstöðina, og olli verkfall þeirra nokkrum erfiðleikum hjá Alaska, svo fyrirtækið sá sig knúið til að kaupa bifreið. i En Þróttar-menn töldu gróðr- arstöðina ætla að komast í kringum vinnustöðvunina og Framhald a. 7. síðu. YFIR HUNDRAÐ FARAST TVEIM FLUGSLYSUM Tvö hræðileg flugslys hafa nú orðið á einum sól- arhring. Fyrri flugvélin sem fórst var bandarísk, hin rússnesk. Yfir hundraS manns hafa farizt í báðum flugslysunum samanlagt. Rússnesk flugvél. Rússneska flúgvélin, sem var af gerðinni 11-18 fórst í lend- ingu við Casablanca í Mar- okko. Talið er að 82 menn hafi farizt. Flugvél þessi var í á- ætlunarflugi milli Prag og Cenakry í Gíneu. Hún ætlaði að hafa viðkomu á hinum stóra alþjóðlega flugvelli í Rabat, en þar var svo mikil þoka, að henni var vísað að lenda á Casablanca flugvellinum. í Casablanca voru löndun- arskilyrði einnig slæm og -leiddi það til þess að flugvélin lenti á háspennuleiðslu er hún lækkaði flugið of mikið í að- fluginu. Allir sem voru í flug- vélinni fórust nema einn, sem komst af og var fluttur hel- særður á sjúkrahús. Farþegaþota. Bandaríska flugvélin sem fórst fyrr um daginn var risa- farþegaþota af gerðinni DC-8. Voru í henni hvorki meira né minna en 109 farþegar. Hpn var á leiðinni frá Philadephia til Denver í Cororado. Var hún að lenda í Denver og voru lendingarskilyrði slæm líkt og hjá hinni rússnesku flugvél, þoka yfir. Fréttir af þessu slysi Frh. á 7. s. I /

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.