Vísir - 12.07.1961, Blaðsíða 4

Vísir - 12.07.1961, Blaðsíða 4
V I S I It Miðvikudagur 12. júlí 1961 Þær leituðu þangað, sem luxu úr grasi, Mltuii viö tvœw* vestuv islenskíwv vinkonurm Allmargt fólk af ís- lenzkum stofni vestra hefur lagt leið sína til fs- lands í sumar, fólk, sem aldrei hefur séð það fyrr en lærði á barnsaldri ís- lenzku af foreldrum sín- um, og hefur meiri eða minni kynm af landinu af lýsingum þeirra, og kemur nú til að sjá það eigin augum — og sumt fer út um sveitir, inn í, afdali, heim til bernsku- stöðva foreldranna, þar sem gamli bærinn stóð, þar sem þeir uxu úr grasi. í þessvim hópi eru tvær konur frá Selkirk í Mani- toba, sem eg hitti í gær, vin- konurnar Miss Kristjana Johnson og Mrs. Lillian Funk, og rabbaði eg við þær um stund. „Við erum báðar bornar og barnfæddar í Selkirk,“ sagði Kristjana, „og höfum alltaf átt þar heima og er þetta í fyrsta skipti, sem við komum til fslands. Við erum fyrir skömmu komnar að norðan, en á Akureyri heim- sótti.eg Sigurð O. Björnsson og systkini hans, en við er- um syskinabörn. Við komum 2. júní og fórum loftleiðis alla leið — og með Loftleiða- flugvél frá’ New York. Síðan við komum höfum við verið lengst af fyrir norðan. Ferð- uðumst við með frændfólki og vinum um Skagafjörð og Hýnavatnssýslur og ýorum mjög hrifnar af öllu, ekki sízt af að koma á bæina, þar sem foreldrar mínir voru börh. Og einnig heimsótti eg vina- og frændfólk á Blönduósi, í Köldukinn, Suð- ur-Þingeyjarsýslu og fórum víðar.“ „Hvaðan voru foreldrar þínir?“ „Hnjúkum í Ásum í Húna- jana sagði eitthvað um það, hve góðan og vel tilreiddan mat menn fengju hér, áð eg spurði hana hvort það hefði ,dáið út‘ vestra, að búa til skyr og slátur o. s. frv. „Áreiðanlega ekki, þótt minna kunni að vera um það, — og skyr t. d. er verzl- unarvara í Selkirk. Maður vatnssýslu og Ljótshólum í Svínadal. Faðir minn var Einar Johnson, f. að Hnjúk- um, og móðir mín Sigurbjörg Benjamínsdóttir, alin upp að Ljótshólum. Þau fóru vestur um haf 1887 og settust að í Manitoba, þar sem Sel- kirk er nú, eða sem næst. Þar starfa eg á lögfræði- skrifstofu og hefi alið allan minn aldur í Selkirk.“ Eg hafði orð á því, að þeim vinkonunum veittist létt að tala íslenzkt mál, og kváðu í þær foreldra sína ávallt hafa j talað íslenzku saman og við j bornin. Og íslen?kar bækur - voru keyptar og lesnar á bernskuheimilum þeirra. Mrs. Lillian Funk sagði mér, að foreldrar hennar hefðu verið Stefán Davíðs- son frá Flatey á Skjálfanda, sem fór vestur 1872 og Guð- rún Elisabet Ingimundar- dóttir frá Kálfadal í Skaga- firði. Frú Lillian var gift bandarískum manni. Hann er látinn. Þem kom saman um það, vinkonunum, að land for- eldra þeirra væri yndislegt land, fólkið alúðlegt og gest- risið. Og mikið fannst þeim til um þá velsæld, sem þeim fannst margt hér og raunar flept bera vitni, og einnig dáðust þær að hve mikið hafði verið gert hér á verk- lega sviðinu. — Það kom annars til út af því, að Krist- j Kauifda krefst sjálf- stæiis N. - Rhodesiu •l. Kaunda, aðalleiðtogi blakkra þjóðernissina í Norður-Rhodesiu hvatti í fyrrad. í ræðu til of- beldislausrar baráttu til hindr- unar því, að hin nýja áformaða stjórnarskrá næði fram að ganga. Fulltrúaþing þjóðernis- sinnaflokksins samþykkti til- löguna. Nýkominn frá London kvað hann brezku stjórnina hafa svikið sig, en hann fór þangað til umræðu um stjórnarskrár- málið. „Við heimtum sjálf- stjórn,“ sagði hann. Sir R05 Welensky forsætisráðherra Mið- Afríkusambandsins brezka kall- aði hann „pólitískan fábjána11 og hét því að uppræta með öllu allt fylgi hans í Norður-Rhod- esiu. Kaunda kvað fylgismenn sín^ hafa verið þolinmóða, en bað þá gæta stillingar. Baráttan, er nú yrði hafin, myndi hafa þær afleiðingar, að stjórn Breta í Norður-Rhodesíu riðaði á grunn- inum. að nafni Luning, sennilega af skandinaviskum ættum, rekur þar mjólkurbú, og mun hafa fengið tilsögn I að búa til íslenzkt skyr. Og skyrið, sem hann býr til er mjög líkt íslenzka skyrinu, en þó ekki alveg eins. Hann mun líka hafa fengið hol- lenzka uppskrift og fer lík- lega eftir báðum, en hann kallar þessa framleiðslu skyr og það má líka vel, því að það er svo líkt íslenzku skyri, að hann hlýtur að fara í öllum aðalatriðum eftir ís- lenzku uppskriftinni“. „Það væri annars gaman að heyra dálítið frá Selkirk. Við vitum lítið um þann bæ annað en að þar býr all- margt fólk af íslenzkum stofní og að hann er skammt frá Winnipeg.“ „Bærinn dregur nafn af á- gætum frumherja, Selkirk lávarði, serri gekkst fyrir skozku landnámi í Kanada. Bærinn stendur við Rauðá um 34—35 km. norður af Winnipeg og eru íbúar nú um 8500. Skotar námu hér land og talsvert af íslend- ingum, og eg gæti trúað að í Selkirk væru 250—300 manns fæddir hér heima á íslandi, en alls af íslenzkum stofni a. m. k. 500 manns." „Hvernig er félagsstarf- semip meðal íslendinga í --------------------^---------- Selkirk?“ „Þjóðræknisfélagsdeild er þar starfandi, og safnaðarlíf var lengi blómgandi. Síðast- ur íslenzkur prestur var síra Sigurður Ólafsson, en hann lét af prestskap fyrir um 6 árum og er hann látinn fyrir skömmu. Nú er ekki messað á íslenzku, nema við hátíð- legt tækifæri. — Prestur er nú síra Wallis Bergman og er hann af íslenzkum ætt- um.“ ,,Og hvenær skal nú heim halda?“ „Loftleiðis næstkomandi mánudag — og með Loft- leiðaflugvél til New York. Menn segja, að við hefðum 1 getað verið heppnari með veður, en ferðin var dásam- leg og við gætum ekki verið ánægðari. Hin margbreyti- lega fegurð lancfeins og alúð og gestrisni fólksins gleym- ist okkur aldrei. Og við biðj- um fyrir hjartans kveðjur og þakkir til allra, sem við höfum hitt og greitt hafa götu okkar“. ATH. GESTRISIMIN ÞARF EKKI AÐ KOSTA IVflKIÐ ef 'r\'; er til á heimilinu BJÓÐIÐ VIIMÚIii YÐAR Þeirtnan sígilda drykk sem svafar og hressir — og á hvergi sinn líka 1 á

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.