Vísir - 12.07.1961, Page 16

Vísir - 12.07.1961, Page 16
VISIR Miðvikudagur 12. júlí 1961. ./ Kwame Nkrumah, forseti í Ghana, er í opinberri heim- sókn í Sovétríkjunum um þessar mundir. Áframhaldandi síld- veiöi í gúðu veðri. H IJ X E R * I S í L D I N X I GAGARIN MINNIR HELZT Á KVIKMYNDALEIKARA. Drottningu ráðlagt að sæma hann heiðursmerki. Brezka blaðið Daily Telegraph Kefur enn einu sinni látið í það skína, í sambandi við heimsókn geimfarans Gagarins að ekki hafi verið allt ineð felldu. með geimflug hans. Blaðið segir á fremur kald- hæðnislegan hátt: ,,Það getur vel verið að Gagarin sé hraustur maður, sem hafi getað staðizt hina erf- iðu raun geimferðarinnar, um það veit maður ekkert með vissu, — en hitt veit maður nú, að hann er ákaf lega aðlaðandi persónu- leiki". Eins og filmstjarna Daily Telegraph hefur áður haldið því fram, að annar mað- ur en Gagarin hafi verið send- ur í geimflug, en síðan hafi Gagarin aðeins komið inn í hlutverk hans, vegna þess að hann var maður sem hafði mjög góða framkomu, eins og bezti kvikmyndaleikari. Bretar hafa tekið for- kunnar vel á móti Gagarin. í dag var tilkynnt að hann hefði ákveðið að framlengja dvöl sína um einh dag vcgna þess, að Elisabet drottning hefur boð'ið hon- um til einkaveizlu í Buck- ingham-höllinni. Það er mælt að Gagarin hafi í gær og í dag tekið í höndina á 2000 manns og hefur brosið varla horfið af vörum hans. Múgur og margmenni hefur 5afnazt saman hvarvetna þar sem hann hefur verið á ferð. f morgun flaug hann frá Lon- don til Manchester og var ætl- unin að hann dveldist um 5 klst. í • þeirri borg. Þar á að sæma hann sérstakri gull- medalíu brezka vísindafélags- ins. Framh. á bls. 7. f nótt er Ieið og í morgun var enn áframhaldandi síldveiði út af Austfjörðunum. Þar voru skipin á stóru svæði, allt frá Bjarnarey til austurs og suðurs, allt suður í Seyðisfjarðardjúp. Síldin er dálítið misstór og því smærri sem grynnra veiðist. Fréttaritari Vísis á Baufarhöfn, Einar Guðmundsson, sagði Vísi í morgun, að frá því klukk- an 7 í gærmorgun og þar til jafnlengdar í morgun, væri síldarleitinni þar kunnugt um 41 skip og væri samanlagður afli þeirar nær 32.000 mál og tunnur. f morgun var gott sjó- veður, en skyggni ekki að sama skapi. Einar sagði að á Raufarhöfn væri saltað á hverju plani eins og hægt er. En allmikið fer í bræðslu og þegar þetta er skrif- að bíða þar löndunar í skipum um 10.000 mál síldar. Fjögur löndunartæki eru í gangi, og gengur löndunin greiðlega. Á sumum Austfjarðahafnanna er rúmlega sólarhrings löndunar- bið. Tveir bátar urðu fyrir því ó- happi 'að kasta á kolmunna, Hafbjörg frá Vestm.eyjum og Gunnar SU. Skipsmönnum tókst að bjarga netunum. Stend ur mönnum eðlilega stuggur af Framh. á bls. 7. Greinar fgár~ wnátnráöherm. GBEINAR Gunnars Thor- oddsen, fjármálaráðherra, um efnahagsmál, sem hér hafa birzt í blaðinu undan- farnar vikur hafa komið mjög illa við framsóknar- menn. Tíminn í morgun ræð ir um bað, sein hann kallar æsingaskrif fjármálaráð- herra“. Segir blaðið að í ið. „Tölur falsaðar. Hrein- greinunum sé öllu rangsnú- lega skrökvað upp hinu og þessu“. Þeir, sem þessar greinar fjármálaráðherra hafa lesið, munu hinsvegar á einu máli um það, að þar liafi ver- ið tekið á þeim vandamálum, sem rædd hafa verið af rök- vísi og málefnalegri einurð. Allar þær tölur, sem þar hef ir verið vitnað í, eru teknar úr opinberum skýrslum. og mun Tímanum reynast æði erfitt að véffcngja sanngildi þeirra. Sannleikanum verð- ur hver sárreiðastur og staf- ar reiði Tímans eflaust af því að blaðið hefir ekki get- að hrakið eitt einasta atriði úr greinum ráðherrans. í viðtali við Eystein Jóns- son í Tír^anum í dag, segir Eysteinn að sér blöskri á- byrgðarlaust skraf fjármála ráðherra um nýja gengis- lækkun. Það er uppspuni frá rótum að fjármálaráð- herra hafi mælt með nýrri gengislækkun. Ráðherrann hefir ekki í greinum sínum tekið afstöðu með því að framkvæma ^igi gengislækk un, heldur aðeins bent á nauðsyn þess að grípa til gagnráðstafana eftir tilræði framsóknar og kommúnista við efnahag þjóðarinnar. Og víst kemur hneykslunin á gengislækkun úr hörðustu átt frá Eysteini, manninum, sem sjálfur hefir alls fjórum sinnum staðið að gengislækk un, árið 1939, árið 1950, árið 1956 og árið 1958, (í tvö síð- ari skiptin var gengislækk- unin dulbúin sem Iögfesting yfirfærslugjalds. 16% í fyrra skiptið en 55% í bað seinna). Sendiráðsbíll í klandri. Einn af bílum rússneska sendiráðsins lenti í klandri um síðustu hclgi, en slys varð eklti á fólki. Einkabíl! héðan úr bæn- um var á Ieið til bæjarins eftir Vesturlandsvegi og dró hann uppi bíl með CD-skilti, en þannig eru bílar erlcndra sendiróðsmanna merktir. Er Reykjavíkurbílinn ætlaði að skjótast fram úr CD-bílnum, sveigði hann inn á veginn með þeim afleiðingum að bilarnir skullu saman. Námu bóðir staðar. Reykvíkingur- inn ávarpaði á ensku einn farþeganna úr CD-bíInum, sem var frá rússneska sendi- ráðinu og kvaðst vilja lóta lögregluna fjalla um þennan árekstur. En við það var sýnilega ekki komandi. Sá sem ekið liafði sendiráðs- bílnum gerðist æstur mjög, rák alla sína farþega, er komnir voru út á veginn, upp í bílinn aftur og ók á brott. Reykvíkingurinn beið hins vegar komu laganna varða og gaf þeim ýtarlega skýrslu um málið. Veðurhorfur: A og NA gola Úrkomulaust. Hiti 8—11 st. ■I

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.