Tölvumál - 01.02.1977, Qupperneq 1

Tölvumál - 01.02.1977, Qupperneq 1
Ötgefandi: Skýrslutæknifélag íslands, Reykjavík Ritnefnd: öttar Kjartansson, ábm. Oddur Benediktsson Grétar Snær Hjartarson 2.tbl. 2.árg. febrúar 1977 Öll réttindi áskilin FfíLAGSFUNDUR Félagsfundur verður í Norræna Husinu þriðjudaginn 15. febrúar 1977 og hefst kl. 14.30. Á fundinum verður kynnt tölvuvinnsla, sem fram fer á vegum Sambands ísl. samvinnufélaga. SÍS hóf notkun eigin gagnavinnsluvéla (IBM gataspjalda- véla) árið 1959. Síðan hefur SÍS staðið framarlega í röð notenda gagnavinnslu- og tölvutækni hér á landi. Skýrsluvéladeild SlS annast m.a. úrvinnslu fyrir flest kaupfélög á landinu. í því sambandi hefur deildin tekið upp fjarsendingar gagna milli landshluta. Þá hafa Samvinnutryggingar nýlega tekið í notkun fyrirspurnakerfi, í tengslum við skýrsluvéladeildina. Um þessa hluti og fleiri verður fjallað á kynningunni, en henni mun stjórna Þórður Jónsson, deildarstjóri. Félagið mun að venju bjóða fundargestum kaffiveitingar í fundarhléi. Stj órnin. AÐALFUNDUR 15. MARZ 1977. Samkvæmt félagssamþykkt, skal boða aðalfund með 14 daga fyrirvara. Nú er heldur óhentugt, félaganna vegna, að senda endanlegt"aðalfundarboð það snemma út, að þessu ákvæði félags- samþykktar sé tryggilega mætt. Því verður nú sá kostur valinn, að tilkynna um aðalfundinn hér. Endanlegt og nánara fundarboð verður svo sent út í TÖLVUMÁLUM fáum dögum fyrir fundinn: Aðalfundurinn verður 15. marz 1977 x Norræna HÚsinu og hefst kl. 14.30. Dagskrá verður samkvæmt félagssamþykkt. tlr stjórn eiga nú að ganga formaður, ritari og meðstjórnandi. Auk þeirra verða kjörnir varamenn í stjórn og endurskoðendur. Tillögur um stjórnarmenn þarf að senda stjórninni eigi síðar en þrem dögum fyrir fundinn. Stj órnin.

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.