Tölvumál - 01.11.1977, Page 3
TÖLVUMÁL
3
2. ASCII-kódun. Forsvarsmaður Frosti Bergsson.
3. Lyklaborð. Forsvarsmaður Auðun Sæmundsson.
Hópunum er gert að greina frá starfi sínu á félagsfundi
í febrúar 1978.
FYRSTU SKÝRSLUGERÐARVÉLAR A ÍSLANDI
Það hljómar ótrúlega, nú á árinu 1977, að ekki skuli vera
nema þrettán ár síðar fyrsta gagnavinnslutölvan kom hingað
til lands og að fyrir svosem aldarfjórðungi hafi tölvan
almennt verið álitin heldur vafasamt apparat, kannske fyrst
og fremst dýrt leikfang og ekki líklegt til afreka.
Saga gagnavinnsluvéla í heiminum spannar a.m.k. eina öld
og raunar talsvert lengri tíma, ef miðað er við fyrstu
tilburði manna til að smíða reiknitæki.
Vinnsla upplýsinga í gataspjöldum var orðin nokkuð almenn
á fjórða áratugi þessarar aldar. Hingað til lands bárust
fyrstu eiginlegu gagnavinnsluvélarnar árið 1949.
Hér á eftir eru tíndir saman nokkrir fróðleiksmolar um
þessar fyrstu vélar:
Hagstofa Islands varð fyrst aðila hérlendis til að taka í
notkun reiknivélar.
í Hagtíðindum, 46. árg., nr. 2, febrúar 1964, er 50 ára
afmælis Hagstofunnar minnst og rituð saga hennar og íslenzkrar
hagskýrslugerðar.
Þar kemur fram, að það féll í hlut fyrsta hagstofustjórans ,
Þorsteins Þorsteinssonar, að kaupa til landsins fyrstu reikni-
vélarnar árið 1914 og einnig, 35 árum síðar, að taka í notkun
skýrslugerðarvélar og hefja vinnslu upplýsinga í gataspjöldum.
Þegar Þorsteinn ræðir um fámennt starfslið Hagstofunnar fyrstu
starfsárin, segir hann:
"Nokkuð bætti það þó úr skák, að við stofnun Hagstofunnar voru
keyptar handa henni tvær reiknivélar, önnur samlagningarvél skrif-
andi, sem aðallega var notuð við úrvinnslu verzlunarskýrslna, en
hin margföldunar- og deilivél. Höfðu slík tæki eigi áður verið
notuð hér við hagskýrslugerð. Munu þetta vera hinar fyrstu reikni-
vélar, er fluttust hingað til lands. Margföldunarvélin nefndist
Trinks-Brunsviga, og var hún bæði stærri, þyngri og hávaðameiri
en vélar þær, sem nú eru notaðar, en hún var sterk og er enn í
notfæru standi."
Síðar í grein sinni um Hagstofuna 1914-1950 lýsir Þorsteinn
aðdraganda að komu fyrstu skýrslugerðarvélanna til Islands
þannig: