Tölvumál - 01.11.1977, Síða 6

Tölvumál - 01.11.1977, Síða 6
6 TÖLVUMAL Ritgerð Áka mun vera eitt hið fyrsta sem birtist á prenti hérlendis um vinnslu upplýsinga í gataspjöldum og skýrslu- gerðarvélar. Vélunum er nokkuð lýst í greininni. Orðaval og framsetning minnir á, að hér er í fyrsta skipti lýst á íslenzku nýrri tækni, fyrir lesendum er ekki hafa kynnst þeim hugtökum um gagnavinnslu, sem nú leika á flestra vörum. "Vélar þær, sem Hagstofan hefur, eru 4 götunarvélar, 4 gat- prófunarvélar, ein röðunarvél og ein töflugerðarvél", segir Áki. Raðarinn "hefur 13 hólf og raðar eftir einni röð spjaldsins í einu". Vélin var semsé sambærilegrar gerðar og alþekkt er ennþá og raðaði 480 spjöldum á mínútu. Röðunarvélin var þó sérbyggð að því leyti, að við hana voru 13 teljarar, einn fyrir hvern vasa. Þetta gerði hægara að vinna ýmsar töflur úr gataspjöldum, með því að rita niður talningar í vasana. Töflugerðarvélin var eins og áður er fram komið, númerísk eingöngu. Hún hafði fimm níu stafa teljara og tvö tíu stafa geymsluverk (List banks). Vinnslu vélarinnar var stýrt með tengivírum í töfluborði. Totalar gátu verið minor, major og grandtotal (undir-, yfir- og heildartotal). Les- og skriftar- hraði vélarinnar var 75 spjöld/línur á mínútu. Þá var mögu- legt að stýra götun summuspjalda með því að tengja saman töflugerðarvélina og gatara, sem þess á milli mátti nota við venjulega skráningu (götun). Vélar þessar voru, eins og áður er fram komið, notaðar á Hag^- stofunni í tæp þrjú ár, þ.e. frá því um haustið 1949 fram á fyrri hluta árs 1952, að farið var að vinna verzlunar- skýrslurnar í vélum Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavíkurbæjar, eins og stofnunin hét í upphafi. Stjórnandi vélanna var Áki Pétursson. Hann hóf störf hjá Hag- stofunni árið 1937 og starfaði þar til dauðadags árið 1970. Hann nam meðferð vélanna í Danmörku og stjórnaði þeim allan starfstímann á Hagstofunni. Eftir það var hann í allmörg ár umsjónarmaður Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavíkurbæjar. Hann var síðan einn helzti sérfræðingur Hagstofunnar á sviði gagna- vinnslu. Áki hlýtur að teljast fyrsti skýrsluvélamaður og kerfisfræðingur hérlendis. Helzti aðstoðarmaður Áka við skýrslugerðarvélarnar fyrstu starfsárin var frú Ásthildur Björnsdóttir. Hún starfar ennþá á Hagstofunni. Uppsetningu vélanna hér heima og viðgerðir annaðist Ottó A. Michelsen, nú forstjóri IBM .á Islandi. öttar Kjartansson tók saman.

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.