Tölvumál - 01.11.1977, Side 7
tölvumAl
auglýsing
7
KRISTJAN ö. SKAGFJÖRÐ HF - TÖLVUDEILD -
FRETTATILKYNNING
Nú eru tæp tvö ár liðin síðan DIGITAL Equipment Corporation og
Kristján 6. Skagfjörð h/f. hófu samstarf á sviði tölvuþjónustu.
A þessum tíma hefur tölvudeild Skagfjörð vaxið hröðum skrefum, og
eru nú starfandi við deildina sjö sérhæfðir starfsmenn. Hingað til
hefur tölvudeildin lagt aðal áherslu á sölu og þjónustu á tölvum af
gerðinni PDP-11, sem eru mjög fjölhæfar og afkastamiklar. Hér að
neðan verður lítilega minnst á tvö tölvukerfi úr PDP-11 fjölskyldunni,
þ.e. PDP-11/03, sem er þeirra minnst, og flaggskipið, PDP-11/70.
PDP-11/03 tölvukerfið:
+ PDP-11/03 talva, með 32 kb MOS minni
+ RX-11 tvöföld diskettustöð, geymslurými samtals 500.000 bytes
+ LA-36 Matrix prentari m/lykilborði
+ RT-11 stýrikerfi með F/B
+ Fortran 4 og Ext.Basic
PDP-11/03 tölvukerfið má stækka á ýmsa vegu, t.d. stækka minnið
í 56 kb, bæta við 5 mb diskum, og tengja við það fjölda terminala.
Af fáanlegum aukabúnaði má nefna APL, RT-11/2780 og RT-11/3270.
Verð CIF Reykjavík, $ 11.900.-
PDP-11/70 tölvukerfið;
+ PDP-11/70 talva með 256 kb CORE eða MOS minni
+ RWM-03 diskakerfi með 1 stk. 67 mbytes diskadrifi
+ TWE-16 segulbandsstöð 800/1600bpi, 45 ibs, rúmar 27 mbytes
+ La-36 Matrix prentari m/lykilborði
+ RSTS/E stýrikerfi, þýðarar, BASIC og COBOL
PDP-11/70 tölvukerfið má stækka mikið, t.d.stækka minnið í
4096 kb. Við RWM-03 má tengja bæði RM-03 67 mbytes diskadrif,
svo og 176 mbytes diskadrif, (alls 8 diskadrif+. Fjölga má segulbands-
stöðvum í 8 stk. TE-16. Tengja má og við tölvukerfið mikinn fjölda
terminala. Af fáanlegum aukabúnaði með PDP-11/70 tölvukerfi, má
nefna APL, RPG-II, RSTS:E/2780 og RSTS:E/3270
Verð CIF Reykjavík, $ 122.700.-
NÚ í byrjun nóvember kemur á markaðinn ný vél frá DIGITAL,
sem ber nafnið VAX-11/780. Þessi vél er 32 bita og getur því bæði
talist til PDP-11 fjölskyldunar og DEC System 20. Hér verður án efa
um tímamót á sviði tölvuframleiðslu að ræða, þar sem nú verður hægt
að bjóða 32 bita tölvu, á verði sem er fyllilega sambærilegt við verð
á meðal stórri "mini" tölvu.
Frosti Bergsson