Tölvumál - 01.11.1978, Blaðsíða 3

Tölvumál - 01.11.1978, Blaðsíða 3
tölvumAl 3 FRÁ ORÐANEFND Orðanefndarmenn hafa nú byrjað á því erfiða verki, aÖ fara í gegn um ISO 2382 og þýöa algengustu orö og skil- greiningar. Þá rekum viö okkur fljótlega á nokkur vand- ræðaorð, sem alltaf eru að flækjast fyrir. Fyrst má .nefna data. Data. er í ensku f leirtöluorð, í eintölu datum. Data hefur lengi verið þýtt með orðinu gögn í íslensku, sem líka er fleirtöluorð. Margir hafa kvartað yfir gögnunum, sérstaklega þegar reynt er að nota eintölumynd orðsins. Er þessari spurningu þá stundum varpað fram: Hvaða gagn er að þessu gagni? Við bendum fólki á að nota fleirtölumynd orðsins til að forðast þvílíkt klúður. Gögnin hafa unnið sér vissan sess í íslensku máli og ekki hafa komið fram betri hu|myndir. Spurt hefur verið hvort ekki megi nota data í íslensku. Þá þarf að aðlaga orðið íslenskum beygingarvenjum. Orða- nefndarmenn reyndu sér til gamans að hafa orðið x öllum þremur kynjum x sterkri og veikri beygingu (a.m.k. sex möguleikar) og þarf ekki að fara mörgum orðum um örlög þeirra tillagna. Orðanefndarmenn vilja auglýsa eftir tillögum um íslensk orð í stað eftirfarandi enskra orða: processor, process procedure, routine. í framhaldi af hug'leiðingum óttars Kjartanssonar um^gagna- skráningu eða götun í síðasta tölublaði TÖlvumála má taka til athugunar ýmis fleiri starfsheiti í sambandi við gagna- vinnslu en götunarstúlkur. 1 stórum stofnunum og fyrir- tækjum, þar sem gagnavinnsla fer fram, er verkaskipting oft skörp og hver hefur sitt starfsheiti. Hafa komið ábendingar um að þýða þurfi starfsheiti eins og t.d. opera- tor og preparator. Og þá koma upp x hugann ýmis orð, sem dregin eru af orðinu tölva og spurt var, hvort merking þessara orða í íslensku væri Ijós. Fyrst má þá nefna nafn- orðið tölvun, sem notað er t.d. í samsetningunni tölvunar- fræði. Flestir skilja þetta orð í sömu merkingu og enska orðið computing þannig að tölvunarfræði er þá sama og computing science. Einnig má mynda sögnina að tölva, en^ þá ver'ða menn að koma sér saman um hvað gert er, þegar fólk tölvar. Er það samheiti yfir hina ýmsu þætti gagnavinnslu, eða má nota orðið um eitt afmarkað verksvið? Gerandheitið tölvari (sá sem tölvar) hefur á undanförnum árum verið notað um "operators". Það er ef til vill ekki mjög heppi- legt, nema fólk komi sér saman um, að það að stjórna tölv- unni (ýta á rétta takka) sé að tölva. Önnur gerandnöfn má einnig mynda af sögninni tölva, t.d. tölvi (sbr. Sölvi) og tölvuður (sbr. hugsuður). Látum þetta nægja í bili. Orðanefndarmenn vænta þess að heyra álit félagsmanna. Sigrún Helgadóttir

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.