Tölvumál - 01.02.1979, Blaðsíða 12
12
TÖLVUMAL
SKÝRSLUTÆKNIFÉLAG ISLANDS
LEIGUSAMNINGUR
Samningur um leigu á.............................................................................. milli
....................................................................................................... hér
nefndur leigutaki og .................................................................................
nefndur leigusali.
1. BtJNAÐUR
1. Leigusamningur þessi nær yfir eftirfarandi vél- og hugbúnað, hér eftir nefnt búnaður:
Númer/tegund Lýsing Kaupverð Mán.leiga
2. FJÁRMAL
2.1 Leigugjöld, sem tilgreind eru í 1. gr., greiðist mánaðarlega fyrirfram. Þau eru reiknuð sem annuitetsián af kaupverðum
tilgreindum í 1. gr., á % ársvöxtum til mánaða.
2.2 Leiga (og kaupverð sbr. 5. gr.) eru tilgreind í íslenskum krónum og miðast við afhendingu á fyrirhuguðum notkunar-
stað, sjá 3. gr. Tollar, söluskattur og önnur gjöld tengd innflutningi eru innifalin, svo og kostnaður við uppsetningu og
prófanir.
2.3 Geri stjórnvöld landsins breytingar á gengi erlends gjaldmiðils, á innflutningsgjöldum eða á öðrum opinberum
gjöldum, frá undirritun samnings til afhendingardags, og hafi þessar breytingar áhrif á endanlegt kaupverð búnaðar, skulu
leigugjöld breytast í sama hlutfalli. Leigusali framvisi sundurliðuðum reikningi fyrir breytingunni ef leigutaki óskar eftir
því.
2.4 Leigugjöld skulu breytast til samræmis við breytingar á almennum vaxtakjörum ef annar aðili krefst þess. Skal þá
miðað við eftirstöðvar af kaupverði, sbr. 2.1.