Tölvumál - 01.02.1979, Blaðsíða 2
hafa ýmislegt viö frumvarpið aö athuga, eins og þaÖ nú
liggur fyrir. Hann kvaöst í mörgum atriðum vera sammála
tillögunum að umsögn Skýrslutæknifélagsins, þótt einnig
þar heföi hann ýmsar athugasemdir fram aö færa. Hann
kvaöst samt ekki myndi gera beinar breytingatillögur á
drögunum eins og þau liggja fyrir, en Hagstofan sem slík
hefur lagafrumvarpið sérstaklega til umsagnar.
Aðrir, sem tóku til máls í þessum umræðum voru Elías
Davíösson, Ingimar Jónasson og Ottó A. Michelsen.
Aö lokum dró fundarstjóri saman helstu atriöin sem fram
höfðu komið í umræöunum.
Tillaga frá Elíasi Davíðssyni um viðbótarmálsgreinar undir
fyrirsögninni "Persónugagnaráð" var samþykkt. Sömuleiðis
oröalagsbreyting á síöustu málsgreininni undir fyrirsögn-
inni "Opinber og önnur skráning". Loks voru síðan drögin
í heild meö áorðnum breytingum borin undir atkvæði fundar-
manna sem samþykktu þau samhljóða sem umsögn Skýrslutækni-
félagsins um lagafrumvarpið.
Breytingar, sem fundurinn gerði á drögunum eins og þau
voru birt í Tölvumálum, 1. tbl. 4. árg., eru eftirfarandi:
1 Viö kaflann "Gildissvið" bætast tvær málsgreinar
(tillaga Elíasar Davíðssonar):
"Persónugagnaráð skal birta ársskýrslu um starf-
semi sína með greinargóðum upplýsingum um tilkynn-
ingar sem því hafa borist, leyfi sem það hefur
veitt , úrskurði þess og reglur sem það kann að
hafa samið.
Persónugagnaráð skal ennfremur skrásetja til-
kynningar, leyfisveitingar og úrskurði og skal
ráðið tryggja almenningi aðgang að þessum upp-
lýsingum endurgjaldslaust."
2 Síðasta málsgrein kaflans "Opinber 'ig önnur skrán-
ing" hljóði þannig:
"Telja verður óhjákvæmilegt að hefðbundin meðferð
á ýmsum opinberum skrám, svo sem þjóðskrá, skatt-
skrá og kjörskrá, verði endurskoðuð jafnframt
setningu laga um meðferð persónugagna. Ræða verður
um hvort hefðbundin meðferð á atriðum er varða
m.a.^ríkisfang, trúflokk, hjúskaparstétt og skatta-
upplýsingar brjóti í bága við anda persónugagna-
löggj afarinnar."
SMÁTÖLVUSÝNINGIN
Skýrslutæknifélagið ^gekkst fyrir smátölvusýningu dagana
26.-28. janúar sl. í samvinnu við Reiknistofnun Háskólans
og Verkfræði- og raunvxsindadeild. í sýningarnefnd voru
þeir Oddur Benediktsson, Páll Jensson og Sigfús Björnsson
Þeir Páll Jensson og Axel Sölvason, tækjavörður í Verk-
fræði- og raunvísindadeild, báru hitann og þungann af
vinnunni við uppsetningu sýningarinnar auk Magnúsar Guð-
mundssonar, húsvarðar.