Tölvumál - 01.12.1979, Side 2
Síðastliðið sumar komust starfsmenn á Reiknistofnun
Háskálans yfir listun á skákforriti, skrifað á hinu
unga og efnilega PASCAL-máli. Þar eð PASCAL þýðandi
Reiknistofnunar réði ekki við forrritið, sem reyndar
er glettilega flókið, var það á nokkrum laugardagseftir-
miðdögum umritað yfir á FORTRAN 4 og endurbætt í leið-
inni.
Forritið er þannig útbúið, að breyta má ýmsum stærðum,
sem áhrif hafa á stöðumat og taflmennsku tölvunnar, t.d.
varðandi árásarhnei^ð. Þannig getur hver notandi þróað
hjá tölvunni skákstil að sínu skapi. Ennfremur er hægt
að breyta skákstyrknum, og þar með umhugsunartímanum,
jafnvel í miðri skák (sem getur verið hentugt sl maður
kominn með verri stöðu?).
Sem stendur er forritið í þjálfun og skákuppeldi hjá Daða
Jónssyni, reiknifræðingi. Það hefur ekki lært neinar
byrjanir ennþá, heldur teflir rökrænt frá 1. leik, og er
athyglisvert að með hvítt byrjar það á e2-e4 og kemst
þannig að sömu niðurstöðu og Bobby Fischer, að þetta sl
sterkasti leikur hvíts í upphafsstöðunni?
Hlr fer á eftir sýnishorn af hæfni forritsins. Það er
keyrt á PDP 11/60 tölvu Reiknistofnunar, og teflir hlr á
móti Radíó Schack heimilistölvu.
Að vísu er ójafn leikur því Radíó Schack vllin hefur
aðeins 4kb minni, en forritið á PDPll/60 tölvunni notar
u. þ.b. 4 6kb.
Svart: Radíó Schack
Hvitt: PDP 11/60
1. E2-E4
2. B1-C3
3. G1-F3
4. D2-C3
5. C1-G5
6. D1-D5
7. D5-E5+
8. 0-0-0
9. E5-F4
10. Cl-Bl
11. F4-D6+
12. F1-C4+
E7-E5
F8-B4
B4-C3
D8-F6
F6-G6
C7-C6
E8-F8
F7-F6
G6-H5
D7-D6
F8-F7
Gefið
Hafa verður hugfast að PDPll/60 tölvan lærði að tefla fyrir
þrem mánuðum. Ekki svo lllegt hjá byrjanda! Reyndar er
sigurvíman slík eftir þennan fyrsta skjalfesta tölvuskák-
sigur á Islandi (eða hvað?), að mlr var falið að koma á
framfæri einvígisáskorun til allra hlrlendra tölva.
Að öllu gamni slepptu er áhugavert að rifja upp, að ekki
er ýkja langt síðan margir álitu hina göfugu íþrótt skák
gott^dæmi um það sem maðurinn gæti gert, en tölvan aldrei.
Af sýnishorninu hlr að ofan má vera ljóst að þótt enn sl
langt í það að tölvan skáki manninum algjörlega, þá verður
að svara spurningunni í fyrirsögninni játandi: Tölvur
geta teflt.
Pall Jensson