Vísir


Vísir - 31.10.1961, Qupperneq 1

Vísir - 31.10.1961, Qupperneq 1
w VISIR héðan töfðust. AÐ KVÖLDI þess 24. október síðastliðinn slitnaði sæsíminn og hafði það í för meðsér gífur- legar tafir á öllum skeytasend- ingum héðan til Evrópulanda. Sæsímastrengurinn slitnaði að þessu sinni ekki hér við land, heldur fyrir sunnan Færeyjar og hefir ekki enn verið hægt að framkvæma á honum við- gerð. Tafirnar á skeytasendingun- um héðan urðu vegna þess hve radíóskilyrði voku slæm, sem aftur stöfuðu af afleiðingum Frh. á 2. síðu. Gosið dvínar en nýr leirhver vaknaður. öskugosið er nú mjög að dvína og eru jarðfræð- ingarnir allir staddir hér á Akureyri, ásamt leiðang- ursstjóranum dr. Sigurði Þórarinssyni. Öfært má nú heita við öskju, snjór í mitti og vonzkuveður. Nýr leirhver. Þetta símaði Jón Bjarnason, fréttamaður Vísis í leiðangri dr. Sigurðar Þórarinsson í morgun. Á sunnudaginn fóru jarð- fræðingarnir í síðasta sinn að eldunum og var ég í förinni. Kom þá í Ijós að nýr, gjósandi leirhver hafði myndast í sprungunni sem liggur þvert á gosgígana. En sjálft gosið var mjög í rénum og telur dr. Sig- urður að það muni fjara út innan skamms. Þarna uppi við eldana var blindhríð og frusu föt okkar í stokk og við sáum ekki handa okkar skil. Við mælingar kom í ljós að hraðinn á hrauninu er mestur neðst, 20 m. á klst. Hraunið er nú orðið 8—10 km. langt. Efst við eldana er það 1 km. á breidd en 4—5 á breidd neðst. Hraunið hefir nú runnið niður undir vikrafell, Hæð þess er 2—8 metrar. Þegar við kom- um niður af fjallinu frá eld- unum biðu nokkrir bílar við fjallsræturnar með ferðamenn en þeir snéru aftur við svo búið. Var hríðin þá svo dimm að ganga varð fyrir bílununj „íslendingurinn Beck var maður leiksins," soyjja skasku blöðin ttm leik Þórólfs. Beck var tvímælalaust mað- ur leiksins. Hann skoraði eitt mark, og lagði tvö. Hann virð- ist nokkuð svifaseinn, miðað við skozkan hraða, en það sem hann #gerir, gerir hann rétt. Knattleikni hans er fullkomin, og hvernig hann leikur á and- stæðinginn er unun á að horfa.“ Þetta segir Sunday Post um | leik Þórólfs gegn Stirling Al- I bion á laugardaginn. Eftir ummælum blaðanna hefur leikurinn verið lélegur og illa leikinn.! Sérstaklega var alt á afturfótunum hjá andstæð- ingum Þórólfs. Paisley Daily Express segir: | St. Mirren sigrar svo sjaldan þessa dagana, að þegar það skeð ur, ríkir dýrðlegur fögnuður ! meðal áhangenda þeirra. En í dag er þessi fögnuður innantómur. Því ^iað yar mest | vegna mistaka Stirling Albin i sem St. Mirren sigraði og varla } er hægt að segja þessi lið eigi | heima í fyrstu deild. Aðeins eitt iaugnablik í leiknum var þess i virði að gefa því gaum. Það var mark Þórólfs Beck á 90. min- útu. Markið var glæsilegt. Hörkuskot undir þverslá og inn. Þórólfur var „matchwinner“ í þessum leik. Eftir að hann hafði skotið hörkufast að mark- inu- og markmaðurinn misst knöttinn, fylgdi miðherjinn Ker rigan eftir og skoraði auðveld- lega. Annað markið skoraði Kerri- gan einnig eftir að Þórólfur hafði sent hárnákvæma send- ingu gegnum vörn Albion.“ Eins og sjá má af þessum blaðaumælum hefur Þórólf- ur vakið mikla athygli í þess- um leik, í rauninni verið það eina eftirtektarverða. Skotunum finnst hann nokkuð seinn, en efast ekki um liæfileika hans. Til gam- ans má geta þess, að á bak- síðu (íþróttasíðu) Paisley Daily Express cr aðeins ein ljósmynd. Hún er af Þórólfi Beck. í fjögurra dálka fyrirsögn segir: Thor thumbs his first. Þórólfur Beck. Hækka verkfræ&ing- ar kröfur sínar? Ekkert miðar áfram j verk- fræðingadeilunni. Viðræðu- fundur deiluaðila var föstu- daginn fyrir tæpum hálfum mánuði og á sáttasemjari sam kvæmt reglum að boða til ann- ars fundar ekki síðar en næsta föstudag. Það hafði borist út að verk- fræðingar hyggðust slá af kröfum sínum til að ná sam- komulagi. Hinsvegar segja for- mælendur verkfræðinga að það komi ekki til mála. Meiri- hluti verkfræðinga starfi nú á ráðningarskilmálum þeim, sem eru jafnháir og kaupkröfur verkfræðinga. Svo hafi dýrtíð- in aukist svo að þeirra dómi að frekar komi til mála að hJekka kröfurnar heldur en hitt.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.